Leita í fréttum mbl.is

ÁFRAM ÍSLAND!

Ólafur StefánssonÍ dag kl. 19.15 hefur Evrópuþjóðin Ísland leik á Evrópumótinu í handbolta. Þá mæta þeir Serbum, en það er söguleg tilviljun að báðar þjóðirnar eru s.k. "kandídatlönd" að ESB, þ.e. hafa bæði sótt um aðild. Serbar eru engin lömb að leika sér við í handbolta og eiga bókstaflega marga dúndur-leikmenn!

Silfurstrákarnir frá Peking sýndu það og sönnuðu á Ólympíuleikunum að Ísland er með öflugustu handboltaþjóðum í heimi. Væntingar eru því miklar og strákarnir gera alveg örugglega sitt besta. Það verður barist til síðasta manns!

Evrópusamtökin senda ,,strákunum okkar" baráttukveðjur. Áfram ÍSLAND!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef það er "söguleg" tilviljun að við mætum Serbum í handbolta hlýtur það líka að vera áhugaverð staðreynd að öll liðin í a-riðli á EM eru utan Evrópusambandsins.

Áfram Ísland.

Haraldur Hansson, 19.1.2010 kl. 19:22

2 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Haraldur, góður...hahaha

Anna Grétarsdóttir, 19.1.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband