19.6.2010 | 01:52
Árið 2011 tileinkað Jóni Sigurðssyni
Opnaður hefur verið nýr vefur um Jón Sigurðsson, forseta, en á næsta ári eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Þess verður því minnst með veglegum hætti.
Framlag Jóns Sigurðssonar til sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga verður seint ofmetið. Segja má að hann hafi lagt þann hugmyndafræðilega grunn sem baráttan hvíldi á, t.d. með skrifum sínum. En hann var ekki einn um það, þar komu fleiri við sögu.
Jón var fyrst og fremst Íslendingur, en hann dvaldi langdvölum í Danmörku, Kaupmannahöfn. Þar varð hann fyrir miklum áhrifum af því "borgaralega samfélagi" sem þar var að finna, og hægt er að kalla "evrópskt."
Þetta samfélag vildi Jón Sigurðsson "flytja"til Íslands. Var Jón Sigurðsson því Evrópusinni? Eða væri hann Evrópusinni í dag?
Við spurningum sem þessum er ekkert svar, en engu að síður athyglisvert að velta fyrir sér.
Það er einnig athyglisvert að velta fyrir sér uppruna þeim umbótahugmyndum sem komið hafa fram í þróun íslensks samfélags. Hvaðan koma t.d stálskip, togarar og önnur tæki? Svar: Evrópu og Bandaríkjunum.
Hvert hafa Íslendingar sótt meiri menntun? Svar: Evrópu! Samkvæmt tölum frá 2006 var um helmingur íslenskra námsmanna erlendis í námi í....Danmörku, um 15% í Bandaríkjunum og síðan kom England (Evrópu) í þriðja sæti.
Góð samskipti Íslands við útlönd eru lykilatriði í farsæld íslensku þjóðarinnar. Gegn öllum tilhneigingum til einangrunar verður að sporna.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvernig í ósköpunum datt ykkur í hug að nudda ykkur utan í Jón Sigurðsson? Þið jafnvel vogið ykkur að reyna að læða því að mönnum, að hann gæti hafa verið "Evrópusinni" ... í þeirri augljósu von ykkar, að menn rugli þá því hugtaki saman vð ykkar eigin stefnu um innlimun í evrópskt stórveldi, eins og það sé ekki víðs fjarri hugmyndum Jóns Sigurðssonar, sem barðist t.d. gegn áhrifum 2. franska keisaraveldisins hér á landi. Aldrei hefði hann samþykkt það fullveldisafsal, sem hér stendur til, ef Ísland lætur sogast inn í þetta ESB!
Og hvað hafið þið fyrir ykkur í því, að Jón hafi verið "Evrópusinni" fremur en t.d. Bandaríkjasinni? Með sönnu má fullyrða, að hann hafi hrifizt af Nýja heiminum; ungur (1839) þýddi hann t.d. og gaf út hjá Bókmenntafélaginu Æfisögu Benjamíns Franklíns, lærdómsríka bók um þann mikla elju- og uppfinningamann, prentara, útgefanda, stjórnmálamann og diplómata, einn þeirra sem börðust þrotlaust fyrir sjálfstæði landsmanna sinna, þ.e.a.s. að rífa þá frá brezka heimsveldinu, ekki að binda þá við það fastari böndum!
"Þetta [evrópska] samfélag vildi Jón Sigurðsson "flytja"til Íslands," segið þið, en það er ekki rétt, heldur vildi hann efla hér menntir, skóla, atvinnuvegi, félags- og menningarlíf. Það er ekkert sérevrópskt við það, heldur sammannlegt, og enginn var hann rasisti.
Og hvaða bull er þetta um stálskip, togara og önnur tæki? Hvernig dettur ykkur i hug að gera innflutning á vörum að einhverju sérkennandi fyrir ykkur umfram sjálfstæðissinna? Við viljum ekkert síður flytja inn vörur en Jón Sigurðsson, en viljum líka halda í auðlindir okkar og stjórn yfir landinu, svo að hér megi fiska og framleiða ærið nóg til útflutnings til að standa undir þeim innflutningi á öðrum nauðsynjavörum, þ. á m. skipum og bátum (þótt nú ári reyndar vel á ný fyrir innlendar skipasmíðar – vegna leiðréttingar á gengi krónunnar!).
Umfram allt viljum við halda í yfirráð Íslendinga yfir þessu landi, ekki fá þau öðrum í hendur. Í þessu stefnum við að því sama og Jón Sigurðsson, en þið í þveröfuga átt.
Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 03:22
"Frjáls verslun
Jón [Sigurðsson forseti] lagði sig fram um að kynna sér allt sem hann gat viðvíkjandi verslunar- og hagsögu Íslands.
Jón benti á að verslunarfrelsi væri undirstaða þjóðfrelsis. Hann hamraði sífellt á því að einokunarverslunin hefði haft afgerandi áhrif til ills fyrir þjóðina.
Öflug forysta hans hafði úrslitaáhrif á að verslun við Ísland var gefin öllum þjóðum frjáls 1. apríl 1855."
"Í sjálfstæðisbaráttunni lagði Jón mikla áherslu á að meginréttindi Íslands byggðust á Gamla sáttmála frá 1262-1264, en samkvæmt honum gekk Ísland í samband við Noreg sem frjálst land með ákveðnum skyldum og réttindum."
"Jón benti meðal annars á að með Gamla sáttmála 1262 og einveldishyllingunni 1662 hafi Íslendingar einvörðungu gengið Danakonungi á hönd."
"Ný félagsrit voru málgagn Jóns. Í skrifum sínum þar barðist hann fyrir stjórnfrelsi, kjörfrelsi, málfrelsi, verslunarfrelsi og atvinnufrelsi til handa Íslendingum og birti ótal hvatningargreinar til Íslendinga um hvaðeina sem verða mátti landinu til viðreisnar.
Jón taldi þó að frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn."
Vísindavefurinn - Hver var Jón Sigurðsson?
Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 04:02
Hannes Hólmsteinn Gissurarson:
"Þess má geta að Jón Sigurðsson forseti var lærisveinn Adams Smiths.
Í ritgerð Jóns um verslun á Íslandi árið 1843 færir hann sömu rök og Smith fyrir verkaskiptingu og viðskiptum.
Enn fremur má nefna fyrsta hagfræðiritið á íslensku, Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson, sem kom fyrst út 1880.
Þá er að geta hinnar frægu ritgerðar Jóns Þorlákssonar, verkfræðings og forsætisráðherra, Milli fátæktar og bjargálna, sem birtist á prenti 1929 og oft eftir það."
Jón Sigurðsson og Adam Smith
Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 04:05
Hvað ertu alltaf að reyna að fræða menn um það sem allir vita, Steini Briem, með eilífum cóperingum? Og ekki var ég að andmæla verzlunarfrelsi.
Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 04:09
"Fjórfrelsið vísar til frelsis til flutninga 1) fólks, 2) varnings, 3) þjónustu og 4) fjármagns innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), þ.e.a.s. innri markaðar Evrópusambandsins (ESB) og Íslands, Liechtenstein og Noregs.
Með fjórfrelsinu geta framleiðsluþættir flust tiltölulega hindrunarlaust innan Evrópska efnahagssvæðisins og samkvæmt kenningunni um hlutfallslega yfirburði leiðir slík opin samkeppni til aukinnar stærðarhagkvæmni, sérhæfingar og hagnýtingar."
Innri markaður Evrópusambandsins
Um algjöra yfirburði og hlutfallslega yfirburði (Absolute Advantage - Comparative Advantage)
Endurreisnarvefur Sjálfstæðisflokksins:
· " Íslenska krónan er gjaldmiðill sem rúinn er trausti á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði.
· Vantraust erlendra aðila snýr ekki aðeins að krónunni, heldur einnig íslensku laga- og reglugerðarumhverfi, en markaðsaðilum og fjárfestum fannst að með neyðarlögunum væri reglum breytt afturvirkt.
· Einhliða upptaka erlendrar myntar er óframkvæmanleg án stuðnings frá seðlabanka viðkomandi ríkis og skuldbindingar um svipaða þróun helstu hagstærða í báðum löndum.
· Umsókn um aðild að Evrópusambandinu og myntsamstarfi Evrópu sendir afar sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins um stefnumótun Íslendinga til framtíðar."
Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 04:11
Hitler, hann var mikill Evrópusinni... ESB er og verður "the Second best dream of Hitler".
Þið esb-guttarnir eru komnir lengra út af hengifluginu en ykkur grunar.
Í ESB er ekki stunduð fríverslun!!!!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2010 kl. 09:31
"Veraldarsagan ber ljóst vitni þess að hverri þjóð hefir þá vegnað best þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína og sem flestir kraftar hafa verið á hræringu."
- Jón Sigurðsson, forseti, í riti sínu Um Alþíng á Íslandi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.6.2010 kl. 10:12
"Gegn öllum tilhneigingum til einangrunar verður að sporna."
Sammála þessu annars, höfnum því að einangra Ísland innan tollabandalagsins Evrópusambandsins, höldum sjálfstæðum rétti okkar til þess að eiga í frjálsum viðskiptum við allan heiminn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.6.2010 kl. 10:16
Að lokum, það hefur margt gott komið frá Evrópu. Segir sig sjálft. En Evrópa er ekki Evrópusambandið. Nokkuð sem segir sig líka sjálft. Ég er mjög jákvæður gagnvart Evrópu og hrifinn af mörgum evrópskum gildum s.s. um frelsi, lýðræði og valddreifingu. Sem aftur er einmitt ein ástæða þess að ég vil ekki í Evrópusambandið sem verður seint sagt lýðræðissinnað, valddreift eða að ýta undir frelsi með allri sinni miðstýringu, reglugerðafargani o.s.frv.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.6.2010 kl. 10:22
,,Veraldarsagan ber ljóst vitni þess að hverri þjóð hefir þá vegnað best þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína og sem flestir kraftar hafa verið á hræringu."
Þarna hefur Jón séð fyrir aðld íslands að ESB og áttað sig á að landið eykur faktískt fullveldi sitt og verður þjóð meðal þjóða með fullri og formlegri aðild að sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu.
Svona var nú sá gamli framsýnn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2010 kl. 17:24
Það er óþarfi að vera með skrípalæti hér, Ómar Bjarki, eða hyggur þú, að augljós öfugmælademba af þessu tagi hjálpi þínum Evrópusamtökum?
Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 20:17
Ómar, ég dáist að ímyndunarafli þínu þó það sé í engum tengslum við raunveruleikann :D
Hjörtur J. Guðmundsson, 20.6.2010 kl. 08:53
Ef einhver maður hefði nú verið brjálaður á okkar tímum þá hefði það verið Jón Sigurðsson.
Predikari (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 12:37
Hann hefði svo sannarlega þrumað yfir þessum ótrúlega utanríkisráðherra okkar, sem talar í öfgmælum, og aldeilis látið Evrópusamtökin samtökin heyra að vegna misnnotkunar á nafni hans, en þó fyrst og fremst vegna stefnu þessara samtaka sem vilja skila áunnum fullveldisréttindum landsins til baka til meginlandsins, jafnvel svo, að lengra yrði gengið en 1262.
Jón Valur Jensson, 20.6.2010 kl. 13:08
Afsakið, svona átti þetta að vera:
og aldeilis látið Evrópusamtökin heyra það vegna misnotkunar ....
Jón Valur Jensson, 20.6.2010 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.