Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarmaður í Heimssýn: Heimtufrekja Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum aukizt!

"Ef eitthvað hefur breytzt er það að heimtufrekja fámenns hóps Evrópusambandssinna innan flokksins hefur aukizt."

Þetta eru viðbrögð stjórnmanns Heimssýnar, Nei-samtaka Íslands, hér é Evrópublogginu, við færslunni; Sjálfstæðisflokkurinn: Tifandi bomba. Hún birtist hér í morgun.

Það er kraumandi óánægja meðal Evrópusinna innan Sjálfstæðisflokksins með þá stemningu sem ræður nú innan flokksins. Ritari veit um Sjálfstæðismenn sem munu segja sig úr flokknum, verði tillaga um að draga aðildarumsókn að ESB tilbaka, samþykkt á landsfundi. Það er einnig vitað að það er til fullt af Evrópusinnum, sem eiga samleið með Evrópusinnuðum, hófsömum flokki, en ekki þeim uppbelgda þjóðernisflokki, sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að breytast í.

Og þetta kallar (zetu-maðurinn) Hjörtur Guðmundsson heimtufrekju. Hann reyndi einmitt á sínum tíma að stofna þjóðernisflokk hér á landi. Eflaust er það hans draumur að Sjálfstæðisflokkurinn verði slíkur. Og Nei-hreyfingarinnar allrar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vonandi kemur til fullnaðaruppgjörs við ESBsinna innan Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum og kjósi þeir að yfirgefa flokkinn í framhaldinu, verður svo að vera.

Afgerandi ályktun landsfundarins gegn ESBaðild mun skerpa línur í íslenskri pólitík og tími til kominn að kjósendur hafi þá val um ESBsinnaða flokka og aðra, sem taka skýra afstöðu á móti.

Slíku vali þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að kvíða.

Ég fjallaði um þetta á mínu bloggi í morgun og hafi einhver áhuga, má sjá það hérna

Axel Jóhann Axelsson, 25.6.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Auðvitað þurfa Sjálfstæðismenn ekkert að óttast við að skerpa á þeirri ágætu og þjóðlegu stefnu sem þeir hafa haft hingað til.

Það er að hafna algerlega ESB aðild.

Fylgið við það innan flokksins hefur stóraukist og er nú yfirgnæfandi.

ESB liðið er bara örvinglað af fylgisleysi og á hröðu undanhaldi og nú í örvæntingarfullri uppgjöf yfir óförunum, reyna þeir að búa til storm í sínu galtóma ESB vatnsglasi.

Hver tekur lengur mark á svona liði ! 

Gunnlaugur I., 25.6.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið farið mikinn yfir comment skrifum Hjartar Guðmundssonar hér á Evrópusíðunni. 

Aftur og enn annar stormur í tómu ESB- vatnsglasi ykkar, eða hvað ? 

Hjörtur Guðmundsson Sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Heimssýn og stórbloggari, metur síminnkandi og veikburða stöðu ESB sinna mjög rétt í sínum eigin flokki, sýnist mér.

Sama sýnsit mér uppá teningnum hjá öðrum Sjálfstæðismönnum sem ég þekki til þeir, vilja ekkert lengur með þetta sárafáa en háværa ESB lið hafa að gera lengur. 

Þó ekki sé ég Sjálfstæðismaður þá er ég almennt áhugamaður um stjórnmál allra flokka og stjórnmálahreyfinga og tel rétt lýðræðisins vegna að línur séu skýrar um meginstefnur og strauma.

Því væri það fagnaðarefni fyrir lýðræðið í landinu að Sjálfstæðismenn skerptu nú stefnu sína og stöðu til þessa stærsta og mikilvægasta máls gjörvallrar lýðveldissögunnar.

Gunnlaugur I., 25.6.2010 kl. 15:06

4 Smámynd: Elle_

Hófsamur flokkur með Evrópusinnum, segið þið.  Getur verið að þið hafið ætlað að vera spaugilegir?  Og næst talið þið um uppbelgdan flokk með þjóðernissinnum!?  Getur verið að það sé sýki Evrópubandalagssinna að RANGLEGA halda að ALLIR sem eru andvígir risamiðstýringu með gömul heimsveldi í mestum yfirrráðum, séu þjóðernisrembur?? Og NEI, ég er EKKI í Sjálfstæðisflokknum og ekki einu sinn með neina þjóðernisrembu.

Elle_, 25.6.2010 kl. 23:07

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Yfirgangur andstæðinga ESB á Íslandi er þvílíkur að annað eins hefur ekki sést síðan yfirgangurinn í Davíð Oddssyni var sem mestur.

Síðan vogar þetta fólk sér að kalla evrópusinna frekjur.

Jón Frímann Jónsson, 26.6.2010 kl. 15:14

6 Smámynd: Elle_

Evrópubandalagssinnar hafa vaðið yfir menn sem vilja fullveldi og sjálfstæði lands.   Og að ósekju kallað menn einangrunarsinna og þjóðernisrembur.  Og Jón Frímann þarf ekki að svara. 

Elle_, 27.6.2010 kl. 00:51

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Það er lygi hjá andstæðingum ESB á Íslandi, að aðild Íslands að ESB muni á einhvern hátt skerða fullveldi landsins.

Enda hafa andstæðingar ESB á Íslandi aldrei getað sýnt fram á það með rökum og sönnunargögnum um þetta meinta tap á fullveldi.

Þú heldur þessu fram hérna, án þess þó að færa fyrir því sönnunargöng, eða koma með staðreyndir máli þínu til stuðnings.

Afstaða mín er því einföld. Á meðan það koma ekki fram nein sönnunargöng um þessar fullyrðingar andstæðinga ESB. Þá mun ég einfaldlega líta á þær sem lygar.

Sannaðu mál þitt, eða heigull skalt heita!

Jón Frímann Jónsson, 27.6.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband