Leita í fréttum mbl.is

Bjór úr íslensku byggi

BjórÞað er alltaf gaman að segja frá nýjungum. Ein þeirra er sú að nú er hægt að nota íslenskt bygg við að brugga og framleiða íslenskan bjór, en okkur þykir jú bjór góður, eins og öðrum. Þ.e.a.s. þeir sem drekka bjór.

Byggið er ræktað á bænum Belgsholti, þetta er því hluti af íslenskum landbúnaði.

Frétt Stöðvar tvö 

Hér er svo skýrsla frá því í fyrra sem heitir "Kornrækt á Íslandi - Tækifæri til framtíðar, af www.bondi.is 


Heimssýn segir ósatt um orkumál

StraumurÍ bloggfærslu hjá Nei-samtökum Íslands, Heimssýn, er sagt að ,,Evrópusambandið leitar fyrir sér eftir auknum valdheimildum til að stýra orkuauðlindum aðildarþjóða í þágu heildarhagsmuna sambandsins."

 Vitnað er frétt af vefnum www.theparliament.com og er fyrirsögn "fréttar" Heimssýnar bein þýðing á fyrirsögn fréttar The Paliament. 

Sé hún hinsvegar lesin kemur HVERGI  fram að ESB sækist eftir einhverjum auknum valdheimildum til að stýras orkuauðlindum aðiladaþjóða í þágu sambandsins! Í inngangi segir: ,,The European commission is set to reveal a major blueprint it says is designed to secure EU energy supply beyond the next decade."

"Secure" þýðir í þessu samhengi að tryggja sér eitthvað og í framhaldinu er rætt hvernig eigi að ná ákveðnum markmiðum í sambandi við orkumál. Eining er rætt um fimm forgangsatriði, en eitt þeirra miðar að því að tryggja samkeppni í orkumálum og orku á hagstæðu verði.

Markmiðin líta svona út:

The new energy strategy identifies five "priorities", including:

An efficient use of energy "that translates into 20 per cent savings by 2020".

An "integrated market providing competitive prices, choices and security of supply;

Technological leadership delivering innovative and cost-efficient solutions;

Secure and safe provision of energy and

"Strong international partnership, notably with our neighbours."


En þetta þjónar ekki hagsmunum Heimssýnar, þar eru það hagsmnunir að snúa upp á sannleikann, og jafnvel búa til nýjan. Þetta mun verða gert í miklum mæli á komandi vikum og mánuðum. 

Evrópa er einn stærsti "efnahagsmótor" heims! Það er ekki skrýtið að rætt sé um ORKU á þeim bænum. Nei-sinnar reyna hinsvegar hvað þeir geta til þess að snúa málum þannig að nú sé ESB að reyna gleypa þetta í sig. Sem er rangt. Svo einfalt er það! 


RÚV 80 ára: - "einn góður" úr safni Sjónvarpsins

RUVRÚV er 80 ára á þessu ári og var opið hús í dag í Efstaleitinu af því tilefni. Undanfarið hefur Sjónvarpið verið að birta ,,gamla og góða bita" úr safni sjónvarpsins, það síðasta sem ritari sá var frétt um árekstra í Ártúnsbrekkunni í miklu fannfergi í október 1967.

Þetta er nokkuð vel til fundið hjá RÚV og ætlum við hér á blogginu aðeins að bæta við þetta og sýna ,,einn góðan" úr safni sjónvarpsins, sem er þó bara frá því í fyrra.

Það er Helgi Seljan, þá hjá Kastljósinu, sem ræðir við Jón Bjarnason um samráð bænda.

Horfa

Til hamingju RÚV!


Eva Joly: ESB mun ekki gleypa auðlindir Íslands - hægt að ná góðri lausn í sjávarútvegi

Eva JolyEva Joly var gestur í "Silfrinu" í dag, en hún lætur nú af störfum fyrir embætti sérstaks saksóknara. Hún er þingmaður Evrópuþingsins og þekkir það vel. Eyjan birti frétt um viðtalið við hana:

,,Eva Joly, sem nú er að láta af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknari, telur hagsmunum Íslendinga best borgið innan Evrópusambandsins. Þá segir hún það þjóðsögu að ESB ásælist auðlindir Íslands, þvert á móti eigi Íslendingar möguleika á hagstæðum samningum um sjávarútveg.

„Ég tel að þar eigi þið heima, meðal okkar í Evrópu. Þið yrðuð dýrmætur félagi, með ykkar löngu lýðræðishefð, auðlindir ykkar og þekkingu,“ sagði Joly.

„Þið eruð hluti af Evrópu og þið hafið nú þegar tekið upp allar reglur , en án þess þó að hafa áhrif á þær. Þið þurfið að vita að innan ESB eru ákvæði um aðlögun smáríkja einsog ykkar svo þið gætuð bæði orðið hluti af Evrópu og haft áhrif á stefnuna,“ sagði hún.

Eva Joly er þingmaður á Evrópuþinginu. Hún segir það mikinn misskilning að vald innan ESB færi eingöngu eftir fólksfjölda aðildarríkjanna. Sjálf væri hún sem græningi hluti af minnihluta á Evrópuþinginu, en hún telur græningja hafa mikil áhrif á stefnu ESB, mun meiri en sem sem nemur þingstyrk þeirra."

Hún segir það rangt að ESB ásælist auðlindir Íslands: ,,

„Það er bara þjóðsaga (að ESB ásælist auðlindir Íslands). Sannleikurinn er sá að þið getið samið um mál í aðildarsamningum og þar sem þið búið ekki við grannþjóðir gætuð þið náð hagstæðum samningum um sjávarútveg ykkar,“ sagði hún aðspurð.

„En ESB er einnig pólitískt samband. Þið þarfnist Evrópu núna,“ sagði Eva Joly og benti á að hún teldi heillavænlegra fyrir Ísland að geta haft áhrif á stefnu ESB frekar en taka eingöngu á móti tilbúnu regluverki."

Í viðtalinu kom einnig fram að hún telji það mjög líklegt að Ísland geti náð hagstæðum samningi hvað varðar sjávarútvegsmál.

Hér er viðtalið við EJ 

Frétt Eyjunnar

 MBL er einnig með frétt um málið

 


Makrílviðræður ganga vel - ekkert Makrílstríð sjáanlegt

makrill_1025282.jpgÍ fréttatilkynningu á vef Sjávarútvegsráðuneytisins, frá 14.10, kemur fram: "Í dag lauk viðræðum strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Færeyja og Noregs, um stjórn makrílveiða á næsta ári sem hófust í London sl. þriðjudag. Fundurinn var gagnlegur og var ákveðið að halda viðræðunum áfram í London eftir hálfan mánuð."

Út úr þessu má lesa að þarna sé ekkert stríð í gangi, menn eru einfallega að ræða málin og reyna að finna lausnir. Eða?

 


Morgunfundur í Iðnó á fummtudaginn: Hvernig má auka pólitíska samstöðu um að ljúka aðildarviðræðum?

Sterkara ÍslandÁ vef Sterkara Ísland kemur fram:

Hvernig má auka pólitíska samstöðu um að ljúka aðildarviðræðum?

Opinn morgunfundur í Iðnó, fimmtudaginn 21. október 2010, kl. 8:15 - 9:30

DAGSKRÁ
Kaffibolli og rúnnstykki í upphafi fundar.

Semjum og látum þjóðina ákveða

G. Valdemar Valdimarsson, form. alþjóðanefndar Framsóknarflokksins
Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi

Geta þingmenn náð höndum saman?
Umræður í pallborði

Birkir Jón Jónsson, alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, varaformaður VG
Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður


Iðnaðarframleiðsla eykst á Evru-svæðinu og í ESB

Fáni ESBIðnaðarframleiðsla á Evru-svæðinu jókst um 1% á milli júlí og ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eurostat. Fyrir allt ESB var aukningin 0.8%.

Iðnaðarframleiðsla jókst í 18 ríkjum ESB á milli mánuðanna júlí og ágúst, mest í Grikklandi, um 5.6% og Litháen og Slóveníu, 5,2%. Portúgal jók einnig við sig, tæp 4%.

Samdrátturinn varð mestur á Írlandi og í Danmörku, 13.6% og 6.6.%

Framleiðsla af vörum og þjónustu er um 10% meiri í ESB nú en fyrir ári síðan.

Sjá hér


Wikipedia-vefur um stjórnlagaþingsframbjóðendur

Stjórnarskrá BandaríkjannaEins og fram hefur komið í fréttum stendur stjórnlagaþing fyrir dyrum og kosningar til þess. Á vef Wikipedia má sjá lista yfir frambjóðendur til þess.

Það má einnig sjá fyrir hverju menn ætla að berjast, verði þeir kosnir. Tökum nokkur dæmi:

Lýðræði, mannréttindi og samfélagslega ábyrgð

Vörn gegn græðgi og afglöpum. Persónukjör. Vönduð vinnubrögð á stjórnlagaþingi. Breið sátt.

Aðskilnaður ríkis og kirkju. Ítarlegri mannréttindakafli

Stjórnarskráin á að endurspegla bestu manna yfirsýn eftir yfirvegun og rökræður. Til þess verks þarf að koma með opnum huga.

Mannréttindi kvenna og barna, femínismi

Aukið lýðræði

Á móti ESB

Jöfnuður og jafnrétti, jafnt vægi atkvæða, eitt kjördæmi, persónukjör, reglur um þjóðaratkvæði.

Ferskir straumar og stefnur, hefðir, venjur, mannréttindi, alþingi styrkt, réttaröryggi, umhverfi, náttúruauðlindir, sjálfbær þróun

...svo dæmi séu tekin!

Yfirgnæfandi meirihluti frambjóðenda er frá Reykajvík.

 


“Nei” er líka ávísun á breytingar!

bændablaðið,,Samkvæmt Bændablaðinu hefur bændum í Finnlandi fækkað um helming frá því að landið gekk í Evrópusambandið. Samkvæmt úttekt Vísbendingar hefur norskum bændum fækkað heldur meira á sama tíma og þróunin virðist hafa verið svipuð hér á landi.

Vakin er athygli á þessum upplýsingum í frétt í Fréttablaðinu í dag en þær eru góð áminning þess að höfnun þjóðar á Evrópusambandsaðild er enginn trygging þess að samfélagið standi í stað. Yfirgnæfandi líkur eru á því að störfum í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði muni halda áfram að fækka á næstu árum og áratugum, líkt og  undafarin ár og áratugi, óháð því hvort Íslendingar gangi í ESB eða ekki.

Ný störf þurfa að skapast á öðrum vettvangi. Einn af ávinningunum við aðild Íslands að ESB er sá að hér skapast stöðugra rekstrarumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem er sambærilegt við það umhverfi sem slík fyrirtæki njóta í nágrannalöndunum. Stöðugur gjaldmiðill og lægri vextir munu þó ekki bara nýtast þessum fyrirtækjum heldur líka þeim sem starfa í sjávarútvegi og landbúna."

Heimild: www.sterkaraisland.is


Pat Cox: Góður gestur frá Írlandi á leiðinni!

Á vef Sterkara Ísland má lesa þetta:

Pat CoxÍsland í ESB – að vera eða vera ekki – frjálst val sjálfstæðrar þjóðar
Iceland in EU – to be or not to be – the free choice of a sovereign people

Pat Cox er forseti European Movement International. Hann sat á írska þinginu 1989 – 1994 og síðar á Evrópuþinginu 1989-2004 þar sem hann var forseti 2002- -2004.  Hann stýrði já-hreyfingunni á Írlandi þegar Lissabon sáttmálinn var samþykktur.

Pat Cox er frábær ræðumaður og hefur mikla reynslu. Hann var sjónvarpsmaður á Írlandi og síðar þingmaður þar í landi. Þá var hann kosinn á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum írsku þjóðarinnar. Síðar varð hann æðsti embættismaður Evrópuþingsins þegar hann var kjörinn forseti þess. Pat Cox er nú formaður evrópsku Evrópusamtakanna – European Movement.

Pat Cox hefur mikla yfirsýn yfir stöðu smáríkis í Evrópusambandinu og gjörþekkir störf Evrópuþingsins.

Enginn ætti að láta Erindi Pat Cox fram hjá sér fara.

Erindið verður í hátíðarsal Háskóla Íslands  miðvikudaginn 20. október kl. 13.

Fundurinn er öllum opinn.

Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri er Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ


Tvær kreppur e. Ólaf Þ. Stephensen (leiðari FRBL)

Ólafur StephensenLeiðari FRBL í dag heitir TVÆR KREPPUR  og er eftir Ólaf Þ. Stephensen ritstjóra. Þar segir Ólafur m.a.: 

"Fjármálakreppan hefur komið illa við mörg vestræn ríki en flest eru þau laus við gjaldmiðilskreppuna sem Íslendingar eiga við að etja. Írar, Grikkir og Spánverjar glíma við niðurskurð, skattahækkanir og atvinnuleysi, rétt eins og Íslendingar. Hjá þeim hefur verðbólgan hins vegar ekki ætt af stað eins og gerðist hér þegar krónan hrundi, með tilheyrandi afleiðingum fyrir kaupmátt fólks. Almenningur í evruríkjunum hefur heldur ekki mátt horfa upp á skuldirnar sínar vaxa um tugi prósenta eins og íslenzk heimili hafa gert. Hér hafa skuldirnar rokið upp, annaðhvort vegna þess að þær eru tengdar við verðbólguna sem tók kipp þegar krónan hrundi eða vegna þess að þær voru tengdar við erlenda gjaldmiðla. Við búum sömuleiðis við gjaldeyrishöft og hærri vexti en önnur lönd sem hafa lent í fjármálakreppu, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að gengi krónunnar falli ekki enn meira. Að þessu leyti er hlutskipti almennings á Íslandi tvöfalt verra en í ríkjum sem glíma eingöngu við fjármálakreppu."

Síðar skrifar hann:

,,Hagsmunasamtök heimilanna hafa krafizt þess að "lánskjör í íslenskum krónum verði samkeppnishæf við þau lönd sem Íslendingar hafa gjarnan borið sig saman við," eins og talsmaður samtakanna orðaði það hér í blaðinu í síðustu viku. Þetta er því miður óframkvæmanlegt án þess að skipta um gjaldmiðil. Kjör á lánum í krónum verða aldrei sambærileg við lánskjör þar sem gjaldmiðlar eru stöðugri. Áhættunnar vegna mun enginn lána íslenzkar krónur nema með einhvers konar verðtryggingu. Af sömu ástæðu verða vextir hér að vera hærri en í nágrannalöndum til að tryggja sparnað; enginn vill eiga krónur nema fá álag á vextina"

Og Ólafur lýkur leiðara sínum svona:

,,Það er algeng klisja að leggja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið til hliðar á meðan fengizt sé við "brýnni verkefni". Eru mörg verkefni brýnni en að koma okkur út úr gjaldmiðilskreppunni með upptöku evrunnar og tryggja íslenzkum heimilum evrópsk lánskjör? Það mun vissulega taka nokkur ár. Þeim mun meiri ástæða er til að byrja strax."

Varla er hægt að vera meira sammála Ólafi. Gjaldmiðilsmál Íslendinga eru óásættanleg. Króna í "öndunarvél" getur ekki gagnast heimilum og atvinnulífi! Hún er meiriháttar hindrun á vegi sem er nú þegar erfiður yfirferðar, þ.e. vegurinn upp úr kreppunni!

Allur leiðarinn


Eygló Harðardóttir: Styður ekki að umsókn að ESB verði dregin til baka

Eygló Harðardóttir,,Ég mun ekki styðja að umsókn Íslands að ESB verði dregin til baka," sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í pallborðsumræðum á málþingi um aðild Finna og Svía að ESB, sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.

Eygló sagðist vera í flokki þar sem þetta mál væri mjög umdeilt, en hún virðist þeirrar skoðunar að lýðræðið eiga að fá að hafa sinn gang og styður því ekki að umsóknin verði dregin til baka.

Fjölmenni var á málþinginu, en m.a. var sagt frá því kvöldfréttum RÚV.


Skemman: Hafsjór af fróðleik í rafrænu gagnasafni

Okkur hér á blogginu langar að benda á www.skemman.is, sem er; ,,rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru einkum geymd lokaverkefni nemenda en einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna," eins og segir heimasíðunni.

Efst til hægri á síðunni er leitarstengur (ítarleit). Ef slegið er t.d. inn orðið ESB kemur upp fjöldi ritgerða og annað slíkt þar sem orðið kemur fyrir.

Skrárnar eru ýmist opnar eða lokaðar. Ein opin ritgerð heitir t.d.  ,,Byggðastefna ESB og Ísland -
Hvernig kemur byggðastefnan út fyrir Ísland ?"
og er eftir Söru Jóhannsdóttur. Á bls. 50-52 er að finna áhugaverðar niðurstöður.

Hér má lesa ritgerð SJ.


Er þetta ekki búið með norsku krónuna?

200norskarÍ þættinum ESB: Nei eða Já, á Útvarpi Sögu í dag skeggræddu þeir Andrés Pétursson og Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur/doktorsnemi, málin.

Nokkur tími fór í að ræða gjaldmiðilsmál og ræddu menn þar þrjá valkosti. Einn þeirra var m.a. upptaka eða tenging við norsku krónuna. Vandamálið við þetta er hinsvegar það að Norðmenn vilja ekkert leyfa okkur að taka upp eða nota norska krónu.

Það er í raun nokkuð merkilegt að menn séu að ræða "möguleika" sem af norskum ráðmönnum hefur verið sleginn út af borðinu! Sjá m.a. hér

Íslendingar stunda í raun lítil viðskipti við Noreg, en um 70% af útflutningi Íslands fara hinsvegar til meginlands Evrópu.

 


Ráðning Bjarna Harðarsonar vekur athygli - Pressan: Enginn (af 29) boðaður í viðtal!

Bjarni HarðarsonRáðning Bjarna Harðarsonar, stjórnarmanns í Heimssýn og bóksala, í stöðu upplýsingafulltrúa Sjávarútvegsráðuneytisins, hefur vakið töluverða athygli.

Eyjan hefur birt lista yfir þá sem sóttu um starfið og er hann að finna í þessari frétt.

Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV í dag en þar segir m.a. að gera ráðningaferli ráðuneytanna skýrara. Hljóðfréttin er hér (textafrétt hér)

Pressan fjallar einnig um málið og í henni segir m.a. ,,Ráðning Bjarna Harðarsonar í starf upplýsingafulltrúa er tímabundin. Alls sóttu 29 um stöðuna en eftir því sem Pressan kemst næst var enginn boðaður í viðtal. Bjarni var áður þingmaður en þurfti að segja af sér eftir að tölvupóstur sem hann sendi, þar sem hann grefur undan Valgerði Sverrisdóttur þáverandi flokkssystur hans, rataði fyrir slysni til fjölmiðla.

Meðal þeirra sem sóttu um starfið voru Þröstur Emilsson, sem hefur áratuga reynslu af fjölmiðlum, og Soffia Sigurgeirsdóttir. Hún er MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og fjallaði lokaritgerð hennar um hvalveiðar. Auk þess hefur hún umtalsverða reynslu af kynningar- og markaðsstörfum."

Að minnsta kosti tveir umsækjendur hafa ákveðið að óska eftir rökstuðningi ráðherra og í frétt Pressunnar er talað um grunsemdir manna sem beinast að því að það hafi raun verið búið að ákveða að Bjarni fengi starfið.

Sem stjórnarmaður í Nei-samtökum Íslands eru Bjarni Harðarson og Jón Bjarnason sammála um að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. Þeir þurfa því ekkert að rífast um það 

Morgunblaðið hefur einnig birt frétt um málið, sem og visir.is Bændablaðið (sem Bjarni ÁTTI einu sinni, hefur hinsvegar ekki sagt frá þessu á vefnum www.bondi.is)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband