Leita í fréttum mbl.is

Meginmarkmið ESB til ársins 2020 eru snjall og sjálfbær hagvöxtur fyrir alla

EU-flagÞetta kemur fram í stefnumótunarvinnu sem kynnt var fyrir skömmu, sem ber einfaldlega heitið Evrópa 2020. Í forspjalli að umfjölluninni segir José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB að fjármálakrísan hafi verið einskonar ,,vekjaraklukka.”   Hann leggur á það áherslu að Evrópa verði að koma sterkari til leiks að nýju og bendir á að bæði menntun og tækniþekking í Evrópu sé á háu stigi. Meginatriðin í 2020-stefnu ESB eru þessi: Snjall hagvöxtur sem grundvallast á þekkingu og nýsköpun; Sjálfbær hagvöxtur sem hvetur til skilvirkari, umhverfisvænni og samkeppnishæfari hagkerfa; Hagvöxtur fyrir alla með áherslu á hátt atvinnustig og félagslega og svæðisbundna samstöðu. Framkvæmdastjórnin leggur til að sjö framtaksverkefni verði sett á oddinn til að ná þessum markmiðum: 
 

1) Nýsköpun Evrópusambandsins: Að yfirfara stefnuna varðandi rannsóknir og þróunarmál með tilliti til þeirra áskorana sem framundan eru á ýmsum sviðum.

2) Ungt fólk á faraldsfæti: Efla menntun og þekkingu ungs fólks með það að markmiði að auka atvinnumöguleika ungs fólks

3) Stafræn áætlun fyrir Evrópu: M.a. með það markmið að tæknivæða enn meira í verslun og viðskiptum.

4) Skilvirk nýting auðlinda í Evrópu: Minnka notkun á mengandi orkugjöfum og bæta nýtingu á orku. Minnka gróðurhúsaáhrif og stuðla að auknu orku-öryggi.

5) Iðnaðarstefna í alþjóðlegum umhverfi: Miðar m.a. að aukinni nútímavæðingu í iðnaði, styðja við frumkvöðlastarfsemi og samkeppnishæfni. Á bæði við framleiðsluiðnað og þjónustustarfsemi.

6) Áætlun um nýja hæfni og ný störf: Miðar að betrumbótum á vinnumarkaði og aukinni hæfni meðal vinnandi fólks. Auka aðlögunarhæfni á vinnumarkaði og stuðla að aukinni framleiðni.

7) Evrópskur vettvangur gegn fátækt: Miðar að því að berjast gegn öllum félagslegum afleiðingum fátæktar, með það að markmiði að viðhalda mannlegri reisn hvers einstaklings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Þeir þarna hjá Evrópusambandinu hafa greinlega lesið 20/20 spádóma Dags B. Eggertssonar. Eitthvað hefur þýðingin samt misheppnast því þeir virðast hafa tekið grínið alvarlega.

Andrés Magnússon, 4.3.2010 kl. 21:58

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Nú, skv Lissabon skamkomulaginu frá 2000 átti þessi markmið að nást árið 2010.

Hvað klikkaði? 

Jón Þór Helgason, 7.3.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband