28.6.2010 | 17:15
ESB-óvildin sameinar öfl úr VG og Sjálfstæðisflokki
Greinilegt er að markmið andstæðinga ESB á landsfundinum um helgina hefur verið að reyna að slá vopnin úr höndum Samfylkingarinnar og reyna eftir fremsta megni að einangra hana pólitískt.
Segja má að að það hafi einnig verið tilgangur þeirra Nei-sinna í VG, sem fengu því framfylgt að það var ákveðið að setja málið í endurskoðun í haust.
Hvað þýðir það nákvæmlega? Hvað á að endurskoða? Á að endurskoða þýðingarnar eða svörin sem Ísland lét ESB í té áður í þessu ferli?
Og eru þá komnir upp á yfirborðið einhverjir ,,endurskoðunarsinnar innan VG, eins og raunin varð í gamla kommúnismanum, þegar ljóst varð að kenningar kommúnismans virkuðu ekki eins og innihald þeirra sagði til um?
Þetta er allt mjög hjákátlegt. En málið er þetta: Sjálfstæðisflokkurinn verður aldrei flokkur sem tekið verður mark á í sambandi við verslun og viðskipti, nema flokkurinn þrói með sér einhverja vitsmunalega Evrópustefnu. Formaður flokksins veit að við komum ekki til með að skapa þau störf sem þarf fyrir komandi kynslóðum í fiski og landbúnaði, eða virkjunarframkvæmdum. Virkjunarmöguleikar eru takmarkaðir á Íslandi, það er ekki hægt að virkja og byggja raforkuver við hverja einustu sprænu á landinu!
Og ætli VG að reyna að standa undir nafni sem einhver alvöru umhverfisflokkur, þá verður hann að öllum líkindum að líta til Evrópu og ESB. Þar eru t.d. sett upp þau metnaðarfullu markmið og viðmið sem fylgt er eftir í umhverfismálum í framtíðinni. Það er bara svo einfalt. Þetta verða VG-ingar að skilja.
Innanborðs í VG er Ásmundur Einar Daðason, formaður Nei-samtaka Íslands og óþarfi er að spá í það hver áhrif hans á þessa niðurstöðu VG hafa verið.
Nei-sinnar í bæði VG og Sjálfstæðisflokknum hafa eflaust ,,spjallað saman fyrir helgina. Það kæmi ritara alla vegana ekki á óvart. Í Nei-samtökunum eru einnig margir gamlir framámenn í Sjálfstæðisflokknum.
En burtséð frá því hvort það gerðist eða ekki er ljóst Nei-sinnar innan hinna pólitiksu erkióvina VG og Sjálfstæðisflokks, geta (og hafa) sameinast í andstöðu sinni gegn ESB og þar af leiðandi gegn Samfylkingunni, sem er og verður ,,Evrópuflokkur Íslands.
Þar með sannast: Óvinur óvina minna, er vinur minn, eins og bloggað var hér um daginn.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
ESB andstaðan og óvildin í þeirra garð spannar yfir meira en 70% þjóðarinnar og áttið ykkur bara á því áður en þið í hroka ykkar setjið ykkur í dómarasætið !
Ykkar ESB málflutningur nýtur nánst einskis fylgis !
Gunnlaugur I., 28.6.2010 kl. 19:17
Það er vert að benda á þá staðreynd að forsendu aðildarumsóknar Íslands til ESB hefur ekki breytt. Þrátt fyrir fullyrðingar andstæðinga ESB á Íslandi um annað. Þrátt fyrir skuldakreppuna í Evrópu, sem kom í kjölfarið á fjármálakreppunni þá er staða ESB góð og staðan batnar hægt og rólega eftir kreppuna sem hefur geisað um heimsbyggðina frá árinu 2007.
Gunnlaugur I, þú hefur rangt fyrir þér. Andstaðan er kannski mikil núna í augnablikinu, en staðan á eftir að breytast.
Jón Frímann Jónsson, 28.6.2010 kl. 21:11
Gunnlaugur I fer með málið eins og það er. Yfir 70% þjóðarinnar vill ekki ganga í Evrópuríkið. Málið er nánast einkamál eins pólitísks flokks sem er að hverfa. Mál að við hættum eyðslunni og vitleysunni.
Elle_, 28.6.2010 kl. 21:41
Elle, Það að halda því fram að 70% þjóðarinar vilji draga aðildarumsóknina til baka er lygi andstæðinga ESB á Íslandi.
Staðreyndin er þessi.
57,6% vilja draga umsóknina til baka.
24,3% vilja halda aðildarferlinu áfram.
18,1% var óákveðið.
Tölunar eru fegnar héðan.
Ef að þú ætlar þér að endurtaka tölur úr könnun, óháð því hversu marktæk umrædd könnun er í rauninni. Þá gerir þú það líka með óákveðna fylginu. Að gera annað er ekkert nema ósvífin tilraun til þess að blekkja og ljúga að fóki.
Það kemur reyndar ekkert á óvart að andstæðingar ESB á Íslandi ljúgi að fólki. Þeir hafa verið að gera það núna í rúmlega tuttugu ár hið minnsta á Íslandi, og þeir hafa komist upp með það.
Jón Frímann Jónsson, 28.6.2010 kl. 23:31
Tegar flokkar sem eru lengst til vinstri og svo lengst til haegri eru farnir ad hljoma svipad. Ta eiga vidvorunarbjollur ad hringja.
Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2010 kl. 02:33
ta er eitthvad oaeskilegt a seidi.
Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2010 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.