Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Harðar (VG) gegn ritstjóra Fréttablaðsins

Bjarni HarðarsonBjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður, núverandi bóksali og verðandi VG-ingur(!) ritar grein um Evrópumál í Fréttablaðið þann 20.mars. Beinist greinin að mestu leiti gegn nýjum ritstjóra blaðsins, Ólafi Þ. Stephensen, en hann er sem kunnugt mikill Evrópusinni og fyrsti formaður Evrópusamtakanna. Greinarkorn þetta er þó alls ekki ritað þess vegna. Það er hinsvegar ritað vegna kyndugra skoðana fyrrum þingmannsins. Í grein sinni segir hann m.a.:

,, Þegar kemur að íslensku hagkerfi eru sveiflurnar óhjákvæmileg afleiðing þess að hér býr fátt fólk á fjarlægri eyju. Mannfæðin ein skapar það að sveiflujöfnunin er ekki sú sama og væri í tveggja milljóna manna hagkerfi eða þaðan af stærra. Þar við bætast sveiflur vegna náttúrulegra breytinga en þær eru þó veigaminni.

Allar hugmyndir um að Ísland geti verið sem fullkominn hluti af stærra hagkerfi og laust undan sveiflum smæðarinnar eru óraunhæfar, þó ekki sé fyrir annað en torleiði hingað og fjarlægðir.

Reynsla ESB-landanna bendir raunar til að landamæri málsvæða og gamalla þjóðlanda hafi einnig gríðarlega mikil áhrif á það að lönd halda áfram að vera sérstakt hagkerfi með sína sértæku sveiflu þrátt fyrir einn gjaldmiðil og samræmt ofvaxið regluverk. Þar talar reynsla Grikkja sínu máli.

Langt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki.“

Ergo: Sveiflur eru óhjákvæmilegar á Íslandi, Ísland á ekkert erindi í hið alþjóðlega umhverfi! Er Bjarna kannski ekki kunnugt um það gríðarlega tjón sem hagsveiflur,óðaverðbólga og svimandi háir vextir hafa valdið launafólki og fyrirtækjum hér á landi?

Í rauninni lýsir þetta alveg fádæma þröngsýni og skorti á víðsýni! Best er að halda sig við túnfótinn og helst ekki fara lengra en sem nemur aðkeyrslunni!

Og rétt eins og margir aðrir Nei-sinnar kemur Bjarni Harðar með fullyrðingar, sem hann styrkir á engan hátt með dæmum eða heimildum ,, L angt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki.“ Hvaðan hefur Bjarni Harðarson þetta?  Er ekki alveg eins hægt að segja að 20% fyrirtækja í ESB flytji út vörur til tunglsins?

Nei-sinnar eru í raun rökþrota, þeir hafa ekkert ,,plan,“ þeirra lausn er óbreytt ástand, Ísland í lausu lofti í alþjóðakerfinu, á nýrri öld, þar sem þetta sama kerfi stendur fram fyrir miklum áskorunum. Ísland á að vera land á hliðarlínunni!

Grein Bjarna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gefum okkur það að þessi 10% er rétt.

Þá kemur það ekkert af óvart. 98% af fyrirtækjum á Íslandi eru lítil eða meðalstór. Og það sama gildir um alla Evrópu.

Ég er viss um að 10% af fyrirtækjum á Íslandi stundar ekki viðskipti út fyrir sitt bæjarfélag.

Ef þú t.d keyrir um Keflavík þá sérðu Bílasprautun Suðurnesja, hverfis sjoppuna, fatabúð, local veitingastaðinn.

Það er bara staðreynd að langflest fyrirtæki í heiminum er að þjónusta sínu nærsamfélagi.

Þannig að þessi 10% staðreynd skiptir engu máli og er engöngu til þess að villa fyrir lesendum.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.3.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...en hún er mjög dæmigerð fyrir málflutning Nei-sinna, sem í raun segja aldrei hvað þeir vilja fyrir Ísland til framtiðar!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 22.3.2010 kl. 22:07

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Dæmigert fyrir Nei-sinna", þetta eru helstu rök ESB sinna gegn þeim rökum sem aðrir koma með. Þetta er orðið svolítið þreytandi. Það er líka með ólíkindum að ENGINN, sem tjáir sig í nafni þessara svokallaðra "Evrópusamtaka", skuli þora að koma fram undir nafni.  

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2010 kl. 00:14

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

...þín Nei-samtök hafa ekki einu sinni opið fyrir athugasemdir! Og ekki er þar skrifað undir nafni heldur! Þetta snýst ekki um nöfn.

Þreytandi? Það er enginn sem neyðir þig til að lesa þetta blogg, nóg er jú til af öðrum bloggum!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.3.2010 kl. 11:17

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Langt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki.

Bendi á EuroChambers (hér).

Tölulegar upplýsingar á bls. 9 sýna m.a. að meðalstór og smærri fyrirtæki standa undir 81,6% atvinnu innan Evrópusambandsins. Aðeins 8% þessara fyrirtækja eiga viðskipti við önnur lönd og 5% hafa tekjur af erlendri samvinnu og sitthvað fleira.

Ekkert kemur fram um útflutning til tunglsins, en margt sem sýnir að Bjarni fer rétt með. Skýrslan er aðeins 11 síður og um margt forvitnileg lesning.

Haraldur Hansson, 24.3.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband