Leita í fréttum mbl.is

Á Ísland vini í Evrópu? (,,Does Iceland have any friends in Europe?" )

Paal FrisvoldPaal Frisvoldt, formaður norsku Evrópusamtakanna og ráðgjafi í umhverfismálum, mun halda fyrirlestur á vegum Evrópusamtakanna og Ungra Evrópusinna laugardaginn 30. janúar n.k. kl.14.30.  Fyrirlesturinn fer fram í sal að Skipholti 50a (sama hús og Gallerí List).

Fyrirlestur hans nefnist ,,Does Iceland have any friends in Europe?" Fyrirlesturinn verður á ensku og er hluti af námsstefnu sem Ungir Evrópusinnar standa fyrir og verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Paal er einn af helstu sérfræðingum Norðmanna á sviði Evrópumál og hefur undanfarin ár einkum starfað að ráðgjafamálum á sviði umhverfismála í Brussel. Paal er afskaplega góður fyrirlesari og gaman að hlusta á hann. Paal var kosinn formaður norsku Evrópusamtakanna á aðalfundi þeirra síðasta sumar.

Við hvetjum því allt áhugafólk um Evrópumál til að mæta á þennan fyrirlestur.

Nánari upplýsingar um Paal eru á þessari heimasíðu.

http://www.thebrusselsoffice.eu/Ourteam/Paal.aspx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef svarið er já, þá hafa þessi vinir ekki tjáð það hingað til. Sé savarið nei, þá höfum við varla nokkuð að sækja í það bandalag er það?

Annars getið þið lagt niður þetta lobby ykkar, við erum ekkert á leiðinni þarna inn.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...nei við ætlum ekki að hætta og það á mikið eftir að gerast í þessu máli. Þér verður ekki að ósk þinni að Evrópusinnar leggi árar í bát!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.1.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband