Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason: Þeirra vandamál!

jon bjarnasonSvona byrjar frétt í DV í dag:

" Það er bara þeirra vandamál,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um það að þingmenn Evrópusambandsins hefðu sent kvörtun til stækkunarstjóra sambandsins, Olli Rehn, vegna makrílveiða Íslendinga."

(Stækkunarstjóriinn heitir reyndar núna Stefan Füle, innskot, ES-blogg)

Getum við Íslendingar bara gert það sem okkur sýnist? Skiptir það engur máli hvað öðrum finnst?

Er þeð ekki rétt að fram tl þessa hafi makríl verið mokað upp af okkur og hann síðan bræddur í dýrafóður? Þessi úrvals matfiskur?

Í huga Jóns Bjarnasonar er allt vont sem kemur frá ESB, þar með talið einhverjar umkvartanir um makríl!

Gefum skít í (vondu) útlendingana! Þeirra skoðanir skipta engu máli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Þetta er alveg  ofsalega leiðinlegt stundum hvernig íslendingar sumir láta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2010 kl. 21:00

2 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Hvað er að ? Þessi fiskur er í okkar lögsögu og þess vegna höfum við rétt til að veiða hann !!

Það er satt það sem Jón Bjarnason segir, það er þeirra vandamál!

Charles Geir Marinó Stout, 17.7.2010 kl. 16:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk fiskiskip veiða upp í sína aflakvóta bæði hér við land og annars staðar á Norður-Atlantshafi og þeir kvótar minnka og stækka í samræmi við stærð viðkomandi fiskistofna.

Ef engir samningar væru til um veiðar úr fiskstofnum sem ganga úr einni lögsögu í aðra væri veitt alltof mikið úr viðkomandi stofnum, eins og til dæmis úr norsk-íslenska síldarstofninum á sínum tíma.

Og erlend fiskiskip mega einnig veiða hér úr fiskistofnum þegar þeir ganga inn í íslensku fiskveiðilögsöguna, til að mynda loðnu.

Loðnustofninn gæti haldið sig eingöngu í lögsögu Grænlands eða Noregs, við Íslendingar gætum þá ekkert veitt af loðnu ef við hefðum enga samninga við aðrar þjóðir um loðnuveiðar og við þurfum einnig að semja um veiðar úr makrílstofninum.

Þorsteinn Briem, 17.7.2010 kl. 17:45

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er alltaf óþarfi að vera með hroka. Sama hvað það er.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2010 kl. 19:48

5 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Ég reyni að gera eins mikið að því sem mig langar heima hjá mér og reyni að hugsa sem minnst um hvað öðrum finnst og er mjög stoltur af því.

Hjalti Sigurðarson, 18.7.2010 kl. 13:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjalti Sigurðarson.

Gott hjá þér að hugsa EINGÖNGU um sjálfan þig og vera stoltur af því.

Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 14:08

7 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Alveg er það óþolandi hvað þetta Evrópusamband er með mikil afskipti af okkar innanríkismálum.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 18.7.2010 kl. 15:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Viðar Helgi Guðjohnsen.

Veiðar á makríl, loðnu, kolmunna og norsk-íslenskri síld eru EKKI innanríkismál okkar Íslendinga, þar sem þessir fiskstofnar ganga úr einni fiskveiðilögsögu í aðra.

Þannig var til að mynda mikil ofveiði úr norsk-íslenska síldarstofninum á sínum tíma og við Íslendingar þurfum að sjálfsögðu að semja um veiðar úr makrílstofninum, eins og öðrum flökkustofnum.

Þorsteinn Briem, 18.7.2010 kl. 16:32

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingar eru búnir að skrifa undir alþjóðasamninga um Makríl, Síld og fleiri fiskistofna sem ganga á milli lögsagana nokkura landa.

Íslendinga eiga skilyrðislaust að virða þá sáttmála eins og annað sem íslendingar hafa skrifað undir. Annað er ósvífin glæpastarfsemi að mínu mati.

Jón Frímann Jónsson, 19.7.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband