Leita í fréttum mbl.is

DV: Ritskoðun á Mogganum?

MBLDV birti frétt í dag sem hefst svona:"Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hélt því fram á fésbókarsíðu sinni um helgina að könnun sem unnin var fyrir Moggann um skoðanir Íslendinga á Evrópusambandsaðild hefði verið ritskoðuð í meðförum blaðsins."

Í fréttinni er gefið í skyn að spurt hafi verið um aðild að ESB ef hagstæður samningur næðist í sjávarútvegsmálum og að þá hafi um 71% sagst vera fylgjandi aðild.

Það liggur ljóst fyrir að sjávarútvegsmálin verða lykilmálið í samningaviðræðum Íslands og ESB og því óneitanlega mest spennan í kringum þann málaflokk.

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta segir okkur að með góðum samningi þá fljúgum við inn með góðum meirihluta þ.e 70% atkvæða.

Til hagsbótar fyrir alla þjóðina (að undanskildum nokkrum NEI-sinnum)

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópusambandið er með enga fastmótaða stefnu í sjávarútvegsmálum aðra en þá sem fyrir liggur hverju sinni.Það sem Evrópusambandið bíður í dag er fyrst og fremst undanþága í einhvern tíma frá sjávarútvegsstefnu sambandsins sem er núna.Hún mun breytast og Evrópusambandið mun aldrei skrifa undir það að Íslendingar ráði sjávarútvegsstefnu sambandsins til framtíðar frekar en öðrum málum sambandsins.Að halda slíkt er stórmennskubrjálæði.Og afstaðan til sambandsins ræðst ekki af sjávarútvegi eingöngu.Að gefa slíkt í skyn er rugl.Hafi það verið þá er það breytt.Öllum viti bornum íslendingum er að verða ljóst að möguleikar okkar felast ekki í því að einangra okkur innan ESB.Líka er fjárhagur ESB ríkjanna að hrynja.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 8.7.2010 kl. 20:52

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurgeir. 

Þú veist ekkert um þessar undanþágur frekar en ég. Við þurfum að bíða eftir samningnum.

Það er ekki stórmennskubrjálæði að telja sig geta haft áhrif á afmarkað málefni einsog sjávarútveg. Enda er Ísland ein mesta fiskveiðiþjóð í Evrópu.

Skv þessari skoðanakönnun þá ræðst álit margra eftir hvað verður um sjávarútveg.. þannig að þú ert bara að rugla.

Fjárhagur ESB ríkjana er ekki að hrinja þá að 1-2 lönd eiga erfitt einsog er.

Það er líka að fæðast ein mýta núna uppá síðkastið hjá NEI-sinnum. Allir þessir einhliða viðskiptasamningar. Við höfum nú haft 66ár til þess að afla okkur viðskiptasamninga og höfum ekki gert betur en þetta. En ef við drögum ESB umsóknina til baka núna þá eigum við að vaða í einhverjum einhliða viðskiptasamningum. Og þá sérstaklega frá Kína.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 21:03

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Við munum ekki fá því framgengt að við getum sett eitthvert skilyrði í samning milli Íslands og ESB sem standa muni um alla framtíð. Að halda slíkt er fásinna.

Sigurgeir Jónsson, 8.7.2010 kl. 23:12

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og það þarf ekki að bíða eftir einhverju sem ESB sinnar kalla samning til að sjá það.Best er að afskrifa umsóknina strax og draga hana til baka og að ESB sinnar verði sendir til að leggja fram afsökunarbeiðni til ESB vegna þeirrar fljótfærni að leggja fram umsókn sem sent var í örvinglan eftir bankahrun

Sigurgeir Jónsson, 8.7.2010 kl. 23:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland yrði langstærsta sjávarútvegsþjóðin í Evrópusambandinu (ESB) og aðildarríkin eru sátt við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.


Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:


"Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni. En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA.

Noregur hefði í sínum aðildarsamningi brugðist við þessum möguleika með því að fá samþykkta sérstaka yfirlýsingu um mikilvægi reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."

"Yfirlýsingin er svohljóðandi: Declaration on relative stability. The Union recognises the major importance to Norway and Member States of maintaining the principle of relative stability as the fundament in achieving the goal of a permanent system of distribution of fishing possibilities in the future."

Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, bókun eða sérákvæði til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu.

Almennt væru slíkar meginbreytingar heldur ekki gerðar nema í sátt við þau aðildarríki sem hefðu verulegra hagsmuna að gæta í viðkomandi máli.

Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað. Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB.

Á fundinum kom einnig fram að hlutfallslegur stöðugleiki miðaðist við hlutdeild aðildarríkja í kvótum en ekki magn. Breytingar á stofnstærðum hefðu því ekki áhrif á hlutfallslega hlutdeild
einstakra ríkja í viðkomandi stofnum.

Hefði Ísland til að mynda 100% hlutdeild í einhverjum stofnum myndi slíkt haldast, hvort sem stærð viðkomandi fiskistofna minnkaði eða stækkaði."

"Miklu skiptir við hvaða tímabil er miðað þegar söguleg veiðireynsla aðildarríkja er ákveðin og það mál var því rætt sérstaklega á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB.

Þar kom fram að gengi Ísland í ESB myndi söguleg veiðireynsla verða miðuð við nýlegt tímabil, sem gæfi eðlilega mynd af veiðum á viðkomandi stofnum undanfarin ár (recent and representative period). Ekki væri um eitthvað eitt viðmið um tíma að ræða, heldur tæki
tímalengdin, sem miðað væri við, mið af aðstæðum.

Í aðildarsamningnum við Noreg hefði t.d. verið miðað við 1-10 ára tímabil eftir svæðum og tegund fiskistofna. En tímabilið sem miðað væri við þyrfti hins vegar að vera samþykkt af báðum samningsaðilum.

Það kom fram á fundinum að ekki væri lengur tekið tillit til kröfu aðildarríkja um bætur vegna tapaðra aflaheimilda við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 mílur, eins og gert var upphaflega.

Þetta viðhorf hefur verið staðfest af öðrum sem nefndin hefur rætt við, m.a. sendiherra Danmerkur hjá ESB, sem hefur mikla reynslu af samningagerð á þessu sviði."

Þorsteinn Briem, 9.7.2010 kl. 00:07

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Að fagna "sigri" útaf einhverri skoðanakönnun sem aldrei fór fram með þessum hætti er bara brandari og sýnir bara hvað þið eruð orðnir aðframnkomnir af rökleysi og örvæntingu.

Auk þess sem sjávarútvegsstefna ESB er gjaldþrota óskapnaður og Breskir og Írskir forsvarsmenn sjómanna og útgerðarmanna hafa marg sagt okkur að ef við viljum eyðileggja okkar sjávarútveg og rústa honum þá skuluð þið ganga í ESB annars haldið ykkur fjarri.

Einnig það að ESB málin snúast um miklu meiri og stærri hluti heldur en bara sjávarútvegsmálin.

Þó svo að "góður samningur" að ykkar mati væri þar á borðinu sem ekkert bendir til þá myndu ég og fjöldamargir aðrir aldrei sætta okkur við ESB aðild.

ESB er ólýðræðislegt og spillt valdaapparat sem við eigum ekki að koma nálægt !

Gunnlaugur I., 10.7.2010 kl. 15:08

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti hefur sjálfur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Spáni.

Það eru bestu meðmælin sem sambandið hefur fengið.

Þorsteinn Briem, 10.7.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband