Leita í fréttum mbl.is

Fer MBL með rangt mál?

MBLMorgunblaðið skrifar í dag frétt um að Írar hafi áhyggjur af því að Írar hafi áhyggjur af makrílveiðum Íslendinga og að þeir fari ekki eftir alþjóðlegum samningum um makrílveiðar. Hér skal ekki tekin afstaða til þess.

Hinsvegar er þessi klausa blaðsins athyglisverð, þar sem vitnað er í bréf sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, til Stefans Fül, stækkunarstjóra ESB

"„Ég vil ekki láta hjá líða að upplýsa þig um mjög alvarlegt mál, sem hætta er á, að hafi neikvæð áhrif á væntanlegar aðlögunarviðræður milli ESB og Íslands. Um þessar mundir er mikill ágreiningur milli ESB og Íslands um stjórn á einum verðmætasta fiskstofni í norðaustur Atlantshafi, það er makríl,“ segir í bréfinu, sem Irish Times hefur undir höndum.

Það er greinilegt að MBL hefur ákveðið að nota orðið "aðlögunarviðræður" um komandi samningaviðæður Íslands og ESB. Svona lítur frumtextinn í frétt Irish Times:

"“I would like to inform you about a very serious issue, which risks impacting negatively on the forthcoming accession negotiations between the EU and Iceland,” says Ms Damanaki’s letter, seen by The Irish Times"

(Feitt letur: ES-blogg)

Þýðing MBL á orðunum accession negotiations er einfaldlega röng: Þetta þýðir aðildarviðræður eins og sjá má hér  (í Thesaurus, lið 5).

En MBL er greinilega alveg staðfast í því að koma því inn hjá lesendum að þetta séu aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður, eins og hjá öllum öðrum löndum sem gengið hafa í ESB.

Í framhaldi af þessu má spyrja hvort MBL sé treystandi fyrir að þýða fréttir rétt?

Svo er líka hægt að hlæja að þessu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fiskiskip eru með aflakvóta í ákveðnum fisktegundum, kvótinn getur aukist og minnkað á milli ára eftir stærð viðkomandi fiskistofna, og sum ár veiðist ekkert af sumum tegundum, til að mynda loðnu.

Í landbúnaði skiptir árferði einnig máli, til dæmis hvað heyfeng snertir, í iðnaði hefur til að mynda verð á áli sveiflast mikið og verð á raforku til álveranna hér er tengt heimsmarkaðsverði á áli.

Og gengi íslensku krónunnar hefur sveiflast gríðarlega gagnvart til að mynda evrunni.

Allur kostnaður okkar Íslendinga við að veiða fisk þarf að vera innifalinn í verði á fiski út úr búð og mest af þeim fiski, sem hér er veiddur, er seldur í evrópskum verslunum.

Evrópskir neytendur greiða því kostnaðinn við smíði fiskiskipanna, veiðarnar, fiskvinnsluna, flutningskostnaðinn og söluna.

Hampiðjan er einn af stærstu framleiðendum á veiðarfærum í heiminum og flytur því út mikið af veiðarfærum en langflest íslensk fiskiskip eru smíðuð erlendis.

Verð á landbúnaðarvörum er hins vegar mikið niðurgreitt af skattgreiðendum, bæði hér og á meginlandi Evrópu, þannig að verð á landbúnaðarvörum í verslunum hér endurspeglar ekki allan kostnaðinn við framleiðslu þeirra, til að mynda innflutning hér á dráttarvélum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu verður aftur á móti hægt að selja hér meira af evrópskum landbúnaðarvörum en áður, þar sem tollar á þeim vörum falla hér niður.

Verð á fiski sem veiddur er hér við land er nú svipað í verslunum hér og á meginlandi Evrópu, fiskurinn er fluttur þangað bæði með skipum og flugvélum og flutningskostnaðurinn er innifalinn í verðinu út úr búð í Evrópu.

Fiskverð í verslunum hér var hins vegar ákveðið af stjórnvöldum og fyrst eftir að uppboðsmarkaðir á fiski tóku hér til starfa var fylgst með því af stjórnvöldum að verð á fiski hér í verslunum endurspeglaði verð á fiski á uppboðsmörkuðunum.

Skömmu eftir að ég hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu tók ég hins vegar eftir að ekki var hér samræmi á milli verðs á uppboðsmörkuðum og verði á fiski í verslunum og því ákváðu stjórnvöld að LÆKKA hér verð á fiski út úr búð.

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aflakvótar eru gefnir út á grundvelli aflareynslu og íslensk fiskiskip höfðu nú ekki mikla aflareynslu í makrílveiðum.

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sameiginleg sjávarútvegsstefna aðildarríkja Evrópusambandsins leit formlega dagsins ljós árið 1983 en hana má rekja til alþjóðlegrar þróunar á 8. áratugnum þegar ríki færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómílur.

Þar sem fiskur virðir ekki fiskveiðilandhelgi ríkja er í raun um að ræða sameiginlega auðlind sem ESB-ríki sammæltust um að stjórna sameiginlega.

Sjávarútvegsstefnunni var komið á fót til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í sátt við vistkerfi hafsins og tryggja um leið hagsmuni sjómanna og neytenda. Helstu stoðirnar í sjávarútvegsstefnunni eru eftirfarandi:

·   Jafn aðgangur. Reglan um jafnan aðgang er til komin vegna ákvæðis í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Að allir borgarar ESB njóti sömu réttinda, hafi jafnan rétt til búsetu, menntunar og vinnu hvar sem er innan ESB er ein af grundvallarreglum sambandsins.

Í sjávarútvegi birtist reglan um jafnan aðgang til dæmis í frelsi borgara ESB-ríkja til að fjárfesta í sjávarútvegi hvar sem er innan sambandsins. Og samkvæmt þessari reglu ættu fiskveiðiskip ESB að hafa rétt til veiða alls staðar innan sambandsins.

Í reynd er hinsvegar ekki um jafnan aðgang að lögsögu ESB ríkja að ræða, því til að geta veitt þarf aflakvóta og um skiptingu á aflakvótanum gildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika.

·    Skipting veiðiheimilda. Ákvarðanir um heildarafla á miðum ESB-ríkja og skiptingu í landskvóta eru teknar sameiginlega af fulltrúum aðildarríkjanna í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn ESB.

Þetta á við um veiðar innan 200 sjómílna efnahagslögsögu að undanskildum veiðum innan 12 sjómílna lögsögu en þar eru veiðar á forræði hvers ríkis.

Við ákvörðun á aflamagni er stuðst við tillögur vísindamanna og við skiptingu í landskvóta er farið eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en hún felur í sér að aflakvóta innan 200 sjómílna lögsögu hvers lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.

Hvert ríki úthlutar svo sínum aflakvóta eftir eigin úthlutunarkerfi og ber ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu."


Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 14:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland yrði langstærsta sjávarútvegsþjóðin í Evrópusambandinu og aðildarríkin ERU SÁTT VIÐ sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Hafrannsóknastofnun mun halda hér áfram að leggja til aflakvóta á Íslandsmiðum og engum í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.

Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.


Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:


"Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni. En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA.

Noregur hefði í sínum aðildarsamningi brugðist við þessum möguleika með því að fá samþykkta sérstaka yfirlýsingu um mikilvægi reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."

"Yfirlýsingin er svohljóðandi: Declaration on relative stability. The Union recognises the major importance to Norway and Member States of maintaining the principle of relative stability as the fundament in achieving the goal of a permanent system of distribution of fishing possibilities in the future."

Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, bókun eða sérákvæði til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu.

Almennt væru slíkar meginbreytingar heldur EKKI GERÐAR NEMA Í SÁTT VIÐ þau aðildarríki sem hefðu verulegra hagsmuna að gæta í viðkomandi máli.

Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað. Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB.

Á fundinum kom einnig fram að hlutfallslegur stöðugleiki miðaðist við hlutdeild aðildarríkja í kvótum en ekki magn. Breytingar á stofnstærðum hefðu því ekki áhrif á hlutfallslega hlutdeild
einstakra ríkja í viðkomandi stofnum.

Hefði Ísland til að mynda 100% hlutdeild í einhverjum stofnum myndi slíkt haldast, hvort sem stærð viðkomandi fiskistofna minnkaði eða stækkaði."

"Miklu skiptir við hvaða tímabil er miðað þegar söguleg veiðireynsla aðildarríkja er ákveðin og það mál var því rætt sérstaklega á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB.

Þar kom fram að gengi Ísland í ESB myndi söguleg veiðireynsla verða miðuð við nýlegt tímabil, sem gæfi eðlilega mynd af veiðum á viðkomandi stofnum undanfarin ár (recent and representative period). Ekki væri um eitthvað eitt viðmið um tíma að ræða, heldur tæki tímalengdin, sem miðað væri við, mið af aðstæðum.

Í aðildarsamningnum við Noreg hefði t.d. verið miðað við 1-10 ára tímabil eftir svæðum og tegund fiskistofna. En tímabilið sem miðað væri við þyrfti hins vegar að vera samþykkt af báðum samningsaðilum.

Það kom fram á fundinum að ekki væri lengur tekið tillit til kröfu aðildarríkja um bætur vegna tapaðra aflaheimilda við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 mílur, eins og gert var upphaflega.

Þetta viðhorf hefur verið staðfest af öðrum sem nefndin hefur rætt við, m.a. sendiherra Danmerkur hjá ESB, sem hefur mikla reynslu af samningagerð á þessu sviði."

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 14:26

5 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Svo lengi sem makríllinn er í okkar lögsögu megum við veiða hann, þannig er nú það !! Annað væri fáránlegt.

Þessi hegðun hjá Írum og fleirum þarna í ESB er hlægileg , þetta er eins og þjóðverjar að hafa afskipti af hvalveiðum okkar. Fáránlegt.

Charles Geir Marinó Stout, 16.7.2010 kl. 14:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópusambandinu fáum við Íslendingar hlutdeild í deilistofnum sambandsins, til að mynda úthafskarfa, loðnu, kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, svo og þorski í lögsögu Noregs og Rússlands í Barentshafinu, í samræmi við núgildandi samninga og veiðireynslu okkar.

"Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja sem aðili að Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO).

Deilistofnar eru flökkustofnar
, þannig að þeir eru ekki staðbundnir og flakka því á milli fiskveiðilögsagna, til að mynda úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Íslendingar eru jafnframt með sérstakan samning við Rússa og Norðmenn um þorskveiðar íslenskra skipa í Barentshafi í norskri og rússneskri lögsögu.
Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa í lögsögu annarra ríkja og heldur utan um afla úr deilistofnum eftir veiðisvæðum."

Aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC), auk Íslands, eru Danmörk (fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Evrópusambandið, Noregur og Rússland.

"Markmið samningsins er að stuðla að verndun og bestu nýtingu fiskveiðiauðlinda á svæðinu. Ráðið getur gert bindandi samþykktir varðandi fiskveiðar utan fiskveiðilögsögu samningsríkjanna í úthafinu, meðal annars um heildaraflamark, úthlutað veiðiheimildum og gert ráðstafanir varðandi eftirlit með veiðunum.

Við Íslendingar höfum aðallega veitt úthafskarfa, norsk-íslenska síld og kolmunna úr stofnum sem lúta að NEAFC.

Auk ofangreinds samstarfs höfum við Íslendingar gert samninga um tilteknar veiðar við önnur ríki. Ber þar helst að nefna tvíhliða samninga við Færeyinga, Norðmenn og Evrópusambandið."

"Tilgangur NAFO er að ná skynsamlegri stjórnun og verndun fiskveiðiauðlinda á Norðvestur-Atlantshafi og við Íslendingar höfum veitt úthafskarfa og flæmingjarækju á veiðisvæði NAFO."

Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum -Vefur Fiskistofu


Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur - Veiðar okkar Íslendinga úr deilistofnum, sjá bls. 148-163


Map of the NEAFC - Til hægri á síðunni


NAFO Convention Area - Sjá kort á bls. viii

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 14:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk fiskiskip veiða upp í sína aflakvóta bæði hér við land og annars staðar á Norður-Atlantshafi og þeir kvótar minnka og stækka í samræmi við stærð viðkomandi fiskistofna.

Ef engir samningar væru til um veiðar úr fiskstofnum sem ganga úr einni lögsögu í aðra væri veitt alltof mikið úr viðkomandi stofnum, eins og til dæmis úr norsk-íslenska síldarstofninum á sínum tíma.

Og erlend fiskiskip mega einnig veiða hér úr fiskistofnum þegar þeir ganga inn í íslensku fiskveiðilögsöguna, til að mynda loðnu.

Loðnustofninn gæti haldið sig eingöngu í lögsögu Grænlands eða Noregs, við Íslendingar gætum þá ekkert veitt af loðnu ef við hefðum enga samninga við aðrar þjóðir um loðnuveiðar og við þurfum einnig að semja um veiðar úr makrílstofninum.

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 16:45

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Líú. er að taka sér allt of stóran kvóta.  Skoðaði þetta einu sinni og minnir hreinlega að þetta sé um 1/5 af heildarveiðikvótanum úr stofninum rétt sisona og Líú. með enga veiðihefð úr nefndum stofni.

Þetta þýðir, ef vel á að vera, að aðrir verða að minka veiðar, td. færeyingar.

Líú. er að ofveiða stofninn og munu rústa þessu eins og öðru sem þeir koma nálægt.  Hvernig fór með kolmunnann?  Þeir bara mokuðu og mokuðu og nú er hann horfinn.  Búnir að sýkja síldina.  Allt eftir þessu hjá LÍÚ.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2010 kl. 17:57

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

AÐALATRIÐIÐ VARÐANDI ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun Hafrannsóknastofnun halda hér áfram að leggja til AFLAKVÓTA á Íslandsmiðum og ENGUM í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.

Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.


Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:


"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.

Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni. En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."

"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."

"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað. Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur SAMA lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB."


Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM að Evrópusambandinu, sem taka tillit til sérþarfa EINSTAKRA RÍKJA og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.


Í
AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR].

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn [VARANLEGA] sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
"

"Artikkel 142 i MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14

Þorsteinn Briem, 16.7.2010 kl. 18:40

11 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Afhverju í andskotanum afvegaleiðiru umræðuna með hluti sem koma þessari færslu nákvæmlega ekki neitt! við sbr. landbúnað Steini ? Þú gerir þetta alltaf ! hvernig væri nú að halda sig við umræðuefnið ?

Ómar, hvaða heimildir hefuru fyrir þessu ? engar ? ertu að draga þetta úr óæðri endanum á þér?

Charles Geir Marinó Stout, 17.7.2010 kl. 16:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þér kemur akkúrat EKKERT við HVERNIG ég færi hér RÖK fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 17:43

13 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Já, gjörðu svo vel, haltu áfram að koma með upplýsingar um ÖNNUR málefni en verið er að tala um. Þetta eru engin rök sem þú ert að koma með !

Charles Geir Marinó Stout, 17.7.2010 kl. 19:55

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Charles.

Þú stjórnar EKKI þessu bloggi og ég færi RÖK fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband