Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Jón Steindór í MBL: Hefur þú efni á krónunni?

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já-Ísland, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Hefur þú efni á krónunni? og segir þar til að byrja með:

"Fyrir margt löngu eyddi ég sumarleyfi með fleira fólki á ferðalagi um meginland Evrópu. Ferðin var undirbúin eins og venjan býður. Erfiðast var að tryggja farareyri. Ekki vegna þess að íslenskt skotsilfur vantaði heldur vegna þess að gjaldeyrishöft og gjaldeyrisskömmtun gerðu nánast ómögulegt að ráðast í ferðina. Eina ráðið á þeim tíma var að kaupa gjaldeyri á svörtum markaði. Þar seldu þeir sem voru svo heppnir að komast yfir gjaldeyri vegna samskipta við ferðamenn, viðskipta eða með öðrum hætti sem ég kæri mig ekki um að vita.

Krónan enn og aftur í höftum

Þetta var árið 1980. Enn hefur reynst nauðsynlegt að grípa til sömu ráðstafana. Enn er krónan okkar of viðkvæm til þess að geta lotið eðlilegum viðskiptalögmálum. Sem fyrr vill enginn taka við henni utan landsteinanna. Allar götur frá því að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda árið 1944 hefur efnahagssaga okkar einkennst af miklum sveiflum, uppgangstíma og kreppu á víxl, verðbólgu, verðsveiflum og loks gengissveiflum.

Heimilin þola ekki meira

Í mínum huga er augljóst að verkefni okkar er að búa heimilum og fyrirtækjum efnahagslegan stöðugleika. Það verður að skapa umhverfi sem er heilbrigður grundvöllur fyrir þróttmikið atvinnulíf og gerir heimilishald ekki að hættuspili. Mikill fjármagnskostnaður, verðtrygging og stökkbreytingar skulda eru að sliga marga, ekki síst ungt fólk. Lífskjör þess eru í þessum efnum allt önnur og verri en þekkist í nágrannalöndum okkar.

Samanburður við evruland

Á liðnum árum hefur ýmislegt drifið á daga okkar Íslendinga í efnahagslegu tilliti. Hið sama er uppi á teningnum víða annars staðar í heiminum. Það á við um evruríkin (evruland) innan Evrópusambandsins. Það er fróðlegt að skoða aðeins hver þróun verðlags hefur verið hjá okkur með krónuna frá árinu 2008 og hjá þeim með evruna til og með febrúar á þessu ári. Stuðst er við upplýsingar sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman."

Öll greinin


Tökum umræðuna, fáum besta mögulega samning og kjósum!

AlþingiÍ frétt frá Alþingi segir eftirfarandi:

"Úthlutunarnefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði til að úthluta styrkjum til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja árið 2012. Úthlutunarfé til ráðstöfunar nam 19 milljónum króna.

Alls bárust nefndinni 12 umsóknir og uppfylltu níu þeirra skilyrði sem kveðið er á um í úthlutunarreglum. Við úthlutun var sérstaklega gætt að því að fjárveitingar til andstæðra sjónarmiða til Evrópusambandsaðildar væru sem jafnastar. Eftirtaldir aðilar hljóta styrk árið 2012:"

Síðan kemur útlistun styrkjanna, en í lokin segir þetta:

"Styrkir til já- og nei-hreyfinga eru hluti af sérverkefni Alþingis til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið. Ásamt styrkveitingum til málsvara andstæðra sjónarmiða til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fjármagnar Alþingi rekstur sérstaks upplýsingavefs, Evrópuvefsins, sem hefur það að markmiði að veita almenningi aðgang að hlutlægum, málefnalegum og trúverðugum upplýsingum um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og Evrópumál í víðara samhengi. Alþingi fól Vísindavef Háskóla Íslands rekstur Evrópuvefsins með sérstökum þjónustusamningi. Vefslóð Evrópuvefsins er: evropuvefur.is."

Hlýtur þetta þá ekki að loka fyrir hina sérkennilegu umræðu um að draga umsóknina til baka? Hversu trúverðugt er það af Nei-sinnum og helstu framámönnum þeirra að taka á móti styrkjum til upplýstrar umræðu, en að sama tíma krefjast þess að umsóknin verði dregin til baka?

Það gengur einfaldlega ekki upp!

Tökum umræðuna, fáum besta mögulega samning og kjósum! Flóknara er málið ekki!

Ps. Tekið skal fram að bæði Já og Nei-samtökin fengu sömu upphæð, 9.5 milljónir ÍSK! Vel gert, Alþingi! (því veitir ekki af smá hrósi Wink)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband