Leita í fréttum mbl.is

Fréttablaðið-leiðari: Skellt í lás!

Ólafur StephensenÓlafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar góðan leiðara í blaðið í dag um niðurstöðu landsfundar sjálfstæðisflokksins um helgina. Hann segir m.a.:

"Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmála­ályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs.

Í ályktun sjálfstæðismanna segir að þeir hafni aðildarferlinu vegna þess að mikilvægara sé nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðismenn deila þá þeirri skoðun ekki heldur með flestum evrópskum hægriflokkum, að ESB-aðild sé brýnt hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Aðildarumsóknin er þáttur í að leysa þá efnahags- og gjaldmiðilskreppu, sem Ísland glímir við."

Einnig segir Ólafur: 

"Kalt hagsmunamat fælist í því að taka þátt í aðildarferlinu og leitast við að ná sem hagstæðustum samningi, eins og flokksformaðurinn talaði raunar utan í, áður en fulltrúar sérhagsmunanna höfðu hann undir á fundinum. Þá er hægt að leggja mat á það hvernig aðildarsamningur þjónar íslenzkum heildarhagsmunum, til dæmis hvað sé unnið fyrir heimilin í landinu hvað varðar matarverð, horfur á stöðugum gjaldmiðli með bættum lánskjörum og fleira. Jafnframt er þá að sjálfsögðu hægt að vega og meta hvernig samningurinn kemur út fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar. En það gerist ekki án þess að klára samningana.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fyrst og fremst forystu fyrir sérhagsmunum. Allt annað tal um forystu er fremur spaugilegt."

Allur leiðarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband