Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
17.5.2012 | 19:59
Gjaldeyrisvandræði rædd á RÚV - Friðrik Már í Speglinum
Gjaldeyrisvandræði Íslendinga voru rædd í Speglinum þann 16.5 og þar var rætt við Friðrik Má Baldursson, hagfræðiprófessor. Hlustið hér, en klippið byrjar í raun á 7.30 c.a.
Í viðtalinu kemur t.d. fram að allur gjaldeyrisforði Íslands er tekinn að láni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.5.2012 | 17:04
Árni Páll: Aðild að ESB eina raunhæfa leiðin til að afnema höftin
Í annarri frétt á RÚV segir þetta: "Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra kallar eftir þverpólitískri sátt um afnám gjaldeyrishafta og segir að til greina komi að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Innganga í sambandið sé eina raunhæfa leiðin til að afnema höftin."
16.5.2012 | 16:46
Verbólga/krónan ýta vöxtum upp!
Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í dag um 0.50%. Í frétt á RÚV segir:
"Verðbólga hefur hins vegar verið meiri en spáð var í febrúar og verðbólguhorfur hafa versnað, að nokkru leyti vegna þess að gengi krónunnar hefur verið veikara. Að öðru óbreyttu eru horfur á að verðbólga verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en spáð var í febrúar, einkum haldist gengi krónunnar áfram lágt."
Í frétt á MBL.is segir: "Þetta sýnir hvaða ógöngum við erum með gjaldmiðilinn. Veiking krónunnar hefur verið að kynda undir verðbólgunni og Seðlabankinn bregst við með þeim hætti sem búist var við, segir Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ um ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig.
Ólafur Darri segir ákvörðun Seðlabankans að hækka vexti ekki óvænta. Þetta tengist því verðbólga hafi reynst meiri en búist var við og krónan veikari en menn voru að gera sér vonir um.
Í nýrri hagspá ASÍ, sem kynnt var í gær, er spáð að verðbólga á þessu ári verði 5,1% og 3,9% á næsta ári. Ólafur Darri segir margt benda til að það versta sé að baki, en lækkun verðbólgunnar gerist hægar en menn hafi vonast eftir."
Verbólgudraugurinn lifir góðu lífi á Íslandi, hann og haftakrónan eru að kosta íslensk heimili og atvinnulíf svakalegar summur!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2012 | 11:21
Valborg Ösp um húsnæðismál og fleira í FRBL
Valborg Ösp Á. Warén, stjórnmálafræðingur skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið, sem lýsir aðstæðum ungs fólks hér á landi (í samanburði við Evrópu) og þar eru húsnæðismál helsta umfjöllunarefnið: Valborg skrifar:
"Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum.
Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég!
En ein af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.5.2012 | 21:01
Glæsilegir tónleikar í lok Evrópuviku - lúaleg vinnubrögð Nei-sinna
Vel heppnaðri Evrópuviku lauk með glæsilegum tónleikum í Hörpunni sunnudagskvöldið 13.maí og á vef Evrópustofu er sagt frá þessu:
"Húsfyllir var á tónleikum European Jazz Orcherstra og Stórsveitar Reykjavíkur í Eldborg í gærkvöldi í boði Evrópustofu og góður rómur gerður að flutningi beggja hljómsveitanna. Fyrr um daginn stóð Evrópustofa fyrir Evrópuhátíð í Hörpu þar sem boðið var upp á kynningar tengdar ESB og Evrópusamstarfi, skemmtiatriði og Evrópuköku.
Tónleikarnir í Eldborg og hátíðin í Hörpu mörkuðu hápunkt Evrópuviku sem Evrópustofa hefur staðið fyrir í tilefni af Evrópudeginum 9. maí sl. með það að markmiði að vekja athygli fólks á Evrópusamstarfi og merkingu þess fyrir ríki álfunnar.
Þetta hefur svo sannarlega verið áhugaverð og spennandi vika með opnun skrifstofu á Akureyri, kynningum á ESB á Glerártorgi, í Kringlunni og í Hörpu, fundum og síðast en ekki síst þessum stórkostlegu tónleikum í Eldborg, segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu - upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi."
Þegar ritari kom í bílageymslu blasti svo við á bílrúðunni óhróður um Evrópustofu frá samtökum sem berjast gegn aðild Íslands að ESB og berjast fyrir því að Íslendingar fái að greiða atkvæði um aðild að ESB og aðildarsamning. Lúaleg og skammarleg vinnubrögð!
14.5.2012 | 19:29
4 af 5 Grikkjum vilja halda Evrunni
Bent hefur verið á að varasamt geti verið fyrir Grikki að kasta evrunni og taka drökmuna upp á ný. Þótt Grikkir muni hafa meiri stjórn yfir efnahagsmálum sínum með drökmuna að vopni er óttast að grískt efnahagslíf geti hrunið við gjaldmiðlaskiptin."
Börsen segir einnig frá málinu og tekur saman mögulegar afleiðingar þess að Grikkir tækju aftur upp Drökmuna.
Börsen bendir m.a. á að allar skuldir Grikkja myndu hækka stórkostlega og að þjóðarframleiðsla myndi sennilega lækka um 40-50%. Þá er talið víst að aðgengi Grikklands að lánamörkuðum myndi skerðast verulega, jafnvel alveg.
11.5.2012 | 16:17
Stórtónleikar í Hörpu í tengslum við Evrópuviku
Minnum á stórtónleika og dagskrá í Hörpunni um helgina, vegna Evrópuvikunnar, sem nú stendur yfir. Á stórtónleikum á sunnudagskvöld koma fram European Jazz Orchestra og Stórsveit Reykjavíkur, í Eldborg. Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00
Einnig er fjölbreytt dagskrá, uppistand og fleira í Hörpunni frá kl. 13-17 á sunnudag.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2012 | 11:44
ESB og stjórnendur: Könnun Viðskiptablaðsins
Í könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið segir:
"Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótfallin aðild að Evrópusambandinu (ESB), samkvæmt niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar MMR sem unnin er í samstarfi við Viðskiptablaðið.
Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 63,9% stjórnenda í atvinnulífinu eru mótfallnir aðild að ESB en 36,1% hlynntir af þeim sem tóku afstöðu til málsins.
Stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni eru líklegri til að vera mótfallnir aðild að ESB en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 65,1% karla andvígir aðildinni en 57,4% kvenna. Fram kemur í könnuninni að tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja eru andsnúnir aðild að ESB og er andstaðan þar mest."
Vilja þeir s.s. áfram búa við háa vexti (tvöfalt hærri en í Evrópu), mjög háa verbólgu (eigum Evrópumetið!), óstöðugan og síflöktandi gjaldmiðil (sem hvergi er gjaldgengur í alþjóðlegum viðskiptum, plús að vera í höftum), sem og almennar sveiflur í efnahagslífinu?
Ps. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins gera upp ársreikninga sína í öðrum gjaldmiðli en ISK, flest í Evrum og Dollurum.
Frétt VB: http://www.vb.is/frettir/72074/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.5.2012 | 16:38
Spá umtalsverðri veikingu krónunnar
Eyjan skrifar:"Gengi íslensku krónunnar mun lækka um 5 prósent á ári út árið 2014, samkvæmt nýrri hagspá greiningardeildar Arionbanka. Veikingin stafar fyrst og fremst af því að afborganir af erlendum lánum éta upp viðskiptajöfnuð.
Davíð Stefánsson, sérfræðingur í greiningardeild Arionbanka, hélt erindi um gengisþróun krónunnar á morgunfundi bankans þar sem meginniðurstöður hagspánnar voru kynntar.
Í erindinu kom fram að viðskiptaafgangur hefur verið langtum minni en áður var gert ráð fyrir. Til að mynda munaði 500 milljörðum króna á spá Seðlabankans árið 2011 og í uppfærðri spá frá því fyrr í ár.
Það sem skiptir mestu máli varðandi þróun gengisins er að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru mun hærri en erlendar eignir. Þar af leiðandi erum við að borga mun hærri vexti af þessum skuldum heldur en við erum að fá til baka og munar þar mestu um kostnað við gjaldeyrisvaraforðann sem í ár er 30 milljarðar. Sagði Davíð að þessi kostnaður væri að éta upp viðskiptaafganginn."
Krónan er til vandræða.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.5.2012 | 08:52
Evrópudagurinn er í dag!
Evrópusamtökin óska vinum Evrópu, sem og öðrum, til hamingju með Evrópudaginn (Schumann-daginn), sem er í dag, 9. maí.
Hann er haldinn til þess að minnast Schuman-yfirlýsingarinnar, en hér er fróðlegt svar sem tengist þessu á Evrópuvefnum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir