Leita í fréttum mbl.is

Eyđimerkurgangan hefst...

chains.jpgEins og sagt var frá hér um daginn kallađi stjórnarmađur Nei-samtakanna í "kommenti" hér á Evrópublogginu, ţađ heimtufrekju ađ Evrópusinnar innan flokksins berđust fyrir málum sínum á landsfundi flokksins. Og Björn Bjarnason hefur sagt ađ niđurstađa landsfundarins sé Evrópusinnum sjálfum ađ kenna, ţeir hafi ekki haldiđ nógu vel á sínum málum.

Ţetta er auđvitađ ,,hentugleikaskýring" frá BB, gott ađ koma sökinni yfir á Evrópusinnana sjálfa!

Máliđ er hinsvegar ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur međ samţykktinni á ţví ađ draga ESB-umsóknina til baka, dćmt sig úr leik í íslenskri Evrópuumrćđu, sem mun halda áfram, hvort sem umsóknin verđur dregin tilbaka, hvort sem ađildarsamningurinn (ţegar ţar ađ kemur), verđur felldur eđa ekki!

Ţetta er ólýđrćđisleg nálgun, en međ ţessu vill forysta flokksins taka frá almenningi ţann möguleika ađ kjósa um eitt mikilvćgasta mál komandi ára (og jafnvel áratuga) á Íslandi.

Ţađ er sennilega von Nei-sinna innan Sjálfstćđisflokksins, ađ međ ţessu verđi hćgt ađ láta Evrópu "hverfa" úr augliti flokksins. 

En ţađ gerist ekki. Evrópa mun ekki hverfa nei-sinnum í Sjálfstćđisflokknum (eđa VG, ef ţví er ađ skipta) augum. Hvort sem mönnum líkar ţađ betur eđa verr, verđur Evrópa, ţar sem hún er og hefur veriđ!

Ţađ sem nú er hinsvegar ađ hefjast er eyđimerkurganga Sjálfstćđisflokksins í Evrópumálum; ţessa flokks sem trúir ţví sjálfur ađ hann sé framvörđur í utanríkismálum Íslendinga, í stefnu í atvinnumálum sem mótast af frelsi í verslun og viđskiptum.

Flokkurinn er algjörlega ađ skjóta sig í fótinn međ ţessari ótrúlega ţröngsýnu nálgun, sem er ţvert á skjön viđ grunn hugmyndafrćđi flokksins, ţ.e.a.s. ađ frjáls einstaklingur athugar alla möguleika, lokar engum dyrum.

Ţađ er kjarni ţess ađ vera (og geta veriđ) frjáls!

Ţetta er ţví i raun haftastefna sem "Sjálfstćđisflokkurinn" samţykkti á fundinum um síđustu helgi.

Ekki frelsi til framfara, heldur kannski helsi til hamfara!

Víđsýnin er fariđ fyrir bí, tímar ţröngsýni og skođanafátćktar er runninn upp. Hjá yngsta formanni í sögu flokksins, ţađ kann ađ hljóma skringilega!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Mikiđ líđur ykkur illa.

Hjörtur J. Guđmundsson, 1.7.2010 kl. 09:11

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, ţađ er magnađ ađ sjá svona yfirlýsingar frá manni sem bćđi hatar útlendinga og virđist líđa afskaplega illa og kemur ţví yfir á alla ađra en sjálfa sig.

Jón Frímann Jónsson, 1.7.2010 kl. 19:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband