Leita í fréttum mbl.is

Monní, monní!

Ragnheiður E. ÁrnadóttirEins og kunnugt er þeim sem fylgjast með fréttum fóru fram umræður um utanríkismál í þinginu í gær. Þar reyndi Ragnheiður Elín Árnadóttir að tortryggja ESB-málið með því að kasta því fram að kostnaðurinn við umsóknina yrði allt að 7 milljarðar króna (7000 milljónir).

Mjög ólíklegt verður að teljast að sú verði raunin. Af hverju? Jú:

- Mikið er lagt upp úr að ferlið verði sem ódýrast, m.a. með því að hafa hluta samningaviðræðnanna hér á landi.

- Mjög margir kaflar af þeim 35 sem verður að "loka" eru nú þegar langt komnir eða frágengnir vegna veru okkar í EES. Sá partur kostar því mun minna en annars væri.

- Íslenska ríkið mun ekki eitt bera kostnaðinn, ESB mun leggja fram fé á móti.

Nú þegar liggur fyrir gróf kostnaðaráætlun upp á um 1 milljarð króna. Hvernig Ragnheiður Elín fær út kostnað sem er sjö sinnum hærri, er vandséð. Það eru ýmsir óvissuþættir í kostnaði sem þessum, t.d. verð á flugvélaeldsneyti (menn þurfa að fljúga til og frá Íslandi!). Bara svo lítið dæmi sé tekið.

Í leiðara MBL í gær er einnig sagt að umsóknin sé sóun. Ekki veit ritari hvor ritstjóranna, Davíð eða Haraldur skrifaði, en Davíð var allavegana Seðlabankastjóri þegar hann fór á hvolf. Kostnaður: 400 milljarðar!

Stundum koma hlutirnir úr allra-hörðustu átt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er mikill meirihluti Framsóknarmanna algerlega andvígur ESB aðild eins og reyndar kjósendur allra annarra flokka, nema Samfylkingarinnar, en þar er þó vaxandi andstaða líka og flokkurinn líka að tapa fylgi.

Þeir sem engan flokk styðja er líka að 2/3 hlutum andvígir ESB aðild.

Þannig að veriði ekki að veifa Jóni Sig fyrrverandi framsóknardindli sem einu sinni aldrei komst inná á þing og var svona messagutti Halldórs Ásgrímssonar til þess að niðurlægja flokkinn og koma flestum kjósendum frá honum.

Hann hefur enga vigt í íslenskum stjórnmálum og ekki einu sinni í Framsókn.

Í örvæntingu ykkar útaf fylgisleysinu reynið þið að grípa hvert hálmstráið á fætur öðru.

En staðreyndin er að málefnagrundvöllur ESB trúboðsins á Íslandi er gersamlega hruninn til grunna og þar stendur nú ekki steinn yfir steini.

ESB trúboðið er berstrípað og öll ESB lygin hefur verið afhjúpuð aftur og aftur og hvað eftir annað !

Afhverju breytiði ekki síðunni ykkar í mataruppskriftarsíðu heldur en af þrjóskunni einni saman að halda þessari vonlausu ESB baráttu ykkar áfram.

Gunnlaugur I., 15.5.2010 kl. 16:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ályktun flokksþings framsóknarmanna í fyrra um aðildarviðræður við Evrópusambandið:

"Markmið

Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.

Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Skilyrði


• Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.

• Staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

• Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.

• Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.

• Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.

• Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.

• Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.

• Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

• Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB."

Ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 15.5.2010 kl. 17:40

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eruð þið í þessum óþjóðlegu samtökum búin að gleyma því, að Össur hafði sjálfur, nokkrum mánuðum eftir umsóknina, viðurkennt, að kostnaður yrði líklega um 1,5 milljarðar?

Og hafið þið líka gleymt því, að þegar hann talaði um, að Evrópubandalagið myndi greiða kostnað, þá tók hann skýrt fram, að það væri í því tilfelli, að Ísland yrði tekið inn í bandalagið?

Hvort eruð þið svona fáfróð um þetta eða í beinni blekkingarstarfsemi? Ef það fyrra á við, þá getið þið allt eins lagt niður þessa vefsíðu ykkar.

Og nei takk, þið verðið aldrei bloggvinir mínir!

Jón Valur Jensson, 16.5.2010 kl. 03:10

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

JVJ: Okkur finnst það allt í lagi að þú viljir ekki vera bloggvinur okkar. Ástæðan er m.a. þessi og þessi!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.5.2010 kl. 08:54

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég sé að það stoppar fátt bullarana Gunnlaug I og Jón Val Jensson.

Það eina sem hefur verið sannað með óhyggjandi hætti aftur og aftur eru lygar andstæðinga ESB. Enda vita andstæðingar ESB uppá skömmina þegar það kemur að ESB málefnum. Það er nefnilega staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi vita fullvel að ástandið í Evrópu er ekki eins og þeir lýsa því, og það sem meira er. Þeir hafa vitað þetta frá upphafi.

Efnahagskreppan bítur núna í Evrópu, eins og annarstaðar í heiminum um þessar mundir. Hinsvegar er alveg ljóst að efnahagskreppan mun ganga yfir, þó svo að það taki smá tíma. Þegar efnahagskreppan verður gengin yfir þá mun málfutningur andstæðinga ESB sem snýr að því falla um sjálfan sig eins og svo margt annað bull frá andstæðingum ESB á Íslandi og annarstaðar.

Jón Frímann Jónsson, 17.5.2010 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband