Leita í fréttum mbl.is

ESB-óvildin sameinar öfl úr VG og Sjálfstæðisflokki

Greinilegt er að markmið andstæðinga ESB á landsfundinum um helgina hefur verið að reyna að slá vopnin úr höndum Samfylkingarinnar og reyna eftir fremsta megni að einangra hana pólitískt.

Segja má að að það hafi einnig verið tilgangur þeirra Nei-sinna í VG, sem fengu því framfylgt að það var ákveðið að setja málið í “endurskoðun” í haust.

Hvað þýðir það nákvæmlega? Hvað á að endurskoða? Á að endurskoða þýðingarnar eða svörin sem Ísland lét ESB í té áður í þessu ferli?

Og eru þá komnir upp á yfirborðið einhverjir ,,endurskoðunarsinnar” innan VG, eins og raunin varð í gamla kommúnismanum, þegar ljóst varð að kenningar kommúnismans virkuðu ekki eins og innihald þeirra sagði til um?

Þetta er allt mjög hjákátlegt. En málið er þetta: Sjálfstæðisflokkurinn verður aldrei flokkur sem tekið verður mark á í sambandi við verslun og viðskipti, nema flokkurinn þrói með sér einhverja vitsmunalega Evrópustefnu. Formaður flokksins veit að við komum ekki til með að skapa þau störf sem þarf fyrir komandi kynslóðum í fiski og landbúnaði, eða virkjunarframkvæmdum. Virkjunarmöguleikar eru takmarkaðir á Íslandi, það er ekki hægt að virkja og byggja raforkuver við hverja einustu sprænu á landinu!

Og ætli VG að reyna að standa undir nafni sem einhver alvöru umhverfisflokkur, þá verður hann að öllum líkindum að líta til Evrópu og ESB. Þar eru t.d. sett upp þau metnaðarfullu markmið og viðmið sem fylgt er eftir í umhverfismálum í framtíðinni. Það er bara svo einfalt. Þetta verða VG-ingar að skilja.

Innanborðs í VG er Ásmundur Einar Daðason, formaður Nei-samtaka Íslands og óþarfi er að spá í það hver áhrif  hans á þessa niðurstöðu VG hafa verið.

Nei-sinnar í bæði VG og Sjálfstæðisflokknum hafa eflaust ,,spjallað” saman fyrir helgina. Það kæmi ritara alla vegana ekki á óvart. Í Nei-samtökunum eru einnig margir gamlir framámenn í Sjálfstæðisflokknum.

En burtséð frá því hvort það gerðist eða ekki er ljóst Nei-sinnar innan hinna pólitiksu erkióvina VG og Sjálfstæðisflokks, geta (og hafa) sameinast í andstöðu sinni gegn ESB og þar af leiðandi gegn Samfylkingunni, sem er og verður ,,Evrópuflokkur” Íslands.

Þar með sannast: Óvinur óvina minna, er vinur minn, eins og bloggað var hér um daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

ESB andstaðan og óvildin í þeirra garð spannar yfir meira en 70% þjóðarinnar og áttið ykkur bara á því áður en þið í hroka ykkar setjið ykkur í dómarasætið !

Ykkar ESB málflutningur nýtur nánst einskis fylgis ! 

Gunnlaugur I., 28.6.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er vert að benda á þá staðreynd að forsendu aðildarumsóknar Íslands til ESB hefur ekki breytt. Þrátt fyrir fullyrðingar andstæðinga ESB á Íslandi um annað. Þrátt fyrir skuldakreppuna í Evrópu, sem kom í kjölfarið á fjármálakreppunni þá er staða ESB góð og staðan batnar hægt og rólega eftir kreppuna sem hefur geisað um heimsbyggðina frá árinu 2007.

Gunnlaugur I, þú hefur rangt fyrir þér. Andstaðan er kannski mikil núna í augnablikinu, en staðan á eftir að breytast.

Jón Frímann Jónsson, 28.6.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Elle_

Gunnlaugur I fer með málið eins og það er.  Yfir 70% þjóðarinnar vill ekki ganga í Evrópuríkið.  Málið er nánast einkamál eins pólitísks flokks sem er að hverfa.  Mál að við hættum eyðslunni og vitleysunni.

Elle_, 28.6.2010 kl. 21:41

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Það að halda því fram að 70% þjóðarinar vilji draga aðildarumsóknina til baka er lygi andstæðinga ESB á Íslandi.

Staðreyndin er þessi.

57,6% vilja draga umsóknina til baka.

24,3% vilja halda aðildarferlinu áfram.

18,1% var óákveðið.

Tölunar eru fegnar héðan.

Ef að þú ætlar þér að endurtaka tölur úr könnun, óháð því hversu marktæk umrædd könnun er í rauninni. Þá gerir þú það líka með óákveðna fylginu. Að gera annað er ekkert nema ósvífin tilraun til þess að blekkja og ljúga að fóki.

Það kemur reyndar ekkert á óvart að andstæðingar ESB á Íslandi ljúgi að fólki. Þeir hafa verið að gera það núna í rúmlega tuttugu ár hið minnsta á Íslandi, og þeir hafa komist upp með það.

Jón Frímann Jónsson, 28.6.2010 kl. 23:31

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tegar flokkar sem eru lengst til vinstri og svo lengst til haegri eru farnir ad hljoma svipad. Ta eiga vidvorunarbjollur ad hringja.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2010 kl. 02:33

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ta er eitthvad oaeskilegt a seidi.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2010 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband