Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
14.6.2010 | 19:57
Mogginn og Bændablaðið í eina sæng?
Í grein á forsíðu BBL segir ennfremur að þetta sé byrjunin á því sem (óþekktur) höfundur pistilsins kallar ,,langtímasambands. Það er að minnsta kosti von höfundar.
Þetta vekur athygli og kannski þá spurningu um hvort sameining blaðanna sé á næstu grösum? Hvort Bændablaðið verði s.k. "kálfur í MBL?
Bæði blöðin berjast hatrammalega gegn öllum hugmyndum um mögulega aðild Íslands að ESB. Á ritstjórastóli MBL sitja postular óheftrar frjálshyggju og þess sem Ronald Reagan fyrrum forseti USA kallaði ,,trickle down economy, þ.e.a frelsið myndi færa öllum þegnum samfélagsins velsæld, því ríkidæmið myndi flæða niður frá þeim ríku til hinna efnamminni. Talsmenn þessarar stefnu eru yfirleitt íhaldssamir, sbr. "Járnfrúin" (Margaret Thatcher).
Bændablaðið er svo fulltrúi afla sem í raun berjast gegn breytingum og hafa gert í gegnum tíðina. Íslenskir bændur og fulltrúar þeirra voru t.d. á móti talsímanum á sínum tíma, sem og litasjónvarpi! Þeir virðast vera á móti því að fá nothæfan gjaldmiðil og að rekstrarumhverfi þeirr geti orðið það sem talist getur "eðlilegt"með lágri verðbólgu og vöxtum.
Íslenskir bændur eru ekki bara á móti ESB, heldur vilja þeir ekki ræða það heldur. Þeir ætla að vera "stikkfrí" í þeirri umræðu. Þeir segja að ESB muni leggja íslenskan landbúnað í rúst, en það hefur hvergi gerst.
Um miðja síðustu öld störfuðu 32% vinnuafls á Íslandi við landbúnað, 3.8% árið 2006. Allt án ESB! Á sama tíma hefur hlutfallið í þjónustu og viðskiptum farið úr 33% í 72%
Sala á dráttarvélum hefur nánast stöðvast frá 2008, allt án ESB! Ástæðan er að sjálfsögðu hið magnaða(!) hrun íslensku krónunnar.
Mogginn og Bændablaðið = sönn ást?
Evrópumál | Breytt 15.6.2010 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.6.2010 | 22:35
Umsókn rædd á fimmtudaginn, segir RÚV
RÚV skýrði frá því á vef sínum í kvöld og hafði eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherra, Kristjáni Guy Burgess, að umsókn Íslands að ESB verði rædd á leiðtogafundi, sem haldinn verður á fimmtudaginn. Svo vill til að um er að ræða 17. júní, sem er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, en einungis venjulegur vinnudagur í afganginum af Evrópu.
Hér er fréttin hjá RÚV.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
11.6.2010 | 17:26
Ilves, forseti Eistlands: Stefnum á Evruna!
"Sé horft á vandamálin sem við höfum þurft að glíma við vegna skorts á trausti á gjaldmiðlinum okkar þá, þrátt fyrir erfiðleikana sem evrusvæðið gengur nú í gegnum, er mun betri ákvörðun að vera innan evrusvæðisins en utan þess séu kostir og gallar vegnir," sagði Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi.
Ef við höfum lítið land með fjárfesta sem flýja með fjármagn sitt vegna vantrausts á gjaldmiðlinum og stöðugar fréttir um að gjaldmiðillinn muni veikjast, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, þá verður að skoða aðra möguleika," sagði Ilves ennfremur og bætti síðan við að ef litið sé bara á lægri viðskipta- og vaxtakostnað sem upptaka evru hefði í för með sér, sé vænst að landsframleiðsla Eistlands muni aukast um eitt prósent strax við upptöku."
Svona byrjar frétt í Fréttablaðinu um áætlanir Eistlands að taka upp Evruna sem gjaldmiðil. Forseti landsins Toomas Hendrik Ilves er hér í opinberri heimsókn, en 20 ár eru frá því að Eistlands braust undan járnhæl kommúnismans (Sovétríkjanna). Ísland, með Jón Baldvin Hannibalsson í farabroddi, var fyrsta landið á Vesturlöndum sem viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
En óneitanlega minnir tilvitnunin okkur á annað land sem við þekkjum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.6.2010 | 11:54
Í kjölfar umræðu á blogginu
Evrópuamtökin vilja taka eftirfarandi fram:
Enginn sem hér skrifar er á launum frá ESB eða neinum öðrum samtökum. Hér er unnið í sjálfboðavinnu.
Ekki vita umsjónarmenn bloggs um tekjur og laun þeirra sem leggja hér inn athugasemdir, en okkur vitanlega er ESB ekki með launaða bloggara á sínum snærum!
Evrópusamtökin FAGNA þeirri umræðu sem hér á sér stað, svo lengi sem hún er málefnaleg.
Við þurfum hinsvegar að fylgja reglum Morgunblaðsins um starfsemi bloggsins. Því þurfum við t.d. að taka út athugasemdir samkvæmt því. Vinsamlega birtið ekki heimilisföng eða kennitölur. Slíkt snertir umræðu um ESB lítið. Og ljótt orðfæri er engum til framdráttar!
Biðjum við þá sem hér ræða málin að virða þetta. Saman skulum við standa að málefnalegri umræðu um ESB-málið!
Kærar þakkir fyrir öll innlegg, sem á síðustu vikum skipta hundruðum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
11.6.2010 | 11:30
Carsten Schmyk-hugleiðingar í kjölfar fréttar
"Líkurnar á að Ísland gangi í Evrópusambandið eru nánast engar eins og staðan er. Þetta er mat Carsten Schymik, helsta sérfræðings Þýskalands í málefnum Norðurlanda. Hann segir klofna afstöðu stjórnmálamanna og andstöðu almennings ekki benda til þess að Íslendingar séu færir um eða viljugir til að laga sig að Evrópusambandinu."
Þannig byrjar frétt RÚV og síðar viðtal við Carsten Schymik, sem er sérfræðingur í stjórnmálum Norðurlanda (og Eystrasaltsríkjanna), við Humbolt-haskólann í Berlín. Í henni segir einnig:
"Schymik segir Þýskaland hafa hagsmuna að gæta og sjái mikla kosti við inngöngu Íslendinga í ESB. Það snerti náttúruauðlindirnar. ,,Fyrir utan fiskinn eru það endurnýjanlegar orkuauðlindir. Einnig ræðst það af mikilvægri legu landsins í N-Atlantshafi, sem eins konar gátt til Norðurskautsins. Íslendingar sem ein Norðurlandaþjóðanna aðhyllast svipuð samfélagsleg gildi og Þjóðverjar og þá í sambandi þessara 27 þjóðríkja, þar sem einnig eru sterk áhrif frá Miðjarðarhafsríkjunum."
Veit CS ekki að áhrif ESB-aðildar myndi í raun hafa lítil áhrif á náttúruauðlindir Íslands? Hér nægir að nefna álit Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, segir það líka,sjá hér. Og samkvæmt fréttum í MBL er afar ólíklegt að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt í bráð. Sem þýðir að Íslendingar fá allan kvóta við Íslandsmið í ljósi veiðireynslu!
Eða var Carsten Schymik að meina eitthvað annað?
Hann talar einnig um að ástandið núna sýni að Íslendingar muni ekki ganga í ESB. Vissulega er mikil ESB-neikvæðnu í landinu um þessar mundir. En í ljósi þessarar röksemdarfærslu hefðu t.d. Svíar aldrei gengið inn, þar var Nei-hliðin sterkari fram að þeim degi sem Svíar kusu!
Þá fór "JÁ-ið" niður í um 18% á sínum tíma í Bretlandi!
Í lok fréttarinnar segir: "En hvaða áhrif hefur þessi klofna afstaða ríkisstjórna og pólitískrar yfirstéttar á viðtökur umsóknar Íslendinga? Schymik segir að það hafi ákveðin áhrif og þá einkum með tilliti til annarra umsækjenda. Evrópusambandið vilji gjarnan að nýjar aðildarþjóðir sýni vilja til að laga sig að ESB til lengri og skemmri tíma. ,,Og við sjáum að nú þegar er klofningur bæði hjá almenningi og meðal stjórnmálamanna og þá vakna efasemdir um getu Íslendinga til að aðlagast ESB. Almennt séð eru líkur á inngöngu Íslands í ESB litlar."
Í fyrsta lagi, er um að ræða klofning? Heitir það ekki skiptar skoðanir? Það er vart hægt að ætlast til þess að það sé alger samstaða um mál eins og ESB.
Bloggari veit svo ekki betur en að Ísland hafi tekið upp stóran hluta af regluverki ESB í gegnum EES-samninginn! Um er að ræða um 2/3 regluverks sambandsins? Hvað þýðir þetta?
Þær upplýsingar og skoðanir sem koma fram í frétt RÚV er í raun að finna í því sem kallað er "SWP-paper" frá Carsten og er síðan í maí í fyrra, eða rétt eftir þingkosningarnar.
Það er á ensku og þar segir Carsten að Ísland verði að hleypa öllum aðildarríkjum ESB inn í lögsögu landsins! Slíkt er ekki til umræðu og er fróðlegt að sjá að hann nefnir ekki í sambandi við þetta áhrif og þýðingu reglunnar um "hlutfallslegan stöðugleika." Það hefur margt gerst síðan maí 2009! Meðal annars segja spænskir ráðmenn að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu!
Og bara til að hafa eitt á hreinu: Aðildarviðræður eru ekki hafnar, eins og sagt var í fréttinni. Þær munu væntanlega hefjast bráðlega. En fyrst þarf grænt ljós frá leiðtogafundi ESB.Það er margt sem Ísland getur lært í samningaferlinu og gefur kjörið tækifæri m.a. til þess að bæta stjórnsýslu landsins, auka gæði hennar. Það verður að teljast dýrmætt fyrir okkur.
10.6.2010 | 20:17
Maria Damanaki á leið til Íslands
Fram kom í kvöldfréttum RÚV að yfirmaður fiskveiðimála hjá ESB, frú María Damanaki, sé á leiðinni hingað til lands. til viðræðna við innlenda ráðamenn.
Þetta kom fram í lok fréttar um makrílmál. Verður fróðlegt að heyra hvað hún hefur að segja um sjávarútvegsmál, t.d. hvort reglan um hlutfallslegan stöðugleika mun standa óbreytt.
Hér er svo uppruni fréttar RÚV
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
10.6.2010 | 11:26
Morgunblaðið: "Hlutfallslegum stöðugleika" ekki breytt
Morgunblaðið birtir í dag afar áhugaverða frétt um ESB og sjávarútvegsmál undir fyrirsögninni ÁFRAM BYGGT Á VEIÐIREYNSLU. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni að reglunni um HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA verði ekki breytt. Þetta þýðir að Íslendingar muni fá og halda öllum sínum kvótum á Íslandsmiðum, enda erum það við sem höfum veiðireynslu undanfarinna ára.
Í fréttinni segir orðrétt: "Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Þessi regla felur í sér að kvóta innan 200 mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land."
Og síðar segir: "Háttsettur embættismaður sem fer með fiskveiðimál innan framkvæmdastjórnar ESB sem Morgunblaðið hitti í Brussel segir hins vegar engar líkur á að reglunni verði breytt."
Í fréttinni kemur fram að ákvörðun um heildarafla verði tekin í Brussel, en samkvæmt ráðgjöf og tillögum íslenskra sérfræðinga: "Það þýðir hins vegar ekki að framkvæmdastjórnin muni taka annars konar ákvörðun því að framkvæmdastjórnin mun styðjast við ráðgjöf fiskifræðinga. Það verður svo alfarið ákvörðun Íslendinga hvernig kvótanum verður útdeilt til skipa," segir í fréttinni.
Ennfremur segir í fréttinni: "Búast má við að það sem verður mest rætt í viðræðum Íslands og ESB um sjávarútvegsmál verði ekki ákvörðun um kvóta eða veiðar við Ísland heldur fjárfestingar í sjávarútvegi. Ljóst er að verði ekki settar reglur um fjárfestingar geta aðrar þjóðir í ESB fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem veitir þeim t.d. þann möguleika að veiða við Ísland og flytja aflann óunninn úr landi.
Þess má geta að það er ekki full eining um það í íslenskum sjávarútvegi að rétt sé að reisa girðingar gegn fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi. Því fylgi ekki bara kostir heldur líka gallar. Mikill meirihluti þeirra sem starfa í sjávarútvegi er hins vegar á móti aðild Íslands að ESB."
Í framhaldi af þessu má spyrja: Hefur verið gerð könnun meðal þeirra sem STARFA í sjávarútvegi um afstöðu þeirra til ESB?
Annars verður að segja að þessar fréttir eru mjög neikvæðar fyrir NEI-sinna, sem sumir hverjir hafa fullyrt að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika yrði breytt.
Þetta fellir einfaldlega þann málflutning þeirra að við Íslendingar getum ekki stuðst við þessa reglu og þá veiðireynslu sem við höfum.
Aftur að fréttinni. Í lok hennar er það gefið í skyn að svokallað kvótahopp geti orðið vandamál, þ.e. að erlenda útgerðir geti keypt sig inn í innlendar útgerðir, þannig eignast kvóta og siglt burt með aflann. Dæmi er tekið af Bretum og Spánverjum, sem keyptu sig inn í breskar útgerðir. Í erindi sem Aðalsteinn Leifsson hélt á þingi Sjómannasambands Íslands í lok 2008 fjallaði hann um þetta.
",,Stærsta og erfiðasta málið sem við er að glíma, þegar og ef kemur að samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands, er að búa svo um hnútana að kvótinn flytjist ekki úr landi, sagði Aðalsteinn. ,,Núna eru í gildi hömlur á fjárfestingum útlendinga í íslenskum sjávarútvegi en ef við göngum í ESB tel ég erfitt, ef ekki ómögulegt, að koma í veg fyrir að fullt frelsi verði innleitt í þessu efni. Nefnd hafa verið dæmi frá Álandseyjum, Danmörku og Möltu um undanþágur á vissum sviðum en við skulum ekki gleyma því að grundvallarreglan innan ESB er sú að ekki má mismuna fólki eftir þjóðerni.
Margir spyrja: Hvað verður því til fyrirstöðu að þegnar annarra ESB-ríkja kaupi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og þar með kvóta í íslenskri lögsögu og sigli svo burt með aflann til síns heima? Því er til að svara að þetta hefur gerst innan ESB og valdið miklum óróa. Frægt er að Spánverjar keyptu veiðiheimildir í Bretlandi og sigldu svo með fiskinn heim. Þetta var og er kallað kvótahopp.
Deilur sem af þessu spruttu komu til kasta Evrópudómstólsins. Niðurstaða hans varð sú að ekki væri hægt að banna að útlendingar keyptu skip og veiðiheimildir í öðrum aðildarríkjum en hins vegar mætti krefja viðkomandi útgerð um sannanir fyrir því að hún hefði raunveruleg efnahagsleg tengsl við landið eða landsvæðið sem kvótinn tilheyrði.
Bretar hafa útfært þetta þannig að krafist er eins af þremur skilyrðum; að 50% aflans sé landað í heimahöfn, að 50% áhafnarinnar séu búsett á viðkomandi landssvæði eða að 50% aflaverðmæta sé varið í viðkomandi landi. Einnig er mögulegt að sanna með blöndu af þessum skilyrðum að efnahagslegur ábati af veiðunum komi fram í viðkomandi landi. Bretar telja að eftir að þessi dómur var felldur fyrir 8-9 árum hafi kvótahopp ekki verið teljandi vandamál þótt það lifi áfram í pólitískri umræðu, en það þarf að fara vel ofan í saumana á þessum lið í samningaviðræðunum, sagði Aðalsteinn." (Heimild)
(Feitletrun, ES,blogg)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
9.6.2010 | 15:46
Balkan-ríkin taka skref sem liðka fyrir ESB-aðild Serba og Króata
Balkanríkin, Slóvenía, Króatía og Serbía hafa öll tekið skref á undanförnum dögum sem miða að því að liðka fyrir aðild Króatíu og Serbíu að ESB. Slóvenía gekk í ESB 2004.
Merkast þykir samningur á milli Serbíu og Króatíu um varnarmál. Þessi bárust á banaspjótum á árunum 1991-1995, þegar Júgóslavía kommúnismans var að liðast í sundur.
Sá samningur sem þau hafa hinsvegar gert með sér nú er talinn "normalísera" samskipti landanna verulega, en þó eru ýmis atriði sem á eftir að ganga frá. lesa má um þetta í frétt Deutsche Welle.
Þá hefur einnig náðst samkomulag um að láta landamæradeilu Króata og Slóvena um aðgang að Piran-flóa, fara til sáttasemjara. Löndin hafa átt í þessari deilu í um 20 ár.
Slóvenar samþykktu þetta fyrir skömmu í þjóðaratkvæði.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
9.6.2010 | 13:30
Vöndum umræðuna!
Frjáls skoðanaskipti eru einn af grundvallarþáttum lýðræðisins. Hér á bloggi Evrópusamtakanna er hægt að ræða málin (ólíkt bloggi Nei-sinna).
Undanfarið hefur verið lífleg umræða um þær færslur sem hér hafa birtIst og innlegg slagað upp í 200.
Þessu fögnum við hjá Evrópusamtökunum. Við fögnum því hinsvegar ekki þegar um ljótt orðbragð og níð á milli manna er að ræða.
Við viljum því biðja alla þá sem leggja eitthvað til málanna að gera það af tillitssemi við náungann.
Við erum ekki að ræða persónur hér á blogginu, heldur málefni. Sennilega eitt mikiLvægasta málefni sem Íslendingar þurfa að taka afstöðu til á komandi árum.
Því miður höfum við þurft að fjarlægja athugasemdir og er það miður.
VÖNDUM OKKUR, GERUM HLUTINA MEÐ SÓMA! LÁTUM EKKI LÝÐRÆÐISLEGA UMRÆÐU DRUKKNA Í FÚKYRÐUM OG NÍÐI!
9.6.2010 | 12:41
Jón Sig hjá Sterkara Íslandi
Minnum ykkur á Fróðleik á fimmtudegi á morgun fimmtudag 10. júní hjá Sterkara Ísland.
Þetta verður síðasti fundurinn í þessari syrpu í bili.
Það er Jón Sigurðsson sem rekur smiðshöggið á fundaröðina okkar þetta vorið.
Hann kallar erindi sitt: Felldi Grikkland Evrópumálstaðinn?
Jón sem er lektor við HR, er einnig fyrrverandi seðlabankastjóri, fyrrverandi ráðherra og skólastjóri. Hann ætlar að velta fyrir sér hvort fjármálakreppan í Grikklandi hafi gert út af við Evrópumálstaðinn.
Án efa verður þetta áhugavert erindi en Jón hefur getið sér gott orð fyrir áhugaverða fyrirlestra um Evrópumálin.
Að venju hefst fundurinn kl. 17 að Skipholti 50a, 2. hæð, Allir velkomnir!
(mynd: www.pressan.is)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir