Leita í fréttum mbl.is

Fréttablađiđ-leiđari: Skellt í lás!

Ólafur StephensenÓlafur Stephensen, ritstjóri Fréttablađsins skrifar góđan leiđara í blađiđ í dag um niđurstöđu landsfundar sjálfstćđisflokksins um helgina. Hann segir m.a.:

"Sjálfstćđisflokkurinn hefur ţrengri skírskotun en áđur eftir landsfundinn um helgina. Drögum ađ stjórnmála­ályktun, ţar sem örlítil rifa var skilin eftir í ţá veru ađ láta reyna á umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu, var hafnađ og samţykkt ályktun ţar sem dyrunum er skellt í lás og ţess krafizt ađ ađildarumsóknin verđi dregin til baka. Sjálfstćđisflokkurinn hefur međ ţessu öđlazt sérstöđu međal stórra evrópskra hćgriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-ađild undir merkjum frjálsra viđskipta og vestrćns samstarfs.

Í ályktun sjálfstćđismanna segir ađ ţeir hafni ađildarferlinu vegna ţess ađ mikilvćgara sé nú ađ stjórnsýslan setji alla sína krafta í ađ leysa ađkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtćkja. Sjálfstćđismenn deila ţá ţeirri skođun ekki heldur međ flestum evrópskum hćgriflokkum, ađ ESB-ađild sé brýnt hagsmunamál heimila og fyrirtćkja. Ađildarumsóknin er ţáttur í ađ leysa ţá efnahags- og gjaldmiđilskreppu, sem Ísland glímir viđ."

Einnig segir Ólafur: 

"Kalt hagsmunamat fćlist í ţví ađ taka ţátt í ađildarferlinu og leitast viđ ađ ná sem hagstćđustum samningi, eins og flokksformađurinn talađi raunar utan í, áđur en fulltrúar sérhagsmunanna höfđu hann undir á fundinum. Ţá er hćgt ađ leggja mat á ţađ hvernig ađildarsamningur ţjónar íslenzkum heildarhagsmunum, til dćmis hvađ sé unniđ fyrir heimilin í landinu hvađ varđar matarverđ, horfur á stöđugum gjaldmiđli međ bćttum lánskjörum og fleira. Jafnframt er ţá ađ sjálfsögđu hćgt ađ vega og meta hvernig samningurinn kemur út fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar. En ţađ gerist ekki án ţess ađ klára samningana.

Sjálfstćđisflokkurinn hefur nú fyrst og fremst forystu fyrir sérhagsmunum. Allt annađ tal um forystu er fremur spaugilegt."

Allur leiđarinn


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband