Leita í fréttum mbl.is

Noregur er "viðtakandi" - Ísland á vini í Evrópu!

Paal FrisvoldPaal Frisvold, formaður norsku Evrópusamtakanna, var sérstakur gestur Evrópuskóla Ungra Evrópusinna, sem hófst í dag. Þar fór hann yfir ýmis mál sem snúa að samskiptum landanna við ESB. Hann sagði m.a. að Norðmenn verði daglega fyrir miklum áhrifum frá ESB, en hafi að sama skapi lítil sem engin áhrif á gang mála. Sagði hann frá pirringi og vonbrigðum innan norska stjórnkerfisins með þessa aðstöðu Noregs.

Paal segir Noreg fyrst og fremst vera ,,viðtakanda" á löggjöf og öðru frá ESB, en þyrfti t.d. að sætta sig við að vera í ,,baksætinu" hvað varðar áhrif.

Hann gerði áhrif smáríkja að umtalsefni sínu og benti á að bæði Malta og Lúxemborg (bæði um 400 þús. íbúa) hefðu náð mjög miklum árangri innan ESB.

Að lokum sýndi Paal svo myndband þar sem ekki fór á milli mála að Ísland ætti vini í Evrópu. M.a. var þar rætt við skoskan þingmann á Evrópuþinginu, sem átti þá ósk heitasta að Ísland gengi í ESB. og til hvers? Jú, til þess að endurbæta fiskveiðistefnu ESB í samvinnu við Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband