Leita í fréttum mbl.is

FRBL-leiðari: Yfirgripsmikið þekkingarleysi

FréttablaðiðLeiðari Fréttablaðsins í dag fjallar um hinar margumtöluðu auglýsingar Samtaka ungra bænda, sem birtust í FBRL og MBL um síðustu helgi. Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar undir fyrirsögninni: Yfirgripsmikið þekkingarleysi:

"Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefðu getað ætlað að í fyrsta lagi væri til eitthvað sem héti Evrópusambandsherinn, og í öðru lagi að gangi Ísland í ESB, verði ungt fólk skyldað í hann.

En auglýsendurnir vita augljóslega ekki um hvað þeir eru að tala. Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her. Sambandið hefur á sínum snærum hraðsveitir, samansettar úr herjum aðildarríkja sem vilja leggja þeim lið. Sveitunum er ætlað að stilla til friðar á ófriðarsvæðum, og hafa sinnt friðargæzlu í nokkrum löndum. Sumir stjórnmálamenn í ESB hafa áhuga á að auka þetta samstarf. En ESB-her er ákaflega fjarlægt stefnumið og raunar ólíklegt að aðildarríkin nái nokkurn tímann um það samstöðu."

Og síðan ræðir Ólafur ummæli formanns ungbænda, Helga H. Haukssonar

"Í viðtali við RÚV sagði Helgi Haukur: "Við þurfum væntanlega við aðild að Evrópusambandinu að undirgangast þessa svokölluðu common security and defense policy væntanlega eins og aðrar stefnur Evrópusambandsins. Það náttúrulega gerir það að verkum að við verðum ekki lengur herlaus þjóð eins og við höfum verið."

Þessi ummæli opinbera svo yfirgripsmikið þekkingarleysi að erfitt er að vita hvar á að byrja að leiðrétta bullið. Ísland myndi vissulega undirgangast utanríkis- og öryggismálastefnu ESB við aðild - og ætti ekki í neinum vandræðum með það. Ísland á nú þegar umtalsvert samstarf við ESB á grundvelli stefnunnar, án þess að örlað hafi á hugmyndum um íslenzkan her. ESB-aðild hefur ekkert slíkt í för með sér, eins og hefur alla tíð legið skýrt fyrir, ekki frekar en vera Íslands í hernaðarbandalaginu NATO í sex áratugi. Verði Ísland aðildarríki ESB, ræður það því eftir sem áður sjálft hvort það hefur her.

Við þetta má svo bæta því, sem ungum bændum er hugsanlega ekki kunnugt, að aðeins sjö af 27 ríkjum ESB hafa herskyldu - það er sömuleiðis aðildarríkjunum í sjálfsvald sett."

Allur leiðarinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki þurfti Ísland her til að fara í stríð við Íraka.

Furðulegar auglýsingar og engum til sóma frekar skammar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 08:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það sem ungbændur eru að auglýsa er bara skoðun Merkel og fleiri valdamanna innan ESB á þessu máli. 

Það efast varla nokkur um að Angela Merkel kanslari þýskalds og valdamesti einstaklingur Evrópu og ESB vilji koma upp ESB her. það hefur hún margsinnis sagt opinberlega við mis góðar undirtektir.

Upprifjun úr fréttum.

Spiegel online int.

DW-World.de

theaustralian.com 

Nýlega var forseti Þýskalands svo uppvís að því að hóta beitingu  hervalds  til þess að tryggja viðskiptalega hagsmuni Þýskalands í sambandinu. Hann varð að segja af sér vegna málsins, en þetta virðist þó benda til þess að hernaðarbrölt af ýmsum toga  er eitt af áhugamálum valdamestu einstaklinga  Evrópu stjórnmálanna.

það kann vel að vera að ESB sinnar á íslandi taki ekki mark á þessu fólki en með fullri virðingu fyrir ykkur þá hlýtur að vera eðlilegt að meira mark sé tekið á þeim en ykkur þegar kemur að málefnum ESB.

Þetta eru einfaldlega upplýsingar sem skipta almenning á íslandi máli varðand afstöðu til ESB.

Ágæt grein Halldórs Jóssonar um sama efni. 

Guðmundur Jónsson, 1.6.2010 kl. 09:54

3 identicon

Guðmundur:  Ég sá fréttirnar um afsögn Horst Köhlers í gærdag.  Ég er búinn að vera að horfa á fréttirnar hér heima í Berlín í morgun.  Köhler sagði af sér vegna þess að hann skildi ekki gagnrýni manna á orð hans.  Þjóðverjar eru í dag í samstarfi við aðrar evrópuþjóðir að verja viðskiptahagsmuni sína með því að berjast við sjóræningja við Sómalíu.

Angela Merkel vill hafa evrópuher sem samanstendur af herdeildum þjóða evrópulandanna.  Það yrði ekki þannig að einstaklingar færu beint í einhvern evrópuher.  Hver þjóð myndi þá láta hluta af her sínum undir beina herstjórn aðildarlanda ESB.  Hvað er að því?  Þannig er verið að vinna í Bosníu-Hersegóvínu og Kósóvó.  Þetta var það sem vantaði í stríðinu í Júgóslavíu á sínum tíma.

En þetta á allt saman ekki við hér á Íslandi.  

Ég vil benda mönnum á að VG er að senda varðskip og þyrlu til að verja ytri landamæri Schengen.  Hvernig væri að byrja að mótmæla því en ekki því sem kannski einhvern tíma muni kannski gerast?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 10:14

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Bloggarinn Halldór Jónsson er bullari, eins og svo margir aðrir andstæðingar ESB.

Guðmundur, varstu að lesa bloggið hjá mér ? Vegna þess að ég vísaði í þessa frétt þar. Þetta skiptir þó ekki neinu máli, þar sem sameiginleg verkefni innan ESB þurfa samþykki allra ríkja ESB. Það getur ekkert eitt ríki framkvæmt hluti uppá sýnar eigin spýtur.

Forseti Þýskalands sagði af sér vegna deilna um veru Þýska hersins í Afganistan. Í stuttu, þá kom þetta ESB ekkert við og fullyrðingar um annað er lygi.

Sjá hérna.

Jón Frímann Jónsson, 1.6.2010 kl. 10:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

31. maí 2010 (í gær):

"German President Horst Koehler resigned suddenly Monday over what he said was heavy criticism about comments he made on Germany's military involvement in Afghanistan, which he said had been misinterpreted.

Koehler said May 22 upon his return from Afghanistan that "in emergencies military intervention is necessary to uphold our interests, like for example free trade routes, for example to prevent regional instabilities which could have a negative impact on our chances in terms of trade, jobs and income.

He later said he meant the protection of shipping routes along the Gulf of Aden against piracy, for example, and not any reference to Germany's role in Afghanistan. But his comments came in for widespread criticism.

Koehler said the criticism showed a lack of respect for the president's office.

The president's office is largely ceremonial. Chancellor Angela Merkel heads the government and holds the real power.

Germany has more than 4,000 troops in Afghanistan."

German President Koehler resigns - CNN

Þorsteinn Briem, 1.6.2010 kl. 11:14

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðmundur, hættu þessu bulli drengur út um allt hérna!

Þú verður að kynna þér mál miklu betur og af miklu meiri yfirvegun og á víðari grunni.

Varðandi forseta þýskalands þá voru þessi ummæli nauðaómerkileg í sjálfu sér en voru túlkuð út og suður.  Artúr Björgvin fór yfir þetta á RUV í gær og ástðan er fyrst og fremst að hann var orðinn reyttur á að vera forseti og djobbið hentaði honum enganveginn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2010 kl. 11:34

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  Ástæða afsagnar fyrst og fremst sú að hann var orðinn þreyttur á djobbnu og það hentaði honum ekki.

Þetta er fv. yfirmaður IMF,  minnir mig - þið hljóið nú að geta fabúlerað einhverja þvælu út frá því líka eða?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2010 kl. 11:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Horst Köhler is an economist by profession. Prior to his election as President, Köhler had a distinguished career in politics and the civil service and as a banking executive.

He was President of the European Bank for Reconstruction and Development from 1998 to 2000 and head of the International Monetary Fund (IMF) from 2000 to 2004.

Horst Köhler - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 1.6.2010 kl. 11:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Löndin sjö í Evrópusambandinu sem eru með herskyldu (lögð af í Svíþjóð í næsta mánuði):

Þorsteinn Briem, 1.6.2010 kl. 14:55

10 identicon

Stefán: Westerwelle hefur talað beinum orðum um her undir stjórn Evrópuþingsins, þ.e annað og meira en ESB sinnar vilja lesa í  "permanent structured cooperation" sem kveðið er á um í núgildandi sáttmálum.

Þú getur skoðað þetta hérna á mbl og hérna á France 24.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 15:23

11 identicon

Hans:  Já, Westerwelle vill þetta líka.  En aðeins þau ríki sem hafa her verða með hermenn í evrópuhernum.   Það verður ekki herskylda á Íslandi ef við ákveðum að ganga í ESB.  

Ég er búinn að fylgjast með umræðunni hérna í Þýskalandi í 10 ár og það hefur enginn talað um annað en að þau ríki sem hafa her sameini hluta herjanna í svokallaða "evrópuhersveit".  

Dæmi:  Pólks herdeild sem sér um brúarsmíði verður sett undir stjórn ESB, Þýsk skriðdrekaherdeild verður sett undir stjórn ESB, Rúmensk fallbyssuherdeild verður sett undir stjórn ESB.  

Íslendingurinn Jón Jónsson fær ekki bréf þar sem hann er boðaður í herþjónustu.

Þannig sveit hefði þá starfað undir sameiginlegri stjórn ESB án Bandaríkjamanna og Kanada.  Þetta er það sem ESB vill.  Hernaðarlega ákvarðanatöku á Bandaríkjamanna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 15:39

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

Stefán.

Þú segir að þó svona ESB herafla yrði komið upp, sem er reyndar í kortum margra Stórríkis ESB sinnanna þá væri þð bara byggt upp á herjum þeirra ríkja sem eru með heri fyrir.

En þetta myndi nú ekki gilda ef ESB ætti sameiginlega í stríði t.d. við Rússland, Kína eða segjum t.d. að Afríkuríkin gerðu uppreisn saman gegn viðskipta- og nýlendukúgurum sínum í ESB.

Hvað þá?

Þá væri ekkert elsku mamma.

ESB myndi einfaldlega gefa út almenna herútboðs tilskipun sem gilti að sjálfsögðu jafnt um alla aðila ESB apparatsins. Það er almenna herskyldu alla unga menn og konur á aðildarsvæðinu. 

Við myndum engu ráða um þetta innan þessa miðstýrða yfirráðabandalags.

En við getum ráðið þessu og miklu betri framtíð okkar sjálfra og barnanna okkar, ef við pössum okkur að halda okkur utan við þetta ESB apparat.

Gunnlaugur I., 1.6.2010 kl. 18:33

13 identicon

Gunnlaugur:  Við erum í Nató.  Ef það verður ráðist á natóþjóð, þá mun Ísland koma henni til varnar.  Flest ölll ESB ríkin í dag eru í Nató.

Það er þá mikilvægt að Ísland segi sig strax úr Nató.  Ég styð það sjálfur því þjóð án hers á ekki að vera í hernaðarbandalagi. 

En ESB getur ekki sagt Íslandi að setja upp her eða kalla hann í her.  Her hvaða lands?  ESB hefur ekkert vald til þess að skylda menn í her.

Eigum við kanski að skoða umræðu um evrópuher í Svíþjóð, Finlandi og Austurríki?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 18:54

14 identicon

Stefán: Ísland gekk inn í NATO með sérstökum fyrirvara um herleysi en ef marka má svör við spurningarlista framkvæmdastjórnarinnar þá er ekki sóst eftir slíkum fyrirvara við mögulega aðild Íslands að ESB.

Í Lissabonsáttmálaunum eru ákvæði sem nota má sem grunn að mikilli hervæðingu sambandsins. Í raun svo mikilli að það væri allt komið nema formleg stofnun alríkishers ESB á pappír þegar kemur að næsta sáttmála (mun hann fara undir þjóðaratkvæði?). Ákvæðið um stöðuga eflingu hernaðargetu má nota sem grundvöll að samræmdri kröfu um útgjöld til hermála.

Fyrir mitt leiti hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég tel það óhjákvæmilegt hvort eð er að Íslendingar axli meiri þunga af eigin öryggis- og varnarmálum í framtíðinni og þróun í nútímahernaði er frekar í þá átt að minna þarf að hermönnum en því betur þjálfuðum og reyndum (sökum tæknivæðingar). M.ö.o munum við þurfa að leggja út fé hvort eð er en hverfandi líkur eru á að herskylda eigi framtíðina fyrir sér - hér eða annarstaðar.

Hinu er ekki að neita að þátttaka í hernaðaraðgerðum, jafnvel þótt hún sé ekki annað en táknræn, er mikið hjartans mál fyrir marga og það er alveg út í hött að við skulum ekki hafa klárað að ræða þessi mál (þarna hafa ESB-sinnar sannarlega gerst sekir um þöggun!) og afgreiða áður en ákveðið var að sækja um aðild að sambandinu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:23

15 identicon

Hans:  Þakka þér fyrir síðustu athugasemd.  Þetta er alveg rétt hjá þér.  Þetta er pólitísk ákvörðun ESB ríkjanna.  Í dag er aðeins rætt um að stofna evrópuher á grunni þeirra herja sem eru þegar til í Evrópu.  Það er langt í það að gerð verði sameiginleg krafa um styrk eða vopnabúnað ESB ríkjanna þó svo að með tímanum verði hún samræmdari.

Það getur auðvitað komið til þess að þær evrur sem Ísland greiðir til Bruxelles að hann verði settur í að greiða fyrir evrópuher.  Það er hluti af því að tilheyra ESB og það finnst mér ekki slæmt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:31

17 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hans, Lisbon sáttmálin kemur ekki með neitt svoleiðis.

"Does the Treaty create a European army?

No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations. However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

Tekið héðan.

Það er ennfremur nauðsynlegt að ESB hefur verið að taka niður yfir hlutverk WEU sem var lagt niður í ár. Vegna þessa eru þessar greinar í sáttmálum ESB. Ísland var tengdur aðili að WEU, þó ekki beinn meðlimur af ýmsum ástæðum.

Jón Frímann Jónsson, 2.6.2010 kl. 11:12

18 identicon

Þakka þér fyrir Jón Frímann.  Þetta er það sem ég er búinn að vera að reyna að segja hérna að ofan;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 13:30

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Commitments and cooperation in this area shall be consistent with commitments under the North Atlantic Treaty Organisation [NATO], which, for those States which are members of it, remains the foundation of their collective defence and the forum for its implementation."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/35


Sameiginlegur her
allra ríkja Evrópusambandsins er ekki til, eins og allir vita, og verður ekki til nema með samþykki allra ríkjanna.

Og aðildarríki Evrópusambandsins geta sagt sig úr sambandinu samkvæmt Lissabon-sáttmálanum:


"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40

Þorsteinn Briem, 2.6.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband