18.6.2010 | 16:40
Ályktun stjórnar Sjálfstæðra Evrópumanna 18. júní 2010
Sjálfstæðir Evrópumenn hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun:
Stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna lýsir ánægu sinni með að leiðtogafundur Evrópusambandsins hefur samþykkt að taka upp formlegar aðildarviðræður við Ísland. Næsta skref af Íslands hálfu er að undirbúa samningsmarkmið þar sem hagsmuna Íslands verður gætt til hins ýtrasta.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í fararbroddi í baráttunni fyrir frjálsum viðskiptum milli ríkja og foringjar flokksins lagt grunn að þeirri stefnu þjóðarinnar að eiga náið samstarf við vestrænar vinaþjóðir. Það hefur verið gæfa þjóðarinnar að eiga á örlagastundum foringja sem óhræddir leiddu íslensku þjóðina til alþjóðasamstarfs sem jafningja annarra þjóða.
Þegar efnahaglegir erfiðleikar þjaka heimsbyggðina kennir sagan okkur að hættan á sundrungu þjóða á milli er meiri en ella. Þá skiptir miklu máli að til sé bandalag sem hefur afl og vilja til þess að standa vörð um frelsi, mannréttindi, jafnrétti, frið og efnahagslegan stöðugleika. Ísland hefur ætíð skipað sér í sveit með þeim þjóðum sem styðja þessar grundvallarhugsjónir.
Á næstu mánuðum er mikilvægt að allir Íslendingar sameinist um að styðja samninganefnd Íslands til þess að ná sem allra bestum árangri. Þar reynir á foringja ábyrgra stjórnmálaflokka sem hafa ætíð gætt þess að Ísland einangrist ekki, en taki virkan þátt í að skapa farsælt umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Sjálfstæðisflokkurinn ber þar mesta ábyrgð, en hann leiddi þjóðina inn í NATO, EFTA og Evrópska efnahagssvæðið. Sagan sannar að allt voru þetta gæfuspor fyrir þjóðina.
Þeir sem staðið hafa á móti inngöngu Íslands í þessi alþjóðasamtök hafa ætíð beitt hræðsluáróðri sem átti ekki við rök að styðjast, til dæmis um að landið tapaði sjálfstæði. Þvert á móti hefur þátttaka Íslands tryggt að rödd okkar hefur heyrst á alþjóðavettvangi. Andstæðingar þess að stíga þessi spor á sínum tíma njóta virðingar í samræmi við dóm sögunnar.
Í viðræðunum sem hafnar verða á næstu mánuðum er mikilvægt að haldið verði vel á málum varðandi sjávarútvegsstefnuna, en ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir langstærsta útvegsþjóðin í sambandinu og leiðandi á því sviði. Jafnframt er mikilvægt þegar landbúnaðarstefnan er rædd að tekið verði mið af Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, en Íslendingar eru bundnir af þeim niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.
Það er ánægjulegt að nú skuli þetta skref tekið í átt að því að Íslendingar geti orðið fullgildir þátttakendur í samstarfi tæplega þrjátíu fullvalda þjóða og verði þannig í framtíðinni þjóð meðal þjóða.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega "frjálsir Evrópumenn".
Ég tel mig reyndar fullkomlega frjálsan Evrópumann án þess að ganga þessum samtökum eða þeirra boðskap á hönd.
Á góðum degi tel ég mig meira að segja umburðarlyndan og Evrópusinnaðan alþjóðasinna enda bý ég í Evrópulandinu Spáni.
Hinnsvegar hefur það alls ekkert að gera með gallharða andstöðu mína við gjörspillt og þungglammalegt skrifræðis- og andlýðræðislegt skaðræðis-stjórkerfisapparatið sem heitir ESB og reynir í linnulausum áróðri sínum að samsama sig og sín miðstýrðu gildi við allt sem Evrópskt er bæði í menningu og mannlífi og setja undir sinn hatt þessa skaðræðis stjórnunar apparats í Brussel sem heitir ESB.
Þvílík misnotkun og hroki og minnir alltaf meir og meir á Æðstu ráð Sovétríkjanna sálugu sem reyndu líka með öllum ráðum að mylja menningu og líf fólksins í landinu undir sinn staðlaða boðskap og opinberan vilja "SOVÉT-ráðanna"
Gunnlaugur I., 18.6.2010 kl. 17:37
Gunnlaugur fyrsti hefur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Spáni.
Þar finnst honum BEST að búa.
Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 18:25
Þessi pistill þykir mér vel við hæfi sem skilaboð til Benedikts, Ragnheiðar og félaga.
Tekið af blogsíðu Jóns Baldurs Lorange;
Föstudagur, 18. júní 2010
Aðildarsinnar í Sjálfstæðisflokknum með Benedikt Jóhannesson, talnaspeking og einkavæðingarsinna, í broddi fylkingar halda sig við sama heygarðshornið sem má ramma inn með orðinum: Vér einir vitum! Já, alveg eins og Benedikt vissu best, og aðrir í rétttrúnaðarsöfnuði gróðahyggjumanna, hvernig ætti að standa hér að einkavæðingu ríkiseigna samkvæmt fræðum Hannesar Hólmsteins. Best væri að viðskiptalífið réði sér sjálft án ábyrgðar og eftirlits. ,,Vondar" ríkisstofnanir ættu hvergi að koma nærri. Verst þótti þeim að hafa ekki tekist að einkavæða heilbrigðiskerfið og náttúruauðlindirnar áður en fjármálakerfið hrundi. Nú sjá þeir sér leik á borði að eftirláta Evrópusambandinu að ljúka verkinu sem þeir hófu.
Og nú fæ ég á mig örvadrífu af athugasemdum frá aðildarsinnum í Sjálfstæðisflokknum um að svona skrifi ekki sjálfstæðismenn. En ég skal hryggja þá með því að svona tala einmitt sannir sjálfstæðismenn. Þeir skammast sín vegna herfilegra mistaka forystumanna Sjálfstæðisflokknum á undanförnum árum sem brugðust illa því trausti sem þeim var falið. Sofandaháttur, ófagleg vinnubrögð og ábyrgðarleysi reið ekki við einteyming á síðastliðnum 5-7 árum eða svo. Á þeim tíma voru bankarnir rændir innan frá í skjóli stjórnvalda eins og kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þá fengu eigendur þeirra, fyrirtæki og bankar þeirra, að tröllríða íslensku þjóðfélagi að því er virðist með dyggri aðstoð stjórnmálamanna, sem þáðu frá þeim háa styrki, sem þeir vilja ekki kannast við í dag. Að berjast ekki gegn fákeppni, óeðlilegum viðskiptaháttum og höftum getur ekki verið í anda sjálfstæðisstefnunnar.
Sjálfstæðismenn vilja byggja hér upp heilbrigt atvinnulíf sem byggir á eðlilegri samkeppni, frjálsum og heiðarlegum viðskiptaháttum. Þeir hafna stjórnlyndi en eru talsmenn frjálslyndra stjórnarhátta þar sem atvinnu- og einstaklingsfrelsi er í hávegum haft. Sú stefna sem fylgt hefur verið hér undanfarin ár á ekkert skylt við sjálfstæðistefnu. Sú stefna að gera Ísland að hluta af Evrópusambandinu á ekkert skylt við sjálfstæðisstefnu heldur. En að rækta og efla samskipti við vinveitt ríki til að örva viðskipti með frjálsum viðskiptum er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Svo hefur verið frá stofnun Sjálfstæðisflokksins í meira en 80 ár. Sjálfstæðisflokknum hefur alltaf gengið best þegar forystufólk hans hefur barist fyrir félagslegu réttlæti allra þjóðfélagsþegna á grunni einkunnarorða flokksins: Stétt með stétt.
Benedikt og félagar hans í aðildarfélagi Samfylkingarinnar skulu ekki halda að þeir séu málsvarar sjálfstæðisstefnunnar með því að skerða fullveldi og sjálfstæðis Íslands með aðild að tollabandalagi og mesta skriffinnskubákni sem byggt hefur verið upp, þ.e.a.s. Evrópusambandinu. Vilja menn ekki bara fá SÍS
sandkassi (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 21:27
Framsóknarmaðurinn Herman Van Rompuy:
"Herman Van Rompuy; born 31 October 1947) is the first long term and full time President of the European Council (until the Treaty of Lisbon, the position had rotated among the Prime Ministers of the Member States for six months each, since then in addition they choose a President of their meetings for a 2 1/2 year period, renewable once).
A Belgian politician of the Christian Democratic and Flemish party, he served as the 49th Prime Minister of Belgium from 30 December 2008 until his predecessor (Yves Leterme) succeeded him on 25 November 2009."
Herman Van Rompuy - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 22:04
Í ÖLLUM Evrópusambandsríkjunum 27 eru BÆÐI HÆGRIMENN OG VINSTRIMENN.
Stundum eru vinstrimenn í meirihluta í Evrópusambandinu og stundum hægrimenn, rétt eins og á Alþingi Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 18.6.2010 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.