Leita í fréttum mbl.is

Brita Skallerud: Norskir bændur einmana, gangi Ísland í ESB

Brita SkallerudOg meira af landbúnaði. Í Bændablaðinu frá 25.mars er viðtal við Britu Skallerud, sem er annar varaformanna norsku bændasamtakanna, en þau styðja íslensku bændasamtökin dyggilega í andstöðu sinni gegn ESB. Norskur landbúnaður er eins og sá íslenski, mjög ríkisstyrktur. Fyrirsögn viðtalsins er TEKJUR BÆNDA VERÐA AÐ AUKAST og þar segir Brita að bændur vilji ekki auknar tekjur til þess að verða ríkir, heldur þurfi bændur hærri tekjur til að geta framleitt matvæli.  Brita segir einnig að með hærri tekjum hverfi nær öll vandamál sem greinin á við að glíma, en taka bera fram að hún er að tala um norskan landbúnað. 

En svo spyr blaðamaðurinn, Freyr Rögnvaldsson, hvernig eigi að auka tekjur bænda? Svar Britu er loðið, en af því má helst skilja að auknar tekjur bænda eigi að koma frá ríkinu, og að það kosti peninga að framleiða mat. Svo tekur hún fram að í Noregi eyði neytendur hærra hlutfalli tekna sinna í frítíma og ferðalög, en mat.

Sem er kannski engin tilviljun, enda Noregur eitt dýrasta land í heimi! T.d. er verslun Norðmanna á landamærum Noregs og Svíþjóðar mjög blómleg, en Norðmenn flykkjast yfir til Svía, til þess að versla ódýrar matvörur, þar með talið mikið af landbúnaðarvörum! Svo eru Norðmenn líka þekktir fyrir sparsemi!

Brita Skellerud hvetur íslenska bændur til að vera á móti ESB og segir norsku bændasamtökin vera tilbúin til þess að styðja þá baráttu ,,með ráðum og dáð.“ Hún segir að norskum bændum myndi þykja það leitt ef Ísland gengi í ESB, þá yrðu þeir dálítið einir í norrænu samstarfi. En snýst málið um það að norskum bændum leiðist ekki? Því í viðtalinu viðurkennir eða segir Skellerud að aðild Ísland myndi ekki breyta miklu fyrir norskan landbúnað! HALLÓ!

Það læðist því að manni sú hugmynd hvort íslenskir bændur séu í raun (að minnsta kosti að hluta til) að segja NEI fyrir norska bændur, svo að líf þeirra verði örlítið skemmtilegra og forða þeim frá félagslegri einangrun í norrænu samstarfi. Vá!

Ps.  Við vinnslu þessarar færslu komst bloggari að því að ekki er lengur hægt að taka beinar tilvitnanir úr PDF-útgáfu Bændablaðsins. Vistun þess er nú þannig að sé það reynt, koma einungis óskiljanleg tákn, þegar reynt er að setja textann inn í ritvinnsluforrit. Er þetta merki um aukna lýðræðisást samtakanna og viðleitni þeirra til að efla umræðu um ESB?

Viðtalið í Bændablaðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fyrir mér er það óskyljanlegt þegar fátækir Íslendingar t.d einstæðar mæður í skuldafangelsi eru á móti ESB.

Við ESB aðild mun vöruverð lækka, þá sérstaklega landbúnarðarvörur. Þú getur fengið lán á þokkalegum vöxtum, engin verðtrygging. Þegar þú borgar inná lánið þá lækkar lánið um þá tölu. Annað en við Íslendingar eigum að venjast þar sem við borgum og borgum inn á lánið og lánið hækkar bara og hækkar. 

Einnig munum við spara okkur milljarð á mánuði sem fer í beinhörðum peningum í vasa bændanna. Þetta eru peningar sem væru betur varið í eitthvað annað t.d menntakerfið eða heilsugæslu.

En best af öllu í þessari færslu er : TEKJUR BÆNDA ÞURFA AÐ AUKAST!!!     já...... og hvernig þá??????     FRÁ RÍKINU!!!   

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2010 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband