Leita í fréttum mbl.is

Lipponen: ESB mun ekki hrynja - stendur fyrir stöðugleika

Paavo LipponenPaavo Lipponen (mynd) er einn af virtustu stjórnmálamönnum Finna í gegnum tíðina. Í færslu hér á blogginu fyrr í vikunni, var vitnað í viðtal við hann sem birtist í vikunni í finnska Hufvudstadsbladet. Það er um margt áhugavert og í því lýsir hann m.a. yfir miklum vonbriðgum með þá staðreynd að Svíar tóku ekki upp Evruna á sínum tíma: ,,Það var synd að Svíar tóku ekki upp Evruna. Sem efnahagslega sterkt ríki hefði landið styrkt stoðir Evrunnar og Svíar eru líka agaðir í fjármálum,“ segir Lipponen og vísar til þeirra vandamála sem Grikkland glímir við.

Aðspurður segir hann að þörf sé að ýmsum betrumbótum, t.d. hvað varðar reglur, aukinni samvinnu aðildarlandanna og styrkingu stofnana innan ESB.

Hann segir að fyrir Finnland sé það mikilvægt að sýna ábyrgð í fjármálum, vera með í kjarna ESB-samstarfsins og sýna frumkvæði: ,,Þannig hefur maður áhrif, það þýðir ekki bara að bíða eftir hinum góðu hlutum,“ segir Paavo Lipponen.

Blaðamaður spyr hvort hann haldi að ESB hrynji útaf því sem gengur á í Grikklandi? ,,Nei,alls ekki. Það er búið að leggja mikið í þetta ,,prójekt“. Það eru líka margir sem vilja gerast aðilar og tilheyra sambandi sem stendur fyrir lýðræði, stöðugleika og mannréttindi,“ sagði Paavo Lipponen í samtali við Hufvudsatdsbladet í Helsinki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld; Evrópusamtök !

Enda; hafa Finnar látið á sig sannast, að skriðdýra háttur þeirra, gagnvart Þjóðverjum og Frökkum, er að miklum mun meiri, en finna má, í röðum Dana, hinnar gömlu Herra þjóðar Íslendinga, og er þá langt til jafnað.

Lítilla sanda - lítilla sæva, þessi forna þjóð, þar eystra, af Úgrískum stofni, og merkum, á sinni tíð.

Með; sæmilegum kveðjum, úr Árnesþingi, miðað við ástand mála, hjá frændum mínum, í Rangárvalla - og Vestur- Skaftafellssýslum

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"A recent economic study on the possible entry of Sweden in the Eurozone has found that it would be likely to have a positive effect.

The study of the evolution of the Swedish money market rates shows that they follow closely the euro rates, even during economic crisis times.

This shows that Sweden would not lose in terms of monetary policy autonomy as the Swedish Central Bank already follows closely the rates set by the European Central Bank.

When adopting the euro, Sweden would swap this autonomy on paper for a real influence on the European monetary policy thanks to the gaining of a seat in the ECB's governing council.

Overall, the study concludes that staying outside of the eurozone implies forgone benefits that Sweden, a small open economy with a sizable and internationally exposed financial sector, would enjoy from adopting an international currency."

Sweden and the euro


University of Oxford - Should Sweden join the euro?

Þorsteinn Briem, 14.5.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þvílík vandræði, þvílíkt klúður !

ESB og Elítu- EVRAN þeirra er eitthvert mesta og versta efnahagslega- og félagslega misfóstur gjörvallrar mannkynnssögunnar síðan Sovétríkin sálugu hrundu til grunna. 

Nú eru þessi hræðilegu kerfismistök að byrja að hrynja yfir alsaklaust fólkið í þessum löndum sem þó frekar en í Sovéttunum sálugu aldrei valdi eða kaus þennan fjandans óhroða yfir sig ! 

Gunnlaugur I., 14.5.2010 kl. 21:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.05.2010 (síðastliðinn þriðjudag):

"Estonian finance minister Jürgen Ligi admitted yesterday that Estonia would have to pay at least 10 billion kroons [um einn milljarð íslenskra króna] into the stabilization aid package that was agreed by the EU finance ministers yesterday.

In addition to the 10 billion kroons, Estonia would participate in the IMF quota with about 1.5 billion kroons [um 150 milljónir íslenskra króna] plus its share in the EU budgetary aid package.

Ligi said that there was no escape for Estonia from participating in the aid package, adding that thinking that we can evade eurozone problems is taking us nowhere. "It's better to be part of the eurozone", he added. [...]

Economist
Janno Reiljan said that EU member states are participating in the aid package according to their share in the capital of European Central Bank. [...]

The Estonian government
can fool our  pensioners, pull out its pockets and claim that it has no money. Once we are in the eurozone, such tricks will not work."

Eistland vill vera á Evrusvæðinu þrátt fyrir aðstoðarpakka

Þorsteinn Briem, 14.5.2010 kl. 22:19

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, hættu þessa endalausa bulli. Þú ert eins og biluð plata frá árinu 1920.

Svona fasistaháttur eins sá sem þú heldur á lofti er ennfremur þreyttur. Enda tala eingöngu menn eins og þú sem eruð í fasistabúningum og dáist af mönnum og hugmyndum sem valda ekki neinu nema skaða fyrir það fólk sem verður fyrir þeim. Ég tek það fram að margir andstæðingar ESB eru ekki fasistar, margir af þeim eru hinsvegar öfga-hægri (og vinstri) menn sem eru ekkert betri og valda skaða á sinn hátt og samkvæmt hugmyndum öfga-hægrimanna. 

Staðreyndin er að ESB er andstaðan við fasisma, kúgun og þann skaða sem öfga-hægri (og vinstri) veldur. Þetta veist þú fullvel sem og aðrir andstæðingar ESB.

Miðað við hvernig þú talar um Sovétríkin. Þá hallast ég að því að þú vitir nákvæmlega ekkert um það hvernig lífið var í Sovetríkjunum á sínum tíma. Þú virðist nefnilega ekki einu sinni hafa haft fyrir því að líta í sögubækur til þess að kynna þér málið.

Það er alveg ljóst að ESB og evran er ekki að fara neitt. Það einnig alveg ljóst að bullið í andstæðingum ESB er ennfremur ekki að fara neitt. Enda sjá margir sér hag í því að standa á móti ESB og því sem sú samvinna stendur fyrir.

Jón Frímann Jónsson, 14.5.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar litið er á verga landsframleiðslu (GDP) árið 2009 er Evrópusambandið í fyrsta sæti með 21% af heimsframleiðslunni, í öðru sæti Bandaríkin en Þýskaland í fimmta, Bretland í sjötta, Frakkland í áttunda, Ítalía í tíunda, Spánn í þrettánda og Ísland í 134. sæti.

List of countries by GDP (PPP)


"Because of instability in the Icelandic króna there has been discussion in Iceland about adopting the euro.

However, according to Jürgen Stark, a Member of the Executive Board of the European Central Bank, "Iceland would not be able to adopt the EU currency without first becoming a member of the EU." Iceland has since then applied for EU membership."

"The federal government's debt rose by almost $1.4 trillion in 2009, and now stands at $12.1 trillion. While the U.S. public debt is the world's largest in absolute size, another measure is its size relative to the nation's GDP.

As of 2009 the debt was 83 percent of GDP. This debt, as a percent of GDP, is still less than the debt of Japan (192 percent) and roughly equivalent to those of a few western European nations, including Greece and Portugal."

Office of Management and Budget - The President of the United States

Þorsteinn Briem, 15.5.2010 kl. 02:39

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hinn hittrúaði ESB innlimunarsinni, Jón Frímann er nú aftur kominn með FASISTA STIMPILINN sinn á loft.

Nú varð ég fyrir stimplinum hans alræmda.

Hafði reyndar orðið fyrir honum áður þar sem ég er félagi í Heimssýn.

En um daginn í enn einu geðvonskukastinu stimplaði hann líka alla félaga Heimssýnar sem FASISTA !

Lýsir best skipbroti þröngrar ESB hugmyndafræðinnar og rökþrotum hans sjálfs !

Er furða að fylgið hrynji nú af ESB trúboðinu á Íslandi sem aldrei fyrr, með svona vonlausan málstað og vanstillta og óhæfa trúboða fagnaðarerindisins ! 

Gunnlaugur I., 15.5.2010 kl. 07:45

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér sýnist á andsvörum þeirra sem kjósa að fýlast útí ESB að þeir eru bara svartagallsrausarar og legi ekkert annað fram en sína brotlentu heimssýn.

Auðvitað er megin drifkraftur þerra sem "berjast" gegn ESB gamaldags úreltur fasismi. Þjóðernissósíalismi var einu sinni lýsingarháttur á "the nazies". Það er margt ótrúlega líkt með hluta Heimsýnarklíkunnar og slíkum viðhorfum. Í stað þess að vera fjármagnað af Kruoo auðhringnum eru íslenskir útgerðar menn sponsorar þessarar sjálfseyðingarhvatar.

Gísli Ingvarsson, 15.5.2010 kl. 10:00

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gísli Ingvarsson líka kominn í þennan hóp, því átti ég nú ekki von á en örvæntingin er greinilega að gera útaf við ESB innlimunarsinna físt þeir falla í þessa FASISTA-GRYFJU, sína.

En ykkur er auðvitað fullkomlega heimillt að kalla okkur öllum illum nöfnum. Það bætir ekki handónýtan ESB málstað ykkar.

Heimssýn er félagsskapur fólks úr öllum stjórnmálaflokkum og fólki víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Félagaskráin er næstum 2000 manns og stærstur hluti þess fjár sem inn kemur er frá einstaklingum sem styðja málstaðinn um frjálst og fullvalda Ísland en án ESB yfirráða. 

Heimssýn eru hugsjónarsamtök fólks en ekki fyrirtækja eða neinna samtaka. Heimssýn er ekki fjársterkt félag, síður en svo.

Hinns vegar megum við horfa uppá það að ESB apparatið dælir hér ómældum peningum í all kyns félagasamtök og fræðimenn sem styðja ESB aðild. Halda einnig úti heilu fræðasetrunum við suma háskólana greiða fyrir laun prófessorana sem útunga svo sérstökum Evrópusérfræðingum. Svona einskonar Æðstu prestum ESB rétttrúnaðarins. ESB hefur líka opnað hér fjölmennt sendiráð til þess að reyna með öllum ráðum að herða á áróðrinum fyrir ESB innlimun landsins.  

Raunar eigum við við ofurefli að etja, en við munum ekki linna látum fyrr en fullur sigur hefur unnist og við höfum rekið þetta siðspillta yfirráðabandalag ESB af höndum þjóðarinnar. 

Sá dagur mun fljótlega koma, þá megið þið fara í mótmælagöngur gegn lýðræðinu og gegn þjóðinni og gegn okkur "fasistunum" !

Gunnlaugur I., 15.5.2010 kl. 11:42

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er fínt að andstaðan við aðild sé að toppa núna áður en aðildarviðræður hefjast. OG þegar viðræðurnar verða komnar af stað þá mundi öll svörin við röngum fullyrðungum og ósannindum NEI-sinna vera hrakinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.5.2010 kl. 11:55

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég hugsa að andstaðan verði ekki öllu meiri en við munum hafa algeran meirihluta, þið skuluið ekki gera ykkur neinar grillur um það að þið eigið minnstu möguleika á að véla þjóðina undir þetta spillta yfirráðabandalag. 

Þið og ESB hafið séð fyrir að afhjúpa ykkur sjálf og í ESB áróðri ykkar stendur nú ekki steinn yfir steini.

En í ofanálag hefur ESB apparatið hefur afhjúpað sig sem gagnslaust og þunglammalegt ólýðræðislegt apparat sem passar okkur alls ekki. Síðan hefur EVRAN sjálf brugðist og afhjúpað sig sem misheppnaður gjaldmiðill sem valdið hefur mörgum aðildarlöndum efnahagslegu stórtjóni.

Gunnlaugur I., 15.5.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband