Leita í fréttum mbl.is

Grímur Atlason: Galin hugmynd!

Grímur AtlasonEyjubloggarinn Grímur Atlason er í (góðum) ham þessa dagana. Nýjasti pistill Gríms (Moldarkofar vitleysunnar) er það góður að við ætlum að taka okkur það bessaleyfi að birta hann í heild sinni (fyrirgefðu, Grímur!)

"Ásmundur Einar fór mikinn í grein í málgagni sínu Morgunblaðinu í gær. Þar krafðist hann þess m.a.  að umsóknin um aðild Íslands ESB yrði dreginn til baka hið snarasta. Hann sagði VG-liða hafa verið beitta ofbeldi í þinginu fyrir ári þegar aðildarumsóknin var samþykkt. Það var reyndar samið um það í stjórnarsáttmálanum að málið ætti að fá þinglega meðferð og ætluðu menn að una þeirri niðurstöðu sem út úr því kæmi.

Ásmundur og aðrir þingmenn tala gjarnan um að þingmenn greiði atkvæði samkvæmt samvisku sinni sem er gott og blessað. En Ásmundur yfirgaf þingið og fór í heyskap og vildi ekki taka þátt í umræðum um málið – talaði þá um þrýsting og ofbeldi. Ef þingmenn greiddu ekki atkvæði samkvæmt samvisku sinni vegna hótana verða þeir að segja frá því og þá hverjir hótuðu í stað þess að þvaðra um það svo mánuðum skiptir undir rós. Hvers vegna sprengja þeir ekki þessa ríkisstjórn ef ofbeldið og málefnaágreiningurinn er slíkur?

Aftur að kröfum Ásmundar Einars. Samhengi hlutanna verður að vera á hreinu. Íslendingar byggja allt sitt á viðskiptum við aðrar þjóðir. Síðustu ár fórum við heldur illa með nafn okkar og sitjum eftir skömmustuleg í samfélagi þjóðanna. Það er ekki þannig að við sem þjóð eigum endalausa innistæðu hjá þjóðunum í kringum okkur. Við höfum lengi komist upp með það að taka bara og taka en leggja minna að mörkum. Það var því mjög lítið eftir á kútnum þegar við urðum bensínlaus útí hrauni. Við verðum því sem þjóð að leggja „ég um mig frá mér til mín“ hugsanaháttinn á ís. Nú þurfum við að hugsa um hag heildarinnar til tilbreytingar og taka þátt í samfélagi í stað þess að hampa einstaklingnum endalaust.

Landbúnaður, sjávarútvegur, áliðnaður, matvælaiðnaður, ferðamannaiðnaður, vegagerð og í raun allt þjóðlíf á Íslandi byggir á viðskiptum við útlönd. Við bankahrunið laskaðist orðstír Íslands mikið sem sést best á því hve mikið kjör almennings hafa versnað. Hugmyndin um að við getum sótt um aðild að Evrópusambandinu, með því tilstandi sem því fylgir (líka í Evrópu), og sagt síðan ári síðar: „nei við erum bara hætt við“ – er gersamlega galin. Með því værum við hreinlega að skyrpa á hendur þeirra þjóða sem við eigum mest að sælda við. Það er óþolandi að umræðan nái ekki upp úr forheimskuforinni og að þetta skuli vera valkostur sem margir telji fýsilegan.

Dragi Íslendingar umsóknina til baka má færa sterk rök fyrir því að hagur okkar versni til mikilla muna. Við eigum ekki mörg tromp upp í erminni. Þetta er ekki hagyrðingakvöld í Eyjafirði, landsfundur í Laugardalnum eða fótboltaleikur í Kaplakrika – þetta er alvöru. Olía á bíla og pappír í málgagnið í Hádegismóanum eru líka þarna undir. Lambalærin sem við offramleiðum þurfa einnig að komast til kaupenda í Evrópu og saltfiskhnakkarnir til Spánar - þetta er ekkert grín! Þetta er ekki 1960 og Sovétmenn munu ekki selja okkur Volgur og Lödur fyrir síld og þorsk – þegar aðrir loka. Nútíminn gerðist og við hoppuðum á vagninn. Glóruleysi í alþjóðaviðskiptum gengur ekki upp á tveggja ára fresti fyrir litla þjóð í ballarhafi.

Við þurfum því að horfa upp úr moldarkofunum sem við virðumst seint ætla að komast út úr. Kjósum um aðildarsamning eftir að við höfum reynt að ná fram samningsmarkmiðum okkar – og barist fyrir þeim í samningaviðræðum. Ég get lifað við að samningnum verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu en ég sætti mig ekki víðáttuheimsku sem nær engri átt!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og ég ætla að leyfa mér að setja hér færsluna mína við greinina hans Gríms 

Ásmundur Daði hefur verið að skrifa fyrir afturhaldssinnana í sveitinni og slá sér upp í leiðinni. Hann er einn af þeim bændum landsins sem búið er að hræða árum saman með ESB grýlunni.
Þú munt hafa það enn verra hjá þeim en okkur, hafa sláturleyfishafar sönglað látlaust og veifað lágu verði á því kjöti sem farið hefur í útflutning.

Bændur og margt annað fólk út um allt land hafa trúað þessum áróðri og líka vitað sem er að kjörin máttu ekki versna enn frekar, þá væru þau hin sömu komin endanlega á hausinn.

Þetta blessað fólk hefur trúað á Kaupfélagið sitt áratugum saman og finnst skelfilegt að hugsa um einhvern aðila úti í heimi sem eigi að koma í staðinn fyrir Kaupfélagið, sem sagt útlend ógnarstjórn ( betra að díla við ógnarstjórnina í Kaupfélaginu heima).

En auðvitað erum við hluti af hinum stóra heimi og verðum það áfram. Kaupfélag eða ekki Kaupfélag – um það snýst ekki lífið.

Málið er að við tökum þátt í nútímanum með nágrönnum okkar, en mokum okkur ekki aftur inn í moldarkofana.

Svo eitt að lokum Grímur, ef þjóðin hafnar aðildarsamningunum við ESB kem ég til með að finna mér annað land til að búa í.
Ég byrjaði í moldarkofa og ætla ekki þangað aftur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.7.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Seinni heimsstyrjöldinni lifðum við fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld.

Þáverandi forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í Móa, GRÁTBAÐ bandaríska herinn um að vera hér áfram en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið GÓÐÆRI í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim hálfa milljón króna á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu vegna yfirvofandi íslensks atvinnuleysis í Keflavík.

Þorsteinn Briem, 19.7.2010 kl. 21:54

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

"Nei" liðinu hefur tekist að stilla ESB umræðunni upp sem leiðinlegu pólitísku þrasi sem Samfylkingin kom af stað.  Hjá þeim er ESB ekki hluti af efnahagsuppbyggingu landsins og því þarf ekki að svara spurningum um efnahagslegar afleiðingar við "nei".  Er furða að 70% af þjóðinni vilji slíta þessu "þrasi"?

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.7.2010 kl. 08:00

4 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Hólmfríður þú ættir að skammast þín. Moldarkofarnir sem þú talar um voru híbýli manna fram að þeim tíma að Kaupfélögin fóru að hjálpa mönnum við að byggja upp bæði híbýli manna og margskonar atvinnuvegi vítt og breitt um land allt. Þeir tímar stóðu fram að þeim tíma að Jón Baldvin fór og samdi um EES og sagðist að eigin sögn hafa fengið með þeim samningum allt fyrir ekkert handa Íslendingum. 

Framhaldið af þeim samningum þekkjum við Fyrst frjálshyggjufábjánaháttinn og svo bankahrunið sem þjóðin glímir nú við.

Gissur Þórður Jóhannesson, 20.7.2010 kl. 08:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gissur Þórður Jóhannesson.

Þú veist akkúrat EKKERT um hvort langafi minn, fyrsti formaður Framsóknarflokksins og formaður SÍS, eða afabróðir minn, formaður Bændaflokksins, hefðu viljað að Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn "stjórnaði" landinu ÁSAMT Sjálfstæðisflokknum í TÓLF ÁR, frá apríl 1995 til maí 2007, og í SAMEININGU tókst þeim að leggja landið Í RÚST.


Sjálfstæðisflokkurinn grætur hins vegar enn í andlegum moldarkofum sínum bandaríska herinn við leiði íslensku frjálshyggjunnar.

RÉTT ER ÞAÐ.

Sic transit gloria mundi, mætti segja,
svo mjög er breytt frá því sem áður var.
Og Sjálfstæðis- var hér frægur flokkur,
sem fólksins merki hreint og tigið bar.

Svo hættulegt var ekkert auð né valdi
og yfirdrottnan sérhvers glæframanns.
Svo dó hann hljóðalaust og allt í einu,
og allir Bretar vissu banameinið hans.

En minning hans mun lifa ár og aldir,
þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar bensíntunna
frá Bjarna Ben í Enn einum Company.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 10:36

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki best að klára þetta ferli bara og svo kjósa um samninginn?

Er það ekki bara fín lending fyrir bæði JÁ og NEi sinna?

Sleggjan og Hvellurinn, 20.7.2010 kl. 12:36

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þó ég sé gallharður ESB andstæðingur, þá vantar ekki mikið upp á það að ég geti tekið undir rmeð "Þrumunni, Sleggunni og Hvellinum". Þ.e að kannski sé illskást fyrir alla úr því sem komið er með þessa vitleysu að klára þetta bölvaða ferli og kjósa svo, þá er þessi bévítans ESB óværa frá ! Vonandi í eitt skipti fyrir öll. En það verður reyndar ekki því þetta lið byrjar strax daginn eftir. En alla vega verður þetta lið þá niðurlægt og nær ekki vopnum sínum í bráð.

Því að ég er algerlega sannfærður um að íslenska þjóðin mun gjörsamlega hafna ESB aðild alveg sama hvað "ESB gullasninn" sem þeir eru að senda til landsins með borðaklæddu sendiráðs- elítuliði og öllu því hyski verður látinn hrista sig mikið hér, áður en atkvæðagreiðslan fer fram.

Eins munu hókus pókus galdrar og kanínur sem dregnar munu verða upp úr hatti á síðustu stigum aðlögunarferilsins, litlu sem engu máli skipta.

Íslenska þjóðin ætlar ekki að láta þetta handónýta og gjörspillta ESB valdaapparat fífla sig og er því alveg hætt að trúa á að ESB séu einhver alþjóðleg hjálparsamtök eða björgunarsveit.

Gunnlaugur I., 20.7.2010 kl. 17:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenski trúðurinn og vindmyllubaninn niðri á Spáni hefur nú sagt nákvæmlega það SAMA í ÞÚSUNDASTA skiptið.

Hann veit akkúrat EKKERT um Evrópusambandið, hvað þá hvað meirihluti Íslendinga vill þegar SAMNINGUR um aðild Íslands að Evrópusambandinu liggur fyrir.


Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 19:05

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini, hagaðu þér vel gagnvart honum Gunnlaugi, þú hjálpar ekki þínum málstað með þessu lagi. Þar að auki er Gunnlaugur ágætlega fróður um þetta yfirríkjabandalag. Og farðu nú ekki að rífast í mér til að réttlæta sjálfan þig.

Jón Valur Jensson, 20.7.2010 kl. 20:28

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Gunnlaugur hefur MARGOFT sýnt okkur það hér að hann veit akkúrat EKKERT um Evrópusambandið og blaðrar hér út í eitt um ekki neitt, nákvæmlega SAMA sönginn ALLA tíð, eins og honum sé borgað fyrir það.

Ég legg hins vegar METNAÐ minn í að segja ALLTAF rétt og SATT frá og vitna hér MARGOFT í ÁREIÐANLEGAR OG OPINBERAR HEIMILDIR, enda fyrrverandi blaðamaður.

Er þar að auki með háskólamenntun í hagfræði og Evrópurétti og þ
urfti ALDREI að leiðrétta fréttir og fréttaskýringar sem ég skrifaði á Morgunblaðinu.

Þú getur fengið það staðfest hjá fyrrverandi ritstjórum Morgunblaðsins, sem er nú komið út í Móa og í eigu sægreifanna.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 21:12

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

mjög gott innlegg í umræðuna.

Ég er mikill ESB sinni en það hefur komið mér á óvart hvað flokksfólk í Samfylkingunni er duglegt að verja gjaldeyrishöftin og gagnsemi þeirra. Innan ESB hefðum við ekki haft þetta “frábæra” og “sjálfstæða” tæki. Þetta er auðveldlega hægt að túlka að við hefðum verið varnarlaus innan ESB með krónu, eða evru eins og dæmið með Grikkland sýnir.

.. ég hefði viljað sjá Samfylkinguna fara “evrópskar” leiðir út úr efnahagskreppunni til að sýna hvað þær virka í raun vel, td. eins og með hröð umskipti í Póllandi þar sem gjaldmiðillinn féll jafn mikið og krónan en hefur nú styrkst aftur umtalsvert án gjaldeyrishafta.

.. hér virðist fólk(innan Samfylkingarinnar) duglegt að sýna fram á skaðsemi fjórfrelsisins, sem ESB og EES byggir á. Samfylkingin verður að hætta þeirri gagnrýni líka og taka skrefið í ESB bæði af hugsjón og í framkæmd.

Lúðvík Júlíusson, 21.7.2010 kl. 00:57

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það nema einn útgerðarmaður, frúin úr Eyjum, sem á hlut í Árvakri, einn af mörgum, Steini?!

Fráleitt er af þér að segja: "Gunnlaugur hefur MARGOFT sýnt okkur það hér að hann veit akkúrat EKKERT um Evrópusambandið," enda ert þú ekki réttur maður til frásagnar um það, rammhlutdrægur eins og þú ert. Ég hef séð margt gott og rétt í skrifum Gunnlaugs Ingvarssonar.

En segðu okkur annars, af því að þú tíundar þarna fyrra starf þitt á Mogganum, af hverju hættirðu þar, og ertu með eitthvert betra starf núna?

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 01:17

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Lúðvík. Gjaldeyrishöftin voru mistök.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2010 kl. 01:37

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Það eru mörg ár síðan ég hætti á Mogganum til að fara í háskólanám í Svíþjóð.

Ég byggi mínar skoðanir á Evrópusambandinu EINGÖNGU á RÖKUM, er ekki í stjórnmálaflokki eða samtökum og hef aldrei verið.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 02:05

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Steini, en ég spurði þig tveggja annarra spurninga, fyrst og siðast í innleggi mínu kl. 1:17.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 02:16

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Hvað er konan þín gömul, borðar þú svið á Umferðarmiðstöðinni og drekkur þú áfengi?

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 02:22

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það eitthvað persónulegt fyrir þig að svara þessari spurningu minni, Steini: "Er það nema einn útgerðarmaður, frúin úr Eyjum, sem á hlut í Árvakri, einn af mörgum, Steini?!"

Og er viðkvæmt fyrir þig að svara þessari: "Ertu með eitthvert betra starf núna en það, sem þú hafðir á Mogganum?"

PS. Ég hef ekki tíma til að smakka það! – né að fara í Umferðarmiðstöðina til að fá mér sviðakjamma, hefur raunar aldrei dottið það í hug!

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 02:36

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Ég hefði nú ekki hætt á Mogganum til að fara í verra starf.

Það segir sig sjálft.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 02:44

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú viðurkennir sem sé með þögninni, að útgerðarmenn eiga ekki meirihluta hlutafjár í Árvakri hf.

Í 2. lagi: áttu engu öðru ósvarað?!

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 02:57

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þórsmörk ehf. - Litla Ísland.net

25.2.2009: "Þórsmörk ehf., félag í eigu Óskars Magnússonar og fleiri, hefur gengið frá samkomulagi við Íslandsbanka [áður Glitni] um kaup á útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Auk Óskars eru Gísli Baldur Garðarsson, Gunnar B. Dungal, Pétur H. Pálsson, Þorgeir Baldursson, Þorsteinn Már Baldvinsson og
Guðbjörg Matthíasdóttir hluthafar í Þórsmörk."

Þorsteinn Már Baldvinsson á sjávarútvegsfyrirtækið Samherja á Akureyri og var síðasti stjórnarformaður Glitnis, sem varð gjaldþrota.

Skattakóngur Íslands


"Þorsteinn Már var nokkuð áberandi í upphafi
bankahrunsins haustið 2008 þegar Seðlabankinn yfirtók Glitni en Þorsteinn Már var mjög ósáttur við þá atburðarás og sagði meðal annars í viðtölum að það hefðu verið stærstu mistök lífs síns að leita til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.

Sagt er að Þorsteinn Már hefði verið því mjög mótfallinn þegar Davíð var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins árið 2009 en Þorsteinn Már er einn af eigendum blaðsins.
"

Guðbjörg Matthíasdóttir á sjávarútvegsfyrirtækið Ísfélag Vestmannaeyja og er nú einn af eigendum Moggans, sem einnig varð gjaldþrota.


Heppnasta kona hrunsins

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 03:23

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Hvernig dettur þér í hug að þú hafir einhvern RÉTT til að YFIRHEYRA hér menn um þeirra EINKAMÁL?!

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 03:27

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá er það eitt eftir að spyrja þig hreint út, Steini: Ertu að vinna fyrir ESB, einhverja stofnun eða skrifstofu þess eða fyrir verktaka- eða kynnngarþjónustu sem nýtur stuðnings frá ESB eða starfar með eða i samráði við ESB, eða hefurðu einhvern tímann þegið styrk eða laun til rannsókna eða annars frá ESB eða stofnun á vegum þess? Það er eðlilegt að þú svarir þessu, það snertir málefnin hér og skrif þín um þessi mál.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 07:06

23 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Valur.

Þakka þér fyrir að bera hönd fyrir höfuð mér í ruddalegum og svívirilegum árásum Steina Briem í minn garð. Bæði að skoðunum mínum og persónu. Það er sérlega rætið hjá honum, en ég kippi mér svo sem ekki mikið upp við þetta, því þetta dæmir hann mest sjálfan. En engu að síður takk kærlega fyrir Jón Valur.

Í öður lagi vil ég taka undir víðtæka spurningu þína sem þú hér fyrir ofan beinir að Steina Briem. Sem hann hefur reyndar en ekki svarað.

Ég efast reyndar um að þú fáir nokkurn tímann afgerandi og eða fullnægjandi svar frá honum.

Ég og þú og fleiri höfum áður reynt að spyrja hann viðlíkra spurninga. En hann svarar þeim yfirleitt ekki og ef hann svarar einhverju þá er það yfirleitt með skætingi eins og honum er einum lagið og eða einhverjum útúrsnúningum. Aldrei fullnægjandi og heiðarleg svör frá honum.

En hvað á maður að halda ?

Maðurinn er vel menntaður og meira að segja Evrópusérfræðingur eins og hann segir sjálfur og þar að auki með víðtæka starfsreynslu m.a. sem blaðamaður hjá Mbl, hvernig stendur þá á því að svo vel menntaður og fjölhæfur maður virðist dag og nótt og alla daga vikunnar ekkert annað hafa að gera en  standa varðstöðu fyrir hagsmuni ESB og sífelldum áróðri fyrir ESB innlimun Íslands.

Ég fullyrði að það sem Steini Briem skrifar hér um málefni ESB, því að hann skrifar ekki um neitt annað, er það mikið að efni til að sum skrif hans daglega myndu nægja til þess að fylla allar síður Morgunblaðsins með fréttum og fréttatengdu efni, þá auðvitað fyrir utan auglýsingar.

En hvað ætli séu margir blaðamenn, fréttastjórar og ritstjóra á Mbl nú, sem sjá um álíka mikið lesefni og Steini Briem skrifar daglega hér á blogginu og það eingöngu sem harður áróður fyrir ESB innlimun og svo svæsnar árásir á okkur andstæðinga aðildar.

Er nema von að spurt sé, það kæmi mér ekki á óvart að hann þyggi greiðslur fyrir þessi áróðurs skrif sín.

Gunnlaugur I., 21.7.2010 kl. 08:41

24 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er kanski ein afsökun afhverju Steini Briem er ekki enn búinn að svara spurningum þínum og það er ábyggilega vegna þess að hann er ekki vaknaður blessaður karlinn.

Ég sé nefnilega á fremsta blogginu hér á Evrópusíðunni að Steini Briem á þar 3 nokkuð löng coment og þau eru öll gerð á milli kl. 4 og 5 í morgun. Þannig að hann hefur verið í hörku næturvinnu við varðstöðuna gagnvart ESB og verður að fá að sofa í a.m.k. 10 klst samkvæmt Evróputilskipun.

Gunnlaugur I., 21.7.2010 kl. 10:07

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti.

ENGINN hefur áhuga á að lesa þessar kolrugluðu langlokur þínar, ekki einu sinni geðdeildin í Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 13:09

26 Smámynd: Gunnlaugur I.

En góðir lesendur takiði eftgir því að Steini Briem svarar hvorki mér rné öðurm um það sem spurt hefur verið um. 

Þess í stað er hann bara eins og svo oft áður með útúrsnúninga og skæting.

Honum ferst svo að segja að aðrir skrifi langlokur. Hann er sjálfur mesti haldinn þráhyggu í langhundacommenti sínu hér á Evrópusíðunni !

En svarar Steini ekki, nema með skætingi og uppnefnum.

Þögnin getur verið hávaðasöm og hún getur þýtt það sama og samþykki.

Gunnlaugur I., 21.7.2010 kl. 13:39

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geðveikt!

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 13:52

28 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Það er til marks um algert rökleysi þitt að þú sakar Steina Briem um að vinna fyrir ESB. Þetta er ekki ný aðferðarfræði hjá ykkur andstæðingum ESB. Þar sem að þessi aðferð er hönnuð sérstaklega til þess að gera fólk tortryggið.

Að sama skapi má alveg spurja hvort að þú Jón Valur og Gunnlaugur I séuð að vinna fyrir Heimssýn, Bændasamtök Íslands, LÍÚ, sjálfstæðisflokkinn eða almennt þá aðila sem hafa sett sig uppá móti ESB aðild Íslands.

Eruð þið Jón Valur og Gunnlaugur I að vinna fyrir þessi samtök við að breiða úr lygum um ESB og starfsemi þess ?

Núna er komið að ykkur að svara þessari spurningu, sem þið svo gjarnan krefja stuðningsmenn ESB aðildar Íslands um svör við.

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2010 kl. 14:43

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég SPURÐI.

Og svar mitt við spurningu JFJ er NEI.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 16:04

30 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Hvaða tryggingu hef ég fyrir því að þú sért að segja satt hérna ?

Það hefur sýnt sig og sannað að þú ert ekki traustsins verður.

Mér þykir það ennfremur áhugavert hjá þér að saka fólk sem styður ESB aðild Íslands um að vera í vinnu hjá ESB.

Sérstaklega í ljósi þess að þú svarar sjaldan því sem þú ert spurður að hérna og annarstaðar.

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2010 kl. 16:15

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég svaraði þessu 100% satt, hef aldrei unnið fyrir neina slíka aðila. Nú bíð ég svara Steina Briem við knýjandi spurningum (ekki ásökunum) mínum.

Falskar ásakanir þínar, JFJ, hrína ekki á mér. Líttu í spegil.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 16:57

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Hvað viltu vita?!

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 17:29

33 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þessar spurning bíta. Enda ertu kominn hérna í bullandi vörn og farinn á flótta undan þessum spurningum.

Ég veit að þú ert ekki í stjórn Heimssýnar, en þú ert að öllum líkindum aðili þar. Það sem er ósvarað er hvort að þú færð borgað fyrir vinnu þína við að dreifa út áróðri gegn ESB aðild Íslands.

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2010 kl. 18:44

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Jón Frímann Jónsson, ég hef aldrei fengið borgaða eina einustu krónu né í öðrum greiðslum fyrir neitt sem ég hef skrifað eða talað eða rannsakað um þessi ESB-mál, aldrei beðið um það og aldrei verið boðið það. Hvað með þig, strákur?

Steini Briem, þú hlýtur að vita, að ég spurði þig þessa:

"Ertu að vinna fyrir ESB, einhverja stofnun eða skrifstofu þess eða fyrir verktaka- eða kynningarþjónustu sem nýtur stuðnings frá ESB eða starfar með eða í samráði við ESB, eða hefurðu einhvern tímann þegið styrk eða laun til rannsókna eða annars frá ESB eða stofnun á vegum þess? Það er eðlilegt að þú svarir þessu, það snertir málefnin hér og skrif þín um þessi mál." Eins mætti bæta við: Hefurðu þegið lán eða aðstöðu frá ESB eða tengdum stofnunum, fyrirtækjum eða samtökum?

Þetta er nú varla svo flókið fyrir þig, ritglaðan manninn, að þú getir ekki svarað svarað því með JÁ eða NEI, eins og ég gerði hér á undan.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 19:46

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Svarið er nei.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 20:40

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svarið við ÖLLUM spurninga-liðum mínum (sem beint var til þín) í innlegginu kl. 19.46? (Nú hlýturðu að vera feginn að geta svarað á afgerandi hátt, ef þú þá getur það).

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 21:01

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Það hefur nú aldrei verið mikill vandi að svara þér.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 21:04

38 Smámynd: Elle_

Grímur skrifar: Dragi Íslendingar umsóknina til baka má færa sterk rök fyrir því að hagur okkar versni til mikilla muna. Við eigum ekki mörg tromp upp í erminni.  Og hvaða tromp ætli það verði nú að fara beint inn í fullveldisafsal og vera stýrt af heimsveldum Evrópu að mestu?  Og hvaða moldarkofa-vitleysu ætli hann meini??  Kannski hann búi í moldarkofa en það geri ég ekki.  Kýs þó heldur hvaða moldarkofa sem er en yfirráð gamalla heimsvelda eins og Bretlands, Frakklands og Þýskalands.  Grímur og þið hin sem viljið í Evrópuríkið getið bara flutt, dragið landið okkar ekki þangað inn.  Kannski finnið þið hæfilega moldarkofa þar???

Elle_, 21.7.2010 kl. 22:04

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek þetta ekki sem svar, Steini Briem. Spyr því aftur:

Var þetta "nei" í innleggi þínu kl. 20:40 svar við ÖLLUM spurninga-liðum mínum (sem beint var til þín) í innleggi mínu kl. 19.46?

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 22:05

40 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Elle

Þetta tilsvar er týpisk fyrir NEI-sinna. Og ég verð sorgmæddur í hvert skipti sem ég les þetta og hugsa hvar menntakerfið á Íslandi brást og hvernig er hægt að laga það.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2010 kl. 22:21

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Eitt nei við öllum spurningunum, ef þér kemur það við.

Hins vegar lifir þú á íbúum Evrópusambandsins, þar sem það er stærsti markaður okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 22:22

42 Smámynd: Elle_

SVAR VIÐ COMMENTI (22:21): Og eitt enn: GALINN OG RAKALAUS MOLDAR-PISTILL.  SORGLEGUR OG TÝPISKUR FYRIR JÁ-SINNA SEM KÆRA SIG KOLLÓTTA FULLVELDI LANDSINS. 

Elle_, 21.7.2010 kl. 22:27

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem, þú lifir á striti og gjaldeyrisöflun íslenzkra sjómanna.

Rétt, Elle, ESB-sinnar KÆRA SIG KOLLÓTTA FULLVELDI LANDSINS.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 22:31

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

UM fullveldið !

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 22:31

45 Smámynd: Elle_

Og kemur lærdómi á Íslandi ekki við, svo ég ljúki nú svari mínu.  Hef mest minn lærdóm UTANLANDS.  Og þetta átti að vera: JÁ-SINNA SEM KÆRA SIG KOLLÓTTA UM FULLVELDI LANDSINS.

Elle_, 21.7.2010 kl. 22:37

46 Smámynd: Elle_

Og óþarfa persónuárás og ruddasvar frá Steina (19:05) til Gunnlaugs I.  Gunnlaugur I. hefur komið með góð rök hvar sem ég hef lesið commentin hans.

Elle_, 21.7.2010 kl. 22:52

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elle Ericsson.

Það er alltaf nákvæmlega SAMA dómadagsþvælan í þér og Gunnlaugi fyrsta.

Þið við akkúrat EKKERT um Evrópusambandið en RUGLIÐ um það í endalausu móðursýkiskasti.


Það ætti að spyrða ykkur saman á spænskri vindmyllu.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 23:04

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert orðprúður maður, Steini Briem.

Hvernig yrðirðu, ef þú hefðir Brusseyfirvöld hér á landi með þér?

Svo treysti ég ekki svörum þínum!

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 23:09

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Útflutningur okkar Íslendinga á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Iðnaðarvörur, sem hér eru framleiddar, og íslenskar sjávarafurðir eru aðallega seldar í Evrópusambandslöndunum og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér.

Við Íslendingar lifum því aðallega á íbúum Evrópusambandsins og fáum þar hæsta verðið fyrir okkar vörur.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 23:13

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

ÞÚ er langmesti DÓNINN hér á Moggablogginu, eins og ÞÚSUNDIR dæma sanna.

Og mér er nákvæmlega sama hverju þú trúir, þú NAUTHEIMSKI og hundleiðinlegi maður á öllum sviðum.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 23:16

51 Smámynd: Elle_

Og 2svar enn svaraði Steini honum Gunnlaugi með ruddaskap (13:09 + 13:52).  Málið er nákvæmlega eins og Gunnalaugur lýsir að ofan.  Steini, þú kemur með endalausan skæting og eintóman útúrsnúning.  Og svarar nánast ekki öðruvísi. Og við erum ekki í neinu móðursýkiskasti, Steini, heldur hljómar eins og þið hin gætuð verið það. 

Og svo veður Andri Geir villu vegar að ofan með því að kenna Nei-liðinu um það að 70% þjóðarinnar vill ekki inn í stórríkið.  Nei, Andri Geir, þjóðin er bara viti bornari en þú og moldar-kofa höfundurinn haldið.  Og svo lyfta Evrópusamtökin lélégum pistlinum upp á stall.  Hvílík skömm. 

Elle_, 21.7.2010 kl. 23:17

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elle Ericsson.

Jón Valur og Gunnlaugur eru RUDDARNIR hér en ekki við.


Þar að auki finnst mér þú HUNDLEIÐINLEG og hef ENGAN áhuga á að gerast pennavinur þinn hér.

Reyndu að koma því inn í hausinn á þér strax.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 23:27

53 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er spurning hversu mikið sjálfstæði Íslendingar hafa núna með gjaldeyrishöft og uppá AGS komin.

Sem að sjálfsögðu hefði ekki þurft að gerast ef við hefðum verið í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2010 kl. 23:32

54 Smámynd: Elle_

Og ég vil vera leiðinleg í hundleiðinlegri síðu þrasandi við hundleiðinlegan JÁ-SINNA með rakalausan skæting og útúrsnúninga.  Hefurðu engin önnur rök gegn Evrópubandalagsinngöngu en að við séum hundleiðinleg og rugluð???  Eða er móðursýkiskastið að rugla rökhugsunina??

Elle_, 21.7.2010 kl. 23:35

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þar að auki finnst mér þú HUNDLEIÐINLEG og hef ENGAN áhuga á að gerast pennavinur þinn hér.

Reyndu að koma því inn í hausinn á þér strax."

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 23:49

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið vitið akkúrat EKKERT um Evrópusambandið en RUGLIÐ um það í endalausu móðursýkiskasti, átti þetta nú að vera.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 23:57

57 Smámynd: Elle_

Ég hef aldrei viljað vera pennavinur þinn, Steini, leiðinlega rakalaus sem þú hefur verið.   Og eins og ég sagði við þig þann 19. júni sl: Og Steini, ég nenni ekki að þrasa við þig: EVROPA.BLOG.En kannski verðurðu að hefna þin??

Elle_, 22.7.2010 kl. 00:11

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þar að auki finnst mér þú HUNDLEIÐINLEG og hef ENGAN áhuga á að gerast pennavinur þinn hér."

Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 00:17

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur: "Segðu mér, segðu mér strax hvaðan tekjur þínar koma!"

Og eftir að hafa fengið svar: "Ég trúi engu af því sem þið segið!"

En samt HEIMTAR hann svör.

Ef þetta er ekki HEIMSKA er hún ekki til.


Og þvínæst kemur Gunnlaugur DAGLEGA með SAMA dellumakaríið!

Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 00:27

60 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju ferðu svona af hjörunum, Steini minn Briem?

Er eitthvað til í því, að sannleikanum sé hver sárreiðastur?

Flestir karlmenn kunna sig nú betur í umræðu við kvenfólk en þú sýnir hér, og aldrei tók ég eftir því, að hún Elle hafi boðið þér pennavináttu. Þess vegna er þetta sí-klifaða, óháttvísa svar þitt til hennar allsendis út í hött. Þú lætur okkur hin hérna í umræðunni fá aulahroll við að horfa upp á hvert þú ert búinn að teygja hana – þ.e.a.s. umræðuna, því að hún Elle lætur ekki teygja sig neitt og sízt inn í það að virða málflutning þeirra sem vilja afleggja íslenzkt fullveldi og þar með sjálfstæði lands og þjóðar.

Jón Valur Jensson, 22.7.2010 kl. 03:50

61 Smámynd: Elle_

Of mikið um það að Evrópubandalags-miðstýringar-sinnar séu ruddalegir við alla þá hundleiðinlegu sem eru ekki sammála þeim og varla hægt að skrifa neitt í friði.  Rökin eru afturhaldssinnar, einangrunarsinnar, lærdómsskortur, moldarkofar, þjóðernisrembur.  Það eru fordómar og þeirra moldarkofar.  Þeir skilja ekki að við erum alþjóðalið, eins og Gunnar W. orðaði svo vel, og viljum bara halda fullveldi landsins.  Þeir skilja ekki að aðrar Evrópuþjóðir voru oft blekktar og dregnar óviljugar inn í Ofríkið. 

Elle_, 22.7.2010 kl. 11:01

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Ég hef engan áhuga á að eiga þessa svokölluðu Elle fyrir pennavinkonu hér.

Hef nóg af öðru kvenfólki sem er í alla staði skemmtilegt og áhugavert.

Meira að segja á öllum aldri og úti um allar heimsins koppagrundir.

En rétt er það að heimska þín er sannleikur og ekkert nema sannleikur.

Ingjaldsfíflið bliknar í öllum samanburði.

Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 11:37

63 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 25.7.2010 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband