Leita í fréttum mbl.is

Varaformaður Nei-samtakanna: Tenging krónunnar við Evru kostur

EvraVaraformaður Heimssýnar, Nei-samtaka Íslands, Heiðrún Marteinsdóttir, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni að tenging krónunnar við Evrum væri kostur fyrir Íslendinga.

Þetta kom fram í umræðum um gjaldmiðilsmál í þættinum. Annars einkenndist málflutningur hennar af hugmyndaþurrð, en stutt var í "útlendingafóbíuna" sem einkennir þennan flokk manna.

Segjast verður þó að hugmynd hennar um tengingu krónunnar við Evruna er athyglisverð, en þetta er t.d. það form sem Danir hafa á sínum gjaldmiðilsmálum. Enda þekkjast gengisfellingar vart í Danmörku.

Ekki er vitað til þess að hugmynd sem þessi hafi áður komið frá Nei-samtökunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Heiðrún Marteinsdóttir er bráðskýr, ung kona og gæti kennt ykkur ýmislegt, en hún er ekki hagfræðingur, heldur lögfræðilærð. Hvernig væri að hugleiða það, sem saman er tekið í þessum leiðara Mbl. í vikunni:

"Evran í ógöngum

Laugardagur 26. júní 2010

Ein helsta röksemdin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur löngum verið að landið væri betur sett með evruna en íslensku krónuna. Umræðan um evruna síðustu daga utan landsteinanna er þess vegna afar athyglisverð fyrir Íslendinga.

Breska dagblaðið Daily Telegraph greindi frá því fyrir viku að Frakkland og Þýskaland væru að kanna leiðir til að skipta evrusvæðinu í tvennt. Betri hlutinn yrði fyrir þessi tvö ríki ásamt Hollandi, Austurríki og Finnlandi. Í lakari hluta evrusvæðisins yrði afgangurinn, svo sem Grikkland, Spánn, Ítalía, Portúgal og Írland. Haft er eftir embættismanni í Evrópusambandinu að þetta sé til marks um örvæntingu og stafi af því að betur stæðu ríkin hafi ekki efni á að bjarga stærri ríkjum í vanda líkt og þau björguðu Grikklandi.

Þegar tvö öflugustu ríki evrusvæðisins eru í fullri alvöru byrjuð að undirbúa að skipta svæðinu upp og forða sér frá vanda annarra ríkja, er augljóst að evrusvæðið er að byrja að liðast í sundur. Þó að á þessari stundu sé ekki augljóst hvernig þetta mun enda þarf ekki að efast um að vandi evrunnar er gífurlegur.

Þjóðir og stjórnvöld utan evrusvæðisins átta sig á þessu eins og sjá má af nýlegum könnunum meðal almennings og ummælum forystumanna. Dagblaðið Berlingske Tidende sagði frá því í fyrradag að andstaðan við upptöku evrunnar í Danmörku hefði aldrei verið meiri en nú og vitnaði í því sambandi til könnunar sem Danske Bank lætur gera reglulega. Tæpur helmingur Dana hafnar evrunni en innan við þriðjungur lýsir stuðningi við upptöku hennar. Í Svíþjóð lýsti Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra, þeirri skoðun sinni í viðtali sem birtist í gær að varnirnar sem byggðar hafi verið upp í kringum evruna hafi ekki virkað. Augljóst sé að ríki hafi komist inn í samstarfið sem hafi ekki átt þangað neitt erindi. Niðurstaðan sé sú að evran standi ekki undir þeim væntingum sem til hennar hafi verið gerðar. Sænska hagkerfið er að hans mati betur sett utan evrusvæðisins og með sænsku krónuna.

Þetta eru aðeins umræður allra síðustu daga um evruna, en lýsa vel því ástandi sem ríkir innan Evrópusambandsins að þessu leyti. Ríki Evrópusambandsins, hvort sem þau eru innan eða utan evrusvæðisins, reyna eftir megni að forðast þau vandræði sem henni fylgja. Á sama tíma reyna íslensk stjórnvöld að koma Íslandi inn í Evrópusambandið hvað sem það kostar til að freista þess að taka upp evruna. Sú viðleitni lýsir hvorki miklum skilningi á hagsmunum Íslands eða þróun mála í Evrópu."

Lærdómsríkt, ekki satt?

Kristin stjórnmálasamtök, 27.6.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta átti nú reyndar að leggjast hér inn sem innlegg undir mínu nafni (og raunar á ég þar aðeins um fjórar línur!).

Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 22:07

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kristinn, Þessi leiðari Morgunblaðsins er bull eins og annað sem kemur frá þessu blaði undanfarið.

Evran er ekki í ógögnum, en ég get bent þér á gjaldmiðil sem er ógöngum.

Það er íslenska krónan, með sín höft og með sitt ónýta myntsvæði sem enginn vill sjá.

Jón Frímann Jónsson, 27.6.2010 kl. 23:22

4 identicon

Segjum svo að það ætti að koma upp "nýrri" evru fyrir illa stödd ESB ríki.  Þá mun verða fjármagsnflótti frá þeim ríkjum til þeirra ríkja sem munu halda "gömlu" evrunni.  Þá munu engir peningar verða eftir í ríkjum "nýju" evrunnar.

ESB byggir á hugmyndinni um fjórfrelsið.  ESB mun ekki setja höft á lönd "nýju" evrunnar.  

Þess vegna mun þetta ekki verða að veruleika.

Það væri ekki röng hugmynd að binda krónuna við evru til að byrja með.  ESB er jú það svæði sem við eigum mest viðskipti við.  

Ég fagna orðum Heimssýnar.  Það er skref ég rétta átt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband