Leita í fréttum mbl.is

Nýr kafli í utanríkismálum Íslands

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonStjórnmálafræðingurinn Gunnar H. Ársælsson, hefur sent Evrópusamtökunum þessa grein, sem hér fer á eftir:

Nýtt upphaf

Nú er hafinn nýr kafli í ESB-málinu og í raun nýr kafli í sögu íslenskra utanríkismála. Af því tilefni er er kannski ástæða til þess að glöggva sig á því hvað það er í raun og veru það sem þetta mál snýst um.

Það sem er einkennandi fyrir málefni sem varða ESB, er að þau ganga þvert á allar flokkslínur og skipa fólki í fylkingar. Þær eru gjarnan kenndar við já eða nei. Þeir sem segja já vilja aðild og þeir sem segja nei vilja ekki aðild.

Inn í málið blandast á tilfinningalegan máta hugtök eins og fullveldi og sjálfsákvörðunarréttur. Við Íslendingar höfum haft slíkan rétt í raun frá 1904, er við fengum okkar fyrsta ráðherra, Hannes Hafstein. Þá fengu Íslendingar sjálfir að ráða sínum málum.

Fullveldið kom 1918, eftir ógurlegar hamfarir fyrri heimsstyrjaldar í Evrópu og sjálfstæðið 1944, þegar önnur heimsstyrjöldin geisaði af fullum krafti um í Asíu og Evrópu.

HIN FULLVALDA FJÖLSKYLDA

Hvað hugtakið fullveldi merkir geta menn (og hafa) deilt um, en kjarninn í því er ef til vill sá að þjóð taki sínar ákvarðanir sjálf án íhlutunar utanaðkomandi aðila.  Og ráði yfir ákveðnu landssvæði og sé t.d. með ríkisstjórn eða leiðtoga.

Við Íslendingar skilgreinum okkur á stundum sem eina fjöldkyldu. Ef tekið sé einfalt dæmi af fjölskyldu, þá myndi sú fjölskylda t.d. ákveða að fara erlendis í sumarfrí og það myndi engin annar skipta sér af þeirri ákvörðun. Þessi fjölskylda er því í raun fullvalda, enginn getur skipt sér af ákvörðun hennar.  En hún getur t.d. valið ömurlegan stað, lent í allskyns vandræðum, verið rænd þar o.s.frv. Þá stæði fjölskyldan ein.

En nú ákveður fjölskyldan að gerast aðili að ferðafélagi,  með öðrum fjölskyldum. Hún getur því ekki ákveðið upp á eigin spýtur hvert skal halda, heldur verður að gera það í sameiningu með hinum fjölskyldunum. Er þá þessi fjölskylda ennþá fullvalda, eða hefur hún tapað fullveldinu?

Í flestum tilfellum myndu fjölsklyldurnar ná sameiginlegri niðurstöðu, sem sennilega yrði sátt um. Á móti því að vera ein, en fullvalda, hefur fjölskyldan nú ráðstafað fullveldi sínu með öðrum. Það hefur ákveðna kosti, getur t.d. verið skemmtilegra að vera með fleirum og veitt meira öryggi ef eitthvað bjátar á. Fleira mætti tína til, en ég læt lesendum það eftir að finna hliðstæður.

ANDSTÆÐAR FYLKINGAR – ANDSTÆÐ SÝN

Þær fylkingar sem deila um ESB-aðild hafa ákveðin einkenni. Nei-sinnar eru oftar en ekki einhverskonar þjóðernisíhaldsmenn og stefnu þeirra mætti því kalla ,,þjóðernisíhaldshyggju.“ Að þeirra mati á Ísland að standa eitt og sér, sem fullvalda ,,fjölskylda“ og að þeirra mati er fullveldið ,,fasti“ sem má ekki hagga.

Já-sinnar aðhyllast hinsvegar alþjóðahyggju og samstarf við aðrar þjóðir. Kalla mætti því stefnu Já-sinna ,,alþjóðasamvinnuhyggju.“ Þessi hópur er því á þeirri skoðun að lausnir fáist fram í samvinnu og samstarfi við aðrar ,,fjölskyldur.“ Þar hefði fjölskyldan enn áhrif, en þyrfti að taka tillit til annarra og skoðana þeirra.

ÁSKORANIR FRAMTÍÐAR – HVAR ÆTLUM VIÐ AÐ VERA?

Athyglisvert er að skoða í framhaldi af þessu hvor leiðin sé farsælli þegar horft er til framtíðar. Þá er kannski gott að reyna að setja fram nokkra punkta um framtíðina, því við vitum að mörgu leyti megindrætti. Ljóst er að 21. öldin kemur til með að snúast mikið um loftslags og umhverfismál. Þessi mál eru mjög mikilvæg fyrir okkur Íslendinga.

Efnahagslegar breytingar undanfarinna áratuga, t.d.  með innkomu Kína inn í hið kapítalíska hagkerfi, hafa haft miklar breytingar í för með sér og það mun ekki breytast. Þróun mála þar í landi hefur áhrif á efnahagskerfi heimsins, í víðum skilningi. Kínverjar láta sig Ísland einnig skipta, eins og fréttir síðustu daga hafa sýnt. Indland er einnig vaxandi risi. Þá hefur Evrópa einnig tekið stakkaskiptum með hruni kommúnismans í lok áttunda áratugar síðustu aldar. Heimsmyndin hefur því gjörbreyst.

Hvað getur þetta þýtt fyrir okkur Íslendinga? Þessar breytingar?  Jú, breytingar á loftslagi og umhverfi geta haft mikil áhrif á hafsvæðin í kringum okkur. Til dæmis ef hafstraumar breytast. Hvað gerist þá? Erum við Íslendingar með viðbragðsáætlanir gagnvart  slíku?

En hvað kemur þetta ESB við? Jú, einfaldlega vegna þess að ESB hefur sett þessi mál á dagskrá og vinnur mikið innan þessara málaflokka. Og mun gera slíkt á komandi árum/áratugum. Þá er það spurningin, renna hagsmunir okkar og ESB saman?

Á komandi öld mun mannkynið örugglega einnig glíma við fátækt og hungur, stríð, náttúruhamfarir, efnahagskreppur (fleiri) o.s.frv. Eins og það hefur ávallt gert. Allt þetta mun líklega snerta Ísland og Íslendinga á einhvern hátt.

Hvar vilja Íslendingar vera í öllu þessu dæmi? Eigum við að vera ,,ein og sér“ eða eigum við að efla og styrkja aðkomu okkar að samfélagi Evrópu, sem er jú eitt áhrifamesta samfélag í sögu heimsins, alla vega eins og staðan er núna. Við jarðskjálfta á Haití veitir ESB aðstoð, ESB-sinnir uppbyggingarstarfi í Gaza, eftir að Ísraelsmenn eru búnir að bomba svæðið sundur og saman og ESB veitir hungruðum börnum og mæðrum í einsræðisríkinu N-Kóreu mataraðstoð. Svo dæmi séu tekin.

Um þetta snýst ESB-málið að mínu mati; um framtíðarstefnu Íslands, fyrir komandi kynslóðir Íslendinga, hvar við ætlum að skapa okkur pláss í samfélagi þjóðanna og hvort við viljum vera með í því að gera heiminn betri. Eða hvort við ætlum bara að hugsa um okkur sjálf að mestu leyti og láta aðra lönd og leið. Mikilvægi málsins má því ekki vanmeta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún er hjákátleg að mínu mati, þessi rökfærsla Gunnars H. Ársælssonar, að fjölskylda "ráðstafi fullveldi sínu með öðrum" á ferðalagi og að þess vegna geti heil þjóð gert það sama! Ekki "ráðstafar fjölskylda fullveldi sínu" í fjárhagslegum málum til annarra, þótt hún skreppi í ferðalag, en hitt er vel hugsanlegt og hentugt að kasta í púkkið einhverjum aurum til sameiginlegrar eyðslu á næstu dögum eða 1–2 vikum.

ESB-sinnar eru hins vegar að leggja það til að gefa þessu ESB æðsta vald í öllum löggjafarmálum okkar og stjórn yfir ýmsum mikilvægustu málum TIL FRAMBÚÐAR!

Sér þessi Gunnar ekki, hversu ósambærileg þessi mál eru, sem hann var að líkja hér saman? Og veit hann ekki af því, að við hefðum ekkert vald til þess að snúa til baka (til sjálfstæðis) samkvæmt reglum bandalagsins?

Það væri nú tilbreyting að því að sjá hann hér sjálfan í umræðunni í stað sífelldra "copyista" sem mikið ber á hér á vefsetrinu, svo sem í hinni fróðlegu umræðu um síðustu grein ykkar, um Jón Sigurðsson.

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eitt má segja um ESB-þrælana. Áróður þeirra oft á tíðum ógeðslega uppblásinn og væmnislegur, jafnvel barnalegur. 

Venjulegir Íslendingar eru ekki mikið fyrir slíkan málatilbúning. Þeir sjá í gegnum skrautmálið og veit að tilveran í ESB verður enginn dans á stjörnuhimni. Ísleningar hafa vítin til að varast.

Íslendingar eru búnir að fá nóg af pabbastrákum sem segja fólki fyrir um hvað því er fyrir bestu.

Íslendingar vilja ekki fleiri gjaldþrot. Karl Smart og patentlausnir hans heyra sögunni til! 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2010 kl. 14:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vilhjálmur Örn hefur lengi KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Danmörku og notar þar danska krónu sem er bundin gengi evrunnar.

Í Evrópusambandinu eru nú 27 SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA ríki, sem hafa KOSIÐ að vera í Evrópusambandinu, og fleiri eru á leiðinni í sambandið.


Ísland hefur lengi verið á Evrópska efnahagssvæðinu, Alþingi tekur upp reglur Evrópusambandsins, við Íslendingar kaupum mest af okkar vörum þaðan, seljum mest af okkar vörum þangað og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 15:18

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér finnst alltaf jafnfyndið þegar þeir sem eru harðastir í því að ísland gangi ekki í ESB eru sjálfir íbúar hins ömurlega, niðurdrepandi og mannfjandsamlega ESB..

Annars skil ég ekkert í því afhverju Villi er ekki flóttamaður í Galileu

HE HE HE 

Óskar Þorkelsson, 19.6.2010 kl. 15:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnmálafræðingurinn Gunnar H. Ársælsson:

"Fullveldið kom 1918, eftir ógurlegar hamfarir fyrri heimsstyrjaldar í Evrópu og sjálfstæðið 1944, þegar önnur heimsstyrjöldin geisaði af fullum krafti um í Asíu og Evrópu."

EKKI ER ÞETTA NÚ MERKILEG "STJÓRNMÁLAFRÆÐI".


Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918
og fékk þá í hendur æðsta vald Í ÖLLUM málum sínum, þar á meðal utanríkismálum. En samið var um að Danir færu með utanríkismálin í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar.

Meðferð utanríkismála - Utanríkisráðuneytið

Ísland var ekki í konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 til 17. júní 1944, heldur var það konungsríkið Ísland sem fékk nýja stjórnarskrá árið 1920 til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Og sú stjórnarskrá var kölluð Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.

Eina raunverulega breytingin
sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti  í stað kóngs eða drottningar en íslenska þjóðin kaus þó ekki forseta fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti. Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920 og varð hér ríkisstjóri árið 1941.

Bók um sambandslögin frá 1918 eftir Matthías Bjarnason


"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...] Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Frá árinu 1944 þar til nú í ár voru hér ENGAR þjóðaratkvæðagreiðslur
, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi


Það var ekki fyrr en á árinu 1948 að íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu við íslenska þjóðsönginn og að ljóðinu ekki fyrr en árið 1949.

Íslenski þjóðsöngurinn

Og lög um þjóðsönginn voru ekki sett fyrr en árið 1983.

Lög um þjóðsöng Íslendinga nr. 7/1983


Íslenski fáninn


"The new flag of 1915 had a blue field with a red cross bordered in white. It is this flag that is used today. The design was proposed by Matthias Thordarson. He explained the colours as blue for the mountains, white for ice and red for fire [...]

The flag was officially accepted by the king 30 November 1918
and adopted by law as the national flag the same day. It was first hoisted (as a state ensign) 1 December 1918. On this day Iceland became a separate kingdom united with Denmark under one king."

The flag of 1915


Landvættaskjaldarmerkið
var tekið upp með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 sem er á þennan veg: "Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi."

Og svokallaður Þjóðargrafreitur á Þingvöllum var vígður 27. janúar 1940 í tilefni af útför Einars Benediktssonar skálds.

En við hlið hans var grafinn 16. nóvember 1946 danskur bakari.

Þyrlur
sveima yfir Þjóðgarðinum - Bóksali og danskur bakari ósáttir

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 15:41

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Grein stjórnmálafræðingsins Gunnars Hólmsteins hefur eðlilega verið vel tekið af Evrópusamtökunum þar sem hann situr jú í stjórn samtakanna. Nokkuð sem auðvitað var ekkert minnzt á ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.6.2010 kl. 15:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

"Um 19. gr. Yfirlýsing Íslands um ævarandi hlutleysi hvílir á því að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur annað landið verið hlutlaust þó að hitt lendi í ófriði."

Sambandslagasamningurinn 1918:


"1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920.

"8. gr. Danmörk hefur á hendi gæslu fiskveiða í íslenskri landhelgi undir dönskum fána þar til Ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að öllu eða nokkru leyti, á sinn kostnað."

Íslensk landhelgisgæsla hófst upp úr 1920
og þá með leiguskipum en 23. júní 1926 kom til landsins fyrsta varðskipið sem smíðað var fyrir Íslendinga, gufuskipið Óðinn.

"9 gr.  Myntskipun sú sem hingað til hefur gilt í báðum ríkjum skal vera áfram í gildi meðan myntsamband Norðurlanda helst.

Ef Ísland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu verður að semja við Svíþjóð og Noreg um það hvort mynt sú sem slegin er á Íslandi skuli vera viðurkenndur löglegur gjaldeyrir í þessum löndum."

Árið 1885
var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs fyrir allt að hálfri milljón króna og skyldi það verða fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands.

Danir
, Norðmenn og Svíar stofnuðu Norræna myntbandalagið árið 1873 og íslensk myntlög voru sett árið 1925.

"10. gr. Hæstiréttur Danmerkur hefur á hendi æðsta dómsvald í íslenskum málum þar til Ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. [...]"

Einari Arnórssyni prófessor var falið að semja frumvarp til laga um Hæstarétt Íslands, sem lagt var fyrir Alþingi árið 1919 og samþykkt þar óbreytt að mestu leyti.

"19. gr. Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkennt Ísland fullvalda ríki og tilkynnir jafnframt að Ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu [...]"

Þýskaland viðurkenndi hlutleysi Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni, öll styrjaldarárin, en setti hafnbann á Bretland, sem íslensk skip virtu ekki.

Sambandslagasamningurinn 1918


Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands:


22. gr.
"Staðfesting konungs þarf til þess að nokkur samþykkt Alþingis fái lagagildi. Konungur annast birtingu laga og framkvæmd.

Nú hefur konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman og er þá frumvarpið niður fallið."

Konungur synjaði hins vegar íslenskum lagafrumvörpum ekki staðfestingar eftir að Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918.


"Samtal Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 9. júní 1968, í aðdraganda forsetakosninga, [...]

Bjarni víkur í viðtalinu að synjunarákvæðinu í stjórnarskránni frá 1944 og greinir þar frá ástæðum þess að það var sett inn í stjórnarskrána, en þess má geta að Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillögurnar að lýðveldisstjórnarskránni. Bjarni segir:

"Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar.

Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því þar sem þingræði er viðhaft."

Synjunarvald forseta Íslands skýrist eingöngu af tímabundnu ástandi 1942-1944


Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd - Forseti í stað konungs

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 15:43

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Steini Briem, að leiðrétta þessa vitleysu hjá Gunnari H. Ársælssyni, að Ísland hafi orðið sjálfstætt 1944. Þvílík vanþekking hjá stjórnmálafræðingi!

Að öðru leyti er ég ekki búinn að lesa þessi innlegg þin, sem eflaust eru að þínum vanda með ýmsum lúnstugum kórvillum.

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 16:03

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásláttarvilla, auðvitað. Kúnstugum kórvillum!

Jón Valur Jensson, 19.6.2010 kl. 16:04

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt rétt og staðfest, nema hvað danska bakarann varðar, Jón minn Valur.

Þorsteinn Briem, 19.6.2010 kl. 16:07

11 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Jón og Steinn: Þetta eru nú ótrúlegar hártoganir í ykkur, verð ég að segja. Ísland varð "sovereign" árið 1918 og "independent" (sjálfstætt) árið 1944! Við fögnum stofnun lýðveldis (republic) 17. júní og Alþingi Íslendinga lýsti yfir stofnun þess árið 1944.

Formlega var Ísland enn hluti af Danaveldi á fjórða áratugnum. Innrás Þjóðvera í Danmörku breytti því algjörlega og ýtti við fullum slitum á millan Íslands og Danmerkur.

En ef þið leggið einhver allt annan skilning í þetta, þá er það ykkar mál!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 21.6.2010 kl. 23:56

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Gunnar Hólmsteinn, þetta er alger kórvilla hjá þér. Um þetta mál hefur Steini Briem farið alveg rétt með. Ísland var alls ekki "enn hluti af Danaveldi á fjórða áratugnum," heldur var það sjálfstætt konungsríki í bandalagi við Danmörku, en ekki undir Danmörku, t.d. ekki á neinn hátt undir danska þinginu. Ísland og Danmörk voru jafnrétthá. Kristján X var konungur Íslands og Danmerkur, ekki konungur yfir Íslandi, af því hann væri konungur yfir Danmörku (en þannig var hins vegar ástandið fyrir 1. desember 1918).

Ef þú ferð í myntsafn Seðlabankans, geturðu séð hvernig minnispeningurinn um 50 ára afmæli fullveldisins (1968) er merktur – þar er á enskri tungu talað um "independence" Íslands 1918, og Steini var með fleiri ótvíræða texta. Þó að við höfum falið (í fullveldi okkar) Dönum að sjá tímabundið um landhelgisgæzlu hér við land og nýtt okkur utanríkisþjónustu þeirra (sendiráðin), þá var það samt gert af okkar fullvalda vilja, að okkar vali.

En vanþekking þín um þetta meginatriði, þótt goðgá sé, er því miður afar almennt og útbreitt fyrirbæri hér á Íslandi. Og svo kunna menn ekki gott að meta, þegar þeir kunna ekki einu sinni skil á því, að þetta hafi verið fyrir hendi!

Jón Valur Jensson, 22.6.2010 kl. 01:38

13 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Jón Valur/Steini: Held að ykkur sé hollt að lesa þetta:

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 22.6.2010 kl. 10:46

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi grein um Danakonunga og hlut þeirra að því, að Íslendingum veittist aftur löggjafarvald og sjálfstæði, afsannar ekkert af því sem við Steini Briem höfum sagt um þau mál. Ég furða mig á vanþekkingu þinni í þessu efni sem stjórnmálafræðings.

Jón Valur Jensson, 22.6.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband