Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
8.5.2011 | 16:18
Evrópuvefur opnaður í júní
Vefurinn verður opnaður formlega þann 23. júní og samningurinn sem gerður hefur verið um hann nær að svo stöddu fram til næstu áramóta. Í fjárlögum ársins 2011 er framlag til að koma vefnum á fót í tilefni af aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu."
6.5.2011 | 18:50
Ný stjórn Evrópusamtakanna
Ný stjórn Evrópusamtakanna var kjörin á aðalfundi þeirra í gærkvöldi, en hún lítur svona út:
Andrés Pétursson, fjármálastjóri, formaður
Sigrún Gísladóttir,fyrrum skólastjóri, Garðabæ
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur
G.Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi
Einar Kárason, rithöfundur
Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi
Evrópumál | Breytt 9.5.2011 kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Anna Margrét Guðjónsdóttir, varaþingmaður, var valin Evrópumaður ársins árið 2010, á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem fram fór í gærkvöldi. Hún er fyrsta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu.
Anna Margrét var áberandi í Evrópuumræðunni í fyrra og sýndi að hún er mikil hugsjónamanneskja og hefur mikla þekkingu á málaflokknum.Þá er hún hvergi smeyk við að segja skoðanir sínar og sýndi það á árinu að hún getur tekist á við miklar áskoranir á þessu sviði.
Þetta var í sjöunda sinn sem Evrópusamtökin veita þessa viðurkenningu, en það var Andrés Pétursson sem veitti viðurkenninguna. Hann var á fundinum endurkjörinn sem formaður Evrópusamtakanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2011 | 22:35
Forseti Slóvena: Taka verður fullt tillit til sérstöðu Íslands
Danilo Türk hafði einungis verið forseti í átta daga, þegar Slóvenar tóku við stjórn forsætisnefndar Evrópusambandins, - í ársbyrjun 2008. Í Slóveníu búa rúmlega tvær milljónir manna, þannig að ríkið er eitt hið fámennasta í ESB. Forsetinn segir að smáríki eigi þangað fullt erindi.
"Ég held að kostir þess, fyrir smáríki að ganga í Evrópusambandið, liggi í augum uppi. Þegar þau verða hluti af miklu stærra markaðssvæði opnast alls kyns möguleikar á alþjóðlegu samstarfi og gefur smáríkjunum rödd á alþjóðavettvangi. Slóvenar eru einnig hluti af myntbandalaginu og okkar reynsla er sú að evran veiti stöðugleika og vernd fyrir sveiflum á fjármálamörkuðum," segir Türk.
"Við höfum skilning á sérstöðu Íslands, í landfræðilegum skilningi. Það er aðdáunarvert hvernig Íslendingar hafa byggt upp iðnað í kringum fiskveiðar sínar. Þið eruð stórveldi þegar kemur að fiskveiðum og auðvitað þarf að taka sérstaklega tillit til þess í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu."
Öll fréttin (texti)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
4.5.2011 | 19:24
Glaðir Grandamenn í Brussel
Á vipskiptavef Vísis stendur: ",,Sýningin hefur farið mjög vel af stað. Það er stöðugur straumur gesta hér á sýningarbásnum okkar og menn eru mjög áhugasamir," segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem nú stendur yfir.
Eggert segir ennfremur að erlendir markaðir séu heilbrigðir og traustir og spurn eftir sjávarafurðum er mjög mikil. Þá má ekki gleyma því að hér eru haldnir fjörlegir fundir og nú í hádeginu stóð Íslandsstofa fyrir mikilvægum kynningarfundi vegna Icelandic Responsible Fisheries vottunarmerkisins á Holiday Inn hótelinu hér við sýningarhöllina, en þangað var fjölda kaupenda og áhrifaaðila í sjávarútvegi boðið," segir Eggert.
Fjallað er um málið á vefsíðu HB Granda. Þar segir að sýningarnar hófust í gærmorgun og munu þær standa yfir í þrjá daga. Þetta eru fjölsóttustu sýningar sinnar tegundar í heiminum í dag en rúmlega 700 fyrirtæki víðs vegar úr heiminum taka þátt í ESE sjávarafurðasýningunni og rúmlega 200 fyrirtæki kynna framleiðsluvörur sínar á véla- og tækjasýningunni SPE sem haldin er samhliða.
Íslensk fyrirtæki eru áberandi á sýningunum líkt og undanfarin ár en í ár taka 26 íslensk fyrirtæki þátt. Íslandsstofa hefur haft veg og vanda af því að skipuleggja þátttökuna en nefna má að þetta er í 19. sinn sem íslensku fyrirtækin kynna afurðir sínar og framleiðslu á sameiginlegu sýningarsvæði."
4.5.2011 | 18:00
"Ég er maður fullveldisins - fullveldið er lifandi"
Forseti Slóveníu, Dr. Danilo Türk, sagði á málþingi í H.í. í dag, það vera borðleggjandi að fullveldi ríkja væri virt innan ESB og að í tilfelli Slóveníu hefði þetta þýtt tækifæri fyrir landið að samlagast Evrópu og ESB sem sjálfstætt og fullvalda ríki. "Ég er maður fullveldisins, fullveldið er lifandi," sagði Türk.
Í erindi á málþinginu fór hann yfir þróun mála í Slóveníu, frá því að landið braust undan oki kommúnismans í Júgóslavíu, sumarið 1991, en þá lýstu þetta fyrrum lýðveldi Júgóslavíu yfir sjálfstæði. Frá þeim tímapunkti var markið sett á aðild að ESB og árið 2004 gekk Slóvenía í ESB og tók upp Evruna sem gjaldmiðil árið 2007.
Dr. Danilo Türk, sagði Evruna hafa veitt landinu (íb. 2 milljónir) dýrmætt skjól og öryggi.
Hann sagði ennfremur að Slóvenar vildu láta til sín taka utan ESB og nefndi þar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem dæmi. Hann lagði einnig á það mikla áherslu að landið hefði haldi sínu efnahagslega sjálfstæði og væri stöðugt að leita að samstarfsaðilum á því sviði.
Það kom fram í máli Dr. Danilo Türk að það hefði verið mjög dýrmætt fyrir land eins og Slóveníu að taka að sér formennsku í ESB og það væri gríðarlega hvetjandi fyrir landið sem heild. Slóvenar voru í því hlutverki seinni hluta ársins 2008.
Af máli Dr. Danilo Türk mátti ráða að mikil ánægja er með aðild landsins að ESB og sér hann mikil tækifæri, þó svo að reynslan af aðild sé enn takmörkuð, enda hefur landið aðeins verið í ESB í sjö ár.
Sérstakur gestur á málþinginu var forseti Íslands, Dr. Ólafur Ragnar Grímsson.
Hér má lesa um sjálfstæðisbaráttu Slóvena og forsetatíð Dr. Danilo Türk. Frétt frá Stöð tvö í kvöld um framsögu Dr. Danilo Türk í H.Í. í dag.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2011 | 08:44
JÁ-Ísland flettiskilti: Bætum lífskjör og sköpum tækifæri!
Samtökin JÁ-Ísland hafa sett upp flettiskilti á höfuðborgarsvæðinu, sem eru í algerri andstöðu við hin barnalegu NEI-takk skilti Nei-sinna, sem hafa verið uppi í heilt ár.
Á skiltum JÁ-Íslands stendur: Bætum lífskjör og sköpum tækifæri!
Aðild Íslands að ESB skapar tækifæri á fjöldamörgum sviðum, um það eru margir sammála. Hér má sjá yfirlit yfir nokkra þætti sem felast í fullri aðild. Þetta er texti frá 2008, en fleiri ríki hafa t.d. tekið upp Evruna, alls eru þau 17 núna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
3.5.2011 | 23:35
Aðal-Nei-sinni gerir hosur sínar GRÆNAR gagnvart Framsókn
Það eru farin að sjást þess merki að hatrömmustu andstæðingar ESB-aðildar eru farnir að gera hosur sínar grænar gagnvart Framsókn. Þetta sést best á þessari færslu framkvæmdastjóra samtaka Nei-sinna.
Morgunblaðið hefur líka farið afar fallegum orðum um Framsókn, bæði fyrir og eftir að flokkurinn samþykkti um daginn á flokksþingi að "hagsmunum Íslands væri betur borgið utan ESB en innan."
Þetta small eins og flís við rass hjá eldri ritstjóra blaðsins (og kannski þeim yngri líka)!
Nei-sinnar ætla sér kannski að INNLIMA Framsókn? Taka af flokknum fullveldið?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikolaj Dowgielewicz,aðstoðarutanríkisráðherra Póllands (mynd),sér um Evrópumál þar í landi. Í gær birtist mjög áhugavert viðtal við hann í Fréttablaðinu. Pólland gekk í ESB árið 2004 og er eitt stærsta ríki sambandsins, með rúmlega 38 milljónir íbúa og tekur við formennsku í ESB um mitt þetta ár.
En kíkjum aðeins á viðtalið, sem Klemens Þrastarson tók. Um hræðsluna við ESB, sem margir andstæðingar ESB ala stöðugt á segir Mikolaj:
"Þegar við sömdum við ESB óttuðumst við margt. Við vorum hrædd um að Þjóðverjar myndu kaupa landið okkar og eignir, við vorum hrædd um landbúnaðinn og hefðir okkar og fullveldi en ég get sagt þér að eftir sjö ára veru í ESB hefur komið í ljós að engin þessara efasemda, ekki ein einasta, átti við rök að styðjast. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur ekki dofnað á nokkurn hátt. Okkur finnst við miklu sterkari sem hluti ESB og aðildin er hluti af okkur." (Leturbr. ES-blogg)
Um pólska bændur og hlut þeirra eftir aðild Póllands segir hann: "Ísland hefur einstakt tækifæri til að hagnast á aðildarferlinu. Ég tala fyrir hönd ríkis sem gekk í ESB fyrir sjö árum og hefði ekki farið í gegnum efnahagskrísuna með jákvæðan vöxt í efnahagslífinu annars. Fyrir aðild voru margir hópar í Póllandi mótfallnir ESB, til dæmis bændur. En þeir hafa hagnast mest allra á inngöngunni og nú eru 70% bænda hlynnt aðild, því hún hefur bætt lífsskilyrði til sveita en ekki verið róttæk umbylting og tortíming eins og óttast var."
Skyldu íslensku Bændasamtökin vita af þessu? Sennilega ekki, enda er nær einungis skrifað um neikvæða finnska bændur í Bændablaðinu (með fullri virðingu fyrir finnskum bændum og landbúnaði!)
Um EES segir Mikolaj og kemst að kjarna málsins: "Stærsta vandamál ykkar í EES er að þið hafið engin áhrif á ferlið heldur samþykkið bara það sem aðrir ákveða fyrir ykkur."
Glöggt er gests augað!
Um Evruna segir Mikolaj: "Pólland mun taka upp evruna þegar tækifæri gefst og það hefur uppfyllt skilyrðin, segir Dowgielewicz, sem er sannfærður um að sameiginlegi gjaldmiðillinn sé á bataleið. Hann kannast ekki við að í Póllandi séu efasemdir um Evrópusamstarfið.
"Pólverjar eru með helstu stuðningsmönnum ESB, ekki bara af því að fólk trúir á hið pólitíska verkefni, samruna Evrópu, heldur af því að allir sjá og finna kosti aðildarinnar á eigin skinni. Hvort sem er Schengen-samstarfið, innri markaðurinn, landbúnaður eða menntun og að fá að fara og læra í öllum þessum löndum, Pólverjar kunna svo sannarlega að meta þetta frelsi. Á pólska þinginu er enginn sem efast um aðildina að ESB. Menn eru auðvitað með mismunandi áherslur en í það heila deilir enginn um að Pólland hefur hagnast gífurlega á aðildinni."
Hér er viðtalið í heild sinni
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2011 | 15:39
Andri Geir: Hvar er kaupmátturinn?
Hér spilar inn í lítil framlegð, ófullkomið fjármálakerfi, óskynsamlegar skuldir og óvirkur gjaldmiðill. Þá er líka rétt að líta á tekjudreifinguna, það hljóta margir að hafa það ansi gott í íslensku kreppunni (og líklega vill þessi hópur litlu breyta).
Það er ekki nóg að auka bara landsframleiðsluna með nýjum fjárfestingum. Við verðum líka að fara að finna leiðir til að auka framlegð og gera hagkerfið hér skilvirkara. Nýr og alvöru gjaldmiðill spilar hér lykilhlutverk. Án hans er lítil von um raunverulega kaupmáttaraukningu í framtíðinni handa þorra fólks." (Leturbr. ES-bloggið)
Orð í tíma töluð!!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir