Leita í fréttum mbl.is

Byggðastefna ESB: Formaður ungra Evrópusinna

Sema Erla SerdarSema Erla Serdar, formaður Ungra Evrópusinna, skrifar grein á umræðu-vef Fréttablaðsins um byggðastefnu ESB. Í grein sinni segir hún m.a.:

"Eitt af meginmarkmiðum Evrópusambandsins er að stuðla að efnahagslegum og félagslegum jöfnuði milli ólíkra svæða og landshluta í Evrópu. Byggðaþróunarstefnu Evrópusambandsins er ætlað að verka sem nokkurs konar mótvægi gegn því að þeir kraftar sem hið aukna viðskiptafrelsi og hin aukna samkeppni innri markaðarins komi sumum svæðum og aðilum innan sambandsins vel og öðrum síður. Þannig er stefnunni ætlað að stuðla að jafnari dreifingu velmegunar innan sambandsins, en það er, að draga úr muninum á efnahagslegu þróunarstigi milli landsvæða og aðildarríkja sambandsins. Þannig höfum við Íslendingar nú þegar viðskiptafrelsið með EES-samningnum og innri markaðinn, en ekkert til þess að koma á stöðugleika og jafnvægi."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband