Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Vel heppnaður borgarafundur með Timo Summa í Iðnó

Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, var aðalgestur borgarafundar sem Evrópustofa stóð fyrir í Iðnó í dag, þar sem boðið var upp á kaffi og íslenskar kleinur.  Fjöldi fyrirspurna komu fram um hinar ýmsu hliðar á ESB-málinu, á umsókn Íslands og aðildarviðræðunum.

Það kom fram í máli Timo að hann telur að vinnan við aðildarviðræðurnar gangi vel og um sé að ræða mikil gæði á þeirri vinnu sem unnin hefur verið.

Þá lagði Timo mikla áherslu að málið væri í höndum Íslendinga, þeir réðu hraðanum á því og svo framvegis.

Fundurinn var mjög málefnalegur og Evrópustofu til fyrirmyndar.

Á fimmtudag verður annar borgarafundur, en þá verða utanríkis og öryggismál rædd. Á þeim fundi verður Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB


Er ekki tími til kominn að fatta?

Margrét TryggvadóttirPistill Margrétar Tryggvadóttur um Alþingi og vinnubrögðin þar hefur farið eins og eldur í sinu um netið og ræddi hún innihald hans og fleira í Silfri Egils þann 6.maí síðastliðinn. 

Í pistlinum kemur Margrét inn á ESB-málið með "skemmtilegum hætti, þ.e. hvernig sumir viti bornir menn leyfa sér að bulla rakalausan þvætting og ósannindi um það mál. Margrét segir:

"Í gærkvöldi sótti ég góðan fund um kosningakerfið og stjórnarskrána á vegum stjórnarskrárfélagsins og að honum loknum fór ég heim og kveikti á alþingisrásinni til að fylgjast með umræðum. Þær voru í það heila yfirmáta heimskulegar. Því var t.d. haldið fram að „flýtirinn“ við að stofna umhverfis- og auðlindaráðuneyti væri vegna þess að ræðumaður hefði heyrt því fleygt að ESB ætlaði sér að verða olíuríki og til þess þyrfti það að komast yfir auðlindir Íslands. Þarna yfirsást ræðumanni algjörlega að á bls. 17 í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um stofnun ráðuneytisins þannig að umræddur „flýtir“ ætti frekar að kallast droll. Þá er stjórnarsáttmálinn skrifaður áður en sótt var um aðild að ESB þótt vissulega stæði það til og áður en nokkur olía fannst á Íslandsmiðum. Þá er þeirri spurningu auðvitað algjörlega ósvarað hvort það borgi sig að reyna að pumpa þessu upp af hafsbotni en sennilega pössuðu þessar staðreyndir ekki inn í samsæriskenninguna. Það sem mér fannst sorglegast var að sjá var hvernig þingmenn, sem ég VEIT að eru alls ekki svo vitlausir að þeir trúi þessu bulli fóru í andsvör, ekki til þess að mótmæla ruglinu heldur viðhalda klikkaðri umræðu og halda þinginu í gíslingu. Þannig taka þeir í raun undir vitleysuna af því að þeir eru „í liði“ með samsæriskenningasmiðnum, þótt það sé ekki ætlun þeirra." 

Það er í raun rannsóknarefni hvernig andstæðingar ESB-halda áfram að hamra á þessu bulli um að ESB ætli sér að taka yfir hér allar auðlindir, já og kannski bara norðurljósin líka! Ofsóknaræðið er nánast ótakmarkað!

Því þegar á þá gengið, þá geta þeir ekki bent á eitt einasta dæmi sér til stuðnings!

Engir nema Íslendingar geta afsalað sér náttúruauðlindum landsins. Það stendur hinsvegar ekki til í sambandi við ESB-málið.

Hvenær ætla Nei-sinnar að fatta þetta?

(Mynd: Skjáskot af RÚV og leturbreyting er ES-bloggins)


Evrópustofa opnaði á Akureyri

EvrópustofaEvrópustofa, sem sér um miðlun upplýsinga um ESB, opnaði í dag útibú á Akureyri við hátíðlega athöfn. Opnunin er liður í Evrópuviku, sem nú stendur yfir. Þar er dagskráin fjölbreytt og á morgun, þriðjudag, er m.a. opinn borgarafundur með sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa. Fundurinn er í Iðnó.


Spegillinn um einhliða upptöku gjaldmiðils

RÚVÍ Speglinum var fjallað um einhliða upptöku gjaldmiðils þann 3.5 og má hlusta á pistil Sigrúnar Davíðsdóttur hér.

Magnús Árni um Ísland, Breta og ESB í FRBL

Magnús Árni Magnússon skrifaði grein í FRBL þann 4.5 og fjallar þar um Breta og Evrópusambandið. Grein Magnúsar hefst svona:

"Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað.

Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs."


Minkasteik til Kína?

MinkurMatarvenjur milli landa eru mismunandi. Fram hefur komið í fjölmiðlum að kínverskir aðilar sýni áhuga á að kaupa minkakjöt héðan frá Íslandi, til matargerðar. Í RÚV var rætt við bónda nokkurn í Skagafirði og honum leist vel á hugmyndina. Hingað til hafa minkarnir verið urðaðir eftir fláningu.

En eins og kunnugt er hafa bændur barist hatrammlega gegn því að hingað til lands sé flutt hrátt kjöt frá Evrópu og telja það hina verstu hugmynd.

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa máls.


UNGIR EVRÓPUSINNAR MEÐ FRÁBÆR MYNDBÖND

UNGIRUngir Evrópusinnar hafa gert frábær stuttmyndbönd ("sketsa") um ESB og ýmislegt sem tengist því, m.a. hræðsluáróður andstæðinganna.

Við segjum ekki meira EN SJÓN ER SÖGU RÍKARI!

UNGIR-ESB2


Bændablaðið á jákvæðu nótunum: Sagt frá Norðurslóðaverkefni ESB!

bændablaðiðÞað er ekki á hverjum degi sem jákvæðar fréttir um ESB birtast í Bændablaðinu, en svo bregðast krosstré sem önnur tré!

Í nýjasta eintaki Bændablaðsins (sem kom með Mogganum fimmtudaginn 3.maí, eða var það öfugt?) er sagt frá þátttöku Sjúkrahússins á Akureyri í viðamiklu Norðurslóðaverkefni á vegum ESB. Í frétt BBL segir:

"Sjúkrahúsið á Akureyri er þátttakandi í stóru samstarfsverkefni á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins, sem heitir "Recruitment and Retention of Health Care Providers and Public Service Sector Workers in Remote Rural Areas". Slík verkefni bjóða upp á möguleika á því að finna nýjar leiðir til að fást við sameiginleg viðfangsefni og uppgötva ný tækifæri.

Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og bráða-, fræðslu- og gæðasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir að megininntak verkefnisins felist fyrst og fremst í því að finna lausnir á viðvarandi vandamálum sem tengist því að ráða og halda í heilbrigðisstarfsfólk á strjálbýlum svæðum í Norður-Evrópu. Samstarfsaðilar koma frá Noregi, Svíþjóð, Kanada, Írlandi, Grænlandi og Skotlandi, en Skotar leiða verkefnið. Auk Sjúkrahússins á Akureyri taka þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga."

Ennfremur segir í fréttinni: ,,Við munum m.a. leita svara við því af hverju heilbrigðisstarfsfólk er hikandi við þá tilhugsun að vinna í strjálbýli og hvað þarf til þess að það haldi áfram að vinna í strjálbýli. Einnig verður horft á hvaða þættir það eru sem veita heilbrigðisstarfsfólki ánægju af því að vinna í strjálbýli og þá með tilliti til fjölskyldu, skóla, afþreyingarmöguleika og fleira,"segir Hildigunnur."

Er um stefnubreytingu að ræða hjá Bændablaðinu eða er þetta undantekningin frá reglunni?


Athyglisvert samevrópskt eldfjallaverkefni - umsókn inni hjá ESB um styrk

FréttablaðiðÍ athyglisverðri frétt í Fréttablaðinu segir þann 4.maí: "Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mun í samvinnu við Veðurstofu Íslands leiða samevrópskt verkefni 26 rannsóknastofnana og fyrirtækja sem góðar líkur eru á að verði fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Verkefnið nefnist Evrópsk ofurstöð í eldfjallafræði á Íslandi (FutureVolc).

Um er að ræða mjög stórt Evrópuverkefni með íslenskri verkefnastjórn ef af verður og nemur styrkupphæðin um sex milljónum evra eða tæpum milljarði íslenskra króna. Þriðjungur styrkupphæðarinnar nýtist íslenskum stofnunum og fyrirtækjum beint. Rannsóknirnar, hvar sem þær verða unnar, tengjast allar Íslandi, íslenskum eldstöðvum og tækjabúnaði sem hér er þegar.

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ, segir styrkinn ekki í hendi en umsókninni hafi verið afar vel tekið enda fékk hún hæstu mögulegu einkunn í matsferlinu. Verkefnið nær til tíu Evrópulanda og er hugsað til þriggja og hálfs árs.

Meginmarkmið verkefnisins er að hanna samhæft vöktunarkerfi fyrir eldfjöll og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Þetta verður gert með því að samþætta niðurstöður frá mismunandi mæliaðferðum og tækjum; jarðskjálftamælum, mælingum á jarðskorpuhreyfingum og gasstreymi. "Þegar eldgos verða á að samþætta gögn til að meta betur magn gosefna sem kemur frá eldstöðinni og hvað gosmökkurinn er efnismikill," segir Freysteinn."


Evrópuvika dagana 7.-13.maí

EvrópustofaÍ tilkynningu á vef Evrópustofu stendur: "Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí stendur Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – fyrir Evrópuviku dagana 7.–13. maí.

,,Markmið okkar er að gera Evrópu hátt undir höfði þessa viku og vekja athygli fólks á því hvað Evrópusamstarfið er og fyrir hvað það stendur,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, en árlega halda íbúar Evrópuríkjanna 27 sem mynda Evrópusambandið upp á Evrópudaginn.

Evrópustofa opnar á Akureyri
,,Fyrst skal telja opnun Evrópustofu í Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri, mánudaginn 7. maí, og plakatasýningu á Glerártorgi sem útskýrir uppbyggingu og helstu stefnumál Evrópusambandsins,“ segir Birna.

,,Þá verður opinn borgarafundur í Iðnó með sendiherra ESB, Timo Summa, á þriðjudeginum auk annarra funda og kynninga í vikunni.”


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband