Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
8.11.2011 | 17:10
Salvör Nordal yfir ESB-samráðshópi
Varaformenn samráðshópsins eru Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Þá segi rað Össur muni á næstunni skipa tuttugu fulltrúa til viðbótar í samráðshópinn. Við val á þeim verði sérstök áhersla lögð á kynjajafnvægi, jafnvægi á milli landshluta, höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis, sem og á andstæð sjónarmið í Evrópumálunum. Samráðshópurinn geti kallað til frekara samráðs fulltrúa stjórnmálaflokka, félagasamtaka, hagsmunasamtaka og einstaklinga um þau efnisatriði er tengjast samningaviðræðunum."
Hópnum er ætlað að funda reglulega ..."með aðalsamningamanni og samninganefnd Íslands og fá upplýsingar um samningsafstöðu í einstökum málum og stöðu og framvindu viðræðnanna."
8.11.2011 | 16:59
...heyrðu góða mín, er þetta ekki húsið?
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir á oft mjög góða spretti á Eyju-blogginu og fyrir skömmu birti hún stórskemmtilegan pistil, sem hefst svona:
"Hún: Heyrðu, það var bara allt hvítt fyrir norðan
Hann: Já, það á líka að vera snjór hér í október en hlýnun jarðar hefur breytt því
Hún: Já ætli það ekki
suð í bakgrunni: ,,og Ísland verður að standa á eigin fótum..
Hún: Ekki ertu að hlusta á Útvarp Sögu?
Hann: Jú
Hún: þú veist það kemur mikið af rangfærslum frá þeim sem tala á þeirri stöð
Hann: Ha!
Hún: Já, sérstaklega um Evrópusambandið
Hann: Ert þú ein af þessum sem vill ganga í Evrópusambandið?
Hún aðeins of áköf: jú einmitt
Hann: (fuss og svei) Ísland á að vera áfram sjálfstætt ríki
Hún: já, sammála eins og Danmörk, Svíþjóð og Finnland
Hann: Ha! og snýr sér snögglega við.
Hún: þau eru sjálfstæð ríki er það ekki?
Hann undrandi: ha.. jú jú þannig"
Meira hér
8.11.2011 | 16:18
Andrés Pétursson í FRBL: Fjarar undan litlum gjaldmiðlum
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, ritar grein í Fréttablaðið í dag um gjaldmiðilsmál, sem ber yfirskriftina Fjarar undan litlum gjaldmiðlum. Greinin birtist hér í heild sinni með góðfúslegu leyfi höfundar:
Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja.
Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið.
Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli.
Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans.
Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2011 | 17:37
Andri Óttarsson um Sjálfstæðisflokkinn og Evrópumálin
Fleiri en Guðmundur Andri Thorsson eru að velta fyrir sér komandiu landsfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Það gerir líka fyrrum framkvæmdastjóri hans, Andri Óttarsson á www.deiglan.com. Þar birtir hann pistil sem hann kallar Málefni eða meiðingar. Hann bendir á að Evrópumálin hafi oft verið hitamál á landsfundum og að þessi verði sennilega ekki undantekning:
"Mér eins og mörgum öðrum sem hafa síðustu ár horft á þennan slag úr fjarlægð hefur ofboðið sú harka sem andstæðingar ESB sýna þeim flokkssystkinum sínum sem eru á öndverðum meiði. Undantekningalítið mæta svívirðingar og brigsl um landráð hverjum þeim sem þorir að mæla Evrópusambandinu bót. Þetta hefur valdið því að fjölmargir Evrópusinnar hafa sagt skilið við flokkinn eða eru að velta úrsögn alvarlega fyrir sér.
Flestir þessara Evrópusinna eru ekki að íhuga úrsögn vegna þess að meirihluti flokksins er þeim ósammála; þeir sætta sig fullkomlega við lýðræðislegar niðurstöður landsfundar. Þeir íhuga úrsögn vegna þeirrar meðferðar sem þeir fá fyrir að vera Evrópusinnar enda þora fæstir að opinbera slíkar skoðanir um þessar mundir.
Því miður er ekki annað að sjá en að mörgum ESB andstæðingum innan flokksins finnist þessar úrsagnir fín lausn. Að þeir, í krafti meirihlutans, geti gert þeim flokkssystkinum sínum sem eru á annarri skoðun óbærilegt að vera í flokknum og losna þannig við þau. Þetta er ótrúleg skammsýni. Með þessu er verið að senda þau skilaboð til almennings að innan Sjálfstæðisflokksins sé í lagi að flæma í burtu þá sem hafa aðrar skoðanir en meirihlutinn. Stimpill skoðanakúgunar er ekki beint það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú á að halda!
Eru ekki örugglega allar skoðanir leyfilegar á landsfundi?
Þessar hörðu móttökur vekja mann vissulega til umhugsunar. Innan allra flokka eru kverúlantar sem tala af ákefð fyrir furðulegum skoðunum, sem engin stemmning er fyrir og geta jafnvel skaðað flokkana út á við. Sjálfstæðisflokkurinn er engin undantekning þar á. Eins og flestir hafa orðið vitni að sem hafa setið landsfundi flokksins þá gerist það reglulega í umræðu um fjölskyldumál að nokkrir einstaklingar stíga í pontu og tala illa um samkynhneigð og samkynhneigt fólk. Undir umræðum um réttarfar er það sama uppi á teningnum. Þar koma iðulega fram, hjá örfáum hræðum, slíkir fordómar gagnvart fólki af erlendum uppruna að mörgum þykir nóg um. Því er vissulega svarað úr salnum og eiga þessi viðhorf hreint ekki upp á pallborðið hjá meirihluta landsfundarfulltrúa en oftast eiga þau skoðanaskipti sér stað á málefnalegum nótum eins öfugsnúið og það hljómar. Enginn fer í pontu og kallar þetta fólk illum nöfnum heldur er reynt að hrekja með rökum þær misgáfulegu athugasemdir sem viðkomandi hafa borið á borð landsfundar."
Andri lýkur pistli sínum með þessum orðum: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi stært sig af því að vera flokkur allra stétta, ein stærsta fjöldahreyfing landsins og það afl sem hefur verið leiðandi í þjóðfélaginu frá stofnun lýðveldisins. Trúin á frelsi sameinar flokksmenn en innan hans hafa alltaf rúmast gjörólíkar skoðanir á hinum ýmsum málefnum, íhaldssamar jafnt sem frjálslyndar. Það er erfitt verk að halda þessum stóra hópi saman og formönnum flokksins hefur tekist það misvel.
Það verður fróðlegt að sjá afstöðu Bjarna og Hönnu Birnu, og nánustu stuðningsmanna þeirra, til þeirra hópa sem eru í minnihluta á fundinum. Munu þau falla í popúlistagryfjuna og taka undir með þeim sem hafa hæst og koma fram af mestri hörku í leit að skammvinnum pólitískum ávinning eða eru þau nógu miklir leiðtogar til að reyna að sætta andstæð sjónarmið, finna sameignlegan sáttagrundvöll, tryggja málefnalega umræðu og leyfa fólki að vera sammála um að vera ósammála?
Svarið gæti gefið sterkar vísbendingar um hvernig flokknum muni farnast á næstu misserum."
7.11.2011 | 16:29
Guðmundur Andri Thorsson væntanlegan landsfund í FRBL
Guðmundur Andri Thorsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður þann 17.nóvember og þar verður meðal annars kosið um formann flokksins. Sem kunnugt er hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum borgarstjóri, tilkynnt framboð til formanns. Kona hefur aldrei gegnt því embætti.
Sjálfsagt verða Evrópumálin rædd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem er ef til vill sá flokkur hér á landi sem hefur verið hvað hlynntastur frjálsri verslun og viðskiptum. Og Evrópusambandið er einmitt ein stærsta "viðskiptablokk" heimsins. Því kannski full ástæða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ræða samskipti Íslands og ESB.
Guðmundur Andri Thorsson segir um þetta í grein sinni: "Þau vilja bæði hætta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu áður en niðurstaða fæst í þær sem þjóðin geti kosið um. Þau vilja að Evrópusambandi sé ekki á dagskrá" svo að rifjuð sé upp gömu dagsskipun. Það er auðvitað skiljanlegt sjónarmið hjá öfgamönnunum til hægri sem telja Evrópusambandið vera kommúnistasamsæri og vinstri sem líta á það sem auðvaldssamsæri.
Þessir þvergirðingar líta á Evrópuþjóðir sem Óvininn og vilja alls ekki ekki hætta á það að góðir samningar náist við ESB, en fyrir forystufólk sem hlýtur að vilja taka þjóðarhagsmuni þó ekki væri nema með í reikninginn er þessi afstaða eiginlega alveg óskiljanleg. Ekki síst í ljósi þess að stór hluti landsmanna vill að viðræðurnar verði kláraðar og stór hluti Sjálfstæðismanna þar með talinn. Þar með er jarðvegurinn undirbúinn undir nýtt framboð Evrópusinna á hægri vængnum."
6.11.2011 | 16:12
Gjaldmiðilsmál í brennidepli
Gjaldmiðilsmálin hafa aftur "dúkkað upp" eftir Hörpu-ráðstefnuna um daginn. Einn þeirra sem um þetta fjallar er bloggarinn Jón Frímann og má í nýrri færslu á bloggin hans lesa áhugaverðar fréttir og gröf sem tengjast sögu gjaldmiðilsmála hér á landi.
Einnig var þetta mikið rætt í Silfri Egils í dag og það sýnist sitt hverjum. Málið var einnig rætt í þættinum Sprengisandi. Þar benti t.d. Katrín Ólafsdóttir á það að við værum ekki að græða eins mikið á krónunni, einfaldlega vegna þess að við getum ekki aukið það magn af vöru (t.d. fiski, innskot, ES-blogg) sem við getum selt. Krónan hjálpi okkur því ekki eins mikið og menni vilji vera láta. Svo viti menn hreinlega heldur ekki hvert raunverulegt virði krónan sé. Og það sé ekki gott upp á hagstjórnina að gera!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Á RÚV stendur: "Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, óttast að marki Sjálfstæðisflokkurinn ekki víðsýna stefnu gagnvart Evrópusambandinu og evrunni á landsfundinum þá glati flokkurinn atkvæðum óvissra kjósenda.
Innan félagsins Sjálfstæðir Evrópumenn eru ólíkar skoðanir en þeir vilja stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Formannsframbjóðendurnir Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru svipaðrar skoðunar um andstöðu sína við Evrópusambandið og evruna. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, sem styður Bjarna í formennsku, segir ekki nýtt að frambjóðendur séu ekki Evrópusinnar.
Niðurstaða vinnu milli landsfunda sé sú að það eigi að halda öllum kostum opnum og vera í þeirri stöðu eftir þrjú til fimm ár að hægt sé að skipta um gjaldmiðil ef vilji sé fyrir því. Þá þurfi breiðari stefnu gagnvart Evrópusambandinu."
6.11.2011 | 11:40
Myndband með erindi Gylfa Magnússonar um Evrópu

6.11.2011 | 11:36
Björgvin G. Sigurðsson á Pressunni
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein á Pressuna um Evrópumálin og kemur þar meðal annars inn á þjóðernishyggju og strauma í stjórnmálum samtíðarinnar. Björgvin hefur pistil sinn svona:
"Í því efnahagslega ógnarástandi sem nú er á heimsmörkuðum bærir enn og aftur á sér umræða sem einkennst af þjóðernisöfgum og einangrunarhyggju. Ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í mismiklum mæli auðvitað. Sannir Finnar eru nýjasta dæmið um popúlískan hægriflokk sem dró til sín um fimmtung finnskra atkvæða með innihaldslitlu skrumi um finnska þjóðernishyggju og einangrun frá samstarfi evrópskra ríkja.
4.11.2011 | 18:32
Margrét Kristmannsdóttir með góða grein í Fréttablaðinu
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag og kemur þar meðal annars inn á Evrópumálin. Kíkjum á nokkrar glefsur úr greininni: "Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 64% landsmanna klára umsóknarferlið og innan atvinnulífsins er þetta hlutfall enn hærra. Örmynt eins og íslenska krónan verður aldrei sá gjaldmiðill sem atvinnulífið þarf, enda hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins þegar yfirgefið hana. Það getur hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert."
"Í umræðunni um Evrópusambandið eru hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar mjög áberandi en um hagsmuni annarra atvinnugreina heyrist vart. Enda vitað að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu nema það fáist góður samningur fyrir þessar tvær atvinnugreinar. Góður samningur á ekki að tryggja þessum atvinnugreinum óbreytt ástand, en tryggja verður framtíðarhagsmuni þeirra við samningaborðið. Hins vegar gætir vaxandi furðu hversu lítið er rætt um hagsmuni annarra atvinnugreina í þessu landi og lífskjör almennt ef okkur verður gert að vera utan Evrópusambandsins og með íslensku krónuna næstu áratugina.
Á næstu árum þurfum við að skapa 20.000 störf til að eyða atvinnuleysi og taka á móti ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Svo til ekkert af þessum störfum mun koma frá sjávarútvegi eða landbúnaði, heldur mun lunginn af þessum störfum koma frá verslun, iðnaði og þjónustugeiranum"
"Það vekur furðu að þeir aðilar sem berjast gegn aðildarviðræðum Íslands skuli sjálfir ekki hafa neinar raunhæfar lausnir í peningamálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn boðar í plani B að gera eigi úttekt á peningastefnunni og kanna framtíðarkosti sem er ágætt í sjálfu sér en enginn veit hvenær eða hvaða niðurstöðu þetta plan muni að lokum skila. Fyrir skömmu birti Sjálfstæðisflokkurinn efnahagstillögur sínar undir yfirskriftinni Framtíðin og þó að sumar tillögur hafi þar verið góðar vakti ekki síður athygli sú ærandi þögn sem þar ríkti um framtíðarpeningastefnu Íslands.
Ekki eitt orð um krónuna eða hvernig á að leysa vanda örmyntar 320.000 manna þjóðar né þær byrðar sem hún leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið hjá þessari þjóð verður að setja spurningarmerki við hvernig hægt er að gefa út 12 síðna blað um efnahagstillögur og minnast ekki orði á eitt mikilvægasta málið að tryggja stöðugleika með traustum gjaldmiðli."
"Ef okkur tekst með inngöngu í ESB að jafna rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og á sama tíma að rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn þá er það einfalt reikningsdæmi að þetta daglega puð okkar allra, bæði fyrirtækja og heimila, muni skilja mun meira eftir sig. Og það er kannski mergurinn málsins. Við núverandi ástand sjá mörg fyrirtæki og um 85% ungs fólks ekki sína framtíð hér á landi samkvæmt könnunum. Og ekki hefur verið mikil umræða á Alþingi eða í samfélaginu almennt um þá staðreynd."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir