Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Til hamingju með daginn, Evrópusinnar!

Fáni ESBEvrópudagurinn er í dag, 9.maí. Evrópusamtökin óska öllum Evrópusinnum til hamingju með daginn.

Ársins 2010 verður e.t.v. minnst sem ,,Grikklandsársins" og ekki að ástæðulausu. Grikkir glíma við mikinn vanda, en þetta er ekki bara próf fyrir þá, heldur einnig Evrópu og ESB.

Vandamál Grikkja eru einnig dæmi um þann samvinnuvilja meðal Evrópuþjóða. Aðildarlönd ESB hafa ákveðið að koma Grikkjum til aðstoðar, sum með semingi.

Auðvelt væri að segja ,,látum Grikki sigla lönd og leið, þeir geta bara bjargað sér sjálfir." Þetta er hinsvegar hættuleg afstaða.

Sem betur fer er ESB til staðar, ekki er erfitt að sjá fyrir sér hvernig staðan væri í Evrópu ef öll ríki Evrópu væru ein síns liðs að glíma við þau vandamá sem þau standa frammi fyrir.

Líklegt er að and-lýðræðisleg öfl myndu nota það sér til framdráttar. Við höfum ,,góð" dæmi um það frá Evrópu hvað efnahagslegt og pólitískt öngþveiti getur leitt af sér. Evrópusambandið er einmitt svar gegn því, enda eru mannréttindi eitt af leiðarljósum sambandsins.

Sú þróun sem nú er í gangi í Ungverjalandi er einnig dæmi um það sem mögulega getur gerst. Þar hafa þjóðernissinnaðir og fasískir flokkar fengið um 70% þingsæta í nýafstöðnum kosningum.

Svona þróun má ekki endurtaka sig í Evrópu!

Ísland er Evrópuþjóð, við tilheyrum evrópskum menningararfi, uppruni okkar er í Evrópu. Við erum sem stendur með annan fótinn inni, hinn úti og áhrif okkar á þróun mála í Evrópu eru hverfandi.

Við getum hinsvegar orðið hluti af þessari þróun með fullri aðild að ESB. Orðið ,,eðlilegur samstarfsfélagi," en ekki einhverskonar utangátta aðili, sem bara tekur á móti, en ekkert gefur af sér.

Við getum það hinsvegar á mörgum sviðum þar sem þekking okkar er framúrskarandi, dæmi; sjávarútvegsmál og orkumál.

Enn og aftur Evrópusinnar, til hamingju með daginn og látum til okkar taka!

 


Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðilsmál

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson skrifar góða grein í Fréttablað helgarinnar um gjalmiðiilsmál og ber m.a. saman stöðu Grikklands og Íslands. Hann segir m.a.:

,,Til framtíðar litið eru Íslendingar því í þrengri stöðu en Grikkir vegna þess að kostnaðurinn við að halda sjálfstæðri mynt kemur fram í hærri vöxtum og gjaldeyrishöftum. Það hamlar raunverulegum hagvexti. Þetta þýðir að Íslendingar geta aðeins bætt samkeppnisstöðu landsins með lægri lífskjörum til frambúðar.

Eðlilega hræðast margir evruna í slíkum ólgusjó sem hún er. Sumir efast um að hún haldist á floti. Ástæðulaust er að loka augunum fyrir þessum aðstæðum. Við sitjum hins vegar uppi með gjaldmiðil sem sökk með skelfilegum afleiðingum. Sterkar sjálfstæðar myntir eins og sterlingspundið eiga líka í vök að verjast."

Meira hér eða hér.


Hægrimenn og öfgasinnar á skriði í Ungverjalandi

Varðliðar UngverjalandsHægri-öfgaflokkurinn Jobbik, sem fer ekki leynt með áhrif frá Nasismanum, fékk jók verulega við fylgi sitt í þingkosningum sem haldnar voru í Ungverjalandi fyrir skömmu og fékk flokkurinn 56 þingsæti af 386 og um 17% atkvæða. EU-Observer greinir frá þessu.

Stefnumál flokksins eru m.a. að útrýma glæpum meðal sígauna, berjast gegn eiturlyfjanotkun, alþjóðlegum fyrirtækjum og því sem flokkurinn kallar ,,landvinningum Ísraels" í Ungverjalandi. Flokkurinn hefur verið kenndur það sem á ensku er kallað ,,post-fascism" en getur kallast á íslensku ,,ný-fasismi."

Fasismi byggir á hugmyndafræði Benito Mussolini, leiðtoga fasistaríkisins á Ítalíu á tímum seinni heimsstyrjaldar.

Sá flokkur sem fékk flest atkvæði og tók við völdum í Ungverjalandi er annar þjóðernissinnaður hægri-flokkur, Fidez. Hann fékk 263 af 386 þingsætum. Samanlagt fengu þessir flokkar því um 70% af þingsætum ungverska þingsins.

Varðliðar UngverjalandsMargir fréttaskýrendur telja Ungverjaland á leið í mjög öfgasinnaða átt og að staða þessara flokka sé staðfesting á því.

Í grein í sænska DN er meðal annars sagt að þessir flokkar vilji lögleiða mismunun gegn sígaunum og gyðingum í landinu.

Ástæður velgengni flokkanna er sögð vera óánægja Ungverja með viðbrögð fyrri stjórnvalda við efnahagskrísunni, sem komið hefur illa við marga Ungverja.


Ný og spennandi staða í Bretlandi

brown-gordon.jpgKosningarnar í Bretlandi leiddu af sér það sem kallað er ,,hung parliament", þ.e.a.s enginn hinna þriggja stóru flokka fékk hreinan þingmeirihluta. Óhætt er að segja að það ríki því mikil spenna í breskum stjórnmálum.

Framan af föstudegi voru menn að meta stöðuna, en síðan biðluðu bæði Gordon Brown, leiðtogi Verkamannaflokksins (og sitjandi forsætisráðherra) og David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, til Nick Clegg, leiðtoga Frjálslynda flokksins. Bæði Brown og Cameroon þurfa á stuðningi frá Clegg að halda, þar sem engin hefð fyrir minnihlutastjórnum er fyrir hendi í Bretlandi.

Frjálslyndir fengu næstum jafnmörg atkvæði og Verkamannaflokkurinn, en 200 færri þingsætum! Þetta er hið mikla óréttlæti í bresku kosningakerfi og bitnar illilega á Frjálslynda flokknum (Liberal Democrats)

Nick Clegg heftur barist fyrir endrbótum á þessu kerfi og nú hefur hann e.t.v. spil á hendi í þessu máli.

Mjög fróðlegt verður að sjá útkomuna úr því sem er að gerast, en samkvæmt venju er það Gordon Brown, sem enn situr sem forsætisráðherra. Það er venjan komi ,,hung-parliament"  staðan upp.

Eins og fram hefur komið eru brýn verkefni fyrir höndum í Bretlandi og pólitísk óvissa eitthvað sem menn þar vilja ekki sjá.

Ps. Mogginn var fljótur að lýsa yfir falli Brown í blaði dagsins: Stjórn Brown's fallin, var fyrirsögn á forsíðu. Sjálfsagt eru einhverjir í Hádegismóum sem eiga sér þann draum að Íhaldsmenn komist til valda í Bretlandi.


Sorglegur atburður í Grikklandi

GrikklandSá sorglegi atburður átti sér stað í Grikklandi í gær að þrír saklausir bankastarfsmenn létu lífið í mótmælum í Aþenu, höfuðborg landsins.

Var bensínsprengju (Moltov-kokteil) kastað inn í banka, sem síðan stóð í ljósum logum. Þrír starfsmannaanna flúðu upp á þak og svalir, en köfnuðu þar.

Grísk yfirvöld, sem nú glíma við mesta efnahagsvanda í sögu þjóðarinnar, kalla atburðinn morð.

Óskandi er að nokkuð sem þetta gerist ekki aftur í þeirri öldu mótmæla sem nú gengur yfir landið.

Mikil umfjöllun er um Grikkland á BBC og í gær kom það fram í mörgum viðtölum að grískur almenningur gerði sér grein fyrir og sætti sig við þær aðgerðir sem stjórnvöld þurfa að grípa til.

Einn viðmælandi BBC sagði á þá leið að nú væri grískur almenningur á ,,reiðistiginu" eftir að hafa farið af ,,afneitunarstiginu." Það er því líka hellings sálfræði í þessu dæmi!

ESB og AGS hafa sett saman aðstoðarpakka til handa Grikkjum sem nemur um 20.000 milljörðum íslenskra króna.

Í dag tekur gríska þingið ákvörðun um þennan pakka. Samkvæmt fréttum er mikil ,,refskák" í gangi inni á gríska þinginu.


Kosningar í Bretlandi-Gæsahúð?

Nick CleggÞingkosningar eru í einu stærsta ríki Evrópu og ESB, Bretlandi, í dag. Baráttan stendur að venju á milli stærstu flokkanna, Verkamannaflokks, Íhaldsflokksins og Frjálslyndra Demókrata. Í undanförnum kosningum hefur raunin orðið sú að atkvæði greidd FD, hafa verið svokölluð ,,dauð atkvæði," vegna sérkennilegs kosningakerfis í landinu.

Nú er önnur staða uppi og hefur Evrópusinnin, Nick Clegg, heldur betur hrært upp í hlutum og gert kosningabaráttuna núna þá mest spennandi í áraraðir. (Mynd)

Samkvæmt nýjustu könnunum er það hinsvegar Íhaldsflokkurinn, með yfirstéttarmanninn David Cameroon í farabroddi, sem fær mest fylgi.´

Sitjandi forsætisráðherra (PM) Gordon Brown, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur átt undir högg að sækja í barátunni en hefur að sögn fréttaskýrenda sótt í sig veðrið á endasprettinum.

Hvernig sem úrslitin verða, er ljóst að það verður enginn dans á rósum hjá verðandi PM Bretlands. Landið er eitt það skuldugasta í Evrópus/ESB, en þær nema um 11% af þjóðarframleiðslu. Á sama tíma eru Bretar mest ,,Euró-skeptíska" þjóðin í Evrópu, þ.e.a.s. sú þjóð þar sem andstaða gegn ESB er hvað mest.

Í sambandi við skuldavanda Grikkja eru margir andstæðingar ESB sem benda á að öll vandræði Grikkja séu ESB að kenna.

Bretar eru ekki með Evruna (enda talin vera nokkuð haldssöm þjóð, mæla í pundum, hafa vinstri umferð o.s.frv.), en samt er um að ræða þennan gríðarlega skuldavanda þeirra!

Er það þá ekki líka ESB að kenna?


Meiri fróðleikur á fimmtudegi...

Evrópusamtökin minna á á nýjan fund í röðinni Fróðleikur á fimmtudegi:

Á morgun fimmtudaginn 6. maí kl. 17.00 talar Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, um íslenska menningu og ESB.

Sjá nánar á www.sterkaraisland.is

Að vera eða vera ekki sagnfræðingur: Þorskastríðin, ESB

Salisbury siglir á ÓðinnEinn af áköfustu Nei-sinnum Íslands er Hjörtur nokkur Guðmundsson. Hann ritar grein í Morgunblaðið í gær (en blaðið er jú helsta athvarf andstæðinga ESB á Íslandi). Reyndar er eitt sem stingur í augun við lesturinn, sem er að ekki er á hreinu hvort Hjörtur sé enn sagnfræðinemi eða sagnfræðingur.  Sagnfræðinemi er hann við myndina, en hefur svo breyst í sagnfræðing í lok greinarinnar! En hvað um það.

Meginpunkturinn í máli hans er að með aðild að ESB muni árangur þorskastríðanna glatast. Fyrir þessu hefur Hjörtur hinsvegar engin dæmi eða fullnægjandi rök. Hvað þá að ESB taki auðlindir af aðildarríkjum, eins og Nei-sinnar babbla stöðugt um, en geta aldrei komið með nein dæmi um.

Hjörtur lítur kalt á ,,forræðismálin“ innan ESB og segir framkvæmdastjórnina hafa lokaorðið um sjávarútvegsmálin.

Hinsvegar lítur Hjörtur framhjá tvennu: a) Að þetta lokaorð yrði samkvæmt ráðleggingum ÍSLENSKRA VÍSINDAMANNA og b) Innan ESB eru svokallaðar ,,sérlausnir“ mikið notaðar, til þess einmitt að gæta hagsmuna umsóknar og aðildarríkja. Þá er öll veiðireynsla okkur Íslendingum í hag samkvæmt reglunni um ,,hlutfallslegan stöðugleika."

Rétt eins og margir NEI-sinnar, fellur hann í þá gröf að túlka ESB á þrengsta mögulega máta og líta framhjá öllu þessu. Eitt gott dæmi um sérlausnir eru ákvæðin um Norðurskautalandbúnað, sem er að finna í aðildarsamningum Svía og Finna!

Hver eru svo sterkustu rök okkar fyrir því að halda okkar miðum og fiskveiðilandhelgi, sem einu brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar? Jú, það eru einmitt ÞORSKASTRÍÐIN og sú barátta sem við höfum háð, til þess að ná 200 mílna lögsögu.

Það verður að teljast afar ólíklegt að ESB muni horfa blákalt framhjá þeirri staðreynd, en við Íslendingar þurfum líka að standa fast á okkar!

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband