Leita í fréttum mbl.is

Ragnhildur um fullveldið og ESB

Fróðleikur á fimmtudegi. 
 
Ragnhildur HelgadóttirEins og nafnið bendir til  eru þetta fundir sem verða á hverjum fimmtudegi og hefjast alltaf kl. 17 í Skipholti 50a þar sem við höfum aðstöðu.
 
Á hverjum fundi er fyrirlesari eða málshefjandi.
 
Á meðfylgjandi slóð eru upplýsingar um fimm fyrstu fundina okkar.

http://www.sterkaraisland.is/blog/2010/03/20/fro%c3%b0leikur-a-fimmtudegi/
Við hvetjum ykkur til þess að sækja þessi fundi til þess að njóta fróðleiks en ekki síður til þess að hittast og spjalla.
 
Fyrsti fundurinn er 25. mars og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en þá fjallar Ragnhildur Helgadóttir prófessor um fullveldi Íslands og aðild að ESB.
Ragnhildur er einn mesti fræðimaður landsins á þessu sviði og er formaður samningshóps Íslands við Evrópusambandið um dóms- og innanríkismál.
Sjáumst á fimmtudaginn.


Evrópusamtökin og
STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða
Skipholti 50a, 105 Reykjavík

sterkaraisland@sterkaraisland.is
www.sterkaraisland.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það gæti svo sem verið fróðlegt að hlusta á hvað Ragnhildur Helgadóttir hefur um þetta mál að segja.

Þó hef ég sterkan grun um að hún sé jafnt og þið heltekinn aðildarsinni og að óháði "sérfræðingastimpillinn" sem þið gerið svo mikið úr sé því heldur fölur.

Bendi ykkur á að nú er mikill kraftur og stórfjölgun félagsmanna í samtökum okkar Heimssýn, sem berjumst gegn ESB aðild og fyrir fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar án ESB helsis !

Samtökin eru nú með mikinn fjölda opinna funda um allt land, þar sem andstaðan er efld og frummælendur verða þingmenn úr öllum flokkum, nema Samfylkingunni.

Einnig nokkrir atvinnurekendur og fleiri sem láta sig þessi mál varða.

Greinilegt eins og reyndar allar skoðanakannanir sýna skýrt að ESB-andstaðan er að styrkjast meðal þjóðarinnar og í öllum stjórnmálaflokkum.

Þarna tala þingmenn frá Framsóknarflokknum og Hreifingunni auk fjölda þingmanna frá VG og Sjálfstæðisflokki.

Spurning hvenær einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar henda sér af ESB vagninum, því vitað er að mjög margir fylgismenn Samfylkingarinnar eru algerlega á móti ESB aðild og samkvæmt síðustu skoðanakönnunum tapar flokkurinn allt að fjórðungi fylgis síns. Skyldi það vera fyrir ESB þrákelknina. Kæmi mér ekki á óvart !

Þið aðildarsinnar eruð að berjast vonlausri baráttu og í raun löngu búnir að tapa þessu máli !

Sem betur fer fyrir land og þjóð.

Gunnlaugur I., 21.3.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Spyrjum að leikslokum. En þú ert kannski glaður að búa við verðbólgu og vaxtabál, ónothæfan gjaldmiðil, verðhækkanir, kaupmáttarrýrnun,  almennan efnhagslegan óstöðugleika, gengisfellingar og annað?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 22.3.2010 kl. 14:18

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sjálfur bý ég nú alla vegana um stundarsakir atvinnu minnar vegna í ESB landinu Spáni og ég get ekki séð annað en hér sé ástandið miklu verra en það er á Íslandi, þrátt fyrir að landið hafi verið í ESB í áraraðir og verið með Evru líka sem gjaldmiðil í mörg ár. 

Þetta á að sjálfsögðu ekki við um veðrið.

Hér hefur húsnæðisverð hrunið mun meira en á Íslandi. Íbúðarverð hefur á 2 árum hrunið um helming. Stór hluti fólks sérstaklega ungs fólks sem tók allt að 100% lán í íbúðunum sínum skuldar nú meira en helmingi meira í húsnæðinu en fæst fyrir það. Margir geta ekki greitt af húsnæðislánum sínum sökum lækkandi launa og gríðarlegs atvinnuleysis. 

Byggingariðnaðurinn er helfrosinn og fjölda gjaldþrot í greininni í stórum stíl. Sumir segja að hann sé allur tæknilega gjaldþrota.

Hér ganga hátt í 20% vinnuaflsins atvinnulausir og er þetta hlutfall uppí 35% hjá fólki á aldrinum 18 ára til 30 og þetta eru landsmeðaltölin. Í sumum landshlutum og héruðum er ástandið enn skelfilegra. Atvinnuleysis bætur eru líka mun lægri en á Íslandi og mun þrengra að skrá sig á þessa atvinnuleysisskrá en er á Íslandi. Hér geta t.d. sjálfstæðir smáverktakar og sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn ekki skráð sig atvinnulausa.

Send hefur verið út sérstök viðvörun um hrikalega veika stöðu Spænsku bankanna sem gæti haft í för með sér fjöldagjaldþrot margra þeirra.

Margir þeirra eru í raun tæknilega gjaldþrota ef þeir þyrðu að horfast í augu við staðreyndirnar um raunverulega stöðu húsnæðisverðsins og fasteignalánanna.

Hér er gríðarleg spilling í allri stjórnsýslunni uppúr og niðrúr. Bæði hjá pólitíkusunum og embættisaðlinum. ESB jók aðeins möguleika þessa liðs á að mjólka fleiri og feitari spena og breiða svo yfir óþrifnaðinn hvorir með öðrum og í skjóli framandi tilskipana þessa ESB apparats, aukins og flókins skrifræðisins og fjarlægs og enn flóknari valdastrúktúrs. 

Fyrir utan bankaglæponana íslensku þá eru íslenskir pólitíkusar upp til hópa eins og kórdrengir við hlið Mafíósana í ESB landinu Spáni.

Gríðarlega hefur dregið úr þjóðarframleiðslu og útflutningi. Sérstaklega til S-Ameríku þar sem hátt gengi Evrunar dregur mjög úr samkeppnishæfni Spænskrar útflutningsframleiðslu til þessa landsvæðis. Þeir hafa því misst mikið af sínum viðskiptum til USA og Bretlands af þessum sökum.

Aðal atvinnugrein þeirra ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegri niðursveiflu vegna heimskrísunnar og einnig að hluta til vegna of hás gengis Evrunnar.

Hér gætir mikillar svartsýni og fólk er mjög vondauft um að eitthvað rætist úr, ekki gerir ESB neitt og ekki geta þeir eins og við Íslendingar hreyft við kolrangt skráðum gjaldmiðli sínum til að örva atvinnulífið.

Ísland hefur miklu meiri og bjartari framtíðar möguleika en ESB ríkið Spánn, til að dafna og vaxa sem sjálfstætt og fullvalda ríki án þessa handónýta og gjörspillta ESB- HELSIS !

Já við spyrjum að leikslokum drengir.

Ég kvíði þeim ekki fyrir Íslands hönd því Íslendingar munu hafna ESB aðild með miklum meirihluta og byggja landið sitt upp án allra þeirra tilskipana og þarflausu commízararáða. 

En ég kvíði mjög fyrir hönd Spánar að hafa þessa lamandi ESB- hönd skrifræðisins og spilltra valda yfir sér.  

Gunnlaugur I., 22.3.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband