Leita í fréttum mbl.is

Að vara við her sem ekki er til! Raunverulegt grín!

Bóndi með haglaraSamtök ungra bænda hafa eytt hundruðum þúsunda króna í auglýsingar gegn her sem ekki er til! Það gerðu þau í FRBL og MBL í morgun. Þar birtust næstum heilsíðuauglýsingar frá þessum ungu bændasamtökum þar sem varað er við Evrópuhernum!

Af hverju þessi auglýsing kemur núna er ráðgáta. Það er hinsvegar nokkurn veginn á hreinu að hún er greidd af almannafé, þar sem rekstrarfé Samtaka ungra bænda kemur að öllum líkindum frá ríkinu. Varla eru ungir bændur að borga þetta úr eigin vösum, eða?

Bændur nota því sennilega almannafé til þess að birta mynd af amerískum Hummer í Írak (eða Ísrael, sjá pálmatrén i auglýsingunni), til þess að vara við Evrópskum her, sem er ekki til og ekki er nein von til að verði stofnaður á komandi árum. Meðal annars vegna andstöðu margra aðildarríkja!

Í frétt RÚV kemur fram í viðtali við Helga H. Hauksson, formann ungbænda: ,,Í samtali við fréttastofu segir Helgi þetta vera einn af þeim fylgifiskum Evrópusambandsins sem að Íslendingar munu koma til með að þurfa að taka fyrir í aðildarferlinu.

Herinn hafi þó enn ekki verið stofnaður og ekkert komið fram um herskyldu aðildarríkja."

,,...fylgifiskum Evrópusambandsins sem að Íslendingum munu koma til með að þurfa að taka fyrir í aðildarferlinu."

Halló!Hvað á Helgi eiginlega við? Að íslendingar þurfi að ræða við ESB um her sem er ekki til? Þetta er raunverulegt grín!

Evrópusamtökin velta einnig fyrir sér orðalagi fréttamanns RÚV, sem í texta sínum talar um "væntanlegan Evrópusambandsher". Fyrirgefið, en það er enginn ESB-her væntanlegur!

Jörð kallar Helga H. Hauksson!! Snúa sér að landbúnaði, takk!

Að lokum er hér svo bútur úr fréttabréfi Evrópusamtakanna frá því í dag:

...,,..eins og flestir hafa tekið eftir birtu samtök Ungra Bænda stóra auglýsingu í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun um svokallaðan Evrópuher... Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa. Komið hefur verið á laggirnar hraðsveitum skipaðar hermönnum úr herjum aðildarlandanna til að stilla til friðar á átakasvæðum en hverju aðildarlandi er það sjálfvald sett hvort þeir senda sína hermenn í þessar sveitir.

Við vísum á ummæli Alison Bailes, kennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þar að lútandi á opnum fundi hjá Alþjóðamálastofnun HÍ í vetur. Alison er einn helsti sérfræðingur í Evrópu á sviði friðarrannsókna og var meðal annars framkvæmdastjóri SIPRI, sænsku friðarrannsóknar-stofnunarinnar."

(Leturbreyting: ES-blogg)

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Álit hvorrar frúarinnar vegur meira í Brussel, Alison Bailes, kennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eða Angelu Merkel, kanslara Þýska sambandslýðveldisins?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Svavar Bjarnason

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa auglýsingu var hvaða hálfvitar stæðu á bak við hana. Fyrir það fyrsta er ekki búið að ákveða hvort þessi her verði stofnaður. Í öðru lagi, ef hann verður stofnaður, verður hann ekki byggður upp með herskyldu. Í þriðja lagi hafa fjölmargir Íslendingar þegar gegnt herþjónustu í hinum ýmsu löndum, t.d. Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku o.fl. ríkjum, af frjálsum vilja. Svo, hver yrði breytingin fyrir okkur?

Svavar Bjarnason, 28.5.2010 kl. 23:18

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Strákagreyin.  Að láta Heimsksýn spila svona með sig.

Annars er nú góð spurning, hver borgar landabrúsann?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 00:46

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta batnar bara. Hinn armurinn af evrópuandstæðingum var svo vinsamlegur að láta mig fá texta sem á að vera frá Angelu Merkel um þetta sama mál. Það kemur í ljós við þá skoaðun að texta evrópuvaktarinnar og textanum í auglýsingu Samtaka Ungra Bænda ber ekki saman, þeir í reynd eiga bara ekkert sameiginlegt.

Hægt er að lesa bloggskrif mín um það hérna.

Hans Haraldsson, Svona breyting þarfnast samþykki allra aðildarríkja ESB. Það er hinsvegar ljóst að það samþykki mun ekkert fást á næstunni vegna andstöðu Frakklands, Spánar, Bretlands og væntanlega fleiri þjóða innan ESB og utan þess (BNA þá helst).

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2010 kl. 02:01

5 identicon

Það var alltaf alveg ljóst að Þýskaland myndi ekki samþykkja sameiginlega mynt!

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 02:46

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hans, evran kemur þessum umræðum um bjánalega auglýsingu Samtaka Ungra Bænda ekkert við.

Annars voru þjóðverjar aldrei á móti evrunni eftir því sem ég kemst næst.

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2010 kl. 03:14

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gáfurnar hafa ekki fests við íslenska bændastétt í gegnum aldirnar.. það hefur sagan margsannað og sýnt ;)

Óskar Þorkelsson, 29.5.2010 kl. 06:13

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gott hjá ungum bændum að vekja athygli á þesum umræðum um stofnun sérstaks hers á vegum ESB apparatsins.

Ég veit alveg að það er ekkert búið að samþykkja stofnun þessa hers. En það er samt alveg rétt að ýmsir ráðamenn ESB og einstakra aðildarríkja innan ESB hafa marg lýst yfir nauðsyn þess að ESB komi sér upp sérstökum herafla.

Það er því í hæsta lagi mjög skrítið ef Evrópusamtökin vilja helst láta banna alla umræðu um þetta mál hér á landi á þeirri forsendu að þetta hafi enn ekki verið samþykkt eða sé bara á umræðu stigi hjá Elítunni !

Tek ofan fyrir "Ungum bændum" fyrir það að reyna að upplýsa þjóðina um þessar umræður innan Sambandsins, þ.e. um stofnun sérstaks ESB herafla

Svo í lokin til Óskars Þ. þá hefur sagan einmitt sýnt að lang stærstum hluta þá hefur íslensk bænda stétt í gegnum aldirnar veruð skipuð harðduglegu og skarpgreindu menningarfólki.

Þú og ég og nánast allir íslendingar eru einmitt af þessu fólki kominn. 

En þessi fullyrðing mín á sjálfsagt eftir að verða túlkuð á þann veg af ESB trúboðin á Íslandi sem merki um hvað þjóðin sé afburða heimsk og vitlaus og miklir fábjánar hérna eins og hjá Jóni Frímanni.

Þannig er stöðugt reynt að grafa undan þjóðinni og tala niður hagsmuni hennar og sjálfsvirðingu.

Þannig að tilgangurinn helgi ESB meðalið og að hægt verði að véla land og þjóð undir ESB VALDIÐ !

Eftir að flest ef ekki öll fyrri rök ESB trúboðsins hafa molnað mélinu smærra og fokið út í veður og vind þá er nú gripið til þessarar lágkúrulegu þjóðníðinga umræðu í áróðurs stríðinu.

Gunnlaugur I., 29.5.2010 kl. 08:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu geta einhver Evrópuríki sett á laggirnar sameiginlegan her, ef þau vilja. Hvorki Evrópusamtökin né Heimssýn ráða því og við Íslendingar erum í NATO, eins og 25 önnur Evrópuríki.

Atlantshafsbandalagið - NATO

Sameiginlegur her allra ríkja Evrópusambandsins er hins vegar ekki til, eins og allir vita, og verður ekki til nema með samþykki allra ríkjanna.

Og Lissabon-sáttmálanum verður ekki breytt nema með samþykki allra aðildarríkjanna, eins og mönnum ætti að vera í fersku minni.

Menn verða því að
LESA LISSABON-SÁTTMÁLANN áður en þeir tjá sig um sáttmálann eða eyða sínu eign fé og annarra manna í auglýsingar sem eru í engu samræmi við hann, en það hét nú kallað að LJÚGA í Skíðadalnum, þar sem ég ólst upp við kúa- og sauðfjárbúskap.

"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40


"Does the Treaty of Lisbon create a European army?


No.
Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.


A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon


"7. If a Member State is the victim of armed aggression on its territory, the other Member States shall have towards it an obligation of aid and assistance by all the means in their power, in accordance with Article 51 of the United Nations Charter.

This shall not prejudice the specific character of the security and defence policy of certain Member States.

Commitments and cooperation in this area shall be consistent with commitments under the North Atlantic Treaty Organisation [NATO], which, for those States which are members of it, remains the foundation of their collective defence and the forum for its implementation."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/35


Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 09:57

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Myndasaga

Þessi myndasaga er ágæt til að átta sig á stöðunni og hugsanlegu framhaldi.

Nú er ESB statt um það bil á blaðsíðu 6.

Guðmundur Jónsson, 29.5.2010 kl. 10:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn ættu að reyna að halda sig við sannleikann í opinberri umræðu, enda þótt það sé mjög erfitt fyrir þá, og órökstuddar fullyrðingar eru einskis virði í opinberri umræðu.

Fullorðið sveitafólk ætti ekki heldur að kenna börnum sínum að ljúga og láta HEIÐARLEGT FÓLK fólk greiða fyrir lygina í dagblöðum landsins.

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 10:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÓHEIÐARLEGT FÓLK:

"Stofnfundur Samtaka ungra bænda var haldinn í Dalabúð í Búðardal 23. október síðastliðinn.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins en samtökin eru ætluð ungu fólki á aldrinum 18 til 35 ára sem hafa áhuga á landbúnaði og málefnum landsbyggðarinnar.

Á fundinum var kosin fimm manna stjórn sem er skipuð þeim Margréti Ósk Ingjaldsdóttur Þjórsárnesi í Flóa, Oddnýju Steinu Valsdóttur Butru í Fljótshlíð, Helga Hauki Haukssyni Straumi í Hróarstungu, Sigurði Þór Guðmundssyni Holti í Þistilfirði og Gunnbirni Ketilssyni Finnastöðum í Eyjafirði."

Helgi Haukur Hauksson var kosinn formaður félagsins.

Sjá nánar á vef Bændablaðsins

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 11:30

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er engu logið um það að það eru uppi plön meðal margra helstu forystumanna ESB um það að koma upp sérstökum ESB herafla til þess að herða á "samrunaferlinu" heitir það víst, eða eitthvað álíka fínt.  

En affhverju ekki má nú tala um þessi plön sem bæði hafa verið sett fram í rituðu og töluðu máli og eru bara staðreyndir sem hægt er að benda á. 

En þá bregður svo við að af því að þessum áformum er ekki orðið eins og þið hamrið nú á og enn og ekki búið að stimpla þetta af öllum buráðunum í BRUSSEL, þá eru menn bara kallaðir lygarar og því verri nöfnum af ykkur æstustu ESB innlimunarsinnunum, bara fyrir það eitt að benda á þessa umræðu innan sambandsins sjálfs.

Ég veit ekki betur en að þið ESB innlimunarsinnar hafið hiklaust notað ykkur allskonar svona umræður um mögulegar breytingar og plástra á óburðugu og hripleku regluverki ESB apparatsins, þegar það hentar ykkur í áróðursstríðinu.

Má þar til nefna að þið hafið margir hverjir bent hróðugir og yfirlætislega á að nú séu til umræðu innan sambandsins einhverjar uppstokkanir og lagfæringar á handónýtri sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Þegar það hentar ykkur í áróðursstríðinu takið þið upp einhverjar skoðanir eða tillögur sem fram hafa komið á fundum eða samtölum við einhverja ESB silkihúfuna og talið þá um eins og þetta sé bara nú þegar orðinn hlutur og þess vegna höfum við ekkert að óttast þetta verði allt saman lagað á næstu árum.

Segið jafnvel að gagnrýni okkar á núverandi sjávarútvegsstefnu séu ekki marktækar þar sem til standi að gera þessar og hinar breytingar á henni.  

En allir vita sem eitthvað hafa kynnt sér vinnuferla og aðferðarfræði ESB búráðsins að eitt af því sem gerir ESB jafn handónýtt og óskilvirkt og það í rauninni er, er ákvarðnafælni og snigils hægagangur í öllum ákvörðunum.

Á endanum og oftast allt of seint fæðist ESB APPARATINU svo kanski lítil mús, en menn biðu eftir fýl og allir þeir ólíku aðilar sem biðu verða hundóánægðari en þeir voru jafnvel fyrir. 

Svona virkar ESB apparatið í reynd, sem sagt það virkar ALLS EKKI !     

ESB innlimunarsinnar já endilega flettiði uppá teiknimyndasögunni sem G.J. bendir á hér með link að ofan og skoðiði hvert algerlega misheppnaður herleiðangur ESB- Elítunnar til ánauðarinnar er kominn.

Takk fyrir.

Gunnlaugur I., 29.5.2010 kl. 11:41

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef heyrt að ósýnilegi ESB herinn sé svo agressífur á Spáni að fólk þori ekki útúr dyrum af ótta við að verða sjanghæjað í nefndann ósýnileika.

Svo hef ég líka heyrt að ESB sé í rauninni stjórnað af eðlum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 11:53

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reyndu að hætta að ljúga og halda þig við sannleikann, enda þótt það sé mjög erfitt fyrir þig, Gunnlaugur fyrsti.

Þegar menn berjast fyrir einhverjum málstað eiga þeir að halda sig við sannleikann en ekki lygina.


"A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon


"Commitments and cooperation in this area shall be consistent with commitments under the North Atlantic Treaty Organisation [NATO], which, for those States which are members of it, remains the foundation of their collective defence and the forum for its implementation."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/35

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 12:19

17 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það breytir því ekki, sama hvað þú vitnar í helgiritin ykkar Steini, eins og Lissabon sáttmálann að þetta herafla mál hefur verið til umræðu innan Sambandsins og meðal foryustumanna þess þannig að það á alveg að vera hægt að ræða það og vitna til þess og benda á það án þess að vera kallaðir lygarar og þaðan af verri nöfnum.

Þið virðist vera illa haldnir einhverri öfgaþráhyggju og viljið ráða því hvað fólk má ræða og hvað ekki ræða !

Reyndar er það alveg í anda allt um vefjandi og kæfandi ESB VALDSINS !

Og af því að þíð talið um herinn ósýnilega þé bendi ég ykkur líka á að Winston Chursil heitinn benti á þetta sama þegar hann varaði við uppgangi og vopnaskaki Þýska hersins.

En var snupraður á sama hátt og þið reynið nú að snupra okkur. Vegna þessa var hann lengi vel hafður að aðhlátusrsefni meðal margra þingmanna Breska þingsins.

Sá "ósýnilegi" herafli varð síðar að einhverri skelfilegustu ógn og hörmungum allrar veraldarsögunnar !

Sagan hefur kennt okkur það eitt að sagan virðist alltaf getað endurtekið sig.

Eigum við að fá að sjá það einu sinni enn gerast !

ESB herafli sem stjórnað væri beint af gírugri og spilltri valdaelítunni, yrði til lengdar tíma litið enginn friðarher ! 

Gunnlaugur I., 29.5.2010 kl. 12:38

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haltu þig við sannleikann, Gunnlaugur fyrsti.

Að sjálfsögðu geta einhver Evrópuríki sett á laggirnar sameiginlegan her, ef þau vilja, og við Íslendingar erum í NATO, eins og 25 önnur Evrópuríki.

Atlantshafsbandalagið - NATO


Sameiginlegur her allra ríkja Evrópusambandsins er hins vegar ekki til, eins og allir vita, og verður ekki til nema með samþykki allra ríkjanna.

Og aðildarríki Evrópusambandsins geta sagt sig úr sambandinu.


"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 12:46

19 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, þú hefur ekki efni á þessum stóra kjafti þínum um ESB. Þar sem þú bæði býrð í ESB landi og notar evruna sem gjaldmiðil. Í reynd þá nýtur þú allra kosta ESB samstarfsins vegna búsetu þinnar á Spáni. Sem er eitthvað sem íslendingar fá ekki að gera um sinn.

Í ljósi þeirrar staðreyndar að þú ert ennþá frjáls maður á Spáni, sem býrð þar í krafti aðildar Íslands að EES og síðar ESB þá er ljóst að stórar yfirlýsingar þínar eru bara froða eins og annar málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi og annarstaðar.

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2010 kl. 13:19

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú rétt sem Jón Fr. bendir á,  að texin sem Ungbændur eru með og hafður er eftir Merkel er augljóslega allt annar en sem öfga-hægri menn létu Jóni í té og lesa má um á bloggi hans ef farið er inná hlekk hér að ofan.  Textarnir eru ekki einu sinni líkir! 

Samt segja Bændur að þetta sé frá 13 maí 2010.

Merkel garpurinn hefur kannski bara verið í þessu 13 maí?  Hver veit.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 13:39

21 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég held mig við sannleikann Steini hafðu ekki áhyggjur af því.

Ég held að þú ættir frekar að fara yfir allar lygarnar og blekkingarnar ykkar um ESB undrin ykkar óskeikulu !

Svo sem:  "Það hefði aldrei gerst hefðum við verið í ESB og með EVRU"

Sú lygaþvæla ykkar öll hefur nú verið hrakinn og stendur þar ekki steinn yfir Steini.  

Mesta lygi gjörvallrar Íslandssögunnar hefur verið afhjúpuð. Sem betur fer fyrir land okkar og þjóð.

Jón Frímann.

Það er enn og aftur mikill misskilningur hjá þér að af því að ég bý nú um stundir á Spáni, þá megi ég ekki tjá mig um málefni ESB eða hafa sterkar skoðanir á hugsanlegri aðild míns föðurlands af þeim málum.

Það er nú ekki enn a.m.k. orðið svo slæmt hérna í ESB 20% atvinnuleysis "sælunni" að menn megi ekki hafa skoðanir eða vera á móti þessu mesta misfóstri mannkynssögunnar sem heitir ESB.

Það breytir því ekki að mér þykja Spánverjar ágætis fólk og Spánn er fallegt land.   

Reyndar er næsti nágranni minn Rússi og einn ágætur kaupmaður sem hér býr og ég þekki líka er Kínverji og hvorugt þeirra heimalanda eru í ESB eða aðilar að EES.

Þannig að ég get nú ekki séð að ég búi hér, uppá náð og miskunn þessa EES samnings eða í ekki í krafti eins eða neins,  nema þá á mínum eigin krafti.

Gunnlaugur I., 29.5.2010 kl. 13:47

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. Eg leysti hnútinn!

Tilvitnunin er í Heimsksýn!

"Hvað Evrópusambandsherinn varðar hefur lengi staðið til að koma honum á laggirnar. Fjölmargir forystumenn innan Evrópusambandsins hafa lýst stuðningi við þá hugmynd á liðnum árum og þegar er kominn vísir að slíkum her. Um er að ræða sérstakar hersveitir sem lúta stjórn sambandsins og ætlað er að geta burgðist hratt við hættum sem kunna að koma upp. Þá eru heimildir til stofnunar slíks hers í Stjórnarskrá Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálanum) sem tók gildi þann 1. desember á síðasta ári."

Þ.e. Heimsksýn leggur á ofannefndann hátt útfrá orðum Frú Merkel 13.maí 2010.

Svo koma bændur bara galvaskir og setja innan gæsalappa og skrifa undir: Merel í ræðu 13. maí 2010.

(Eg ætli að linka beint inná þessa  LÍÚ síðu enda ekki við hæfi, að mínu mati)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 14:11

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  "Merkel" og "ætla ekki að linka"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 14:12

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haltu þig við SANNLEIKANN, Gunnlaugur fyrsti.

Þú ruglar út í eitt og ert greinilega orðinn elliær ef ekki líka gamalær.

Ég hef til að mynda aldrei sagt eftirfarandi:

"Það hefði aldrei gerst hefðum við verið í ESB og með EVRU."

Þú bætir hér ENGU við umræðuna og stundar því kappræður af miklum móð og engan veginn rökræður.

ALLAR ÓRÖKSTUDDAR FULLYRÐINGAR ERU EINSKIS VIRÐI Í OPINBERRI UMRÆÐU.


Hvað þér FINNST um hitt og þetta, kemur ENGUM í heiminum við.

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 14:55

25 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, þú getur flutt til Hollands. Þar er eingöngu 4.2% atvinnuleysi. Staðreyndin er að atvinnuleysi kemur ESB ekkert við, heldur eingöngu þeim lögum sem viðkomandi ríki hafa um atvinnumarkaðinn. Þessi lög eru mismunandi á milli landa, þó svo að ákveðnum samræmdum ESB lögum (gilda líka á EES svæðinu) séu einnig í gildi.

Tölur um atvinnuleysi innan ESB frá því í Janúar 2010 er að finna hérna.

Þú býrð á Spáni uppá náð og miskun EES samningins. Án EES samningins þarftu að sækja um dvalarréttindi eins og Rússinn og Kínverjinn þurfa að gera, sem eru nágrannar þínir. Þú ættir kannski að spurja þá útí ferlið við næsta hentuga tækifæri.

Gunnar I, ég ætla ennfremur að benda þér á að það er eitt að hafa rangt fyrir sér. Það er annað að viljandi halda fram rangfærslum eins og þú gerir hérna.

Ómar, ég er ekki hissa á því að þessi texti sé upprunin frá Heimssýn. Hinsvegar kom þetta ekki fram í google leit hjá mér. Það er hugsanlegt að þetta hafi farið fram hjá mér. Þakka fyrir upplýsinganar.

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2010 kl. 15:17

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO - North Atlantic Treaty Organisation) eru langflest í Evrópu og Ísland hefur átt aðild að NATO í sex áratugi.

Og herskip frá Evrópu koma reglulega til Íslands.

"Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, Standing Naval Force Atlantic, kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 24.-27. apríl næstkomandi. Í flotanum eru átta herskip frá sjö aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Spáni.


Íslandsheimsókn fastaflotans er liður í reglubundnum heimsóknum hans til aðildarríkja bandalagsins, en fastaflotinn heimsótti Ísland síðast í ágúst 1996.


Yfirmaður fastaflotans er þýski flotaforinginn Gottfried A.W. Hoch."


Fastafloti Atlantshagsbandalagsins heimsækir Reykjavík


Ísland og Danmörk eru stofnfélagar í NATO
og Landhelgisgæslan og danski sjóherinn eru í miklu samstarfi hér á Norður-Atlantshafi.

"Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála. Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum.

Samstarf Íslendinga og Dana er afar mikilvægt fyrir öryggi við Íslandsstrendur sem og vegna fyrirsjáanlegra breytingar á siglingaleiðum um Norður-Íshafið.
"

Landhelgisgæsla Íslands

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 15:43

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. vegna sérstakra aðstæðna skal gerð undantekning og  linkað á síðuna:

http://www.heimssyn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=424:merkel-vill-evropusambandsher-og-eina-efnahagsstjorn&catid=64:efnahagsmal&Itemid=41

Eg er ekki að ljúga þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 15:43

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.

Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."

Utanríkisráðuneytið - Varnar- og öryggismál

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 15:47

29 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ómar Bjarki, þetta batnar bara. Hvorki í grein Heimssýnar eða í frétt Rúv er vitnað beint í Angelu Merkel. Samt gera Samtök Ungra Bænda það og taka síðan ekki fram hvaðan þau fengu upprunalega textan.

Ég reyndar er ekki viss um að þeir hafi notað þetta (hjá Heimssýn og Rúv) til þess að vitna í Angelu Merkel, en eins og ég hef bendi á blogginu hjá mér. Þá ber þeim texta ekkert saman hvort sem er.

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2010 kl. 20:24

30 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það efast varla nokkur maður með fulli viti um að Angela Merkel kanslari þýskalds og valdamesti einstaklingur Evrópu og ESB  vilji koma upp ESB her.  það hefur hún margsinnis sagt opinberlega við mis góðar undirtektir. 

Upprifjun úr fréttum. 

Spiegel online int. 

DW-World.de 

theaustralian.com  

 Það sem ungbændur eru að auglýsa er bara þetta og ekkert annað það kann vel að vera að ESB sinnar á íslandi taki ekki mark á Merkel en ég verð að segja, með fullri virðingu fyrir ykkur ESB sinnum að ég hlusta meira á hanna en ykkur þegar kemur að málefnum ESB.

Guðmundur Jónsson, 29.5.2010 kl. 22:34

31 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur, það má vel vera að þetta sé hennar skoðun. Hinsvegar er það líka staðreynd að hún ræður þessu ekki ein og vegna þess þá verður ekkert úr hugmyndum hennar um þennan evrópuher.

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2010 kl. 22:42

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að í auglýsingu bænda, þá er sett inn kvót (á ísl)  innan gæsalappa og skrifað undir Merkel  13.maí 2010.

Það er ekkert annað en fölsun, því það er eitthvert þruglumbull frá Heimssýn.

Þýski textinn er úr ræðu Merkel - og eins og sjá má er himinn og haf á milli hans og íslensku fabúleringu Heimsynar.

Nú, líklega er ekki sanngjarnt að kenna krakkagreyjunum um þetta, því sennilega er allt runnið undan rifjum Heimssýnarstrumpanna.  Þeir hafa spilað þetta með krakkana.

Þessar gömlu tilvitnanir í Merkel og her - það er bara nákvæmlega ekkert "OMG"   Hve oft er búið að fara yfir hvers eðlis og í hvaða samhengi sá her er?  Eru menn tregir eða?  

Það er ma. farið í það í upphafspistli þessa bloggs!

Auk þess er það nú þannig að evrópuríki eru með her.  Það er bara þannig.  Að samstarf sé milli þeirra í slíkum málum, eða nánara samstarf en nú er - það væri bara allt í himna lagi!  Og eg held að evrópuríki almennt gætu alveg mannað sinn her án þess að burðarstoð þar yrði "íslenskir afkomendur"   Ja, þau haf getað það hingað til!  Eða nei!  Auðvitað.  Íslendingar eru svo frábærir bardagamenn, sérstaklega bændur, að "ESB herinn" yrði auðvitað óstarfhæfur án bændanna!

Fáránleg umræða og heimskuleg svo af ber.

Að svo sögðu, þá geta menn auðvitað skottast ofan í þá holu sem andsinnar enda alltaf í í öllum málum þegar búið er að reka þvælubullið ofan í þá:  Ja, maður veit hvernig það verður eftir 100.000 ár!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.5.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband