Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
5.9.2011 | 18:07
Róm,ESB, einsræðisherrar og "mútufé"
Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins fer mikinn í helgarblaðinu, sem kom út síðastliðinn laugardag, líkir ESB við Rómaveldi, sem stóð í um 1000 ár og liðaðist svo í sundur. Ekki verður farið nánar hér út í skýringarnar á falli Rómaveldis, sem eru fjölmargar.
Grundvallarmunurinn á ESB og Rómaveldi er hinsvegar sá ESB er samband 27 fullvalda lýðræðisríkja, en enginn hafði neitt um það að segja hvort viðkomandi vildi vera í Rómaveldi, sem byggði á meðvitaðri útþenslu.
Sögulegar samlíkingar sem þessar eru vandmeðfarnar og geta beinlínis skekkt stórkostlega hið sögulega samhengi.
Og það er ausið úr skálum í Reykjavíkurbréfinu:
"Og enn eru sameiningartilburðir uppi og enn eru þeir byggðir á sáttmálum frá Róm. Og rökin sem notuð eru um nauðsyn þess snúast enn um vald og stöðu Evrópu. Lönd álfunnar verði að sameinast undir einni stjórn í tilteknum (og sífellt fleiri) málum, eigi álfan að geta att valdakappi við Norður-Ameríku annars vegar og Austrið hins vegar. Þetta voru þó ekki rökin í öndverðu. Út á við snerust þau um tolla. En rökin sem dugðu vissu fyrst og fremst inn á við. Evrópusamband var sagt forsenda þess að ríki álfunnar gætu verið til friðs hvert gagnvart öðru. Saga styrjalda var rakin og örðugt er að neita því að slóð hennar er ekki bara blóði drifin. Stundum hafa beinlínis flóðbylgjur blóðs fallið yfir velli álfunnar. Síðasta kastið voru þeir Napóleon, Vilhjálmur II og Hitler helstu forsprakkar slíkra illinda. Og vafalítið er að hefði þeim tekist ætlunarverk sín, hverjum og einum, hefði vísast verið friðsamlegt mjög á þeirra yfirráðasvæðum þótt að öðru leyti væri ekki fundin uppskrift að sönnu sæluríki. En þann frið vildu þjóðirnar ekki kaupa, þökk sé þeim."
Svo virðist sem bréfritari geti ekki slitið sig frá Adolfi H:
"Bréfritari er eins og sagði í upphafi bréfs mjög veikur fyrir Evrópu, þjóðum hennar og náttúru, menningarsögu, byggingum hennar í borgum og búsældarlegum sveitum. Og hann hefur ekki neinar áhyggjur af bullinu um að »falli evran, fellur Evrópa.« Evran er frá upphafi stórgölluð hugmynd og því vond. En hún er ekki verri en allt sem vont er. Og miklu síst er hún verri en Hitler. Og þrátt fyrir allt þá hefur Evrópa komist yfir tilraunina ógurlegu með hann, þótt það kostaði fórnir. Evran er misheppnuð hagfræðileg tilraun og mun ekki skilja önnur ör eftir sig til lengdar en sært stolt sanntrúaðra. En á hinn bóginn er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af hinni álappalegu umræðu um Evrópusambandsaðild á Íslandi, einkum nú þegar mútugreiðslurnar verða látnar flæða yfir litla landið, í trausti þess að það sé veikt fyrir eftir hrunið."
Hér er versti leiðtogi Evrópu afgreiddur á einfaldan hátt sem "tilraun." Það hlýtur að teljast vafasöm sagnfræði, því áætlanir Hitlers og félaga voru einmitt það, vandlega úthugsaðar áætlanir.
Evran er hinsvegar tæki til að stuðla að einu helsta markmiði ESB, sem er að halda frið í Evrópu. Það hefur tekist. Engin stórstyrjöld hefur brotist út í Evrópu eftir stofnun ESB. Evran auðveldar einnig viðskipti og minnkar viðskiptakostnað.
Svo má bréfritari til með að skella vondum merkimiðum á hlutina, þegar hann talar um "mútugreiðslur" frá ESB, sem eru fjármunir sem ætlaðir eru til kynningar á sambandinu, til þess að fólk hér á Íslandi geti áttað sig betur á hvað þetta fyrirbæri er.
Í þessu samhengi er svo vert að benda á aðsamtök Nei-sinna, Heimssýn og Evrópuvaktin, annað fyrirbæri sem berst hatrammlega gegn ESB-aðild (og er stjórnað að Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni), hafa þegið "mútufé" frá þessu sama ESB og höfundur Reykjavíkurbréfs gerir iðulega lítið úr!
Það hlýtur að teljast athyglisverð staðreynd!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.9.2011 | 19:57
Skynsamar konur í Framsókn!
"Landsþing Landssambands framsóknarkvenna samþykkti ályktun um helgina þar sem lýst er heils hugar stuðningi við ályktun Framsóknarflokksins um að Íslendingar skuli áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins.
Í ályktunni er lýst stuðningi við ályktun Framsóknarflokksins þar sem segir að Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. ... Þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu."
Kristbjörg Þórisdóttir var kjörinn formaður Landsambands framsóknarkvenna um helgina.
Uppfært: Eyjan er með áhugaverða frétt um þetta landsþing, þar sem fram kemur að mikil átök hafi verið á þinginu um forystu þess.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2011 | 13:39
Össur um "eistneska kúrinn" í FRBL
Við endurbirtum þessa færslu, með þeirri von að notendur þessa bloggs geti hagað sér eins og menn í athugasemdakerfinu!
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag um aðild Eistlands að ESB, en landið fékk aðild árið 2004. Össur skrifar:
"Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins.
Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF.
Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu."
Össur lýkur svo grein sinni með þessum orðum: "Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn."
3.9.2011 | 09:00
Enn kvarnast úr Framsókn - formaður SUF segir sig úr flokknum vegna þjóðernishyggju
Enn kvarnast úr Framsóknarflokki og nú hefur (hvorki meira né minna en) formaður ungra framsóknarmanna sagt sig úr flokknum.
Í frétt á www.visi.is segir: " Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Sigurjón Norberg Kjærnested, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann fylgir því á eftir Guðmundi Steingrímssyni sem sagði sig úr flokknum í síðustu viku og situr sem óháður þingmaður. Þá sagði Einar Skúlason, varaþingmaður, sig einnig úr flokknum."
Sigurjón sendi fjölmiðlum fréttatilkyningu í gær þar sem hann útskýrir afsögn sína og í hennis segir meðal annars:
" Síðasta hálmstráið sem olli því að ég yfirgef núna Framsóknarflokkinn er að mér þykir hann vera að sækja á mið óheilbrigðar þjóðernishyggju. Ég geri engar athugasemdir við að fólki þyki vænt um land og þjóð mér þykir það líka. Það er notkun slíkrar þjóðernishyggju í pólitískum tilgangi sem ég geri athugasemdir við og neita að skrifa undir.
3.9.2011 | 08:55
ESB og umhverfismálin í Iðnó 10.september
Umræðufundur um Evrópusambandið og umhverfismál verður haldinn laugardaginn 10. september klukkan 11 - 13 í Iðnó í Reykjavik.
Frummælendur fundarins eru; Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndasamtaka Íslands , sem flytur erindi með nafninu ,,Hvaða erindi á Ísland í ESB?".
Einnig taka til máls Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sem ræðir umhverfisstefnu Evrópusambandsins og Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður, en hans erindi ber yfirkskrftina ,,Enga merkimiða takk".
Fundastjóri er Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandasamstarfs Vinstri - Grænna flokka.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2011 | 16:30
ESB-aðild hindrar ekki innflutning á Cheerios!
Allskyns hindurvitni eru áberandi í ESB-umræðunni, t.d. að ESB vilji sölsa undir sig og ná yfirráðum yfir náttúruauðlindum landsins. Annað snýr t.d. að matvælum, til dæmis hvort bannað væri að flytja inn Coco Puffs (Kókópöffs) ef Ísland gengi í ESB. Sem er náttúrulega ekki rétt. Íslendingar fá sitt Kókópöffs áfram, kjósi Ísland að ganga í ESB.
Á Evrópuvefnum er að finna spurning um Cheerios (Sjéríos), aðra vinsæla vöru frá henni Ameríku. Spurningin hljómar svona: "Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum ?"
Í svarinu segir meðal annars:
"Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheerios sé bönnuð innan sambandsins. Af því hafa síðan sprottið getgátur um að Cheerios yrði ekki lengur til sölu hér á landi ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Hið rétta er að íslenskir innflutningsaðilar gætu áfram flutt inn og selt hefðbundið Cheerios í gulum pökkum frá Bandaríkjunum þó svo að Ísland gengi í ESB, en búast mætti við að söluverð hækkaði vegna aukinna tolla.
Evrópusambandið er tollabandalag, sem lýsir sér í niðurfellingu tolla milli ESB ríkja og sameiginlegum ytri tollum gagnvart ríkjum utan sambandsins. Þannig hafa einnig verið leiddar líkur að því að Cheerios sé ekki selt innan ESB vegna þess að framleiðslan sé bandarísk og svo háir tollar lagðir á hana að hún sé ekki samkeppnishæf á evrópskum mörkuðum. Staðreyndin er hins vegar sú að framleiðandi Cheerios í Bandaríkjunum, General Mills, á í samstarfi við evrópska matvælaframleiðandann Nestlé, sem framleiðir nú tvær tegundir af Cheerios og dreifir á evrópskum markaði."
Aðdáendur Cheerios (og Kókópöffs) hafa því ekkert að óttast í sambandi við ESB-aðild!
"Aðspurð um hvort hún teldi ekki hluti að fullveldi Litháenhefði verið fórnað með aðild svaraði hún að henni þætti þvert á móti aðild hefði styrkt fullveldi Litháa. ,,Af því smáþjóðir lifa aðeins af ef þær eru stoltar af uppruna sínum og rækta sögu sína, tungu, menningu og uppruna; allt sem máli skiptir En bætti við að þetta snérist ekki um þjóðerndiskennd heldur stolt. ,,Einmitt í ESB er hver þjóðin annarri frábrugðin. Þetta er bandalag afar ólíkra þjóða, sem fúsar og frjálsar taka þátt í því og ákveða sjálfar hver þróunin verður. Hver þjóð, jafnvel sú smæsta, eins og Litháen eða Íslendingar, ef þeir vilja, hefur neitunarvald. Og aðeins með þátttöku getið þið haft áhrif og breytt einhverju.
Ef þið eruð fyrir utan getið þið aðeins borið upp umkvartanir, rætt málin og fylgist með en þið standið úti. En ef þið viljið láta í ykkur heyra á alþjóðavettvangi, hafa áhrif á alþjóðavettvangi er betra að vera einhversstaðar innandyra heldur en að standa fyrir utan."
1.9.2011 | 19:42
Styrkjum til fræðslu um ESB úthlutað
Úthlutunarnefnd skipaðri af forsætisnefnd Alþingis bárust átján umsóknir og uppfylltu átta þau skilyrði sem kveðið var á um í úthlutunarreglunum. Í tilkynningu frá Alþingi segir að við úthlutun hafi sérstaklega verið gætt að því að fjárveitingar til andstæðra sjónarmiða til Evrópusambandsaðildar væru sem jafnastar."
En þetta mál, sem unnið er á LÝÐRÆÐISLEGAN hátt, vilja formenn tvegga flokka draga til baka!
Einnig má lesa um þetta hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir