Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Tvær greinar í Fréttablaðinu: Þorsteinn og Árni Þór

FréttablaðiðVert er að benda á tvær greinar í Fréttablaðinu um helgina; eftir Þorstein Pálsson og Árna Þór Sigurðsson.

Grein Þorsteins, en hann byrjar hana svona: "Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið.

Innan ríkisstjórnarinnar er aukheldur alvarlegur ágreiningur um hvernig staðið skuli að viðræðunum. Fyrir þá sök er enginn í stöðu til að taka pólitíska forystu í málinu á breiðum grundvelli. Þörfin fyrir hana er þó augljós. Þrátt fyrir þetta vill Alþingi og nærri helmingur þjóðarinnar halda viðræðunum áfram og meirihluti nei-hliðarinnar í skoðanakönnunum hefur heldur minnkað."

Grein Árna , en þar segir hann meðal annars: "ESB-aðild er umdeild hér á landi. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa m.a. endurspeglað hversu umdeilt málið er en jafnframt leitt í ljós að afstaða þjóðarinnar breytist frá einum tíma til annars. Engu að síður hefur núverandi stefna, að ljúka aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðina, átt miklu fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti það að vera kappsmál bæði þeirra sem fyrirfram eru andsnúnir aðild að sambandinu og eins hinna sem eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn stóra hóp þjóðarinnar sem hefur ekki gert upp hug sinn er brýnt að viðræðum verði lokið og niðurstaðan um kosti og galla liggi fyrir með óyggjandi hætti og á grunni hennar verði unnt að taka málefnalega afstöðu til málsins.

Ísland mætir til þessara viðræðna vel undirbúið og byggir þar á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði fulltrúa ráðuneyta og stofnana en einnig og ekki síður ýmissa hagsmunaaðila sem leggja mikilvægan skerf til góðrar undirstöðu. Einnig skiptir hér máli að Ísland hefur verið þátttakandi í evrópsku samstarfi innan EES um langt árabil, notið þess ávinnings sem það býður upp á en um leið kostað því til sem samstarfinu fylgir. Aðalsamninganefnd Íslands og einstakir samningahópar eru vel skipaðir færu og samviskusömu starfsfólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að skila góðu verki og ná sem bestri samningsniðurstöðu út frá íslenskum hagsmunum. Viðræður Íslands við ESB byggja þannig á sterkum grunni."

(Leturbreyting: ES-blogg)

Bendum einnig á frétt Eyjunnar sem tengist Þorsteini.


Ný ESB-rödd á DV-bloggi

dv-logoFleiri og fleiri láta ESB-málið til sín taka. Einn þeirra er Eyþór Jóvinsson, ungur sjómaður að vestan sem bloggar á DV undir fyrirsögninni, Þau sendu mig í ESB og hann segir þar meðal annars:

"Það er skemmtilegt til þess að hugsa að mér sýnist öll þau samtök og stofnanir sem berjast hvað harðast á móti inngöngu Íslands inn í ESB, hafa með framferði sínu seinustu vikur og mánuði tekist að snúa afstöðu minni og sannfært mig um að okkur sé einmitt best borgið innan ESB."

Allur pistill Eyþórs er hér, en það er virkilega gaman þegar nýjir aðilar láta í sér heyra um Evrópumálin!

Við í Evrópusamtökunum erum hrifin af því!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband