Leita í fréttum mbl.is

Ísland/ESB: Aðildarviðræður hafnar

Fréttablaðið greinir frá í dag:

"Aðildarviðræður Íslands við ESB hófust formlega með ríkjaráðstefnu sambandsins í gær. Íslensk stjórnvöld og forsvarsmenn ESB lögðu fram greinargerð um viðfangsefni samningaviðræðnanna auk þess sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, fluttu ræðu.

Össur sagði í ræðu sinni að umsókn Íslands væri rökrétt skref enda hefðu Íslendingar ávallt best tryggt sjálfstæði sitt og hagsmuni með virkri þátttöku í samstarfi vestrænna lýðræðis­ríkja. Hann gerði grein fyrir helstu hagsmunamálum Íslands í komandi samningaviðræðum og lagði sérstaka áherslu á efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland. Finna þyrfti sérlausn sem tekur tillit til sérstakra aðstæðna Íslands og tryggir áframhaldandi öflugan og sjálfbæran sjávarútveg, sem og forræði Íslands yfir auðlindinni. Enn fremur sagði Össur að tryggja þyrfti bændum og fjölskyldum þeirra öruggt lífsviðurværi og nefndi aðild Íslands að evrusvæðinu sem mikilvægan þátt í endurreisn Íslands eftir efnahagshrunið."

Síðar um daginn var Króatía afgreidd á samskonar fundi, en landið er nú á fullu í samningaviðræðum, eftir að lendingu var náð í landamæradeilum Króata og Slóvena. Króatar hafa nú lokað 22 köflum af 35, samkvæmt þessari frétt , nú síðast í gær um matvælaöryggi og fjárhagseftirlit.

Menn verða nefnilega að gera sér grein fyrir því að ESB vill ekki taka inn lönd sem eiga í alvarlegum deilum við önnur lönd. Ekki á meðan deilurnar standa yfir.

Tyrkir og Kýpverjar eiga í deilum um Kýpur, Tyrkland mun ekki fara inn í ESB meðan sú deila er "lifandi". 

Þetta grundvallast á því að ESB-er friðarbandalag, með það að markmið að virða mannréttindi, frið og stuðla að öryggi íbúa sinna og almennri velferð.

 

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband