Leita í fréttum mbl.is

Mogginn lokar fyrir leiðara og Staksteina á netinu - "Bændalínan"

MBLÞeir sem fylgjast með fjölmiðlum vita að öll alvöru dagblöð birt leiðara og skoðanir leiðarahöfunda (s.k."op-ed"-greinar) á netinu. Morgunblaðið var með slíka síðu, www.morgunbladid.blog.is á Mogga-blogginu, en hefur nú lokað henni fyrir öllum, nema áskrifendum blaðsins. Fréttablaðið og DV birta leiðaraskrif á netinu.

Í leiðara MBL í gær, föstudag, skrifar blaðið um landbúnaðarmál og segir: ,,Heitustu stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa lagt nokkra áherslu á að reyna að sannfæra bændur um að þeir yrðu ekki síður og jafnvel betur settir innan sambandsins en utan. Því hefur meðal annars verið haldið að bændum að íslenskur landbúnaður fengi bæði miklar undanþágur og styrki við inngönguna í Evrópusambandið. Síðar hefur komið í ljós að ekkert af þessu stenst skoðun."

Hér fylgir blaðið línu Bændasamtakanna, en í frétt um daginn sagði formaður þeirra, Haraldur Benediktsson, að ,,heimsskautaákvæðið" og stuðningur við norður-svæðalandbúnað, sem Svíum, Finnum og Norðmönnum (sem felldu aðild 1994) var boðinn, væri bara sjónhverfingar, eða eins og haft er eftir honum í frétt MBL:

,,Tal um stuðning ESB við svokallaðan norðlægan landbúnað er sjónhverfing. Við teljum að ekkert sé þar á bak við,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Samtökin hafa unnið að athugun á afleiðingum þess fyrir íslenskan landbúnað ef Ísland gengur í Evrópusambandið, meðal annars með fundum með samningamönnum Finna."

Vitað er að Finnar börðust mjög fyrir þessu, einmitt til þess að standa vörð um finnskan landbúnað, en með þessu ákvæði var þeim leyft að halda stuðningi sínum við finnskan landbúnað. Skyldi finnskum bændum finnast þessi ummæli skemmtileg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Ritstjórnargreinar á Fréttablaðinu eru án verðs (verðlausar). Getið þið ekki notast við þær? 

Með allri virðingu og skilningi. Morgunblaðið er vara sem kostar að framleiða. Ég skil vel að blaðið setji verðmiða á sumt efni og annað ekki, sérstaklega á það besta. Upplagið mun örugglega aukast við þetta.  

Kveðjur

 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 13.3.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er mikill skaði að því, ef leiðarar Morgunblasins eru ekki opnir öllum til lesturs á netinu – svo mjög sem þeir gagnast t.d. þjóðfrelsisbaráttu landsmanna gegn Icesave-ánauðarpostulum innlendum sem erlendum og ekki síður gegn Evrópubandalagsinnlimunarhyggjupredikurum eins og ykkur hér á þessum vef!

Jón Valur Jensson, 14.3.2010 kl. 04:00

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega mikill skaði af því að ekki skuli vera hægt að komast inn á ritstjórnargreinar Moggans. Þær eru oft á tíðum mjög góðar og vel skrifaðar, hvaða álit sem menn hafa svo á innihaldinu. 

Að gefa það í skyn að það sé í einhverju sambandi við stuðning við bændur, eins og fyrirsögnin á þessu bloggi gefur í skyn, er nokkuð langsótt.

Ég skora á Moggann að opna aftur fyrir leiðara sína á blogginu, ESB sinnar hafa gott af lestri þeirra og við hin gaman.

Gunnar Heiðarsson, 14.3.2010 kl. 08:19

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, það er eiginlega bara fyndin þessi orðræða svokallaðra bændasamtaka og Dabba varðandi stuðning við landbúnað á norðlægum svæðum.

Einnig er fyndin málflutningur eða framsetning Haraldar um að samtökin hafi "kynt sér málið svo vel" að önnur eins kunnátta og þekking varðandi landbúnaðarstefnu ESB þekkist einfaldlega ekki í öllum heiminum.

Og virðist þetta vera bottom lænið í málflutningnum að þeir hafi "kynnt sér málið svo vel" og því komið að í annari hverri setningu - og svo bara bullað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2010 kl. 10:50

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Það sem Finnar og Svíar náðu fram á sviði landbúnaðar reyndist þeim mjög mikilvægt. Ummæli Haraldar og undirtektir MBL hljóta að vekja furðu, tal um sjónhverfingar o.s.frv.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.3.2010 kl. 11:51

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Haraldur Benediktsson er hinn sérfróði, þið talið sem fyrri daginn í takt við Evrópubandalagið.

Jón Valur Jensson, 14.3.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband