Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Fá norskir Kristdemókratar ESB-sinnaðan leiðtoga?

Frá OslóFrá því er greint á vefsíðu norsku Evrópusamtakanna að Kristeligt Folkeparti fái mögulega nýjan ESB-sinnaðan leiðtoga á næstunni, en fyrir dyrum stendur formannskjör.

Knut Arild Hareide er talinn sigurstranglegastur og er hann talinn vera Já-maður. Sjá m.a. hér

Töluverð umræða er um það í Noregi að EES-samningurinn dugi ekki lengur og því þurfi að leita nýrra lausna.

Kjell Magne Bondevik, fyrrum forsætisráðherra Noregs kemur einnig úr þessum flokki.


Magnús Bjarnason: Varði doktorsritgerð um stöðu Íslands á nýrri öld

Magnús Bjarnason varði 16. september sl. doktorsritgerð sína The Political Economy of Joining the European Union: Iceland‘s Position at the Beginning of the 21st Century í hagfræðideild Háskólans í Amsterdam (Universiteit van Amsterdam).

Ritgerð Magnúsar nálgast viðfangsefnið af sjónarhóli stjórnmálahagfræði (e. political economy). Hann hafði áður lokið tvöföldu meistaraprófi í alþjóðastjórnmálum og viðskiptafræðum frá Frjálsa háskólanum í Brussel (Université Libre de Bruxelles).

Framlag ritgerðarinnar til fyrirliggjandi þekkingar felst einkum í, að höfundurinn raðar haganlega saman tölulegum og öðrum rannsóknarniðurstöðum, bætir við nýju efni og býr til greinargóða yfirlitsmynd af þeim efnahagsáhrifum, sem aðild Íslands að Evrópusambandinu kann að hafa á íslenskt efnahagslíf og samfélag í samhengi við reynslu annarra Evrópuþjóða með sérstakri skírskotun til peningamála, landbúnaðar og sjávarútvegs.

Aðalleiðbeinendur Magnúsar voru Roel Beetsma prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Háskólans í Amsterdam og Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræðideild Háskóla Íslands.

Í doktorsnefndinni sátu þrír prófessorar í Háskólanum í Amsterdam, Albert Jolink, Gerrit Meester og Henk Jager, ásamt Jørgen Ulff-Møller Nielsen, dósent í Viðskiptaháskólanum í Árósum. Nefndin samþykkti einum rómi að veita Magnúsi Bjarnasyni doktorsnafnbótina. Meðmælendur Magnúsar voru Roel Beetsma og Þorvaldur Gylfason.

Forlag Háskólans í Amsterdam hefur gefið ritgerðina út á prenti, og er hægt að panta hana hjá forlaginu (Amsterdam University Press, bestellingen@aup.nl  og  www.aup.nl). Háskólinn í Amsterdam er einn af 50 bestu háskólum í heimi samkvæmt háskólavefnum topuniversities.com.

Magnús kemst að þeirri niðurstöðu að aðild Íslands að Evrópusambandinu hefði í för með sér talverðan ávinning, m.a. yrði þjóðarframleiðslan allt að sjö prósentum meiri en ella innan fárra ára.     

Helgarblað DV greindi frá niðurstöðum Magnúsar á áhrifum inngöngu á hag íslenskra neytenda. Þær benda til þess að neytendur muni hagnast mikið á lækkuðu matvæla- og vöruverði við inngöngu í ESB. Hann segir að matvælaverð mun lækka fljótlega eftir inngöngu um tíu til tuttugu prósent sem jafngildir tveggja til fjögurra prósenta launahækkun hjá vinnandi fólki. Í Svíþjóð og Finnlandi, lækkaði matvælaverð um tíu prósent ári eftir að þau gerðustu aðilar að sambandinu árið 1995. Hér á landi eru tollar og matvælaverð talsvert hærra og því meira svigrúm til lækkunar.

Evrópusamtökin fagna útgáfu þessarar bókar og óska Magnúsi til hamingju með útgáfuna.



Ritstjóraskipti á Bændablaðinu

bændablaðiðFréttablaðið greindi frá því í dag að ritstjóri Bændablaðsins Þröstur Haraldsson, hefði sagt upp störfum.  ,,Ég sagði upp eftir nokkuð langvarandi samstarfs­örðugleika við útgefandann," sagði Þröstur. „Þeir hafa aðrar skoðanir á því hvernig eigi að reka blöð en ég," segir í FRBL.

Síðar segir: ,,Ágreiningurinn snerist um sjálfstæði rit­stjórna og verkaskiptingu milli útgefanda og ritstjóra. Þröstur vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Þótt hann hafi strax hætt ritstjórn mun hann starfa við blaðið út uppsagnarfrestinn, sem rennur út um áramót. Tjörvi Bjarnason hefur tekið við ritstjórn og ábyrgð á útgáfu Bændablaðsins til bráðabirgða. Hér má lesa um Tjörva, en það verður áhugavert að sjá hvort hann breytir eitthvað til í blaðinu.

Það sem einkennir Bændablaðið er nánast einhliða neikvæð umfjöllun um ESB og landbúnað, en samtök Bænda segja að með aðild muni landbúnaður á Íslandi heyra sögunni til.

Það hefur hinsvegar ekki gerst í neinu landi sem gengið hefur í ESB.

Breytingar hafa hinsvegar orðið á landbúnaði ríkjanna, en íslenskur landbúnaður á eftir að breytast mjög mikið hvort eð er (og hefur breyst gríðarlega á undanförnum áratugum, án ESB!).

Ekki síst með DOHA-viðræðunum, en markmið þeirra er að lækka tolla og stuða að auknum viðskiptum í heiminum, m.a. með landbúnaðarvörur.


Eyjan: Afnám gjaldeyrishafta vandasamt

Ein krónaKrónan er áfram til vandræða. Á vef Eyjunnar er þessi stutta frétt, sem þó segir næstum allt sem þarf að segja um krónuna: ,,Gengi krónunnar getur lækkað, verðlag hækkað og lífskjör almennings versnað meira en ella ef farið er of geyst í afnám gjaldeyrishaftanna að mati Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra. Hann segist nauðsynlegt að Ísland ávinni sér traust erlendis áður en skorið er endanlega á öll höft.

Kom þetta fram á fundi fagfjárfesta í dag en Rúv greinir frá.

Á meðal þess sem eru helstu forsendur fyrir afnámi haftanna eru  að nægur gjaldeyrir sé í landinu, jafnvægi komið í ríkisfjármálin, aðstæður séu viðunandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og binding óstöðugs fjármagns.

Varaði Arnór við að afnema þau mjög hratt. Slíkt þyrfti að gera í áföngum. Ella geti efnahagskerfið orðið fyrir verulegum skakkaföllum."

Má Ísland við meiri skakkaföllum? Nei, en við þurfum klárlega lausn á gjaldmiðilsmálum okkar!


Cameron hitti Bjarna Ben

bjarniben_991582.jpgSagt var frá því í fjölmiðlum í dag að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði hitt David Cameron, formann breska Íhaldsflokksins á einkafundi. Í frétt á Bylgjunni segir Bjarni að Íhaldemenn séu ,,skeptískir" eða fullir efasemda gagnvart Evrópusamrunanum.

það er hinsvegar vert að minna á að strax og Cameron hafði verið kosinn, lýsti hann og utanríkisráðherrahans, William Hague, því yfir að engrar stefnubreytingaryrði að vænta hjá Íhaldsflokknum varðandi Evrópu og að þeir myndu hafa fullt samstarf við við ESB.

En sjónarmið Bjarna þjónar honum hinsvegar vel hér heima.


Össur vill fá bændur að ESB-borðinu

Össur SkarphéðinssonSvo segir í frétt á Eyjunni í dag: ,,Ég geri mér fyllilega grein fyrir mikilvægi sveitanna fyrir þjóðmenningu Íslands, og atvinnusköpun í dreifbýli. Ég hef hvorki vilja né hug til þess að selja frumburðarrétt þeirra fyrir baunadisk einsog Esaú forðum.“

Svo skrifar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, til bænda en ráðherrann hefur sent Bændasamtökunum bréf þar sem hann vill fá bændur að borðinu varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Talar hann til þeirra sem „gamall Mýrarmaður.“

Hefur Össur bréf sitt á formála um hversu vel hann þekki bændur og kjör þeirra eftir að hafa sjálfur dvalist í sveit lengi vel. Svo bætir ráðherrann við að enginn þekki landbúnað eins og bændur og því sé það þeim mjög í hag að taka þátt í að móta framhaldið í samstarfi. Segir hann engan vafa leika á að margt muni falla Íslands megin við samninga við ESB."

Öll frétt Eyjunnar

Bréf Össurar til bænda


ESB og S-Kórea að ganga frá fríverslunarsamningi

B�larEins og greint hefur verið frá hér á blogginu, hafa ESB og S-Kórea staðið í viðræðum um fríverslunarsamning. Nú stefnir í að svo verði og er í raun verið að ganga frá honum.

Fréttastofan AP greinir m.a. frá þessu. Talið er að samningurinn gangi formlega í gildi um mitt næsta ár. Það sem aðallega stóð í mönnum var að tryggja stöðu ítalska bílaiðnaðarins. S-Kóreumenn framleiða mikið af bílum, sem m.a. eru seldir hérlendis. Ítalir líka!

Í frétt AFP segir: ,,This agreement is by far the most important trade deal ever concluded by the European Union with one country and the first free trade deal with an Asian country," said European Commission chief Jose Manuel Barroso."

S.s.: Mjög mikilvægur samningur og fyrsti fríverslunarsamningur ESB við Asíu-ríki, samkvæmt Jose Manuel Barroso.

Frétt AP


Hvað er að óttast? Gunnar Hólmsteinn í FRBL

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonStjórnarmaður Evrópusamtakanna, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um þá samninga sem Norðmenn náðu fram í samningum sínum við Evrópusambandið á árunum 1993-1994. Í greininni segir Gunnar m.a.:

,,Í aðildarviðræðum settu Norðmenn sér það markmið að tryggja stöðu fiskveiða og fiskeldis í Noregi. Þeir settu líka fram ýmsar kröfur varðandi smábátaútgerð, veiðistjórnun, markaðsaðgang og svo framvegis. Til dæmis fengu þeir algert tollfrelsi af norskum fiskafurðum, samkvæmt samningnum.

Það sem Norðmenn þurftu að gefa eftir var lítilsháttar aukning í þorskveiðum norðan 62. breiddar­gráðu, úr 1,28% af heildarafla, í 1,57% (8.960 tonn í 10.990 tonn, af 700.000 tonna heildarafla!). Norðmenn þurftu svo að semja um deilistofna, eins og yfirleitt er gert.

Veiðireynsla Norðmanna tryggði þeim áfram yfirráð á sínum veiðisvæðum samkvæmt reglunni um hlutfallslegan stöðug­leika. Þessi regla á líka við um Ísland, enda hefur engin þjóð veitt hér við land frá lokum landhelgisdeilunnar árið 1976, þegar lögsaga okkar var færð út í 200 sjómílur.

Á fundi fyrir skömmu sagði aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB engan vafa leika á því að engin þjóð ætti hér veiðirétt. Það er að við Íslendingar ættum einir réttinn hér við land. Skýrara getur það ekki verið.

Aðildarsamningur Norðmanna tryggði þeim einnig varnir gegn svokölluðu „kvótahoppi," en í Noregi gilda þær reglur að aðeins norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi. Og aflanum skyldi landað í heimahöfn skipsins, sem hefði „efnahagsleg tengsl" við við­komandi svæði.
Með hjálp Evrópudómstólsins var það tryggt enn frekar að „kvótahopp" gæti ekki átt sér stað."

(Feitletrun, ES-blogg)

Öll greinin


Er fasismi á Íslandi?

eirikur_bifrostEiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, var í spjalli á Bylgjunni í morgun um mótmælin við Alþingi í gær. Hann benti á þá staðreynd að á Austurvelli í gær var flaggað fánum á borð við fána Þriðja ríkis Adolfs Hitlers og og keltneska krossinum, sem er eitt vinsælasta tákn ný-nasista í Evrópu.

DV birtir einnig myndir um þetta.

Óneitanlega vaknar sú spurning hvort fasismi sé á uppleið hér á Íslandi? Er þetta tímanna tákn?


Stefán Rafn Sigurbjörnsson nýr formaður Ungra Evrópusinna

stefan_rafn.jpgÁ vef Ungra Evrópusinna stendur þetta:

,,Ný stjórn Ungra Evrópusinna var kjörin nú á dögunum og er nýr formaður stjórnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson. (mynd)

Stjórn Ungra Evrópusinna 2010 – 2011 skipa:
Formaður: Stefán Rafn Sigurbjörnsson
Varaformaður: Guðrún Sóley Gestsdóttir
Ritstjóri: Elís Rúnarsson
Gjaldkeri: Ísleifur Egill Hjaltason
Ritari: Sif Jóhannsdóttir
Meðstjórnandi: Heimir Hannesson
Meðstjórnandi: Sema Erla Serdar
Meðstjórnandi: Ólafur H. Ólafsson

„Ný stjórn Ungra Evrópusinna ætlar að leggja það fyrir sig í vetur að taka virkan þátt í málefnalegri umræðu um Ísland og Evrópusambandið. Tilgangur félagsins er að fræða ungt fólk um Evrópusambandið og starfsemi þess með áherslu á stöðu og möguleika Íslands í samstarfi Evrópuþjóða.

Ungir Evrópusinnar telja komandi vetur mikilvægan í umræðunni um Ísland og Evrópusamstarfið. Samninganefnd er nú að störfum við að undirbúa komandi samningaviðræður. Viðræður sem munu að lokum skila samningi sem borin verður undir þjóðina til samþykktar eða synjunar.

Ungir Evrópusinnar bera mikinn vilja og tilhlökkun til rökræðu og samstarfs við önnur félög sem taka þátt í umræðunni um Ísland og Evrópusambandið.”

Evrópusamtökin óska nýrri stjórn velfarnaðar í sínum störfum og hlakka til samstarfsins!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband