Leita í fréttum mbl.is

Einar Benediktsson: Merk tímamót

Einar BenediktssonEinar Benediktsson, fyrrum sendiherra, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB málið og þau tímamót sem Ísland stendur á um þessar mundir. Einar skrifar:

"Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðildarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB.

Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu."

Öll grein Einars

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Fyrr má nú vera vegferðin inn í fullveldisafsalið.  Rakalaus vitleysa. 

Elle_, 22.6.2010 kl. 12:15

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Afdankaður sendiherra sem ætíð hefur haft silfurskeið í munni og búið meira í sendiráðsvillum og spókað sig í gilltum sölum kokteilboða evrópuelítunnar en nokkur annar íslendingur er nú hrumur og aldraður dreginn á flot til þess að blessa þessa ESB draumsýn ykkar um ESB Stórríkið. Ætli hann sé nú rétti maðurinn til þess að sjá hvað sé alþýðu þessa lands fyrir bestu. Ég held alls ekki. 

En nú liggur mikið við því málefnastaða ESB trúboðsins er farin veg allrar veraldar og fylgið líka og nú þarf öllu að tjalda til því fylgisleysi ESB aðildar er beinlínis orðið vandræðalegt. 

Hver vill ekki hafa gott samstarf við þessar þjóðir og það fólk sem býr í þessum löndum bæði á sviði menningar og viðskipta.

En hver segir að það geti ekki gerst öðru vísi en að það verði að fara fram í gegnum skrifræðis valdaapparat ESB elítunnar og þeirra gjörspillta commízara kerfis.

Alls ekkert ! Við skulum fyrir alla muni forðast svoleiðis ólýðræðislegar VALDA-GILDRUR sem enginn leið er útúr !

Það er erfiðara úr að komast en í að fara.

Gunnlaugur I., 22.6.2010 kl. 12:57

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Ég sá á veðurspá TVEi að það er von á mikilli sól á Spáni. Ég vona að þú sólbrennir ekki alltof mikið í þessari miklu sól sem er þar.

Síðan er auðvitað nauðsynlegt að minnast á það að Spánn er í ESB. Eins og þú veist fullvel Gunnlagur.

Jón Frímann Jónsson, 22.6.2010 kl. 16:53

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Frímann. Ég þoli mjög vel sól.

En vil taka það sérstaklega fram af því að þú átt hér í hlut Jón Frímann að sólin og góða veðrið hér á Spáni hefur alls ekkert með loftslags- og umhverfis Commízararáð ESB að gera, þó svo að þeir og þú eflaust líka haldið að þessir óskeikulu herrar ráði hér bæði yfir himni og jörð.

Hér ráða þeir hinns vegar ekkert við það að hér er 20% atvinnuleysi og 40 til 50% hjá ungu fólki og að lækka hefur þurft niður örorku- og ellilífeyrisbætur um tugi prósenta.

Evran er einn helsti vandi slæms efnahagsástands landsins. 

Þrátt fyrir ESB og þrátt fyrir Evru.

Kaupmáttur almennra launa hefur fallið mikið meira hér en á Íslandi og var hann þó mun hærri á Íslandi fyrir heldur en hann hefur nokkurn tímann verið hér í ESB og Evru landinu Spáni.

Gunnlaugur I., 22.6.2010 kl. 17:25

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Ég var ekkert að tala um umhverfisráð ESB. Sem hefur þó eingöngu þann tilgang að vernda umhverfið fyrir umhverfissóðum og fyrirtækjum sem er sama um umhverfið og lífríkið sem þar er að finna.

Atvinnuleysið er ekki evrunni að kenna, heldur ósveigjanlegum vinnumálareglum innan Spánar. Það kom því ekki á óvart að Spánn tilkynnti um lagabreytingar (gætu komið á næsta árið) sem miða af því að gera atvinnumarkaðinn á Spáni sveigjanlegri og minnka þannig atvinnuleysi á skipulegan hátt. Hérna er ennfremur um að ræða gamalt vandamál hjá spánverjum sem á rætur sínar að rekja til einveldistímabils sem spánverjar þurfti að þola.

Kaupmáttur á Spáni hefur fallið afskaplega lítið. Enda er verðbólga lítil, og jafnvel verðhjöðnun á Spáni. Það sem hefur þó gerst í mörgum tilfellum er að laun hafa verið lækkuð beint. Á Íslandi eru laun lækkuð með gengisfellinum og vaxtaokri. Sú aðferð er ekki bein og kemur fólki jafnvel verr við heldur en bein launalækkun eins og Spánn og fleiri ríki eru núna að beita. Það getur vel verið að lækka hafi þurft örorku og ellilífeyrisbætur á Spáni, en ég legg litla trú á því að það hafi verið um tug prósenta eins og þú fullyrðir hérna.

Það besta sem ég gert er að benda á nýlegar tölur Eurostat um GDP pr íbúa.

Jón Frímann Jónsson, 22.6.2010 kl. 17:38

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

72% þjóðarinnar vill draga umsókn í ESB til baka. Auglýst er eftir þeim sem vilja halda áfram í ferlinu. Síðast þegar til þeirra sást, eigruðu þeir hálfruglaðir á vergangi.

Sigurður Þorsteinsson, 22.6.2010 kl. 18:40

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurður, Þegar þú fullyrðir eitthvað. Þá er algert lámark að það sé rétt sem þú heldur fram.

Samkvæmt vafasamri netkönnun MMR, þá vilja 57,6% íslendinga draga umsóknina að ESB til baka, 24,3% vilja halda aðildarferlinu áfram og 18,1% eru óákveðin í þessari könnun. Tekið héðan.

Jón Frímann Jónsson, 22.6.2010 kl. 20:16

8 identicon

Ég skil ekki af hverju Íslendingar eru á móti Evrópusamstarfi. Umræðan um ESB er eins og umræðan um það hvort Sovétríking eða Bandaríkin séu betri.

ESB er hvorugt.

Það er synd að Íslendindar vilja ekki opna ný tækifæri fyrir komandi kynslóðir á Íslandi.

Ég hef búið innan og utan ESB.  Það er enginn munur á en það er töluvert auðveldara að innan ESB þar sem allir íbúar ESB þurfa að lúta sömu lögum og "innfæddir".   Í Þýskalandi fæ ég framlengingu á landvistarleyfinu mínu í gegnum póst.  

Af hverju viljið þið ekki bjóða komandi kynslóðum upp á þetta?  

Eru ekki líka  afdankaðir stjórnmálamenn á móti ESB aðild?  Ég vil fá haldbær rök en ekki stórar innihaldslausar fullyrðingar sem ekki standast naflaskoðun á móti ESB aðild.  Þá á ég ekki við Icesave.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 20:37

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já en herra Jón Frímann. þÞegar einungis er tekið tillit til þeirra sem afstöðu taka eins og gert er ef til kosninga kæmi þá lítur dæmið svona herfilega út fyrir ykkur ESB fuglana.

Gunnlaugur I., 22.6.2010 kl. 20:38

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, slíkur samanburður er blekkjandi og sýnir falska niðurstöðu.

Jón Frímann Jónsson, 22.6.2010 kl. 21:15

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nei alls ekki !

Gunnlaugur I., 22.6.2010 kl. 21:59

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Hann er það víst. Þar sem svona samanburður fjarlægir þriðja möguleikan, sem eru óákveðnir í þessu samhengi.

Þetta óákveðna fólk getur skipt um skoðun, og það er einnig þannig að því fleiri óákveðnir sem eru til staðar. Því stærri eru skekkjumörkin í viðkomandi skoðanakönnun.

Jón Frímann Jónsson, 22.6.2010 kl. 23:49

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stefán, veit það ekki en er þetta ekki eitthvð svona í þjóðarkarakternum?  Hérna Sumarhúsaheilkennið.  Einhver svona vitleysisþrjóska.  Menn sitja á sinni hundaþúfu, hundaþúfu sem nær yfir höf og lönd og þrjóskast eitthvað útí bláinn og þá afþvíbara.  Vegna þess að menn halda að það eigi að vera svoleiðis.  Engin sértök pæling á bak við það.

Það er líka eins og íslendingum sumum finnist að þeir eigi ekki skilið annað en sitja á sinni hugarfarslegu hundaþúfu og þráskallast útí allt og alla.  Og eigi ekki skilið að standa upp af þúfunni og ekki heldur framtíðarkynslóðir.

Hvað sagði ekki Bjartur?  Jú, eitthvað á þá leið, að þeir sem yfirgefa Heiðina (Hunfaþúfuna) - þeir eru dánir! 

Og hvað sagði ekki Guðrún Ósvífursdóttir?  ,,þeim var eg verst er eg unni mest"  Hún sagði þetta gamla konan.

Snæfríður Íslandssól kom líka með athyglisverðann punkt á sínum tíma er hún mælti eitthvað á þá leið að,  ef eg fæ ekki þann besta (þ.e. Paradís) þá  vil eg ekki þann næstbesta - heldur þann versta!  (þ.e.Kína)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2010 kl. 23:50

14 Smámynd: Elle_

Stefán, fólk þarf ekkert að vera á móti Evrópusamstarfi þó það vilji ekki vera pínulítill hluti af stórríki Evrópu og lúta lögum miklu stærri landa þar miðað við vægi.  Og við erum ekki andvíg Evrópu, Evrópumönnum og Evrópuþjóðum, þó við séum ranglega kölluð Evrópuandstæðingar.  Við förum kannski oft að tala um Bandaríkin og Sovétríkin og önnur ríkjasambönd, sem leið til að útskýra að það er ÓLÝÐRÆÐISLEGA verið að pína okkur undir visst bandalag sem við kusum ekki og viljum ekki. 

Elle_, 23.6.2010 kl. 00:29

15 identicon

Elle:  Aðildarríki ESB eru sjálfstæðar þjóðir. Þjóðirnar hafa ákveðið að starfa saman í ákveðnum málaflokkum og láta sameiginlegar ákvarðanir gilda í öllum aðildarríkjunum.  Það er ekki verið að afsala völdum, heldur er ákveðið að þjóðirnar taki ákvarðanir í sameiningu.  Það felur í sér að stundum erum við í meirihluta og stundum í minnihluta.  Það er alveg eins og á Alþingi.  Stundum erum við samála því sem þar er ákveðið og stundum ekki.

Við getum verið sammála um það að margar ákvarðanir í dag á Alþingi og stjórnarráðinu eru ekki okkur að skapi.  Það að segja að Brussel taki allar ákvarðanir fyrir okkur og að þær eru þá slæmar finnst mér ekki vera góð rök.

Myndi Hafró taka betri ákvörðun í setningu kvóta utan ESB?  Myndi ESB setja annan kvóta en Hafró?

Við erum góð að gagnrýna ESB og hættum þá alveg að sjá alla gallana á Íslandi.  ESB býr til ákveðinn ramma fyrir okkur til að vinna eftir.  Væri ekki ágætt ef einhver stofnun í ESB færi yfir fjárlagagerðina og stöðvaði alla þá vitleysu sem þar er í gangi?  

Væri ekki ágætt ef ívilnanir til einstakra fyrirtækja yrðu stöðvaðar og þröngur rammi yrði settur til að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja?

Ég er búinn að búa í ríkjum þar sem verðbólga er ekki vandamál og það í nærri 14 ár.  Sviss, Bandaríkjunum og svo síðast Þýskalandi.  Það eitt að ná þeim markmiðum að taka upp evru eru bestu rökin fyrir ESB aðild.  Hugsaðu það út frá ÞÉR!!  Athugaðu hvað þú ert búin að borga miklar verðbætur í gegnum árin.  Það er þinn kostnaður til að halda bönkum á Íslandi gangandi.

Bankar gera áætlanir.  Þeir reikna öll útlán sem þeir eru með og verðbólguna,  þá eru þeir strax komnir með raunverulegar tekjur! Aðeins vegna þess að ríkið þykist ekki ráða við verðbólgu!  Ríkið er þannig að fjármagna fyrirtæki! Pældu í því!  Þetta er Ísland í dag.

ESB er ekki slæmt, við verðum að læra að meta það.  

ESB er samstarf.  Ísland verður ekki innlimað.  Það er því miður þvæla.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 01:54

16 Smámynd: Elle_

Nei, Stefán, ég get ekki veriið sammála að Evrópabandalagið sé ekki slæmt.  Heldur er það drottnandi og hrikalegt ferlíki.  Og ég kæri mig ALLS EKKI um að LÆRA að meta það.  Það verðum við að vera ósammála um og mér verður ekki snúið.  Það er fjöldi fólks sem býr innan ferlíkisins sem hatar það og var pínt og svikið þangað inn, nákvæmlega eins og okkar núverandi, ólýðræðislega Jóhönnustjórn ætlar okkur. 

Elle_, 23.6.2010 kl. 11:50

17 identicon

Elle:  Hvað áttu við að ESB sé drottnandi?  ESB er bandalag og ESB getur ekki drottnað yfir landi sem er í ESB eða þá öðrum löndum. Getur þú komið með dæmi um það hvernig ESB drottnar yfir öðrum löndum?  Þá get ég kanski verið sammála þér.

Það var enginn svikinn og píndur inn í ESB.  Meirihluti réð hvort sem hann var kjörinn á þingi eða þá að kosið var í atkvæðagreiðslu.  Það verður eins hér.  Ef meirihluti verður, þá gengur Ísland í bandalagið ef ekki, þá gengur Ísland ekki í bandalagið.  Svo einfalt er það.  En ef þú ert með dæmi um hið gagnstæða, þá skaltu koma með það.  þá get ég einnig verið sammála þér hérna.

ESB er ekki slæmt.  Ég þekki ekki nokkurn einasta mann sem er á móti ESB í Þýskalandi.  Ég er ekki að ýkja hérna.

Jóhönnustjórnin er ekki ólýðræðisleg.  Þó svo að hún sé með valtan meirihluta.  Í mörgum löndum er hefð fyrir minnihlutastjórnum.  Mestu máli skiptir hvernig Alþingi starfar.  

En það er einnig áhugavert að þú segir að það sé ekki lýðræði innan ESB og svo einnig ekki utan þess hér á Íslandi.  Ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 12:50

18 Smámynd: Elle_

Stefán, Jóhönnustjórnin ER ólýðræðisleg og stórhættuleg og það er skömm að þú skulir verja hættulegustu landstjórn sem landið hefur haft.  Jú, þjóðir eru sviknar inn í ferlíkið, Bretar voru dregnir óviljugir og sviknir af forsetisráðherranum Heath.  Írar voru sviknir.  Og önnur dæmi eru um blekkingar og svik.  Jóhönnustórnin yfirgangssama ÆTLAR að draga okkur þangað óviljug og mun ekki takast það.  Ætlaði þó ekki að lenda í löngum skrifum og þrasi um þetta hér, Stefán, heldur vildi að ofan koma í veg fyrir þá vitleysu sem ýmsir hafa farið með um okkur hin, sem ekki viljum vera undir yfirráðum ferlíkisins.  Við erum EKKI á móti Evrópu og Evrópumönnum. 

Elle_, 23.6.2010 kl. 15:02

19 Smámynd: Elle_

Jú, ætla þó að svara hvað ég meinti með drottna.  Eitt dæmi um drottnun yfir löndum innan EU er þegar 6 stærstu löndin í 27 landa bandalagi, verða með yfir 70% vægi, sem nær engri átt og er ekkert nema drottnun 6 landa yfir hinum 21.  Og miðstjórnin þar er óþolandi.   Og nú er ég hætt. 

Elle_, 23.6.2010 kl. 17:31

20 identicon

Elle:  Það væri frábært ef þú gætir látið mig fá einhverjar heimildir.  Ert þú með þær?

Þakka þér fyrir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband