Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
8.6.2010 | 21:18
Landsfundur: Verður "status quo" varðandi Evrópu?
Dagana 25. og 26. júní heldur Sjálfstæðisflokkurinn landsfund, sem boðað var til vegna afsagnar varaformannsins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Aðeins rúmt ár er frá 38. landsfundi, sem haldinn var í lok mars í fyrra. Þar var fjallað um Evrópumál og væntanlega verður slíkt einnig uppi á teningnum nú.
Í sambandi við fundinn í fyrra var gefin út yfir 80 blaðsíðna skýrsla (bók) um Evrópumál, Skýrsla Evrópunefndar. Í tilefni af landsfundinum nú er því áhugavert að rifja aðeins upp hluti úr henni.
Auðlindahópurinn segir m.a. í sínum niðurstöðum:
"Niðurstaða málefnahópsins varðandi aðrar auðlindir er að aðild að sambandinu muni ekki hafa verulegar breytingar á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðildin mun heldur ekki hafa verulegar breytingar á regluverkið er gildir umhálendið, um málefni Norðurheimskautsins eða yfirráð yfir hugsanlegum olíusvæðum á landgrunninu."
"Benda verður hins vegar á að meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi. Jafnframt verður að benda á að reglum ESB um brottkast verður að öllum líkindum breytt í næstu reglugerð ESB um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu
Um peningamálastjórn og gjaldmiðilsmál segir:
"Niðurstöður gjaldmiðilshópsins voru skýrar hvað varðar óhagkvæmni þess að rekasjálfstæða peningamálastefnu í svo litlu og fámennu hagkerfi. Ísland væri með öðrum orðum mjög óhagkvæmt gjaldmiðilssvæði sem ætti litla möguleika á að spjara sig í opnu nútíma umhverfi frjálsra fjármagnsflutninga. Við þessar aðstæður væru stjórntæki íslensks seðlabanka bitlítil og fjármálastöðugleiki lítill. Ólíðandi væri fyrirþjóðina til lengdar að búa við miklar gengissveiflur undanfarinna ára. Þessar sveiflur gera einstaklingum og fyrirtækjum erfitt fyrir í allri áætlanagerð og skipulagningu framtíðar. Þessu hefur fylgt mikil verðbólga og mjög háir vextir sem sem gera heimilum og fyrirtækjum óhemju erfitt fyrir. Hópurinn fjallaði um og fór yfir þær tvær leiðir sem hann taldi færar í gjaldmiðilsmálum, þ.e. annars vegar að taka uppevru með aðild að Evrópusambandinu og hins vegar með einhliða upptöku evru. Þess ber að geta að álit hópsins var skipt að því leyti að formaður hópsins taldi einhliðaupptöku evru alls ekki færa leið fyrir íslenska hagkerfið."
Í innganginum að þessum hluta er svo þetta:
"Aðgengi að lánsfé er forsenda þess að atvinnulíf hér á landi geti dafnað og vaxið. Við frjáls viðskipti innan Evrópu verða til fyrirtæki sem eru mjög stór á mælikvarða okkar hagkerfis. Þessi fyrirtæki þurfa fjármögnun. Þetta á einnig við um stór fyrirtæki og stofnanir á innanlandsmarkaði, svo sem orkuveitur og sveitarfélög..."
Þá er það kannski spurningin hvaða stefnu sá flokkur sem mest hefur barist fyrir viðskiptalegum sjónarmiðum á Íslandi ætlar að taka í málefnum Evrópu? Verður það "standa-fyrir-utan"-stefnan, sem mun verða ofan á eins og í fyrra?
Eða sjá kannski sjálfstæðismenn möguleika í að efla og gera Ísland sterkara, með því að stórefla samvinnu og samskipti okkar við Evrópu, okkar mikilvægasta viðskiptaaðila? Með aðild að ESB, einni stærstu "viðskiptamaskínu" veraldar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.6.2010 | 12:02
Mogginn og Evran
Morgunblaðið óskar Evrunni ekki velfarnaðar og eru Morgunblaðsmenn iðnir við að skrifa um hana þessa dagana. Í dag er aðal-leiðari blaðsins um Evruna. Vissulega hrjá hremmingar Evrópu um þessar mundir, en það á ekki bara við um Evrópu. Sumir hafa líka bent á að Evran hafi verið of há, er þá um s.k. ,,leiðréttingu að ræða?
Í leiðara MBL segir: Skoðanakannanir sýna að þjóðir sem höfðu hugleitt upptöku evru eru orðnar því með öllu afhuga og almenningur þeirra ríkja sem búa við hina sameiginlegu mynt hallast víðast að því að best væri að taka upp gömlu heimamyntina.
Vera má að almenningur um þessar mundir sé neikvæður gagnvart Evrunni, en það er líka hægt a benda á lönd innan ESB sem stefna að því að taka upp Evruna; Eistland mun gera það 2010. Lettland og Pólland stefna líka á Evruna, en Pólland er fimmta stærsta ríki ESB. Danir eru beintengdir Evrunni og eru einnig að velta þessu fyrir sér.
Þá hefur Anders Borg, fjármálaráðherra Svía sagt að það væri æskilegt að stefna á upptöku Evrunnar eftir nokkur ár.
Í leiðar Moggans er svo vitnað í könnun sem dagblaðið Daily Telegraph gerði meða 25 hagfræðinga um Evruna. Samkvæmt henni voru 12 af þessum 25 sem gáfu Evrunni þumalinn niður. Telegraph og Morgunblaðið eiga það sameiginlegt að vera á móti Evrópusambandinu og hjá Telegraph starfar t.d. blaðamaðurinn Ambrose Evans-Pritchard, sem yfirleitt finnur ESB allt til foráttu. Áköfustu andstæðingar ESB hér á landi vitna oftar en ekki í skrif hans.
Það sem sagt hlakkar í Mogga-mönnum vegna þeirra vandræða sem hrjá efnahagskerfi Evrópu. Þeir velta hinsvegar lítið fyrir sér hvað gæti gerst ef allt færi andskotans til. Evrópa er jú annað stærsta hagkerfi heims. Afleiðingar algjörs hruns í Evrópu er nokkuð sem gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Það er kannski þess vegna sem ráðmenn í Evrópu leggja sig jafn mikið fram til að halda sjó, eins og raun ber vitni.
Moggamenn vilja örugglega ekki sjá Evrópu molna í sundur. Við skulum allavegana vona það.
Svo lýkur leiðarahöfundur Mogga skrifum sínum með því að tala niður til alþingismanna: ,, Á Íslandi er veruleikafirringin slík að í fjárhagslegum þrengingum þjóðarinnar er eins flokks dilla látin ráða för í Evrópumálum og stórkostlegum fjármunum á glæ kastað. Fjármunum sem er hrópandi þörf fyrir á svo mörgum sviðum. Það sýnir þá eymdarstöðu sem Alþingi Íslendinga hefur komið sér í að þar virðist ekki örla á þreki eða þrótti til að taka á því máli. Ef þingmenn sæju hilla undir furðuframboð til þings myndu þeir hugsanlega vakna. Þó er það ekki einu sinni víst."
(Feitletrun: ES-blogg)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.6.2010 | 11:05
ESB samþykkir framlög til Íslands úr IPA-sjóði
Vefurinn Pressan.is greindi frá því fyrir skömmu að ESB hefði samþykkt svokallaða IPA-styrki, en þeir eru sérstaklega ætlaðir þeim ríkjum sem sækja um aðild. Samkvæmt Pressunni er um að ræða fimm milljarða, sem myndu greiðast út á næstu þremur árum. Samkvæmt fréttinni geta íslensk stjórnvöld nú þegar sótt um þessa styrki. Í frétt Pressunnar segir orðrétt:
"Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er um að ræða aðstoð vegna aðildarumsóknar úr svonefndum IPA-sjóði (Instrument of Pre-accession) sem hefur verið starfræktur í fjögur ár.
Helsta markmið sjóðsins sé að veita aðstoð við að framkvæma reglur ESB og taka þátt í stefnum sambandsins á ýmsum sviðum.
Áhersla er á aðlögun og uppbyggingu stofnana, samstarf yfir landamæri, byggðaþróun, mannauðsþróun og dreifbýlisþróun.
Stærstur hluti slíkrar aðstoðar, sem Ísland á nú rétt á sem umsóknarríki, hefur verið veittur til stofnanamála, atvinnu- og byggðaþróunar og til dreifbýlisþróunar.
Í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis sem kom út 14. maí síðastliðinn segir að þetta gefi ákveðna hugmynd um áherslur framkvæmdastjórnar ESB og hvar áherslur kynnu helst að liggja varðandi aðstoð til Íslands úr sjóðnum."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.6.2010 | 08:09
Benedikt Jóhannesson: RÖK FYRIR AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB
1. Stjórnmálastöðugleiki
Allt frá stríðslokum hafa íslensk stjórnvöld valið að skipa sér í sveit með vestrænum lýðræðisþjóðum. Stærstu áfangarnir voru árið 1949, en þá gengu Íslendingar í NATO, árið 1970 gengum við í EFTA og árið 1993 þegar Ísland varð aðili að EES-svæðinu. Þessi samtök hafa staðið vörð um lýðræði, frelsi og efnahagsframfarir. Samvinnan er hornsteinn að utanríkisstefnu Íslands. Síðan Bandaríkjamenn ákváðu einhliða að flytja herlið sitt úr landi hefur sambandið við þá ekki verið náið. Þeir höfnuðu því t.d. að veita Seðlabanka Íslands lán árið 2008 þegar eftir því var leitað. Norðurlandasamvinna hefur líka verið Íslendingum mikilvæg, en aðeins Norðmenn og Færeyingar eru nú utan Evrópusambandsins. Stefna Evrópusambandsins hefur mjög mikil áhrif á öll ríki á Norðurlöndum. Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda.
2. Efnahagsstöðugleiki
Um langt skeið hefur íslenska krónan ógnað efnahagslegu sjálfstæði landsmanna. Opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn erlendra og innlendra spákaupmanna. Á árunum 2001-2008 var krónan lengst af allt of hátt skráð. Þannig vann hún gegn hagsmunum útflutningsgreina sem veiktust og þurftu að skuldsetja sig mikið. Nú er hún svo lágt skráð að ungt fólk á erfitt með að sækja nám erlendis og erlend lyf og matvæli hafa tvöfaldast í verði. Ferðalög til útlanda eru nú forréttindi þeirra ríku. Laun á Íslandi eru svo lág að margt ungt fólk íhugar að flytja úr landi. Stöðugt efnahagsumhverfi og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnulíf sem getur selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi. Sveiflur ógna bæði fyrirtækjum og einstaklingum.
3. Bein áhrif á framgang alþjóðamála
Með inngöngu í Evrópusambandið myndu Íslendingar hafa beina aðkomu að setningu fjölmargra laga og reglugerða sem munu hafa áhrif á Íslandi um langa framtíð. Innan Evrópusambandsins hafa fulltrúar smáþjóða mjög víða mikil áhrif. Sem dæmi má nefna að æðsta embætti sambandsins er nú í höndum Belga.
4. Evrópusambandið er hagsmunasamband ríkja
Einn aðalkosturinn við Evrópusambandið er samræming laga og reglna á ýmsum sviðum. Það er grunnurinn að frjálsum og opnum markaði. Hins vegar er Evrópusambandið samband 27 fullvalda ríkja. Danir hafa verið í Evrópusambandinu í tæplega 40 ár og halda hnarreistir fullveldi sínu. Í Danmörku blaktir danski fáninn Dannebrog alls staðar við hún og Evrópufáninn er sjaldséður. Engum dettur í hug að líkja Evrópukeppni í neinni íþrótt við innanlandsmót.
5. Grunngildi Evrópu-sambandsins eru góð
Meðal grunngilda Evrópusambandsins eru friður, frelsi, mannréttindi, jafnrétti og umhverfisvernd. Margt af þessu finnst Íslendingum svo sjálfsagt að ekki þurfi að hafa af því áhyggjur. En með aðild væru Íslendingar að leggja áherslu á að þeir vilji taka þátt í því að vernda þessi gildi, ekki bara á Íslandi heldur í allri Evrópu. Stór hluti þeirra landa sem nú er í Evrópusambandinu þurfti í áratugi að vera án þessara réttinda, sem Íslendingar telja sjálfsögð. Sagan sýnir okkur að ekkert slíkt er sjálfgefið.
6. Styrkari samningsstaða út á við
Evrópusambandið hefur gert fjölmarga alþjóðasamninga og hefur á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum alþjóðamála. Íslendingar myndu njóta þess að vera í liði með færustu sérfræðingum heims.
7. Áhersla á lítil menningarsvæði
Ein grunnstefna Evrópusambandsins er að þúsund blóm blómstri eins og Maó formaður sagði á sínum tíma. Ólíkt formanninum hefur Evrópusambandið fylgt þessari stefnu í verki. Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum fjármunum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum yfir á önnur mál og öfugt. Nú síðast var keltneska tekin upp sem eitt af opinberum málum sambandsins, en hún hefur átt í vök að verjast á Bretlandseyjum eins og alþekkt er.
8. Íslendingar hefðu mikil áhrif
Á Evrópuþinginu sitja nú rúmlega 700 þingmenn. Enginn þeirra kemur frá Íslandi. Við inngöngu fengju Íslendingar 6 menn á þingið eða um 1% þingmanna. Hér á landi yrðu rúmlega 50 þúsund manns bakvið hvern þingmann á Evrópuþinginu en í Svíþjóð er tæplega hálf milljón manna að baki hverjum Evrópuþingmanni og tæplega milljón í Þýskalandi. Íslendingar fengju fulltrúa í framkvæmdastjórn og líklegt er að Íslendingar yrðu í lykilhlutverki í sjávarútvegsmálum.
9. Íslendingar halda öllum sínum auðlindum
Helstu náttúruauðlindir Íslendinga eru fallvötnin, hitinn í iðrum jarðar, náttúran og fiskur í hafinu. Ekkert mun breytast varðandi þrennt það fyrsttalda. Evrópusambandið hefur ekki sameiginleg auðlindayfirráð og þær reglur sem gilda um stjórn orkuauðlinda hafa þegar verið teknar inn í íslensk lög vegna EES-sáttmálans.
Hins vegar er í Evrópusambandinu sameiginleg fiskveiðistefna. Meginástæðan fyrir henni er að strandlengja meginlands Evrópu nær yfir fjölmörg ríki og ekkert Evrópuríki er sambærilegt við Ísland sem er eyja í miðju Atlantshafi þar sem margir fiskistofnar eru staðbundnir. Engin erlend þjóð fengi rétt til þess að veiða við Ísland við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og fiskveiðistjórnunarkerfið yrði samkvæmt ákvörðun Íslendinga. Hin formlega ákvörðun um heildarkvóta yrði samkvæmt núverandi reglum í Brussel, en eðlilegt samningamarkmið væri að skylt væri að úthluta í samræmi við gagnsæjar reglur og tillögur vísindamanna. Með því að krefjast þess að ekki sé leyfilegt að veiða umfram slíkar tillögur yrðu Íslendingar áfram í fremstu röð í vernd fiskistofna.
Samkvæmt alþjóðasáttmálum ber Íslendingum að semja um veiðar úr sameiginlegum stofnum. Evrópusambandið hefur haldið Íslendingum frá borðinu í sumum tilvikum, einkum þegar flökkustofnar breyta hegðun sinni eða veiðar hafa hafist úr nýjum stofnum. Með aðild komast Íslendingar í sterkari stöðu sem innherjar.
10. Ný tækifæri fyrir landbúnað
Svíar og Finnar fengu nýja reglu um landbúnað samþykkta. Með henni má styrkja landbúnað norðan 62. breiddargráðu meira en almennt gerist innan sambandsins. Sömu reglur myndu gilda á Íslandi. Markaður fyrir landbúnaðarvörur opnast og hefði eflaust í för með sér miklar breytingar fyrir bændur. Reynsla í nágrannalöndum er sú að inngangan hafi haft mjög jákvæð áhrif bæði fyrir bændur og neytendur. Óhagkvæmri framleiðslu hafi verið hætt, en bændur lagt áherslu á framleiðslu sem gæfi þeim bestar tekjur. Nýir markaðir opnast í kjölfar þess að reglur eru samræmdar.
11. Sterkara Ísland
Kostnaður Íslendinga við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hefur verið óskaplegur. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum. Laun eru um helmingur af því sem er víðast hvar í nágrannaríkjum. Íslensk fyrirtæki skortir fjármagn. Flest stærstu fyrirtæki landsins komust í þrot. Útlendingar vilja hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þarf til þess að byggja upp góð fyrirtæki: Menntun, tæknibúnaður, húsnæði, vegir, fjarskiptakerfi, orka. Hins vegar skortir traust á landinu. Það verða Íslendingar að endurvinna. Aðild að Evrópusambandinu og myndbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn. Kreppan hefur komið við allar þjóðir en enga leikið jafnilla og Íslendinga.
12. Þjóð meðal þjóða
Íslendingar geta aldrei aftur lýst því yfir að í þessu landi verði ekki beitt þeim úrræðum, sem best hafa reynst í þessum heimshluta. Aldrei aftur má þessi þjóð hokra undir handafli ofstjórnar og kreppuhugsunarháttar, miðstýringar og mismununar. Líklegt er að smæð þjóðarinnar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við margar hefðbundnar vinaþjóðir. Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að Íslendingar séu sjálfir að búa sér til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja eigin samningsstöðu er menn mæta með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið. Þjóðin má síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, altekin af ótta og kjarkleysi. Hún verður að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hlýtur þjóðin að ganga sannfærð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg.
Höfundur er ritstjóri Vísbendingar
Upprunalega birt í FRBL í febrúar.
6.6.2010 | 13:21
Úlfar í DV: Líklegt að Íslendingar stjórni sjávarútvegsmálum (ESB)
Úlfar Hauksson, helsti sérfræðingur Íslands í sjávarútvegsstefnu ESB, segir í viðtali í helgarblaði DV það vera afar líklegt að geti fengið embætti sjávarútvegsmálastjóra ESB. Hann segir þetta ekki vera eftirsóttasta embætti ESB, en Norðmönnum hafi verið boðið það á sínum tíma.
Skoða verður þessi ummæli í ljósi þeirrar staðreyndar að sjávarútvegur er hvergi burðaratvinnugrein í neinu hinna 27 landa ESB. Hann er það hinsvegar á Íslandi. Ha nn telur það því vera auðsótt fyrir Íslendinga að fá embættið og segir:,,Þessu yrði ýtt til okkar um leið."
Þá segir Úlfar að reglan um "hlutfallslegan stöðugleika" muni tryggja Íslandi áfram það magn kvóta sem við höfum nú þegar: ,,Hann (Úlfar, innskot ES-blogg) segir að reglan um hlutfallslegan stöðugleika muni tryggja að hefðbundnir nytjastofnar á borð við þorsk og ýsu myndu falla eingöngu Íslendingum í skaut."
Í framhaldi af þessu er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða áhrif þetta hefði á stöðu Íslands innan ESB. Klárlega myndi það auka áhrif okkar innan sambandsins, Ísland gæti í krafti þeirrar stöðu miðlað af þekkingu og reynslu sinni í sjávarútvegsmálum til annarra aðildarríkja. ESB nýtur nú þegar ráðgjafar Íslands í fiskveiðimálum. Ekki síst gæti Ísland látið að sér kveða í sambandi við verndun stofna og skynsamlegrar nýtingu þeirra. Spurningin er: Hvernig gætu Íslendingar látið að sér kveða í þessu embætti, ef af yrði?
Í viðtalinu segir einnig: " Annar embættismaður stingur upp á að Íslendingar myndu gegna, fljótlega eftir inngöngu í ESB embætti framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá ESB....Hann nefndi að fordæmi séu fyrir að ríki fái við inngöngu úthlutað embættum sem snúa að þeim málaflokkum sem hafa verið umdeildir og erfiðir landinu."
Núverandi sjávarútvegsstjóri ESB er Maria Damanaki, frá Grikklandi, en hún tók við af Möltubúanum Joe Borg.
Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB stendur nú yfir og á henni að vera lokið á næsta ári.
Til fróðleiks er hér að finna Grænbók ESB um sjávarútvegsmál
Greinina í DV, sem er eftir Helga Hrafn Guðmundsson blaðamann, er ekki enn að finna á vef DV, en oftar en ekki birtist efni úr helgarblaði DV á vefnum í kjölfar pappírsútgáfunnar.
Að lokum: Fjölda greina um Ísland, ESB og sjávarútvegsmál er að finna á:
http://www.evropa.is/category/sjavarutvegsmal/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
5.6.2010 | 19:47
Til hamingju sjómenn!
5.6.2010 | 12:03
Opið bréf (númer tvö) til Samtaka ungra bænda
Ari Skúlason
Björn Friðfinnson
Ingólfur Margeirsson
Guðmundur Hallgrímsson
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Jónas Tryggvi Jóhannsson
Pétur Snæbjörnsson
4.6.2010 | 13:29
Úkraína hallar sér að "Rússneska birninum" - NATO-plön á ís!
Úkraínska þingið hefur samþykkt að láta öll plön um NATO-aðild, niður falla. Þetta eftir að til valda komast "Rússlandsvinurinn" Viktor Janúkóvitsj. Forveri hans, Viktor Júsjénkó, var "Vesturlandavinur" og vildi færa landið meira í þá áttina, m.a. annars með NATO-aðild. Þessi stefna fór mjög í taugarnar á Rússum, en nú er annað uppi á teningnum. Vefurinn EuObserver greinir frá.
Stjórnarandstöðuþingmaður sagði í viðtali við Radio Free Europe að þessar aðgerðir væru algjör umsnúningur frá "Evrópufléttun" Úkraínu, sem og brotthvarf landsins nálgun þess við það sem hann kallar "evrópsk gildi."
Úkraína var fyrir hrun Sovétríkjanna árið 1991, eitt af burðarlýðveldum landsins og gjarnan kallað "brauðkarfa" Sovétríkjanna. Hreinsanir Stalíns á sínum tíma fóru hinsvegar hryllilega með þetta svæði, milljónir manna hrundu úr "heimatilbúinni hungursneyð" Stalíns og félaga.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2010 | 11:23
Hlutskipti íslenskra neytenda (og atvinnulífs)
Nokkuð hefur verið rætt um s.k. "styrkingu" íslensku krónunnar, þ.e.a.s að erlendir gjaldmiðlar, aðallega Evran og danska krónan (beintenging þarna á milli) séu að lækka í verði.
Neytendasamtökin veltu upp þeirri spurningu í vikunni af hverju matvæli lækkuðu ekki til samræmis við verðlækkun erlendra gjaldmiðla. En það eru einhver ljón á þeim vegi.
Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um þessi mál og þar er haft eftir Vilhjálmi Egilssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin telji að ,,enn sé inni verðhækkun upp á um tíu prósent" og jafnframt er sagt að Evran þurfi að lækka niður140 krónur áður en lækkanir geti átt sér stað.
Þetta sýnir náttúrlega hverslags ófremdarástand íslenskir neytendur búa við. Krónan og þetta sífellda vesen á henni, er eins og Demóklesarsverð yfir bæði íslenskum neytendum og atvinnulífi. Maður veit aldrei hvar maður hefur þessa blessuðu krónu okkar! Manni dettur í hug Jó-jó!
Öll verðhugsun fer úr skorðum, en verðvitund er nokkuð sem er hverjum neytanda (og hverju fyrirtæki) nauðsynlegt. Hvað kosta hlutirnir eftir viku, eftir mánuð? Á íslandi er því miður ekki hægt að hugsa eftir þessum brautum. Öll skipulagning fer út í veður og vind!
Nú tala menn í Seðlabanka að brátt verði hægt að lyfta/afnema gjaldeyrishöftin. Hvað gerist þá?
Nokkuð ljóst er að ef um styrkingu verður að ræða, mun hún gerast hægt. En, verði um veikingu að ræða mun hún sennilega gerast mun hraðar.
En í raun veit það ENGINN!
Gengur þetta upp?
4.6.2010 | 08:51
Beint flug til Brussel: Móðgun við sjálfstæði íslensku þjóðarinnar?
Morgunblaðið greinir frá því að "þjóðarflugfélagið" Icelandair (gamla Flugleiðir) hefji í dag beit flug til Brüssel í Belgíu. En þar eru eins og margir vita höfuðstöðvar ESB, Evrópusambandsins. Í frétt MBL segir:
"Brussel er mikil viðskipta- og stjórnsýslumiðstöð og þangað á erindi gríðarlegur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum.
Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að Icelandair hafi oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel vegna mikilvægis borgarinnar í evrópskum stjórnmálum og viðskiptum og nú hafi skrefið verið stigið. Fyrst og fremst sé verið að höfða til almennra ferðamanna og þeir munu bera flugleiðina uppi. Margir sem sinni viðskiptum og stjórnsýslu eiga oft leið til borgarinnar og munu fagna því að geta flogið beint. Áætlanir félagsins geri svo ráð fyrir að lengja tímabilið á næsta ári. Birkir segir að sala í flugið til og frá Brussel hafi farið vel af stað og þegar hafi verið ákveðið að framlengja flugið út september í haust vegna meiri eftirspurnar en menn áttu von á. Belgískir ferðamenn nýti sér þetta flug til Íslandsferða, en einnig sé áhugi Íslendinga töluvert meiri en búist var við."
Þetta hlýtur að fara fyrir brjóstið á áköfustu Nei-sinnum landsins. Þeir hljóta, í samræmi við fyrri málflutning," að líta á þetta sem "móðgun" við fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar!
Svo hlýtur að koma leiðari í Mogganum um hvort þetta flug sé nú ekki hreinn óþarfi, að Brussel sé kannski ekki svo mikilvæg borg, hvort þetta sé bara ekki sóun á fjármagni o.s.frv. Þetta hlýtur bara að vera dregið í efa, þar á bæ!
Aukin samskipti við umheiminn og aukið samstarf? Nei,þurfum við Íslendingar þess? Samkvæmt NEI-sinnum virðist ekki vera mikil þörf á því, við eigum að slá okkur á brjóst og berjast! Að þeirra mati getum við og EIGUM að standa ein, vera EYJA í samfélagi þjóðanna!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir