Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
10.8.2011 | 12:59
Gúrkutíðinni að kenna!
"Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmála." Þannig hefst grein í FRBL í gær eftir Einar K. Guðfinnson, fyrrum ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Honum finnst umræðun um íslenskan landbúna að undanförnu, sem snýst m.a. um viðskiptafrelsi (sem virkar í báðar áttir), neytendamál, ESB og fleira, óréttlát.
Að mati ritara hefur umræðan alls ekki verið óréttlát á nokkurn hátt, heldur málefnaleg.
En þetta fer eitthvað fyrir brjóstið á Einari og ekki er verra að geta kennt gúrkum (íslenskum?) um þetta!
Lýðræði felur meðal annars í sér að menn hafi frelsi til að segja sínar skoðanir. Gagnrýni á íslenska landbúnaðarkerfið á rétt á sér, rétt eins og önnur kerfi!
Einar K. hlýtur að gera sér grein fyrir þessu. Eða á landbúnaðurinn að vera eitthvað "gulla-gull" í umræðunni - ósnertanlegur?
En þeir sem fylgjast með umræðunni vita jú á hvaða "línu" Einar K. er og hvaða hagsmuni hann ver.
Það eru hagsmunir óbreytts landbúnaðarkerfis!
7.8.2011 | 21:46
Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðilsmál í Fréttablaðinu
Umfjöllunarefni Þorsteins Pálssonar í "Kögunarhólspistli" helgarblaðs Fréttablaðsins voru gjaldmiðilsmálin, en eins og öllum er kunnugt býr lýðveldið Ísland (eitt ríkja Evrópu) við gjaldeyrishöft og við krónu sem er ENN á gjörgæslu. Þorsteinn fer yfir þessi mál og gerir tækifærismennsku Nei-sinna í gjaldmiðilsmálum að umfjöllunarefni:
"Frá því evran kom til sögunnar hefur röksemdafærsla aðildarandstæðinga hins vegar sveiflast eftir sömu lögmálum og vindhani á burst. Í byrjun veiktist evran. Þá var það röksemd gegn aðild. Síðan styrktist hún. Þá var röksemdinni snúið við og því haldið fram að það þjónaði ekki útflutningshagsmunum Íslands að tengjast sterkri mynt.
Þau rök dugðu skammt því að íslenska krónan varð allt í einu sterkari en evran. Þá var staðhæft að ekkert væri vitlausara en að yfirgefa nægtaborðið sem því fylgdi. Síðan féll sú spilaborg og við fengum gjaldeyrishöft einir Evrópubúa. Þegar þar var komið sögu varð til kenningin um að hrun krónunnar og höftin hafi í raun verið gæfa en ekki áfall. Í reynd réðu stjórnendur peningamála litlu um gang krónunnar þar til höftin komu þó að hún að formi til lyti fullveldisyfirráðum þeirra.
Eina haldreipið í þessum hringsnúningi röksemda er sú trú að fólk muni ekki hvernig haninn sneri á burstinni þegar síðast blés úr annarri átt."
Síðan gerir Þorsteinn hræðsluáróður Nei-sinna að umræðuefni: "Veikleikinn í hræðsluáróðrinum er hins vegar sá að látið er í veðri vaka að Ísland sé hólpið ef það einungis stendur utan evrópska myntbandalagsins. Það er blekking. Við erum á margan hátt í veikari stöðu vegna lítils myntkerfis.
Aðildarandstæðingar hafa ekki enn getað svarað spurningunni hvað á að koma í staðinn. Í einum mánuði vísa þeir í fríverslunarsamning við Kína og við Bandaríkin í þeim næsta, tala um norska krónu í dag og kanadískan dal á morgun, og þannig hring eftir hring."
Síðan segir Þorsteinn: "Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Gengishrunið hefur fært peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja en ekki aukið hagvöxtinn. Í ýmsum evruríkjum hefur verið meiri hagvöxtur en hér.
Evruríkin þurfa sannarlega að sætta sig við harða kosti í ríkisfjármálum á komandi tíð, sérstaklega þau sem eru skuldug eins og Ísland. Ætli Ísland að standast viðskiptalöndunum snúning með eigin sjálfstæða mynt verður ekki komist hjá enn harðari aðgerðum hér. Það kostar einfaldlega meira að verja stöðugleika í örsmáu peningakerfi en leiða myndi af þátttöku í stærri heild.
Enginn fullveldisréttur losar okkur því undan harkalegum ríkisfjármálaaðgerðum á næstu árum nema við ætlum að gefa stöðugleikamarkmiðið og samkeppnisstöðuna eftir. Það þýðir lakari lífskjör. Evruandstæðingar benda enda ekki á neinn annan kost í ríkisfjármálum en þann sem þýsk stjórnvöld hafa talað fyrir; eða er það?"
Í lokin segir Þorsteinn að fall hlutabréfa víða um heim kalli ..."enn frekar á endurmat peningastefnunnar, aukið aðhald í ríkisfjármálum og skýra hagvaxtarstefnu en ekki afturköllun aðildarumsóknarinnar."
Málið er að hér er fullt af fólki sem vill ekkert annað kerfi en gamla kerfi gengisfellinga, með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu og virðisminnkun gjaldmiðilsins, íslensku krónunnar.
Er það falleg meðferð (og eðlileg) á gjaldmiðli þjóðar?
Vert er að benda á þá staðreynd við hrun krónunnar haustið 2008 þurrkaðist út á einu bretti sá 13% kaupmáttur sem hafði myndast frá árinu 2000. Það var í raun risastór gengisfelling.
6.8.2011 | 11:56
Hverjum hjálpar krónan?
Í athugasemd hér á blogginu var nefndur til sögunnar pistill eftir Guðmund Gunnarsson, Eyjubloggara, um krónuna; Hverjum er krónan að hjálpa? og var birtur fyrir réttu ári. Í honum segir Guðmundur:
"Með lágri skráningu krónunnar er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og viðhalda henni. Jafnframt því er komið í veg fyrir hagvöxt og Íslandi haldið niðri við botninn. Íslenska krónan er rúinn trausti erlendis. Erlendir fjárfestar forðast landið og okkur standa ekki til boða erlend lán. Sama viðhorf ríkir hér heima útgerðarfyrirtæki hafa verið að skipta yfir í Evru, allmörg tæknifyrirtæki hafa þegar skipt yfir í Evru og greiða út laun í evrum."
Síðan segir Guðmundur: "Króna heldur vöxtum um 5% hærri en þeir þyrftu að vera. Vöruverð er hátt, lyfjaverð er of hátt og öllum er gert erfitt fyrir. Ef þú kaupir þak yfir fjölskylduna ertu að greiða vegna krónunnar tvöfalt verðið til baka, ef þú kaupir t.d. 30 millj.kr. íbúð ertu að greiða um 100 þús. kr. aukalega á mánuði. Semsagt kjarasamningar eru jafnharðan ógiltir í gegnum gengistýringu krónunnar og kaupmáttur feldur.
Hverjum er krónan að hjálpa? Ég get bara ekki komið auga á neinn. Utan nokkurra útgerðamanna, sem eru þessa daga að fá ofsafengin gróða vegna þessarar stöðu. Leikurinn með krónuna er helst fólgin í því að fela staðreyndir og taka ekki á hinum raunverulega vanda sem þessi þjóð glímir við."
Í fréttum hefur komið fram að væntanlega þurfi að skera meira niður við gerð fjárlaga nú í haust.
Hvar er björgunarmáttur krónunnar í því samhengi?
Og verða t.d. framlög (eða landbúnaðarskatturinn) til bænda óbreytt, tæpir 11 milljarðar á næsta ári? Verður skorið meira niður í menntun og heilsugæslu?
Ráðmenn tala um gríðarlegan vaxtakostnað hjá hinu opinbera og með hárri verðbólgu viðhelst hátt vaxtastig. Vextir og verðbólga í Evrópu eru meira en helmingi lægri en hér á landi.
6.8.2011 | 11:42
USA: Lánshæfismat lækkað
Stórar fréttir berast vestan úr heimi, en matsfyrirtækið Standard & Poors lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna úr efsta flokki, AAA í AA+. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist.
Frá þessu er meðal annars sagt í Financial Times og öllum helstu miðlum.
Líklegt er að mikill óróleiki verði á mörkuðum þegar þeir opna á mánudag. Betri atvinnuleysistölur frá USA (en menn þorðu að vona) náðu t.d. ekki að minnka óróann fyrir helgi.
Krafist hefur verið afsagnar Timothy Geitner, fjármálaráðherra USA.
Það eru því vandamál beggja vegna Atlantsála. Lausn á þeim krefst pólitísks hugrekkis og staðfestu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2011 | 14:21
Meira ryk, meira ryk!
Hin spurula Vigdís Hauksdóttir skrifar grein í Morgunblaðið í dag um ESB-málið, en hún vill draga það til baka og EKKI veita þjóðinni þann rétt að fá að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir eftir u.þ.b 12-18 mánuði. Svo mikil er lýðræðisást hennar!
Vigdís veltir fyrir sér kostnaði vegna málsins og fullyrðir að "stjórnsýslan liggi hér á hliðinni" vegna málsins og þessvegna gangi allt svo hægt hérna! Þetta sé s.s. allt ESB-málinu að kenna!
Sem á ekki við rök að styðjast, því sum ráðuneyti vilja ekki vinna í málinu, hvernig geta þau þá verið á hliðinni vegna þess?
En það alvarlega í málflutningi Vigdísar (sem sjálf hefur kostað íslenska skattgreiðendur milljónir vegna allskyns fyrirspurna á Alþingi!) er að hún slær fram tölum sem eru hreinlega staðlausir stafir!
Í grein Vigdísar segir: "Fljótt á litið má áætla að beinn kostnaður við umsóknarferlið verði á bilinu 1,5-2 milljarðar. Þær upplýsingar er ekki hægt að fá frá stjórnarráðinu og heykist hver ráðherrann á fætur öðrum að veita þinginu og almenningi upplýsingar um þennan kostnað. Samandregið er um að ræða gríðarlegan dulinn kostnað fyrir ríkissjóð.
Í minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu á fylgiskjali IV í þingsályktunartillögunni kemur fram að kostnaður aðildarviðræðnanna sé háður óvissu sér í lagi í ljósi þess hversu hratt viðræðurnar ganga. Kostnaðarmatið er byggt á 18 mánaða ferli sem átti að ljúka um mitt ár 2011. Nú er sá tími liðinn og langt í land með að samningar takist. Rökrétt er því að tvöfalda beinan kostnað af ferlinu. Ef umsóknin verður ekki dregin til baka er ljóst að kostnaðurinn við umsóknina mun hlaupa á tugum milljarða."
Kostnaðaráætlun Utanríkisráðuneytisins hljómar upp á 800 milljónir! Og við spyrjum: Hvernig ætlar Vigdís að fá upplýsingar um tölur, sem eru ekki til, eru ekki raunveruleiki? Jú, hennar aðferð er að búa þær til með því að "áætla" þær sjálf!
Og svo talar Vigdís um "tugi milljarða"! Gerir hún sér grein fyrir því að í því felast tölur á bilinu 10-90 milljarðar? Hvernig í ósköpunum er hægt að tala svona?
Nei-sinnar og "drögum-til-baka"-sinnar eru sífellt að slá ryki í augu almennings, með óábyrgum málflutningi og hræðsluáróðri eins og þessum!
Hér má svo lesa frétt, þar sem sagt er frá milljónakostnaði vegna einnar fyrirspurnar Vigdísar Hauksdóttur! Og þetta eru staðreyndir, ekki einhverjar getgátur um kostnað!
4.8.2011 | 20:10
Þórólfur um lambakjöt og málefni bænda
Dr. Þórolfur Matthíasson var gestur í Morgunútvarpi og ræddi þar lambakjötsmál og málefni bænda. Þetta vegna þeirrar staðreyndar að bændur flytja út lambakjöt, en á móti er alls ekki flutt inn lambakjöt (eða annað kjöt) en samkvæmt kynningu á Rás tvö er skortur á lambakjöti. Viðtalið er hér.
Bendum einnig á hvassa grein Þórólfs um málið í Fréttablaðinu. Málið er einnig tekið fyrir í leiðara FRBL.
3.8.2011 | 17:26
FÖRUM VEL MEÐ TJÁNINGARFRELSIÐ!!
Ritstjórn Evrópusamtakanna vill biðja þá sem leggja inn athugasemdir að nota skynsemina og ræða málin út frá henni.
Undanfarna daga hefur borið á aukinni heift í athugasemdum, sem sumar hverjar tengjast umræðunni um ýmiskonar hugmyndafræðistefnur, en sú umræða blossaði upp eftir hin miklu ódæðisverk í Noregi, fyrir tæpum hálfum mánuði.
FÖRUM VEL MEÐ TJÁNINGARFRELSIÐ!!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
2.8.2011 | 19:13
"Margrétardagurinn" mikli!
Konur eru mjög áberandi í aðsendum greinum í FRBL og MBL í dag.
Á Eyjunni er sagt frá hörku grein eftir Margréti Jónsdóttur, fyrrum kennara og nú eftirlaunaþega um landbúnaðarmál.
Önnur Margrét, Björnsdóttir, skrifar áhugaverða grein um alþjóðamál í FRBL og segir þar meðal annars: "Evrópska stál- og kolabandalagið, undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu.
Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir."
Þá má benda áhugasömum á einkar fróðlega grein um skógræktarmál og tækifæri í landbúnaði, eftir þriðju Margrétina (!), Guðmundsdóttur. Tekið skal þó fram að í þessari grein er ekki vikið beinum orðum að ESB-málinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
1.8.2011 | 12:26
Gæslan vinnur fyrir ESB - bjargaði flóttamönnum
Í hópnum voru 30 karlmenn, 16 konur, þar af tvær ófrískar, og 12 börn, þau yngstu ársgömul. Flóttamennirnir voru frá Sýrlandi og Afganistan.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ástand fólksins hafi verið gott miðað við aðstæður."
Ægir og flugvélin Sif eru í leigu hjá ESB og stunda eftirlitsstörf fyrir Frontex, landamærastofnun ESB.
Þetta er gott dæmi um framlag okkar (nú þegar) á sviði Evrópusamstarfs!
Svo eru þeir til sem básuna stöðugt áhrifaleysi og smæð okkar innan ESB, ef af aðild verður.
Myndin er af Tý, með merkingum ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir