Leita í fréttum mbl.is

Bændur: Vilja draga ESB-umsókn til baka, firra sig allri ábyrgð!

Á vef Bændablaðsins er nú að finna þetta:

Traktor,,Á Búnaðarþingi 2010 var samþykkt yfirlýsing vegna umsóknar stjórnvalda að Evrópusambandinu. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Búnaðarþing 2010 ítrekar andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þingið lýsir fullum stuðningi við áherslur Bændasamtakanna og felur stjórn BÍ að gæta áfram hagsmuna bænda í hvívetna, vera áfram leiðandi í umræðu um áhrif ESB-aðildar á landbúnað og byggja áfram á faglegri þekkingaröflun. Þingið brýnir jafnframt alla bændur og aðra velunnara íslensks landbúnaðar að taka þátt í umræðunni af fullum þunga.

Efnisleg rök Bændasamtakanna gegn aðild hafa ekki verið hrakin. Verði aðild að ESB að veruleika mun störfum í landbúnaði og tengdum greinum fækka stórlega en það leiðir til mikillar röskunar í byggðum þar sem landbúnaður er undirstaða atvinnu. Aðild mun einnig hafa verulega neikvæð áhrif á fæðu- og matvælaöryggi landsins. Þorri landsmanna er sammála bændum. Það endurspeglast í nýrri skoðanakönnun Capacent sem leiðir í ljós að rúm 84% þjóðarinnar telja að það skipti öllu eða miklu máli að vera ekki öðrum þjóðum háð um landbúnaðarafurðir. Aðildarumsókn Íslands að ESB skapar mikla óvissu í starfsumhverfi landbúnaðarins og dregur þróttinn úr nauðsynlegri endurnýjun og framþróun þann langa tíma sem umsóknarferlið mun standa. Í ljósi alls þessa er farsælast að stjórnvöld dragi aðildarumsóknina nú þegar til baka.

Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af hvernig stjórnvöld halda á hagsmunum þjóðarinnar í umsóknarferlinu. Íslensk stjórnsýsla er undirmönnuð og vanbúin til að takast á við þetta verkefni eins og m.a. er vikið að í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um aðildarumsókn Íslands. Athyglisvert er að í áðurnefndri skoðanakönnun Capacent treystir aðeins ríflega fjórðungur þjóðarinnar stjórnvöldum vel til þess að halda á hagsmunum Íslands í þessu máli. Eins telur Búnaðarþing ekki fullreynt að ná megi samkomulagi við ESB um samstarf í efnahags og peningamálum á grundvelli EES samningsins.

Búnaðarþing telur að fulltrúar samtakanna í samningahópum stjórnvalda þurfi að starfa þar áfram undir formerkjum þeirra varnarlína sem stjórn BÍ kynnti á formannafundi sl. haust. Áframhaldandi þátttaka í samningahópum felur ekki í sér ábyrgð á samningaferlinu."

Athugasemdir ES-bloggs

Spurningar sem vakna við lesturinn eru m.a. þessar:

-Til hvers að vera leiðandi í umræðu um mál sem búið er að ákveða að ræða ekki?

-Vilja bændur bara ræða ESB-málið á sínum forsendum?

-Störfum í landbúnaði hefur fækkað stórkostlega hér á landi undanfarna áratugi,
árið 2006 starfaði 3,8% vinnuafls í landinu í landbúnaði (var 38% árið 1940).

-Þetta án ESB-aðildar!

-Auðvitað vill enginn vera öðrum háður, en bændur láta hlutina líta þannig út að
ESB-aðild muni demba yfir þjóðina allsherjar óöryggi varðandi matvæli. Hættir mjólk að
verða til, kjöt, smjör ostar? Bara sí svona?

-Bændur tala mikið um óöryggi. Það er varla til sú stétt á Íslandi sem ekki býr við óöryggi í dag (nema kannski helst lögfræðingar!!)

-Hvað með t.d. fólk í heilsugeiranum, þar sem mikill niðurskurður hefur átt sér stað?

-Hvað með t.d. "sjúklingaöryggið", þ.e.a.s. fyrir notendur hjúkrunarþjónustu?

-Eiga bændur að vera algerlega stikkfrí gagnvart öllum samfélagslegum breytingum?

-Er landbúnaður "föst stærð" sem má ekki breyta?

-"Eins telur Búnaðarþing ekki fullreynt að ná megi samkomulagi við ESB um samstarf í efnahags og peningamálum á grundvelli EES samningsins."

-Hvað eiga bændur við með þessu? Vilja þeir taka upp Evru á grundvelli EES?? Það er ekki hægt!-Að lokum: Bændur vilja vera með í samningahópum stjórnvalda en passa sig á að firra sig allri ábyrgð! Við hvað eru bændur hræddir???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessar athugasemdir ES-blogs falla flestar um sjált sig.

Auðvitað ræða bændur um ESB á sínum forsemdum. Nema hvað, það er enginn annar til að sjá um að verja þeirra málstað.

Það gera sér allir grein fyrir fækkun í landbúnaði, sú fækkun er vegna tækni- og kunnáttuþróunar, ekki reglugerða.

Lanbúnaðarvörur hætta að sjálf sögðu ekki að vera til, spurningin er hvort þær verði að stórum hluta innfluttar fyrir dýrmætan gjaldeyrir eða hvort við fáum að njóta okkar heilbrigðu og góðu Íslensku landbúnaðarvöru. 

Varðandi heilsugeirann þarf ekki annað en benda á Grikkland, þar kreppir að, aðstoð sú sem þeir fá frá ESB er fyrst og fremst skilyrði um að auka samdrátt í ríkisfjármálum, sem bitnar að sjálf sögðu á heilbrigðiskerfinu þar.

Landbúnaður er ekki föst stærð, hann þróast og breytist. Það er hins vegar mikill munur á hvort sú þróun er vegna tækni og kunnáttu eða vegna utanaðkomandi valdboðs.

Varðandi fullyrðingar um að bænasamtökin vilji taka upp evru, þá kom það skýrt fram hjá formanninum, að bændasamtökin hafa ekki tekið afstöðu til þessa máls, ef hægt væri að taka upp evru eða annan gjaldmiðil, ætti að skoða það. Hins vegar væri krónan að standa vel fyrir sínu, eins og er.

Gunnar Heiðarsson, 5.3.2010 kl. 08:43

2 Smámynd: Njáll Harðarson

Hvað er að því að borða fisk!

Óóó við eigum engan fisk, LÍÚ á fiskinn, bændurnir kjötið, þá er ekkert eftir nema að flytja matinn inn, og það á réttu verði

Njáll Harðarson, 5.3.2010 kl. 08:56

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvað er því að skera niður? Ef það er nauðsýnlegt þá verður maður bara að fara í það verk. Það þýðir ekkert að eyða meira en maður fær í tekjur. ESB er að benda á það augljósa.

Það er einnig að vera að skera niður á Íslandi og við erum laus við ESB.

Það er alltaf merkilegt að heyra fólk vernda Bændasamtökin og hærra vöruverð. Landbúnaðurinn mun dragast saman vegna þess að þeir geta ekki keppt við lægra vöruverð. LÆGRA VÖRUVERÐ. En Íslendingar vilja frekar borga HÆRRA vöruverð til þess að vernda 3% af þjóðinni.

97% af þjóðinni og að borga hærra vöruverð til þess að vernda 3% af þjóðinni.

Að ógleimdu milljarð á mánuði sem fer beint frá okkur skattborgurum og í vasan á bændunum.

En já höldum áfram að verja þetta kerfi.

Þá erum við að verja skertari lífskjör.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2010 kl. 09:25

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er engin vissa fyrir því að vöruverð til neytenda komi til með að lækka, reyndar benda allar rannsóknir til að í besta falli muni verð verða óbreytt en meiri líkur eru þó á að það muni hækka.

Það er því spurning hvort verið sé að verja landbúnaðinn eða hagsmuni almennings.

Gunnar Heiðarsson, 5.3.2010 kl. 10:33

5 Smámynd: Sigurður Baldursson

Eins og gengið er skráð í dag og verður örugglega á þessu róli næstu misserin yrði innflutt mjólk og kjötvara mun dýrari heldur en innlend framleiðsla.

Af hverju er matvara sem flutt er inn og er ótolluð vegna þess að sambærileg vara er ekki framleidd á íslandi þá ekki ódýrari en raunin er. Ég nefni t.d. ávexti, hveiti og sykur , morgunkorn , o.s.f. Þessi vara er dýr hér á landi ef miðað er við suðlæg evrópulönd eins og gjarnan er gert þegar borin eru saman verð á mjólk og kjöti.    

Það er í mínum huga alveg ljóst að vöruverð lækkar ekkert  hér þó svo að við göngum í ESB . Því að það eru ekki bændurnir sem fá mestan arðinn að vörunni heldur eru það verslanirnar, og þær lækka ekkert sína álagningu  þó að við gerumst aðilar að ESB

Sigurður Baldursson, 5.3.2010 kl. 11:31

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er athyglisvert enn og aftur að þeir sem eru á móti samningaviðræðum segjast vita niðurstöðurnar fyrirfram. Það get ég líka sagt og notað þau formerki sem mér hentar. Það sem liggur að baki andstöðu við viðræðurnar er að þær eru farvegur umræðu í landinu sem þarf nauðsynlega að fara fram um landbúnaðinn og sjávarútveginn. Það sem ekki má tala um hérlendis er Landbúnaður (les bakland Framsóknar) og sjávarútvegur ( bakland X-D). VG er náttúrlega í Framsóknarflokknum þegar kemur að landbúnaðargeiranum. Samfylkingin situr því uppi með svarta-Pétur og þarf að leiða þessa umræðu einsog allt annað sem Framsókn og Sjálfst. mislíkar. - Það er óumdeilanlegt að Íslenskur landbúnaður á undir högg að sækja alveg óháð ESB eða ekki. Matvælaöryggi er ekki og verður ekki vandamálið ef menn ræða það af skynsemi og taka á því. Það er ofureinföldun að kenna versluninni um að vöruverð sé of hátt. Frjáls verslun með gamaldags formerkjum þess hugtaks leysir þann vanda. Frelsum landbúnaðinn og frelsum sjávarútveginn og græðum á öllu saman! Það er stefnan til framtíðar.

Gísli Ingvarsson, 5.3.2010 kl. 12:10

7 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Hversvegna mætti engin frá Samfylkingunni til að ræðu um Evrópusambandið við fulltrúa bænda á Búnaðarþingi? Maður bara spyr.

Getur það verið að innganga Samfylkingannnar í Evrópusambandið miðist fyrst og fremst við andstöðu við bændur og aðra dreifbýlisbúum? Ég spyr.

Gissur Þórður Jóhannesson, 5.3.2010 kl. 14:05

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bændur vilja ekki í ESB vegna þess að þeir segjast ekki geta keppt við innfluttar vörur. Og eru þá að vísa í verðið. Því það er klárlega ekki gæðin vegna þess að íslenskar landbúnaðarvörur eru þær bestu í heimi.

Ef innfluttar vörur verða dýrari en innlendar vörur þá þurfa bændur ekkert að óttast.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2010 kl. 16:19

9 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gunnar: Fyrirgefðu, hvað hefur þú fyrir þér þegar þú segir að matvælaverð muni hækka? Þú getur ekki slengt svona fram án þess að rökstyðja mál þitt! Kynntu þér þetta:

http://www.ns.is/ns/upload/files/pdf-skrar/esbadild_neytendur1.pdf

Eða lestu um þetta í bókinni Hvað um Evruna en höfundar hennar telja að matvælaverð geti lækkað um allt að 15%! Það mydi muna um minna fyrir íslenska neytendur, enda matvælaverð óvíða hærra en á Íslandi, sjá bls.10 í skýrslunni að ofan.

Og eins og þú veist hefur matvælaverð hér snarhækkað vegna hruns hvers...jú, gjaldmiðilsins! Algengar hækkanir á algengum vöruflokkum á bilinu 10-20%

sjá: http://www.visir.is/article/2010678551506

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 5.3.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband