Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
14.5.2010 | 12:05
Umræður um utanríkismál
Umræður um Utanríkismál standa nú yfir á Alþingi Íslendinga. Gefin hefur verið út ný skýrsla um utanríkismál og er hana að finna hér.
Í Morgunblaðinu er að finna frétt um það sem fram hefur farið í morgun.
Hægt er að fylgjast með í beinni með umræðunum á þinginu.
Evrópumál | Breytt 15.5.2010 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 21:31
Guðni "brillerar" í Mogganum!
Fyrrum mjólkureftirlitsmaðurinn, ráðherra, bankaráðsmaður og flokksformaðurinn, Guðni Ágústsson, skrifar dæmigerða "MoggaEvrópugrein" í blaðið í dag. Þar fléttast saman á "snilldarlegan" hátt sjávar og sveitarómantík og andúð á ESB. Kíkjum aðeins á greinina:
,,Sjávarútvegurinn verður hinn stóri í að afla gjaldeyris úr gullkistum sínum eins og alltaf og þar er auðvelt og full rök fyrir að auka veiðina. Sjómaðurinn sækir björg í bú og flestir vita að fiskurinn, álið og ferðamaðurinn skila peningum heim í tóman ríkiskassann. Landbúnaðurinn og bændurnir eru í lykilstöðu til að spara gjaldeyri sem er af skornum skammti eftir hrunið og framleiða hágæðavörur fyrir heimilin og fólkið í landinu."
Síðan segir: ,,Hvert barn sem sest að matborði foreldra sinna veit í dag um þýðingu bóndans og að kýrin í fjósinu skiptir miklu máli fyrir okkur öll. Sauðkindin, svínið, kjúklingurinn og nautið færa okkur kjötið sem hefur lítið hækkað í verði frá hruni. Maturinn sem frá bóndanum kemur er gleði fjölskyldunnar og lífsöryggi."
Í framhaldi af þessu er vert að benda Guðna á frétt úr MBL, þar sem kemur fram að innlendar búvörur hafi hækkað um 22% frá 2007! Vissi Guðni þetta ekki??
Svo fellur hann í klisjugryfjuna: ,,Aðild myndi rústa íslenskan landbúnað og Bretarnir væru komnir inn í landhelgina á einu augabragði. Þeir hlakka til í Grimsby og Hull, sjómennirnir."
Þessu skvettir Guðni bara fram sisvona, án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu. Þetta er ódýr málflutningur. Guðni ætti að vita betur.
Og hann gengur lengra og fullyrðir:,, Kostnaður þjóðarbúsins við undirbúning samningsgerðar hleypur á milljörðum króna." Hvað er Guðni að tala um marga milljarða og hvaðan hefur hann þetta? Hvaðan koma upplýsingar Guðna?
Rætt hefur verið um heildarkostnað sem nemur 800 milljónum og á fjárlögum 2010 má m.a. sjá að beinn kostnaður er um 250 milljónir. Í þessu samhengi má minna á að árlega fá Bændasamtök Íslands um 10 milljarða úr ríkissjóði (les: frá skattgreiðendum).
í greininni fellur Guðni einnig í ,,frasagryfjuna" þegar hann talar um að...,,það sé vilji til að fórna framtíðarmöguleikum landsins á altari ESB í bráðræði." Þetta er s.s. verk manna (og kvenna) sem sé sama um möguleika Íslands. Fátt er fjarri veruleikanum. Evrópusinnar vilja sjá Ísland í nýju samhengi, nýrra möguleika.
Um grein Guðna má e.t.v. segja að hún reyn eftir fremsta megni að draga upp einfalda og klisjukennda mynd af málinu, þó vissulega séu í henni punktar sem séu hinir ágætustu. Til dæmis hvað varðar jarðvarma og ferskvatn og nýtingu þessara auðlinda.
Hinsvegar er vert að benda Guðna á að hér á komandi áratugum, munum koma fram kynslóðir fólks, sem ekki munu starfa í sjávarútvegi eða við landbúnað.
Auðlindir hafsins eru ekki óþrjótandi auðlind, eins og Guðni hefur sjálfur í skyn í grein sinni, er hann talar um að það megi auka aflaheimildir ("full rök fyrir að auka veiðina").
Nú starfa hér á tíu sinnum færri við landbúnað en um miðja síðustu öld, ef marka má Hagtölur bænda! Því miður eru þetta því ekki þeir vaxtargeirar sem taka við atvinnuþörf komandi kynslóða. Hér þarf annað og meira að koma til.
Í áhugaverðu viðtali í finnska Hufvudstadsbladet í dag segir Paavo Lipponen, fyrrum forsætisráðherra Finna að lykillinn að velgengni landsins væri í aðalatriðum þrennu að þakka: Menntun, rannsóknum og nýsköpun.
Finnland var fyrir ESB-aðild ríki sem byggði á einföldum og fáum atvinnuvegum, m.a. skógarhöggi. Eftir sína kreppu í byrjun níunda áratugarins þurftu Finnar er endurhugsa atvinnustefnu sína.
Kannski nokkuð sem við Íslendingar þurfum einnig að gera núna. En það er nokkuð ljóst að landbúnaður og sjávarútvegur verða ekki þeir burðarásar sem íslenskt atvinnulíf mun eingöngu hvíla á.
Þrátt fyrir alla rómantík til sjávar og sveita!
12.5.2010 | 18:23
Eistland stefnir á Evruna - uppfyllir skilyrðin
Eistland stefnir á að taka upp Evruna sem gjaldmiðil í byrjun næsta árs. Landið uppfyllir þau skilyrði sem til þarf, lága verðbólgu og vexti, góða skuldastöðu ríkisins og fjárlagahalla. Frá þessu er greint á vefnum EuObserver.
Halli á fjárlögum er aðeins 2.6% og heildarskuldir Eistlands eru aðeins um 10% af þjóðarframleiðslu. Þetta þykir mjög öfundsverð staða og ljóst að Eistlendingar hafa staðið sig vel í þessum málum.
Framkvæmdastjórnrn ESB gefu þessu nú grænt ljós og síðar í sumar er búist við að fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna, gefi sitt JÁ.
Áhugaverða lesningu á ensku er að finna hér Þetta er síða um þessar upptöku Evrunnar, en hér segir m.a. (á ensku):
,,Estonia is a small country with a small and open economy. Changeover to the euro, a world currency, will have a positive effect on the confidence of the economy and people of Estonia. The euro will support our economic stability, facilitate trade relations with EU Member States and establish Estonia as a part of one of the most influential economic regions in the world."
,,The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period. Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different. Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.
Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.
In addition:
- it will be easier to compare prices across euro area countries;
- risks related to the exchange rate will be minimized;
- the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;
- transaction costs will decrease."
,,A stable monetary environment...promotes fast economic growth. At the same time, accession to the euro area will entail the obligation for Estonia to follow a balanced economic policy in the future as well."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2010 | 11:09
Sóknarfæri í sjávarútvegi með aðild að ESB?
Á vefsíðu LÍÚ er að finna áhugaverða frétt, en þar er sagt frá erindi sem Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sölufyrirtækis Samherja í Bretlandi, hélt á Akureyri í gærmorgun. Þar er að finna áhugaverða punkta um Evrópu, en byrjum á þessu: Við vitum það - en það er misskilningur að heimurinn viti að okkar fiskur sé langbestur. Við erum litlir í alþjóðlegu samhengi," sagði Gústaf og vísaði til umfangs íslensks sjávarútvegs.
Alveg hægt að taka undir þessi orð, íslenskur fiskur er stórkostlega góður og í raun forréttindi að hafa aðgang að auðlind sem þessari. Á það ber að leggja áherslu í komandi aðildarviðræðum við ESB! Með auknum samskiptum og markaðssókn innan ESB mætti einnig hæglega koma skilaboðum á framfæri um gæði íslensks sjávarfangs!
Og síðan segir í fréttinni: ,,Íerindi Gústafs kom fram að Samherji væri orðið eitt af stærstu og þekktustu sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og hefði áunnið sér orðstír fyrir gæði, afhendingaröryggi, vöruúrval og þjónustu. Hann sagði jafnframt að hugtakið ábyrgar fiskveiðar væri orðið að skilyrði kröfuharðra kaupenda sjávarafurða um heim allan.
Samherji selur sjávarafurðir fyrir 230 milljónir króna á hverjum degi. Allri starfsemi Samherja er stýrt frá Akureyri en félagið er með starfsemi víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið veiðir árlega 390.000 tonn af fiski, stærstan hluta þess utan íslenskrar lögsögu. Fjölbreyttar afurðir Samherja, allt frá sjófrystum bolfiski til ferskrar bleikju úr eldisstöðvum fyrirtækisins, eru seldar til 45 landa víðs vegar um heim.
Takið eftir þessu: Samherji er orðið eitt af stærstu og þekktustu sjávarútvegsfyrirtækjum í EVRÓPU.
Þetta þykir okkur flott, getum fyllst stolti yfir þessu og þykir sjálfsagt að Íslendingar hasli sér völl erlendis.
En á sama tíma eru hér uppi raddir sem líta til þess með hryllingi að útlendingar, erlend fyrirtæki komi hingað til að hefja starfsemi. Heitir það ekki verndarstefna? Á tímum síaukinna alþjóðlegra viðskipta!
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, eða kannski þorskhausnum?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2010 | 09:35
Kostnaðurinn við krónuna (FRBL)
Ólafur Stephensen, ristjóri Fréttablaðsins, skrifar góðan leiðara í blaðið í dag um gjaldmiðlismál. Hann segir m.a.: ,,Vegna þess hvað verðgildi krónunnar er óvíst eru fáir reiðubúnir að lána til langs tíma án verðtryggingar, nema þá með mjög háum vöxtum. Með afnámi verðtryggingar við núverandi aðstæður færi fólk því aðeins úr öskunni í eldinn. Að sama skapi vildu líklega fáir afnema verðtryggingu á lífeyrisskuldbindingum á meðan hætta er á að krónan sveiflist eins og hún hefur gert hingað til."
Og síðar skrifar Ólafur:,,Ef gjaldmiðillinn er stöðugur, skiptir ekki máli hvað hann heitir. Ef hægt er að gera íslenzku krónuna að stöðugum gjaldmiðli, má vel búa við hana út frá hagsmunum heimilanna. En þeir, sem mest mæra krónuna nú um stundir, virðast einmitt líta á það sem hennar helzta kost að hún geti sveiflazt duglega, í þágu útflutningsgreinanna. Síðasta sveifla var reyndar ekki hagstæðari en svo að fjöldamörg fyrirtæki (líka útflutningsfyrirtæki) eru tæknilega gjaldþrota vegna þess að skuldir þeirra í erlendri mynt tvöfölduðust á skömmum tíma, jafnvel þótt tekjurnar séu meiri í krónum talið.
Sagan sýnir að það er hæpið að lítill, sjálfstæður gjaldmiðill eins og krónan geti skapað þann stöðugleika sem bæði heimili og fyrirtæki vilja búa við. Ísland á augljósan annan kost, sem er evran. Hún fæst ekki nema með inngöngu í Evrópusambandið."
11.5.2010 | 20:58
Cameron nýr PM í Bretlandi
Gordon Brown sagði af sér í kvöld. Það þýðir að David Cameron (mynd) verður næsti forsætisráðherra Breta (PM).
Stefnt er að myndun samsteypustjórnar með Frjálslyndum demókrötum. Þeir eru Evrópusinnar og hefur formaður þeirra, Nick Clegg, m.a. setið á Evrópuþinginu. Óneitanaleg verður áhugavert að sjá hver ,,hlutur" þeirra verður.
Cameron sagði í kosningabaráttunni að Bretar muni aldrei taka upp Evruna. Sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að sterlingspundið er e.t.v. restin af því heimsveldi sem Bretland einu sinni var.
Hann og William Hague (fyrrum leiðtogi flokksins 1997-2001, enn áhrifamikill innan hans) segjast báðir vilja halda góðu ,,sambandi" við Evrópu og ekki vera með neitt "vesen" út af Evrópumálunum, eins og hann sagði á BBC. Hague er nýr utanríkisráðherra Bretlands.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 20:42
Við eigum okkar ,,dröchmu" ! (Grímur Atlason)
Grímur Atlason, skrifar skarpan pistil á blogg sitt um Grikkland og fleira. Hann segir m.a.:
,,Við erum í vanda á Íslandi ekki síst vegna þess að við eigum okkar eigin litlu dröchmu sem kallast króna. Hrunið varð vegna brjálsemi í kringum þennan fáránlega gjaldmiðil. Við eigum líka okkar spilltu stjórnmálamenn og viðskiptalega fábjána sem þessir sömu stjórnmálamenn gáfu þjóðarauðinn. Að þessi króna sé að bjarga okkur út úr einhverju er hreinlega fásinna. Hún kom okkur í vandann og meintir kostir hennar í dag eru eftirfarandi: Með gengisfellingunni og verðbólgunni lækkuðu laun almennings umtalsvert. Hækkun lána og hrun húsnæðismarkaðarins hefur gert þúsundir heimila gjaldþrota."
11.5.2010 | 20:19
Jónas Haralz: Skylduhlustun!
Jónas H. Haralz er einn af okkar fremstu hagfræðingum og fáir sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum.
Þann 4. maí var viðtal við hann um hagstjórn og stjórnmál á Íslandi í Speglinum. Skylduhlustun!
11.5.2010 | 08:09
ESB stofnar neyðarsjóð - viðbrögð jákvæð
Á www.visir.is í dag er að finna frétt um aðgerðir ESBvegna skuldavanda Grikklands:
,,Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í gær eftir að Evrópusambandið tilkynnti að stofnaður yrði neyðarsjóður til að koma í veg fyrir að fjárhagsvandi Grikklands breiddi úr sér til annarra landa sambandsins.
Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) hafa samþykkt að leggja 750 milljarða evra, jafnvirði ríflega 123 þúsund milljarða íslenskra króna, í neyðarsjóðinn. Aðildarríki munu geta fengið lán úr sjóðnum til að koma í veg fyrir að þau lendi í svipuðum skuldavanda og Grikkir.
Evrópski Seðlabankinn mun einnig hefja mikil uppkaup á skuldum aðildarríkja ESB og einkaaðila til að halda mörkuðum stöðugum og lækka kostnað við lántökur. Bandaríski seðlabankinn mun styðja við aðgerðirnar með því að setja aftur í gang gjaldmiðlaskiptasamninga við Evrópska seðlabankann."
9.5.2010 | 21:09
Ásmundur Einar: Vill ekki breyta neinu - ekki rétti tíminn
Strax og ríkisstjórnin hittist til þess að ræða efnahagsaðgerðir fer málið líka að snúast um ESB.
Allir vita að Jón Bjarnason (mynd) landbúnaðar og sjávaútvegsráðherra er á móti ESB. Forsvarsmenn þessara greina og margir innan þeirra eru það líka.
Nú þegar rætt er um að stokka upp ráðuneytin er sagt að það eigi að fórna Jóni Bjarna (sem annars, lét frá sér stórkostlega ,,perlu í sjónvarpsfréttum í kvöld).
En nú, segja andstæðingar ESB, má ekki stokka upp ráðuneytin, m.a. vegna þess að nú sé Ísland komið í aðildarferli að ESB!! Svo segir allavegana þingmaðurinn, VG-liðsmaðurinn og Heimssýnarformaðurinn, Ásmundur Einar Daðason. Í frétt RÚV stendur:
,, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, telur ekki tímabært að fara í þessa sameiningu núna. Margir telji að það veiki stöðu þessara atvinnugreina og setji stjórnsýsluna í þessum málaflokkum í algjört uppnám. Það megi ekki gerast á meðan aðildarferlið standi yfir. Ekki megi veikja stöðu þessara atvinnugreina sem allir viti að þurfi að fórna mestu ef Ísland gangi í Evrópusambandið. Auk þess velti hann því fyrir sér hvort til standi að kasta út eina ráðherranum sem greiddi atkvæði gegn umsókn um ESB aðild.
Hvernig veit Ásmundur að þessar atvinnugreinar þurfi að fórna mestu, eða þurfi að fórna einhverju yfir höfðuð? Með ,,finnsku leiðinni og ,,norðursvæðaákvæðum mættu íslensk yfirvöld halda óreyttum stuðningi við íslenskan landbúnað.
Alls ekki er víst að miklar breytingar yrðu í sjávarútvegsmálum, tillögur um heildarkvóta kæmu frá íslenskum vísindamönnum og yrðu afgreiddar í Brussel samkvæmt því. Landhelgin myndi ekki fyllast af togurum annarra þjóða.
Það er þessvegna ekkert víst að um einhverjar svakalegar fórnir yrði að ræða. Slíkt er bara hræðsluáróður og hluti af þeirri orðræðu að hér ,,leggist landbúnaður af við aðild" og svo framvegis. Það hefur hvergi gerst!
Enginn á Íslandi veit í raun hverjar afleiðingar aðildar verða, fyrr en aðildarsamningur og ákvæði hans liggja fyrir. Þá fyrst er hægt að gera sér einhverja mynd af því. Þessvegna er mikilvægt að viðræður hefjist sem fyrst á milli Íslands og ESB.
En mál þetta þetta hefur orðið nokkrum bloggurum að umtalsefni og er ágæt færsla um þetta hjá Gísla Baldvinssyni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir