Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
3.5.2011 | 13:13
Andrea Pappin í heimsókn - erindi á aðalfundi Evrópusamtakanna
Andrea Pappin, formaður írsku Evrópusamtakanna, verður sérstakur gestur á aðalfundi (íslensku) Evrópusamtakanna, sem fram fer kl. 20.00 á fimmtudaginn, Skipholti 50a.
Andrea er fædd í Dublin og hefur starfað sem stjórnmálaráðgjafi undanfarin ár, en árið 2008 varð hún formaður írsku Evrópusamtakanna. Þá hefur hún starfað náið með Margot Wallström, fyrrum varaforseta framkvæmdastjórnar ESB. Hér að neðan er enskur texti sem kynnir Andreu Pappin og hér má lesa Linked-in síðu um hana.
Andrea Pappin is a political communications consultant, specialising in European and Irish political campaigning. A Dublin native, Andrea has been involved in general election and in particular referendum campaigning for over ten years, in particular in her work with European Movement Ireland, which she ran since 2008. A previous Special Advisor to Margot Wallström, Vice President of European Commission, Andrea was also a former press advisor to the leader of the Irish Labour Party and worked in Department of Foreign Affairs during Ireland's last EU Presidency.
Evrópumál | Breytt 4.5.2011 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2011 | 12:55
ESB og finnska stjórnsýslan - H.Í. á morgun
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við utanríkisráðuneytið stendur fyrir opnum fundi með Eiju-Leenu Linkola frá finnska utanríkisráðuneytinu, miðvikudaginn 4. maí frá kl. 12:00 til 13:00 í stofu 101 í Odda. Fundurinn fer fram á ensku.
Fundarstjóri er Auðunn Atlason, deildarstjóri upplýsingamála í utanríkisráðuneytinu.
Skilvirk þátttaka í Evrópusambandinu - reynsla finnskrar stjórnsýslu
Fjallað verður um undirbúning finnsku stjórnsýslunnar fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Hagnýt nálgun á það hvernig undirbúningur stjórnsýslu fyrir inngöngu í Evrópusambandið gengur fyrir sig. Hvaða lærdóma hefur finnska stjórnsýslan dregið af inngöngu í ESB? Í þessu ljósi og í samanburði við reynslu annarra umsóknarríkja verður lagt stutt mat á það hvaða þættir það eru innan íslenskrar stjórnsýslu sem eru líklegir til árangurs í umsóknarferlinu.
3.5.2011 | 12:48
Forseti Slóveníu heimsækir Ísland
Forseti Slóveníu, ásamt föruneyti, verður hér í opinberri heimsókn næstu daga. Á www.visir.is stendur:
"Opinber heimsókn forseta Slóveníu hingað til lands hefst í dag á Bessastöðum. Forsetinn, Dr. Danilo Türk og eiginkona hans, frú Barbara Miklič Türk hitta þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Með í för eru þrír ráðherrar í ríkisstjórn Slóveníu auk embættismanna.
Þá fylgja forseta Slóveníu viðskiptasendinefnd, með fulltrúum ríflega 20 slóvenskra fyrirtækja, og blaðamenn. Heimsóknin stendur í tvo daga og verða forsetahjónin meðal annars viðstödd opnunartónleika Hörpu á morgun."
Slóvenía, sem var eitt lýðvelda gömlu Júgóslavíu, gekk í ESB árið 2004 og notar Evruna sem gjaldmiðil. Hér má lesa mikið um Slóveníu, en þar búa tvær milljónir manna.
Í fyrramálið mun Danilo Türk, ávarpa málþing um Slóveníu og ESB í H.Í. (hátíðarsal).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2011 | 13:01
Áhugavert spjall um sjálfstæði, fullveldi, þjóðerni!
Í Silfri Egils í gær áttu þeir Egill Helgason og Dr. Eiríkur Bergmann áhugavert spjall um sjálfstæði, fullveldi og annað sem tengist þessu. Fram kemur í viðtalinu að fullveldið sé einskonar "tabú" og að það sé í raun bannað að ræða inntak þessa orðs: fullveldi.
Horfa má á viðtalið hér
E. Bergmann var líka gestur á Bylgjunni (Í bítið) um þetta sama efni og hér er viðtal:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.5.2011 | 08:44
Ísland fyrirmynd ESB í nýjum tillögum um fiskveiðimál
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram: "Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma.
Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta.
Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2011 | 08:31
...segir meira en 1000 orð!
Halldór, teiknari Fréttablaðsins, segir allt sem segja þarf með þessari útfærslu sinni á samtökum NEI-sinna. Tær snilld!
http://www.visir.is/halldor-28.04.2011/article/2011110429308
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2011 | 18:02
Gylfi Arnbjörnsson: Aðild að ESB tryggir stöðugleikann og trúverðugleikann sem við þurfum
Í ræðu sinni á Akureyri í dag sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að með aðild að ESB fengi Ísland þann stöðugleika sem sárlega skorti hér á landi: Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.
Til gamans má kíkja hér á frétt Vísis.is um málið og frétt MBL.is um sama mál, en hjá síðarnefnda miðlinum er ekkert talað um ESB, eins og ESB sé ekki til! Sennilega draumsýn þeirra sem ráða á þeim bænum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.5.2011 | 10:15
1.maí haldinn hátíðlegur
Evrópusamtökin óska hinum vinnandi stéttum til hamingju með daginn, 1.maí! Barátta verkafólks fyrir auknum réttindum og framförum á mörgum sviðum er með því mikilvægasta sem gerðist á liðinni öld.
Hagsmunir verkafólks og Evrópusinna fara saman á mörgum sviðum; bættar aðstæður, umhverfismál, neytendamál, félagsmál, lægra vöruverð, aukinn kaupmáttur, alvöru gjaldmiðill, eru nokkur atriði sem mætti nefna.
ASÍ hefur til dæmis mjög ákveðna Evrópustefnu og hana má lesa hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir