Leita í fréttum mbl.is

Uffe Elleman: Íslendingar tapa ekki sjálfstæðinu við ESB-aðild

Uffe Elleman JensenMoggi gerir sér mat úr nýjustu bloggfærslu Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur. Best að gera það líka! Uffe segir að það sé of snemmt fyrir Ísland að ganga í ESB. Hér má lesa frétt MBL

Uffe fer víða í færslunni, sem er ítarleg. Hann segist vera mikil fylgismaður þess að bæði Ísland og Noregur gangi í ESB og telur aðild til mikilla hagsbóta fyrir bæði löndin. Hinsvegar talar hann um að vegna "stemningarinnar" í landinu (vondir útlendingar og allt það, innskot ES-blogg), sé et.v. betra að bíða.

"Selv om jeg er varm tilhænger af at få Island og Norge med i EU – og selv om jeg tror på, at det vil være en enorm fordel for begge lande at komme med – så tror jeg alligevel på, at det kan være det bedste at vente til situationen er en anden."

Uffe skrifar síðan: "Det forudsætter en indgående diskussion internt i Island, renset for de overdrivelser og den selvopgivenhed, som præger situationen i dag. Men først og fremmest en forståelse for, at det at gå med i EU ikke handler om at opgive sin selvstændighed. Her kunne lande som Danmark og Sverige og – især – Finland gøre en god gerning ved at bidrage med egne erfaringer."

Hann telur að staðan á Íslandi í dag sé "ýkt" (overdrivelser) og að hún einkennist af uppgjöf (selvopgivenhed) . Uffe telur að umræðan þurfi að breytast, að ítarleg umræða sé forsenda þess að ganga í sambandið.

Hann segir það líka vera forsendu að skilja að aðild að ESB feli EKKI í sér afsal sjálfstæðisins. Sem dæmi til stuðnings nefnir Uffe Elleman, nágrannalönd okkar; Danmörku, Svíþjóð og Finnland.

En er mat Uffe rétt? Hversvegna að bíða? Það hefur verið tekin lýðræðisleg ákvörðun um að sækja um (búið) og nú taka aðildarviðræður við. Úr þeim verður til aðildarsamningur, sem hin forna lýðræðisþjóð, Ísland, á að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta tekur tíma, bið er ekki af hinu góða. Það er of mikið í húfi. Þeir sem vilja bíða og jafnvel draga umsóknina til baka eru þeir sem hafa hag af óbreyttu ástandi eða eru hræddir við breytingar.

Íslendingar er langþreyttir á óðaverðbólgu, "óða"-vöxtum og landið er með gjaldmiðilinn í öndunarvél!

Uffe líkir málinu við glímu laxveiðimannsins við laxinn. Vissulega getur sú barátta tekið langan tíma, sterkur lax er seinþreyttur, því þarf veiðimaðurinn á að halda allri sinni þekkingu og klókindum til að landa skepnunni. Og þetta er heiðarlega barátta.

Það sama gildi kannski um komandi ESB-ferli, þar þarf að beita þekkingu og klókindum, til að landa samningi, sem síðar verður kosið um.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Önnur góð grein um þetta stóra mál - og enn segi ég - ekki veitir af

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.7.2010 kl. 11:15

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég ætla ekki að kommenta á skoðanir Uffe, heldur gera athugasemd við eina fullyrðingu síðuritara, þar sem segir: "Það hefur verið tekin lýðræðisleg ákvörðun um að sækja um (búið) og nú taka aðildarviðræður við."

Þetta er bara alls ekki rétt. Síður en svo.

Tony Brenton, fyrrum sendiherra Bretlands í Moskvu, hefur skrifað greinar um lýðræði. Fyrir hann var lögð einföld spurning og við henni gaf hann einfalt svar.

Hvað er lýðræði?
 - Það er þegar greidd eru atkvæði um mál, þar sem kosningarnar eru bæði frjálsar og sanngjarnar. Þá er það lýðræði, annars ekki.

Þá var hann spurður: Hvað eru frjálsar og sanngjarnar kosningar?
 - Þegar kjósendur geta varið atkvæði sínu eins og þeir sjálfir telja rétt, án afskipta, þvingunar eða þrýstings frá öðrum. Þá eru það frjálsar og sanngjarnar kosningar, annars ekki.

Já það er mikill munur á elections og selection, þó það sé aðeins eitt lítið "s" sem færist um set.

Það sem gerðist á Alþingi 16. júlí 2009 getur ekki með nokkru móti flokkast undir lýðræðislega ákvörðun. Þó menn greini á um hversu hart var gengið fram þá er það hafið yfir allan vafa að þrýstingi var beitt. M.a. beinar og óbeinar hótanir um stjórnarslit ef tillagan fengist ekki samþykkt. Þannig var fengin "rétt niðurstaða" með því að afbaka lýðræðið, því miður.

Haraldur Hansson, 30.7.2010 kl. 12:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Hansson.

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:


"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar


"Fulltrúalýðræði er algengasta mynd lýðræðis. Sökum takmarkana á tíma og aukinnar sérþekkingar sem þarf til að taka ákvarðanir um hin ýmsu mál hefur orðið til sérhæfð verkaskipting, þar sem stjórnmálamenn bjóða sig fram til embætta.

Þeir þiggja umboð fólksins í kosningum, gerast þannig fulltrúar almennings og taka ákvarðanir fyrir hans hönd.

Beint lýðræði
felur hins vegar í sér beina þátttöku fólksins í ÁKVARÐANATÖKU, án fulltrúa eða annarra milliliða." [Til að mynda ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU hér um SAMNING Íslands um aðild að Evrópusambandinu.]

Lýðræði
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 13:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði NÍU þingmönnum í alþingiskosningunum í fyrra.

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 13:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.

Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.

Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.

The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."

"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.

On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."

"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.

Today, Norway ranks as the third wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation. Norway is the world’s fifth largest oil exporter, and the petroleum industry accounts for around a quarter of its GDP.

Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 14:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Treaty of Lisbon introduces an exit clause for members who wish to withdraw from the European Union.

This formalises the procedure by stating that a member state may notify the European Council that it wishes to withdraw, upon which withdrawal negotiations begin; if no other agreement is reached the treaty ceases to apply to the withdrawing state two years after such notification."

Procedure for EU withdrawal


"No European Union (EU) member state has ever chosen to withdraw from the European Union, though some dependent territories or semi-autonomous areas have left.

Of these, only Greenland has explicitly voted to leave, departing from the EU's predecessor, the European Economic Community, in 1985.

The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."

Withdrawal from the European Union

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 14:09

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er góð grein í Fréttablaðinu í dag um evrópumál eftir Elvar Örn Arason.

Hann vekur athygli á því að Framsókn, Brogarahreyfingin og Samfylkingin voru með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB og leggja síðan samninginn undir dóm þjóðarinnar.

Þessi þrír flokkar fengu 33 þingmenn og höfðu styrk til að mynda meirihlutastjórn.

Þess vegna er alveg klárt að það er meirihluti kjósenda bakvið þessa umsókn.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.7.2010 kl. 15:23

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Haraldur:

Það sem gerðist á Alþingi 16. júlí 2009 var að nokkrir stjórnarþingmenn höfðu þá pólitísku sannfæringu, að ef ekki yrði staðið við málefnasamning ríkisstjórnarinnar væri ekki ástæða til að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Að sjálfsögðu eiga menn að fylgja sinni sannfæringu á Alþingi, annað væri afbökun á lýðræði.

Finnur Hrafn Jónsson, 30.7.2010 kl. 16:59

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Steini Briem: Inn í þessa prýðilegu samantekt þína vantar eitt veigamikið atriði. Samstarfsyfirlýsing leysir nefnilega ekki þinglega meðferð af hólmi. Í henni er líka sagt "breyta skal stjórnarskránni" þó það þurfi tvö þing til.

Stjórnarflokkarnir gerðu samkomulag um að leggja málið í dóm þingsins og leggja fram þingsályktunartillögu um það. Jóhanna og Steingrímur sögðu að gagnkvæmur skilningur ríkti á ólíkum skoðunum innan stjórnarflokkanna og að allir þingmenn gengju óbundnir til atkvæða.

Þetta var í takt við kröfuna um að efla Alþingi en hafa það ekki sem stimpilpúða fyrir framkvæmdavaldið. Það ætti ekki einu sinni að þurfa að taka svona hluti fram, því samkvæmt stjórnarskrá skal þingmaður ekki bundinn af öðru en eigin skoðunum og samvisku. Engu að síður var þetta samkomulag brotið. Leikreglum lýðræðisins var vikið til hliðar.

Haraldur Hansson, 30.7.2010 kl. 16:59

10 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ef Íslendingar tapa sjálfstæðinu við ESB aðild, þá hljóta löndin sem eru fyrir í ESB að vera einungis héruð í ESB.  Af hverju var þá sendiráði Íslands í Danmörku ekki lokað þegar Danmörk gekk í ESB?

Hvernig stendur þá á því að þessi héruð í ESB eru með sína eigin heri og eru fullgildir aðilar að Sameinuðu þjóðunum?

Finnur Hrafn Jónsson, 30.7.2010 kl. 17:08

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég ætla nú ekki að rökræða við alla sem hér setja athugasemdir, enda ekki mín síða, en samt ....

ÞrumaSleggjaHvellur: Þessi niðurstaða væri rétt ef aðild að Evrópusambandinu hefði verið stærsta/eina kosningamál allra þessara framboða. En svo var ekki, þetta er því hálfgerð hundalógík hjá Elvari Erni.

Borgarahreyfingin var andóf gegn fjórflokknum og Framsókn gerði 20% niðurfærsluna að sínu stærsta kosningamáli, en sett mjög ströng skilyrði fyrir ESB aðild. Báðir þessir flokkar fengu fjölmörg atkvæði út á allt annað en afstöðuna til ESB.

Samkvæmt könnun Capacent (hér, bls. 10) voru 8% kjósenda Samfylkingarinnar "sennilega á móti aðild" og 12% "örugglega á mót aðild" í september á kosningaárinu. Naumur meirihluti þessara þriggja framboða jafngildir ekki lýðræðislegu umboði frá þjóðinni til þess að leggja upp í leiðangurinn til Brussel. Það er af og frá.


Finnur Hrafn
: Sínum augum lítur hver silfrið. Þessi eftirá skýring/réttlæting sem þú setur fram er að mínum dómi valkvæð sjónskekkja.

Bið menn svo bara vel að lifa, elska friðinn og bera virðingu fyrir lýðræðinu.

Haraldur Hansson, 30.7.2010 kl. 17:09

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Særsta mál Samfylkingarinnar var ESB. Samfylkingin fékk flest atkvæði eða 30%.

Þar af leiðandi er mikill stuðningur við umsókn. Sama um útúrsnungar Haraldar.... talandi um hótanir og hvað annað. Eru hótanir eina rökin sem Haraldur hefur fram að færa sem sönnunn fyrir afbökun á líðræði?

Sleggjan og Hvellurinn, 30.7.2010 kl. 17:30

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Hansson.

Þingmenn Vinstri grænna
sem greiddu atkvæði á Alþingi 16. júlí í fyrra GEGN þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Þuríður Backman.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði
MEÐ aðildarumsókninni og að þjóðin greiði atkvæði í LÝÐRÆÐISLEGUM kosningum, þjóðaratkvæðagreiðslu, um aðildarsamninginn:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greiddi atkvæði GEGN þingsályktunartillögunni.

Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson, sem einnig áttu sæti í ríkisstjórninni 16. júlí í fyrra, greiddu hins vegar atkvæði MEÐ tillögunni, svo og Álfheiður Ingadóttir sem tók við sem heilbrigðisráðherra af Ögmundi Jónassyni 1. október síðastliðinn.

Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur


Ef Lilja Mósesdóttir hefði greitt atkvæði GEGN þingsályktunartillögunni hefðu 32 þingmenn SAMÞYKKT tillöguna en 29 þingmenn greitt atkvæði gegn tillögunni.

Samtals 28 þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu því þingsályktunartillöguna
en á Alþingi sitja 63 þingmenn og þingmenn úr ÖLLUM flokkum, sem fengu menn kjörna á Alþingi í fyrra, SAMÞYKKTU tillöguna.

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 20:46

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkjum er stjórnað samkvæmt KOSNINGUM en EKKI skoðanakönnunum.

Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 20:50

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.6.2010: Ungir framsóknarmenn vilja ESB-viðræður

"Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, leggur áherslu á mikilvægi þess að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið fái þann lýðræðislega farveg sem hófst með ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar.

Um leið og við hörmum yfirborðskennda niðurstöðu sjálfstæðismanna og VG-liða í Evrópumálum, hvetjum við þingmenn Framsóknarflokksins að standa með þeirri stefnumörkun sem Framsóknarmenn lögðu fram á fjölmennasta sambandsþingi flokksins í janúar 2009, þar sem samþykkt var að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu og samningurinn yrði svo settur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna.

Það er hluti af frjálslyndri hugmyndafræði að leiða mál til lykta með því að taka umræðuna, láta viðræður fara fram og veita þjóðinni rétt að taka sína ákvörðun. Það er gott lýðræði og í takt við kröfur fólks um önnur og betri vinnubrögð í stjórnmálum," segir í ályktun stjórnar Alfreðs.

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 20:53

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 21:09

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Borgarahreyfingin og umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

"Barátta fámenns hóps með enga fjármuni nema smáklink frá mörgum velviljuðum aðilum skilaði fjórum frambjóðendum inn á Alþingi, þar sem þeir sitja enn, en þrír þeirra hafa stofnað nýjan stjórnmálahóp sem þeir nefna Hreyfinguna og sagt skilið við Borgarahreyfinguna.

Fjórði þingmaðurinn varð viðskila við þremenningana, meðal annars vegna þess að strax í upphafi kom í ljós að yfirlýsing um að veita þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu var ekki kosningaloforð í huga þremenninganna, heldur pólitísk skiptimynt.

Og meira að segja kom í ljós að sumir þremenningana kváðust samvisku sinnar vegna, og þess eiðs sem þeir höfðu unnið að stjórnarskránni við að taka sæti á þingi, útilokaði að þeir gætu stutt aðildarviðræður við Evrópusambandið - eins og þeir voru þó búnir að lofa í sínum flokki og komnir á þing til að standa við það loforð."

Þráinn Bertelsson - Krafa um að stokka og gefa upp á nýtt

Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 21:26

18 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Þótt við Haraldur yrðum seint taldir skoðanabræður varðandi Esb aðild Íslands tel ég hann hafa ýmislegt til síns máls.

Þó vil ég bæta þessu við: Þingmenn og konur starfa fyrst og fremst í umboði kjósenda sinna og verða þess vegna að standa þeim reikingsskil gerða sinna.

Hafi þeir látið undan þrýstingi í þessu máli er það þeirra að svara fyrir það. Niðurstaðan er samt skýr. Alþingi samþykkti þingsályktunartillöguna.

Hún stendur.

Og það er í samræmi við okkar þingræðishefð.

Guðjón Eiríksson, 31.7.2010 kl. 00:29

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði 16. júlí í fyrra MEÐ þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu og að þjóðin greiði atkvæði í LÝÐRÆÐISLEGUM kosningum, þjóðaratkvæðagreiðslu, um aðildarsamninginn:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Árni Þór Sigurðsson 3.7.2010:


"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.

Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."


Ísland og Evrópusambandið – þjóðarumræða eða þöggun?

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 02:09

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn Valur Gíslason 20. júlí 2009:

"Sú undarlega umræða hefur komið upp að ekki sé við hæfi að ESB andstæðingar komi að viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sér í lagi hafa menn verið að nöldra út af því að ESB andstæðingurinn Jón Bjarnason sé ráðherra í mikilvægu ráðuneyti þar sem einna mest mun mæða á að standa vörð um hag mikilvægustu atvinnugreina þessa lands.

Ekki hefur verið minnst á aðra ráðherra Vinstri grænna sem eftir því sem best veit eru allir þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið utan ESB.

Það vill líka þannig til að þó svo að ákveðið hafi verið að láta reyna á að ná samningi um aðild landsins að sambandinu, er ríkisstjórn Íslands samansett til jafns af ESB sinnum og ESB andstæðingum.

Reyndar er ómögulegt að mynda ríkisstjórn á Íslandi með öðrum hætti í dag vegna þess að einlægir ESB sinnar eru einfaldlega í minnihluta í þeim flokkum sem nú sitja á Alþingi, utan Samfylkingarinnar.

Það væri því í hæsta máta furðulegt ef aðeins þeir sem eru fylgjandi málinu ættu að koma að viðræðunum fyrir hönd Íslands en efasemdarfólk ætti að finna sér annað að gera á meðan.

Ég held að lykilinn að því að sætta þjóðina við aðildarviðræðurnar sé sá að tveir andstæðir pólar í þessu stóra máli leiði málið til lykta. Þannig munu öll sjónarmið koma fram og þannig mun þjóðin fá sem skýrasta mynd af því sem í boði er."


Ísland og ESB

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 02:21

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Steingrímur áréttaði í atkvæðagreiðslunum að það væri grundvallarstefna flokksins að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili að ESB.

"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.

Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins.""

Ríkisstjórninni falið að leggja inn umsókn um aðild að ESB

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 02:54

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svandís Svavarsdóttir þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu."

Fjölþætt sannfæring - Myndband

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 03:06

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ögmundur Jónasson þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.

Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna.

Lengi vel var ég á þessu máli, enda hef ég alltaf talið að í grundvallaratriðum lægi ljóst fyrir hvað í boði væri fyrir Ísland og þyrfti engar könnunarviðræður til að leiða það í ljós.

En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það.

Þannig hef ég hugsað síðustu misserin. Þess vegna var ég reiðubúinn að fylgja þeirri tillögu að ná í samningsdrög til að kjósa um.

Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því  hve arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB.

Er einhver mótsögn í þessu?
Nei, ekki nokkur.

Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum?
Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."

ESB reynir á Vinstri græna

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 03:39

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Jakobsdóttir 21. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar:

"Gallar við tvöföldu leiðina

"Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar, því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín.

"Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir, bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín."

Katrín Jakobsdóttir - Leysa þarf málið með þjóðaratkvæðagreiðslu og gallar eru á tvöföldu aðferðinni

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 04:55

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm það eru margir Hallarnir og þumbarnir.. sem þráast við

Óskar Þorkelsson, 31.7.2010 kl. 06:12

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla Gunnarsdóttir sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar 16.7.2009:

"Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að mörgum framsóknarmönnum sé heitt í hamsi vegna afstöðu Guðmundar Steingrímssonar í Evrópusambandsmálinu en hann hyggst greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um að gengið verði til aðildarviðræðna við bandalagið.

Framsóknarflokkurinn hefur farið nokkra hringi í þessu máli, eins og stundum vill verða í þeim ágæta flokki.

Hvað sem því líður virðist afstaða Guðmundar og Sivjar Friðleifsdóttur vera mun meira í takti við niðurstöðu flokksþings Framsóknar en afstaða annarra þingmanna flokksins, sem ætla sér að greiða atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda atkvæðagreiðslu.

Vilji flokksþings Framsóknar var skýr


Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum sem blaðamaður Morgunblaðsins. [...]

Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt. Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi. Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."

"Tvöfalda leiðin var lítið rædd

Ég minnist þess ekki að í löngum og fræðandi umræðum á flokksþingi Framsóknar hafi nokkur þeirra þingmanna, sem nú vilja greiða atkvæði með Sjálfstæðismönnum, komið í pontu og lagt til að fremur yrði farin leið tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Misminni mig skal ég gjarnan leiðrétta það.

Sjálfstæðisflokkurinn
samþykkti hins vegar tvöföldu atkvæðagreiðsluleiðina á sínum landsfundi og stendur fast við þá afstöðu.

Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum
, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald.

Þess vegna kemur ekki á óvart að þingmenn VG greiði sumir atkvæði með tvöföldu leiðinni en aðrir með tillögu ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli fyrirliggjandi samnings, þegar þar að kemur.

Persónulega tel ég að það skipti ekki höfuðmáli hvort haldin verði ein eða tvær atkvæðagreiðslur. Hins vegar er þetta mál þannig að kominn er tími til að leiða það til lykta á lýðræðislegan hátt. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð verður stigið þegar þingmenn ganga til atkvæða á Alþingi í dag."

Virðum ólíkar skoðanir gagnvart ESB

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 07:40

28 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Ég hef ekki miklu að bæta við vandaðann málflutning Steina Btiem. Og þó...

Varðandi hugsanlegann þrýsting á alþingismenn, tel ég jafn líklegt að t.d. framsóknarmenn hafi verið beittir þrýstingi af forustunni til að greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögunni.

Sem jafnar þetta þá út.

Guðjón Eiríksson, 31.7.2010 kl. 13:44

29 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bara af því að Óskar Þorkelsson sem oft kemur með hnitmiðaðar, stuttar og oft skemmtilega háðskar athugasemdir bæði hér og annars staðr og hér að ofan kom eitt gullkornið frá honum:

Jamm það eru margir Hallarnir og þumbarnir... sem þrást við.

Þá bendi ég honum og öðrum lesendum líka á:

Að það eru margir "Steinarnir" og "Steinhlunkarnir" sem hér velta látlaust um bloggheima til að reyna að valta yfir okkur ESB andstæðinga.

Bendi enn og aftur á að ætla mætti miðað við lengd og umfang skrifa Steina Briem alla daga og nánast allan sólarhringinn að hann starfi ekkert annað og hljóti því að vera á launum við að "uppfræða" okkur um dýrðir og listisemdir ESB elítunnar.

Er það kanski svo?

Almennileg og ítarleg og afdráttarlaus svör frá honum við þessu hafa aldrei fengist fram. Aðeins tómir útúrsnúningar og reiðiköst.

Gunnlaugur I., 31.7.2010 kl. 13:48

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I.:

"Almennileg og ítarleg og afdráttarlaus svör frá honum við þessu hafa aldrei fengist fram."

Eins og þú veist mætavel
hefur margsinnis komið fram hér á þessu bloggi að ég þigg engin laun og hef aldrei þegið laun fyrir að skrifa athugasemdir á bloggsíðum og ég veit ekki til að nokkur maður í heiminum hafi fengið laun fyrir að skrifa slíkar athugasemdir.

Ég hef heldur ekki þegið laun fyrir að skrifa blogg, hvorki hér á Moggablogginu, né annars staðar.

Hins vegar eru afrit af fréttum, opinberum upplýsingasíðum og bloggsíðum ekki skrif af minni hálfu, heldur beinar tilvitnanir í þau skrif.

En þú krefst þess væntanlega að ég sýni bankareikninga mína og skattframtalið mitt hér á þessu bloggi, eða á öðrum opinberum vettvangi, til að allir viti nákvæmlega hvaðan ég fæ mínar tekjur.


Ég hef skrifað þúsundir athugasemda hér á Moggablogginu um alls kyns málefni frá ársbyrjun 2007, til að mynda hjá Eygló Harðardóttur, nú þingmanni Framsóknarflokksins, Stefáni Friðriki Stefánssyni og Hirti Guðmundssyni í Sjálfstæðisflokknum, Jens Guðmundssyni í Frjálslynda flokknum, Ómari Ragnarssyni, fyrrverandi formanni Íslandshreyfingarinnar, Eiði Guðnasyni, fyrrverandi sendiherra, og Ólínu Þorvarðardóttur, nú þingmanni Samfylkingarinnar.

Það er nú harla ólíklegt að allt þetta fólk hafi greitt mér fyrir að skrifa athugasemdir á bloggsíðum þeirra.

Þar að auki er ég ekki félagi í stjórnmálaflokki.

Hins vegar hef ég margra ára reynslu í blaðamennsku á
Morgunblaðinu og mun birta hér athugasemdir næstu árin, rétt eins og ég hef skrifað athugasemdir á bloggsíðum hjá fjöldanum öllum af fólki síðastliðin fjögur ár.

Ég geri hins vegar fastlega ráð fyrir að Páll Vilhjálmsson þiggi laun sem framkvæmdastjóri Heimssýnar.

2.3.2010: Fundað um ESB-mál á Ísafirði

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 15:25

31 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Steini Briem.

Þakk fyrir að svara ekki með skætingi og reiðiköstum í þetta sinn. Sennilega ekki kominn í ham ennþá svona rétt mátulega vaknaður eftir 12 tíma næturvakt á Evrópusíðunni frá s.l. nótt.

En í alvöru Steini Briem þá ertu enn og aftur að koma þér undan því að svara hér afdráttarlaust. Ég er ekki bara að spyrja um það hvort að þú sért sérstaklega að fá greitt fyrir athugasemdir þínar hér á Evrópusíðunni eða annarsstaðar eins og þú villt nú einskorða spurniningu mína og svar þitt við. Þetta er svona álíka undansláttur og  útúrsnúningar og áður.

Því spyr ég ákveðið enn og aftur og svaraðu ef þú ert maður til:

1. Ert þú sjálfur Steini Briem eða einhver einstaklingur eða félag í þinni eigu eða sem þú ert meðeigandi að að fá greiðslur, eða áttu von á greiðslum í einu eða öðru formi frá ESB, stofnunum þess eða undirstofnunum. Eða félagasamtaka eða þeirra sem styðja ESB aðild Íslands. Eða frá einstaklingum sem þegið hafa fé frá ESB eða þessum fyrrgreindu aðilum til þess að útdeila til að halda uppi áróðri, fræðslu eða málstað ESB apparatsins sjálfs við ESB aðild Íslands.

Engu skiptir hvað segir í þessum meinta samning hvort þú sért að fá greitt fyrir einstakar athugasemdir, greinar eða viðtöl eða blogggreinar. Ertu að fá eitthvað greitt frá þessum fyrrgreindu aðilum.

Svaraðu nú án útúrsnúninga. Ef þú segist ekki vera að fá neitt greitt frá þessum ofangreindu aðilum þá væri fróðlegt fyrir okkur sem efumst og tortryggum þig sem leigupenna ESB apparatsins, að þú þá alla vega upplýsir hvaðan svona ágætlega menntaður og reynsluríkur maður eins og þú er að þiggja lífsviðurværi sitt.                             Fyrst hann getur eytt nánast öllum sínum tíma nótt og dag við að verja þetta ESB system og valdaapparat sem heitir ESB.

Ég hef sterkan og rökstuddan grun um að það sem ég held hér fram sé rétt, en vil samt gjarnan fá þig til þess að svara fyrir þig undanbragðalaust og annaðhvort neita því öllu eða játa.   

Gunnlaugur I., 31.7.2010 kl. 17:48

32 identicon

Gunnlaugur:  Hvað er um að vera?  Steini Briem má koma með athugasemdir.  Hann stendur sig vel í því.  Hvernig væri það ef þú og fleiri kæmuð einnig með heimildir sem styðja ykkar mál en ekki endalausa útúrsnúninga.  Það væri framfaraspor.

Ef menn mega ekki koma með athugasemdir því þeir eru í vinnu hjá hagsmunasamtökum, þá væru nú ansi margir sem ekki mættu skrifa athugasemdir.  Ef þér finnst Steini Briem vera að starfa við þetta, þá er þetta nú ansi mikið hrós fyrir hann.

Ég held að menn ættu hér fyrst og fremst að vera málefnanlegir og fjalla um málefnin en ekki hvar menn eru að þiggja launin sín.  Það er leiðinlegt hvernig sí og æ er verið að reyna að sverta mannorð fólks sem er að koma með rök fyrir sínum málstað.  

Það ættir þú að þekkja.  Eru menn ekki alltaf að tala um sólina á Spáni?  Ég verð að viðurkenna að ég gerði það líka til að byrja með, en ég hætti því því ekki hjálpar það mér eða mínum málstað.  Þú ert eiginlega okkar besta röksemd fyrir því að við ættum að ganga í ESB;)  

Ekki taka þessari athugasemd illa.  Ég er aðeins að reyna að benda á að við eigum að tala um málefni en ekki að reyna að sverta mannorð hvors annars eða reyna að gera lítið úr hvort öðru hérna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 18:40

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I.

"Ég hef sterkan og rökstuddan grun um að það sem ég held hér fram sé rétt."

Bitti nú!

Og hver eru þessi "rök" sem þú styður þig við, elsku kallinn minn?

Það er nú ekkert ofurmannlegt við undirritaðan og móðir mín hefur aldrei haldið því fram að hún hafi eignast heilt fyrirtæki á fæðingardeildinni, þó ég hafi oft verið nokkuð umsvifamikill.

En ég er kannski eignarhaldsfélag, svona eins og Kristján Arason, ráðgjafi hjá Capacent Gallup, sem Heimssýn heldur að stjórni landinu, og jafnvel öllum heiminum, með skoðanakönnunum, 140% skekkjumörkum.

Þótt Kristján gefi ráð eru þau hins vegar ekki ókeypis, samkvæmt Tekjublaði Mannlífs.

Eitt sinn vann ég við það á nóttunum að gæta þess að nokkrum tonnum af gulli, gjaldeyrisforðanum okkar í Seðlabankanum, yrði ekki stolið af vondu fólki. Flestir sofa sjö til átta klukkutíma á sólarhring og það geri ég líka.

Minnsta mál í heimi.

Snærisspotti lá frá öllu gullinu í vinstri stórutána á mér.

Og enda þótt ég segi stundum að mér finnist þú vera hálfviti er það engan veginn vegna þess að ég sé reiður við þig.

Ég segi bara alltaf sannleikann.

Þess vegna varð móðir mín að hætta að fara með mig í strætó.

Ég lá ekki á skoðunum mínum varðandi hina farþegana og gætti þess vandlega að þær færu ekki framhjá þeim.

En í dag lauk tökum á kvikmynd sem sonur minn leikur í.

Ég gæti best trúað að gjaldeyrishöftunum verði aflétt þegar hún verður frumsýnd. Ef gullinu verður ekki stolið.

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 20:13

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir það, Stefán minn.

I love you too!

Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 20:17

35 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, það er til marks um rökleysi þitt að þú sakar fólk um að þiggja peningagreiðslur frá ESB. Án þess þó að geta fært fyrir því nokkur rök eða sannanir. Slíkt kallast lygar á mannamáli, og er ekki til þess fallið að gera málstað þinn, eða minn betri.

Enda hef ég markað mér þá stefnu að hafa málflutning minn sem réttastan eins og ég get, og ef mér verður á eins og gerist stundum. Þá leiðrétti ég sjálfan mig og biðst afsökunar á mistökunum.

Hingað til hef ég ekki séð neinn einasta andstæðing ESB á Íslandi gera slíkt. Þeir halda bara áfram í lygaþvælunni og láta staðreyndinar svo sannarlega ekki stoppa sig.

Það er til enskt spakmæli sem hentar þessum umræðum alveg afskaplega vel, það hljómar svona.

"Put your money where your mouth is"

Jón Frímann Jónsson, 1.8.2010 kl. 03:30

36 Smámynd: Gunnlaugur I.

Steini Briem.

Þú sem telur þig þess umkominn að kalla mig "hálfvita" sem að þú hefur að sönnu gert, vegna þeirra meðfæddu hæfileika þinna að þú segir ALLTAF SANNLEIKANN.

Þetta sem þú kallar mig læt ég nú í léttu rúmi liggja og passar ekki við það sem þeir sem þekkja mig segja, en þetta lýsir nú bara mest yfirlæti þínum hroka ágætlega. Hvað sem um vitsmuni þína má segja.

Alla vegana myndi ég aldrei kalla þig "hálfvita", meira að segja þó þú værir það.

Ég hef aldrei fullyrt um að þú eða fyrirtæki eða félög á þínum vegum væru á launum eða þægju fjárgreiðslur frá ESB, undirstofnunum þess eða einhverjum öðrum sem sæju um að útdeila fé frá ESB eða stofnunum þess.

Ég get ekkert sannað í þessum efnum.

En mér finnst vægast sagt grunsamlega furðulegt að ágætlega menntaður maður eins og þú og með fjölhæfa starfsreynslu og á besta aldri skuli ekki að því er virðist vera í neinni vinnu annarri en útbreiða áróður eða svokallaða "fræðslu" fyrir ESB aðild Íslands.

Nú enn og aftur í þessari grein þinni svarar þú engu en þvælir um vinnu þína hér og þar og m.a. við að gæta gjaldeyrisgullforða þjóðarinnar. Sem kemur málinu akkúrat ekkert við.

Ef það er satt að þú getir aldrei sagt neitt annað en sannleikann, sem ég trúi nú ekki, þá er kannski skiljanlegt afhverju þú ferð alltaf svona undan í flæmingi og getur ekki gert algerlega hreint fyrir þínum dyrum í þessum efnum.

Meðan svo er þá af minni hálfu og margra annarra liggur þú undir þessum grun.  

Gunnlaugur I., 1.8.2010 kl. 10:15

37 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég sé ekki betur Gunnlaugur en að þú ert að saka Steina Briem um lygar og að vera á launum frá ESB.. þar sem þú býrð í esb landi.. ogþví landi sem hefur langhæsta atvinnuleysisprósentuna í allri evrópu.. þá langar mig til þess að vita.. á hverju lifiru á spáni ? hvaðan færðu laun og hversvegna ertu svona á móti því að íslenskur almenningur fái að njóta þó ekki væri nema lítils brots af því sem þú nýtur góðs af.. eða ertu bara á sultarreiminni þarna suður frá bitur ánetkaffi og tuðar út í loftið ?

Getur þú svarað þessum spurningum Gunnlaugur , sem eru í nadaþess sem þú hefur verið að spurja Steina hér undanfarnar vikur.

Óskar Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 11:25

38 Smámynd: Gunnlaugur I.

Til að svara þér Óskar þá er mér sönn ánægja að gera það og án þess að vera með einhvern skæting eða útúrsnúninga.

Ég bý hér á Spáni og hef gert undanfarin 2 ár og 2 árin þar á undan bjó ég í Englandi.

Ástæðan að ég bý hér er að hluta til ævintýramennska en að hluta líka hélt ég að betra væri að reka lítið fyrirtæki okkar hjóna hér á meginlandinu heldur en í Bretlandi. Einnig var konunni minni lofuð hér góð vinna þegar við fluttum sem hún missti svo nokkrum mánuðum seinna og hefur verið atvinnulaus síðan og án atvinnuleysisbóta ég tek það fram.

En það að flytja reksturinn hingað reyndist reyndar misskilningur því allt umhverfið hér við að reka fyrirtæki er mun verra en í Bretlandi og var manni þó oft alveg nóg um skrifræðið hjá þeim þar.

En hér er allt svo slow í allri stjórnsýslu, allskyns leyfisveitingar og gjöld og skrifræði mikið og flókið. Hér er líka allur flutningskostnaður 2 til 3 sinnum hærri við að senda vörur bæði innanlands og til annarra landa Evrópu heldur en hann er í Bretlandi og Íslandi þar sem hann er mjög sambærilegur. Síðan auðvitað bætist hér ofan á þetta málavandræði. Því hvorugt tölum við ennþá nema hrafl í spænsku en Spánverjar eru hræðilega lélegir í ensku.

Þannig að einu tekjur okkar hjóna eru af rekstri þessa litla fjölskyldufyrirtækis okkar og það mætti alveg ganga betur, en stendur vonandi til bóta. 

Til þess að leyfa þér og öðrum lesendum að forvitnast aðeins meira, þá er hér heimasíða fyrirtækisins okkar og þar sést alveg um hvað starfsemin snýst: www.stubman.co.uk

Tek það fram að ég eða fyrirtæki mín hef aldrei þegið eða verið boðnar greiðslur af einu eða öðru tagi við að skrifa og andæfa gegn ESB aðild Íslands. Það geri ég bara af því að ég tel það alls ekki rétt fyrir föðurland mitt.

Gunnlaugur I., 1.8.2010 kl. 13:28

39 Smámynd: Vendetta

Það er ekkert að marka það sem Uffe Ellemann-Jensen segir um ESB. Hann var alræmdur á sínum tíma sem alversti samrunasinninn í Danmörku og var alltaf í andstöðu við meirihluta dönsku þjóðarinnar, enda voru Danir hlynntir viðskiptabandalagi, en ekki auknum völdum ESB út yfir það. Uffe er þess vegna allt annað en hlutlaus þegar kemur að ESB. Aðildarlönd ESB eru ekki sjálfstæð í raun þótt þau séu það að nafninu til. Þegar allar tilskipanir frá framkvæmdarstjórninni í Bruxelles verða sjálfkrafa að lögum aðildarríkjunum, þá eru þau ekki sjálfstæð. Þegar þjóðþing aðildarlandanna verða að gera stjórnarskrárbreytingar vegna sem skerða sjálfstæði þeirra (þau afhenda hluta sjálfstæðis til ESB), þá eru þau ekki sjálfstæð. Auk þess hafa aðildarlönd ESB ekki sjálfstæða utanríkisstefnu, heldur verða allar ákvarðanir varðandi utanríkismál teknar í samráði við ráðherranefndirnar í Bruxelles, einnig vegna þessa eru þau ekki sjálfstæð.

Þótt ég hafi ekkert persónulegt á móti Uffe Ellemann-Jensen, þá get ég nefnt eitt dæmi um hvað hann er veruleikafirrtur, þegar um sjálfstæði þjóða er að ræða: Hann sagði í byrjun 10. áratugarins, aðspurður hvers vegna Danmörk hefði ekki formlega viðurkennt nýyfirlýst sjálfstæði Eystrasaltslandanna, Eistlands, Lettlands og Litháens, að Danir hefðu aldrei viðurkennt innlimunina í Sovétríkin og þess vegna áleit hann, að Eystrasaltslöndin hefðu þess vegna aldrei misst sjálfstæði sitt!

Það er ekki að undra þótt mörgum finnist ESB bera óþægilegan keim af Sovétríkjunum. Þjóðþing aðildarlanda ESB hafa álíka mikið sjálfstæði og sovétin (ráðstjórnirnar) í gömlu Sovét"lýðveldunum". Burtséð frá efnahagskerfinu, þá hefur ESB nákvæmlega sömu kvilla og Sovétríkin þjáðust af: Miðstýringu á öllum sköpuðum hlut, skort á lýðræði, spillingu, bruðl og óskilvirkni, og misheppnaðar tilraunir til að steypa gjörólíkar þjóðir í sama mót.

Vendetta, 1.8.2010 kl. 13:41

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I.

Menn fá tekjur með ýmsum hætti, til dæmis launum, sölumennsku, arðgreiðslum, lífeyri, sölu hlutabréfa og verðbréfa, vöxtum, arfi, alls kyns bótagreiðslum, verðlaunum, styrkjum, gjöfum og endurgjaldi fyrir hugverk.

Einnig til að mynda húsaleigu, námaréttindum, vatnsréttindum, jarðvarmaréttindum, veiðirétti, hlunnindum, sölu fasteigna, gengishagnaði, risnu og verktakagreiðslum.

Jafnvel þessu öllu.

Og hvorki þér né öðrum á þessu bloggi kemur að sjálfsögðu ekki nokkurn skapaðan hlut við hvaðan ég fæ mínar tekjur, frekar en okkur kemur við hvaðan þú færð þínar tekjur.

Það er heldur ekki í anda Sjálfstæðisflokksins.

Ég hef margra ára reynslu í blaðamennsku og eyði ekki meiri tíma í að skrifa athugasemdir á þessu bloggi en öðrum bloggum undanfarin fjögur ár.

Minnst af því hefur verið um Evrópusambandið og ég hef skrifað athugasemdir um íslenskan sjávarútveg, aflakvóta, iðnað, landbúnað, ferðaþjónustu og samgöngur, svo fátt eitt sé nefnt.

Hins vegar eru afrit af fréttum, opinberum upplýsingasíðum og bloggsíðum ekki skrif af minni hálfu, heldur beinar tilvitnanir í þau skrif og það tekur nú engan veginn langan tíma fyrir mig að birta slíkt.

Á Morgunblaðinu skrifaði ég oft tíu fréttir á dag, tók viðtöl við verkamenn sem ráðherra, innlent og erlent fólk af öllu tagi.

Ég skrifaði einnig fréttir og fréttaskýringar upp úr alls kyns gögnum, innlendum sem erlendum, og gaf vikulega út sérblað um sjávarútveg ásamt Hirti Gíslasyni.

Þegar annar hvor okkar var í útlöndum eða sumarfríi var hinn einn með sérblaðið, auk þess að skrifa daglega í Morgunblaðið fréttir sem birtust oft á útsíðum blaðsins.

Sumir eru einfaldlega með gott auga fyrir því sem fréttnæmt er og aðrir hafa áhuga á að lesa, skrifa læsilegan og skiljanlegan texta, koma auga á það sem aðrir sjá ekki, fjalla um aðalatriðin en einblína ekki á smáatriðin og hafa auk þess mikla reynslu af fréttaskrifum.

Það er því engin þrekraun fyrir mig að skrifa hér athugasemdir.

Ég hef áhuga á flestu og engan veginn eingöngu Evrópusambandinu. Og eitt af mínum fjölmörgu áhugamálum hefur verið að skrifa athugasemdir hér á Moggablogginu síðastliðin fjögur ár.

Þar að auki á ég fjögur þúsund Snjáldruvini sem ég reyni að sinna eftir bestu getu, og er í góðu sambandi við marga þeirra, fólk í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum um allt land og fjöldamargt erlent fólk.

Frekja þín og yfirgangur hér á þessu bloggi er hins vegar með ólíkindum og þú ert meira að segja farinn að krefjast þess að fá hér upplýsingar um tekjur þeirra sem birta hér athugasemdir.

Það er því mjög eðlilegt að ég telji þig vera hálfvita.

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 13:49

41 Smámynd: Gunnlaugur I.

Steini Briem.

Ég hef ekki spurt þig um neitt annað en það hvort að þú sjálfur eða fyrirtæki í þinni einkaeigu eða hluta eigu, hafi þáð eða þegið greiðslur, eða styrki af einu eða öðru tagi frá ESB eða undirstofnunum þess eða samtökum eða fyrirtækjum eða einstaklingum sem útdeila fé frá þessum fyrrgreindu stofnunum eða undirstofnunum ESB. Eða eigir inni eða von á fyrrnefndum greiðslum eða styrkjum einhverjum af þessum frá fyrrnefndu aðilum.

Þessu hefur þú aldrei fengist til að svara útúrsnúninga- og vafningalaust.

Svo hef ég spurt þig hvað væri þitt aðal starf, því mér sýnist þessi skrif þín fyrir ESB aðild vera full vinna hjá þér og mikið meira en það, þó svo að ég efist ekkert um það að þú ert þrautþjálfaður blaðamaður.

Þetta er nú öll ósköpin sem ég hef ítrekað spurt þig um og er allur þessi meinti "yfirgangur og frekja" sem þú sakar mig um.

Sjálfur hef ég verið spurður hér svipaðrar spurningar og hef ég svarað henni eins vel og samviskusamlega og ég gat og án allra útúrsnúninga, hvað þá að ég hafi sakað viðspyrjandann um "frekju og yfirgang" eða að vera "hálfvita" 

Gunnlaugur I., 1.8.2010 kl. 14:35

42 Smámynd: Guðjón Eiríksson

þetta er orðin svona "let the bastards deny it" umræða og hefur ekkert með umræðuna sjálf að gera.

Þegar menn eiga ekki séns í boltann þá er bara að tækla manninn.

Frekar hvimleitt fyrir okkur sem fyljum fyrst og fremst málefnalega umræðu.

Guðjón Eiríksson, 1.8.2010 kl. 15:26

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vendetta

Mjög eðlilegt og lýðræðislegt.

Danir samþykktu
Maastricht-sáttmálann og Írar Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslum EFTIR BREYTINGAR.

Danmörk og Evrópusambandið.


"The Danish European Communities membership referendum was held in Denmark on October 2, 1972, with 63.4% of voters voting in favour of Danish membership of the European Communities, and 36.6% voting against. Voter turnout was either 90.1 % or 90.4 % depending on source.

The law
that Denmark should be member of the EEC was thus passed on October 11, 1972, and Denmark became a member on January 1, 1973.

According to section 20 of the Danish constitution, any law that makes limitations to the sovereignty of the Danish state (as membership of the EEC would) must be passed in the Danish parliament with 5/6 of the parliament's members voting for the law.

If a majority of members vote for the law
, but not by 5/6 majority, and the government wishes to uphold the suggested law, the law can still be passed in a public referendum, as was the case in the 1972 referendum."

"The Danish Maastricht Treaty referendum of 1992 was a referendum in which Danish voters rejected ratification of the Maastricht Treaty.

The referendum was held on June 2, 1992 with a voter turnout of 83.1%, of which 50.7% voted no and 49.3% voted yes."

"The Danish Maastricht Treaty referendum of 1993 was a referendum on whether Denmark should ratify the Maastricht Treaty which had already been rejected by the Danish people in a 1992 referendum.

The referendum took place on May 18, 1993, with 56.7 % voting for the ratification and 43.3 % voting against, from an 86.5 % voter turnout.

It was the second attempt to ratify the Maastricht Treaty, which could not come into effect unless ratified by all members of the European Union.

Thus, the Edinburgh Agreement granted Denmark four exceptions from the Maastricht Treaty, leading to its eventual ratification."

"70% of [Denmark's] trade flows are inside the European Union."

"Denmark's national currency, the krone (plural: kroner), is de facto linked to the Euro through ERM."

Denmark
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:33

44 Smámynd: Vendetta

Steini Briem: Athugasemd þín hefur ekkert að gera með bloggfærsluna varðandi Uffe Ellemann og sjálfstæði þjóða  né athugasemd mína varðandi þetta.

Vendetta, 1.8.2010 kl. 15:36

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I.

Svarið er nei við öllum þínum spurningum og ég hef áður svarað þeim hér á þessu bloggi.


Þér kemur hins vegar ekkert við hvaðan ég fæ mínar tekjur.

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:40

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vendetta

Þessi athugasemd mín hér að ofan STAÐFESTIR að aðildarríki Evrópusambandsins eru SJÁLFSTÆÐ ríki.

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:44

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÖLL AÐILDARRÍKI Evrópusambandsins þurftu að samþykkja Lissabon-sáttmálann til að sáttmálinn gæti tekið gildi.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:48

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

"9. The State shall not adopt a decision taken by the European Council to establish a common defence pursuant to Article 42 of the Treaty on European Union where that common defence would include the State."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:50

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

"7. The State may exercise the options or discretions—
i. to which Article 20 of the Treaty on European Union relating to enhanced cooperation applies,
ii. under Protocol No. 19 on the Schengen acquis integrated into the framework of the European Union annexed to that treaty and to the Treaty on the Functioning of the European Union (formerly known as the Treaty establishing the European Community), and
iii under Protocol No. 21 on the position of the United Kingdom and Ireland in respect of the area of freedom, security and justice, so annexed, including the option that the said Protocol No. 21 shall, in whole or in part, cease to apply to the State,
but any such exercise shall be subject to the prior approval of both Houses of the Oireachtas."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:51

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The [Lisbon] treaty foresees that the European Security and Defence Policy will lead to a common defence agreement for the EU when the European Council resolves unanimously to do so, and provided that all member states give their approval through their usual constitutional procedures."

Preamble and Article 42 of the (consolidated) Treaty of European Union."

Treaty of Lisbon
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:53

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Commitments and cooperation in this area shall be consistent with commitments under the North Atlantic Treaty Organisation [NATO], which, for those States which are members of it, remains the foundation of their collective defence and the forum for its implementation."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/35


Sameiginlegur her
allra aðildarríkja Evrópusambandsins er ekki til, eins og allir vita, og verður ekki til nema með samþykki allra ríkjanna.

Og aðildarríki Evrópusambandsins geta sagt sig úr sambandinu samkvæmt Lissabon-sáttmálanum:


"Article 49 A

1.
Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:54

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Treaty of Lisbon introduces an exit clause for members who wish to withdraw from the European Union.

This formalises the procedure by stating that a member state may notify the European Council that it wishes to withdraw, upon which withdrawal negotiations begin; if no other agreement is reached the treaty ceases to apply to the withdrawing state two years after such notification."

Procedure for EU withdrawal


"No European Union (EU) member state has ever chosen to withdraw from the European Union, though some dependent territories or semi-autonomous areas have left.

Of these, only Greenland has explicitly voted to leave, departing from the EU's predecessor, the European Economic Community, in 1985.

The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."

Withdrawal from the European Union

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 15:55

53 Smámynd: Vendetta

Þau eru bara sjálfstæð að nafninu til, en hafa ekki raunverulegt, fullt sjálfstæði.

Vendetta, 1.8.2010 kl. 16:05

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:

"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan sambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið en Timo Summa telur ekki ástæðu til að óttast það.

"Lítil lönd í Evrópusambandinu, á borð við heimaland mitt Finnland, geta haft mjög mikil áhrif ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.

Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra. Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.

Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur aldrei, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.

Ríkin setjast niður, rökræða og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.
""

Viðtal við Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 16:16

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýjum bloggvinum rignir inn hjá mér hér á Moggablogginu en samt hef ég ekki bloggað í rúmlega tvö ár.

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 16:22

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 16:27

57 identicon

Gaman að því hvað við erum alltaf langt frá efni bloggfærslanna hérna á blogginu.

Það er nú heldur ekki lítil skriffinnska hérna á Íslandi við fyrirtækjarekstur.

Ég var einu sinni skráður með rekstur í Þýskalandi.  Ekki fannst mér það rosalega flókið.  

En þetta er auðvitað mismunandi eftir ríkjum EES og yfir höfuð mismunandi.

Og þetta hefur ekkert með Uffe að gera.  Hann er auðvitað skrautlegur pólitíkus.  Við megum samt ekki gleyma því að hann var utanríkisráðherra Danmerkur og varla hefði hann verið það ef mönnum hefði ekki litist á hann.  Það er eitthvað erfiðara að verða utanríkisráðherra þar en hér;))  Svo ég fari ekki að gera lítið úr Össuri.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 16:37

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

"Um 19. gr. Yfirlýsing Íslands um ævarandi hlutleysi hvílir á því að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur annað landið verið hlutlaust þó að hitt lendi í ófriði."

Sambandslagasamningurinn 1918:


"1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920.

"8. gr. Danmörk hefur á hendi gæslu fiskveiða í íslenskri landhelgi undir dönskum fána þar til Ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að öllu eða nokkru leyti, á sinn kostnað."

Íslensk landhelgisgæsla hófst upp úr 1920
og þá með leiguskipum en 23. júní 1926 kom til landsins fyrsta varðskipið sem smíðað var fyrir Íslendinga, gufuskipið Óðinn.

"9 gr.  Myntskipun sú sem hingað til hefur gilt í báðum ríkjum skal vera áfram í gildi meðan myntsamband Norðurlanda helst.

Ef Ísland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu verður að semja við Svíþjóð og Noreg um það hvort mynt sú sem slegin er á Íslandi skuli vera viðurkenndur löglegur gjaldeyrir í þessum löndum."

Árið 1885
var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs fyrir allt að hálfri milljón króna og skyldi það verða fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands.

Danir
, Norðmenn og Svíar stofnuðu Norræna myntbandalagið árið 1873 og íslensk myntlög voru sett árið 1925.

"10. gr. Hæstiréttur Danmerkur hefur á hendi æðsta dómsvald í íslenskum málum þar til Ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. [...]"

Einari Arnórssyni prófessor var falið að semja frumvarp til laga um Hæstarétt Íslands, sem lagt var fyrir Alþingi árið 1919 og samþykkt þar óbreytt að mestu leyti.

"19. gr. Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkennt Ísland fullvalda ríki og tilkynnir jafnframt að Ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu [...]"

Þýskaland viðurkenndi hlutleysi Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni, öll styrjaldarárin, en setti hafnbann á Bretland, sem íslensk skip virtu ekki.

Sambandslagasamningurinn 1918

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 16:52

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hin sjálfstæða utanríkisstefna Íslendinga skilaði miklum árangri í Eystrasaltsríkjunum en Ísland varð fyrst ríkja í heiminum til að viðurkenna sjálfstæði þessara ríkja, að frumkvæði Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra.

En þá brutust út
mannskæðar skærur í Eystrasaltslöndunum.

Hinn íslenski utanríkisráðherra ákvað því að stilla þar til friðar við annan mann, blaða- og framsóknarmanninn Pétur Gunnarsson, sem báðir komust lifandi frá þessum skærum, eins og þeir hafa margsannað.

Til að minnast þessarar heimsfrægu reisu þeirra Don Kíkóta og Sansjó Pansa nútímans hlunkaði ein Eystrasaltsþjóðin niður heljarmiklu bjargi á horninu við rússneska sendiráðið í Reykjavík.

Og á hinum mikla steini er þessi áletrun:

Báðir komu þeir aftur og hvorugur þeirra dó.


Rússarnir í sendiráðinu í Garðastræti taka hins vegar alltaf stóran sveig framhjá þessu grjóti, þegar þeir fá sér spásséritúr í miðbæinn, og sleppa þannig í leiðinni við að ganga framhjá Baugsveldinu sáluga í Túngötunni, sem minnir þá á hrun Sovétríkjanna.

En þau hefðu að sjálfsögðu ekki hrunið og Eystrasaltsríkin væru nú ekki sjálfstæð ef hinna íslensku Don Kíkóta og Sansjó Pansa hefði ekki notið við á sínum tíma.

Það segir sig sjálft.

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 17:36

60 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyri svarið Gunnlaugur :)

Óskar Þorkelsson, 1.8.2010 kl. 18:00

61 Smámynd: Vendetta

Íslendingar fengu bara sjálfstæði að nafninu til 1918. Raunverulegt sjálfstæði fengu þeir ekki fyrr en eftir 1944, þegar öll ríki höfðu viðurkennt landið sem lýðveldi. Það er munur á sjálfstæði til málamynda og raunverulegu sjálfstæði. Milli 1918 og 1941 fóru Danir með utanríkismál og landhelgisgæzlu fyrir Íslands hönd og þjóðhöfðingi Íslendinga fram til 17. júní 1944 var formlega Danakonungur. Undir þessum kringumstæðum var landið ekki sjálfstætt, þótt hér hafi verið starfandi ríkisstjóri síðan 1904 og formleg ríkisstjórn síðan 1918. Vegna þess að þjóðhöfðinginn var danskur og Danir fóru með utanríkis-, milliríkjaviðskipta- og varnarmál, þá hafði landið ekki raunverulegt sjálfstæði, þótt hér væri starfandi þing og ríkisstjórn sem sá um innanríkismál og innanríkisviðskipti.

Ef Ísland gengur í ESB, þá mun áður annarri grein íslenzku stjórnarskrárinnar verða breytt. 2. gr. hljóðar nú þannig:

2. grein

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

en gæti áður en Ísland gengur í ESB, breytzt þannig:

2. grein

Evrópuþingið í Strasbourg, Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins, forseti og ríkisstjórn Íslands og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari, öðrum landslögum, sáttmálum ESB og tilskipunum framkvæmdarstjórnar ESB fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur íslenzkra dómstóla og Evrópudómstóllinn í Luxembourg fara með dómsvaldið, þó þannig að Evrópudómstóllinn hefur æðsta dómsvald.

Breytingar hef ég skrifað með rauðu. Þannig gæti Ísland afhenda hluta af sjálfstæði sínu til Bruxelles, eins og önnur aðildarríki hafa þurft þess. Hins vegar er ósennilegt að 2. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar verði breytt fyrst um sinn, það væri of augljóst, enda mundi þjóðin alveg tjúllast. Frekar geta litlar breytingar orðið smám saman (salami-aðferðin), stjórnsýslulög gætu breytzt fyrst um sinn. Síðan eftir að aðild hefur átt sér stað, þá muni stjórnarskrá ESB, sem verið er að vinna að, taka gildi og þá verður íslenzku stjórnarskránni hent á haugana. Og engin þörf á því að breyta henni, því að hún fellur úr gildi.

Ég vil geta þess að danska stjórnarskráin er í raun ógild, því að hún stangast á við sáttmála sem Danmörk hefur gert við ESB. Breytingin á 20. gr. í þeirri stjórnarskrá gengur út á að Þjóðþingið geti afhent hluta af sjálfstæði landsins til ESB og hefur gert það (suverænitetsafgivelse). Varnaglinn í lagabreytingunni er svo opinn fyrir túlkun hvers og eins, sem er ekki gott.

Vendetta, 1.8.2010 kl. 18:03

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vendetta

"Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 og fékk þá í hendur æðsta vald Í ÖLLUM málum sínum, þar á meðal utanríkismálum. En samið var um að Danir færu með utanríkismálin í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar."

Meðferð utanríkismála - Utanríkisráðuneytið

Ísland var ekki í konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 til 17. júní 1944, heldur var það konungsríkið Ísland sem fékk nýja stjórnarskrá árið 1920 til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Og sú stjórnarskrá var kölluð Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.

Eina raunverulega breytingin
sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti  í stað kóngs eða drottningar en íslenska þjóðin kaus þó ekki forseta fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti. Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920 og varð hér ríkisstjóri árið 1941.

Bók um sambandslögin frá 1918 eftir Matthías Bjarnason


"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...] Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Frá árinu 1944 þar til nú í ár voru hér ENGAR þjóðaratkvæðagreiðslur
, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi


Það var ekki fyrr en á árinu 1948 að íslenska ríkið eignaðist höfundarrétt að laginu við íslenska þjóðsönginn og að ljóðinu ekki fyrr en árið 1949.

Íslenski þjóðsöngurinn


Og lög um þjóðsönginn voru ekki sett fyrr en árið 1983.

Lög um þjóðsöng Íslendinga nr. 7/1983


Íslenski fáninn


"The new flag of 1915 had a blue field with a red cross bordered in white. It is this flag that is used today. The design was proposed by Matthias Thordarson. He explained the colours as blue for the mountains, white for ice and red for fire [...]

The flag was officially accepted by the king 30 November 1918
and adopted by law as the national flag the same day. It was first hoisted (as a state ensign) 1 December 1918. On this day Iceland became a separate kingdom united with Denmark under one king."

The flag of 1915


Landvættaskjaldarmerkið
var tekið upp með konungsúrskurði 12. febrúar 1919 sem er á þennan veg: "Skjaldarmerki Íslands skal vera krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir þannig: dreki, gammur, uxi og risi."

Og svokallaður Þjóðargrafreitur á Þingvöllum var vígður 27. janúar 1940 í tilefni af útför Einars Benediktssonar skálds.

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 21:00

63 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands:

22. gr.
"Staðfesting konungs þarf til þess að nokkur samþykkt Alþingis fái lagagildi. Konungur annast birtingu laga og framkvæmd.

Nú hefur konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman og er þá frumvarpið niður fallið."

Konungur synjaði hins vegar íslenskum lagafrumvörpum ekki staðfestingar eftir að Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918.


"Samtal Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 9. júní 1968, í aðdraganda forsetakosninga, [...]

Bjarni víkur í viðtalinu að synjunarákvæðinu í stjórnarskránni frá 1944 og greinir þar frá ástæðum þess að það var sett inn í stjórnarskrána, en þess má geta að Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillögurnar að lýðveldisstjórnarskránni. Bjarni segir:

"Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar.

Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því þar sem þingræði er viðhaft."

Synjunarvald forseta Íslands skýrist eingöngu af tímabundnu ástandi 1942-1944


Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í upprunalegri mynd - Forseti í stað konungs

Þorsteinn Briem, 1.8.2010 kl. 21:03

64 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá Írlands og Evrópusambandið:

"The ratification of major European Union treaties, starting with the Single European Act of 1986, requires the amendment of Article 29 of the Constitution of Ireland, which prescribes the extent to which Irish law can be superseded by other laws, including European Union law.

Amendments of the Constitution of Ireland
can only be approved by referendum
."

"The Supreme Court has ruled that any European Union Treaty that substantially alters the character of the Union must be approved by a constitutional amendment.

For this reason
separate provisions of Article 29 have permitted the state to ratify the Single European Act, Maastricht Treaty, Amsterdam Treaty, Nice Treaty and Treaty of Lisbon."

"Under Article 29 international treaties to which the state is a party are not to be considered part of the domestic law of the state unless the Oireachtas [írska þjóðþingið] decides otherwise.

The article also declares that "Ireland accepts the generally recognised principles of international law" but the High Court has ruled that this provision is merely aspirational and is not enforceable."

The Constitution of Ireland


"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union."

The Twenty-eighth Amendment was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

"The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

"The first referendum on the Treaty of Lisbon held on 12 June 2008 was rejected by the Irish electorate, by a margin of 53.4% to 46.6%, with a turnout of 53%."

"Following the referendum [on the Treaty of Lisbon held on 2 October 2009], Dáil Éireann (the lower house of parliament) gave its approval to the Treaty on 8 October 2009."

The President of Ireland Mary McAleese signed the amendment of the constitution into law on 15 October. These fomalities having been conducted, the state ratified the Treaty of Lisbon, which entered into force on 1 December 2009."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland


"The Supreme Court of Ireland is the highest judicial authority in the Republic of Ireland.

It is a court of final appeal and exercises, in conjunction with the High Court, judicial review over Acts of the Oireachtas (Irish parliament).

The Court also has jurisdiction to ensure compliance with the Constitution of Ireland by governmental bodies and private citizens."

The Supreme Court of Ireland


"The High Court of Ireland is a court which deals at first instance with the most serious and important civil and criminal cases, and also acts as a court of appeal for civil cases in the Circuit Court.

It also has the power to determine whether or not a law is constitutional
, and of judicial review over acts of the government and other public bodies."

The High Court of Ireland

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 00:56

65 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918.

"Íslendingar fengu forræði utanríkismála sinna 1918.

Þau heyrðu í upphafi undir forsætisráðherra, sem þá var Jón Magnússon, og frá árinu 1929 var starfrækt sérstök utanríkismáladeild við forsætisráðuneytið.

Árið 1940 tóku Íslendingar alfarið meðferð utanríkismála í sínar hendur og utanríkismáladeildinni var breytt í ráðuneyti.


Lög voru sett um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis strax á árinu 1941."

Utanríkisþjónustan


Eftir
1. desember 1918 fór Danmörk með utanríkismál Íslands Í UMBOÐI ÍSLENSKA RÍKISINS en Danmörk var hernumin af Þýskalandi 9. apríl 1940 og Ísland var hernumið af Bretlandi mánuði síðar, 10. maí.

Þýskaland
virti hins vegar HLUTLEYSI ÍSLENSKA RÍKISINS öll styrjaldarárin.

Í a
thugasemdum DÖNSKU nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku OG íslensku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Ísland var því sjálfstætt ríki og Íslendingar íslenskir ríkisborgarar eftir 1. desember 1918.

"Um 19. gr. Yfirlýsing Íslands um ævarandi hlutleysi hvílir á því að samkvæmt eðli þessara sambandslaga getur annað landið verið hlutlaust þó að hitt lendi í ófriði."

Sambandslagasamningurinn 1918:


"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

"19. gr. Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkennt Ísland fullvalda ríki og tilkynnir jafnframt að Ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu [...]"

Sveinn Björnsson
var fyrsti forseti Íslands 1944-1952 en var þó aldrei kjörinn forseti af íslensku þjóðinni í kosningum.

Sveinn sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912-1920 en þá var hann skipaður sendiherra í Danmörku og gegndi því embætti til ársins 1924 en svo aftur 1926-1941.

Grænlendingar eru
eins og Færeyingar danskir ríkisborgarar.

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn
"veitir fyrirsvar gagnvart Danmörku (þ.m.t. Grænlandi)".

"Sendiráð Íslands í London var opnað árið 1940."

"Stjórnmálasamband milli Íslands og Svíþjóðar var stofnað 27. júlí 1940."

"The Embassy of Iceland in Washington D.C. opened in 1941 and was among the first Embassies opened by Iceland, see Iceland and the US."

"Sendiráð Íslands í Moskvu var opnað 1944."

Færeyingar og Grænlendingar eru danskir ríkisborgarar
, en EKKI færeyskir og grænlenskir ríkisborgarar, þar sem Færeyjar og Grænland eru HLUTI AF konungsríkinu Danmörku.

Færeyjar
opnuðu hins vegar svokallaða sendistofu 15. september 2007 í Reykjavík en EKKI sendiráð.

Sendistofa Færeyja í Reykjavík opnuð


Representation of the Faroes in Reykjavík


Ísland getur því ekki heldur verið með sendiráð og sendiherra í Færeyjum.  Aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, en ekki sendiherra, er Albert Jónsson.

"Aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum var opnuð 1. apríl 2007."

Ísland varð SJÁLFTÆTT RÍKI 1. desember 1918, var þar af leiðandi eftir það EKKI hluti af konungsríkinu Danmörku og frá þeim tíma hafa Íslendingar verið ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR.

Ísland hefur því verið SJÁLFSTÆTT RÍKI Í TÆPA ÖLD.

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 06:33

66 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. desember 1918
Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna. Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga. Utanríkismálin heyra undir forsætisráðherra, Jón Magnússon. Kveðið er á um hlutleysi Íslands í sambandslagasamningi við Danmörku.

1918-1940

Nokkrir íslenskir viðskiptaerindrekar störfuðu erlendis milli heimsstyrjaldanna.

4. ágúst 1919

Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

16. ágúst 1920

Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands.

26. júní 1921

Kristján X., konungur Danmerkur og Íslands, heimsækir Ísland í fyrsta sinn.

1921

Lárus Jóhannesson, lögfræðingur, er ráðinn til starfa hjá forsætisráðherra í tvær klukkustundir á dag til þess að annast utanríkismál. Hann er fyrsti starfsmaður Stjórnarráðs Íslands sem annast þau sérstaklega.

1924-1926

Staða sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn er lögð niður af sparnaðarástæðum og endurvakin á ný. Sveinn Björnsson fer til Íslands en Jón Krabbe er forstöðumaður á meðan.

1. febrúar 1925

Stefán Þorvarðsson, lögfræðingur, síðar fyrsti skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, gerist starfsmaður í dönsku utanríkisþjónustunni. Fleiri Íslendingar fylgja í kjölfarið, Pétur Benediktsson 1930, Svanhildur Ólafsdóttir 1933, Vilhjálmur Finsen 1934, Agnar Kl. Jónsson 1934, Helgi P. Briem 1935, Gunnlaugur Pétursson 1939 og Henrik Sv. Björnsson 1939.

1927

Jón Þorláksson, forsætisráðherra, áskilur Íslendingum réttindi á Jan Mayen til jafns við aðrar þjóðir.

1928

Utanríkismálanefnd Alþingis stofnuð. Fyrstu nefndarmennirnir voru Benedikt Sveinsson, sem var formaður, Jón Þorláksson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Eggerz, Bjarni Ásgeirsson, Ólafur Thors og Héðinn Valdimarsson.

1930

Alþingishátíð vegna 1000 ára afmælis Alþingis. Fjöldi erlendra gesta kemur til Íslands.

30. janúar 1934

Vilhjálmur Finsen, ritstjóri, er skipaður "attaché" við danska sendiráðið í Ósló, fyrsti fulltrúi Íslands við danskt sendiráð.

20. mars 1938

Stofnuð er utanríkismáladeild í Stjórnarráðinu, fyrsta starfseining þess sem fjallar um utanríkismál og hún heyrir undir forsætisráðherra. Stefán Þorvarðsson verður fyrsti yfirmaður hennar.

1939

Síðari heimsstyrjöldin hefst.

1939-1940

Ísland tekur þátt í heimssýningu í fyrsta sinn, sem haldin er í New York.

9. apríl 1940

Þjóðverjar ráðast inn í Danmörku.

10. apríl 1940

Ísland tekur meðferð utanríkismála í eigin hendur. Utanríkismáladeild Stjórnarráðsins er gerð að utanríkisráðuneyti, sem er upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar.

23. apríl 1940

Aðalræðisskrifstofa Íslands er opnuð í New York. Hún er fyrsta sendiskrifstofan sem opnuð er eftir að utanríkisþjónustan verður til. Vilhjálmur Þór er skipaður aðalræðismaður, fyrsti ræðismaður Íslands. Hann verður síðar utanríkisráðherra.

27. apríl 1940

Ísland opnar sendiráð í London. Og sendiráð er opnað í Stokkhólmi skömmu síðar, í Washington 1941 og Moskvu 1944.

10. maí 1940

Bretar hernema Ísland.

8. júlí 1940

Stefán Jóh. Stefánsson verður fyrsti utanríkisráðherra Íslands. Bráðabirgðalög eru sett um utanríkisþjónustu erlendis.

1940

Á fyrsta starfsári utanríkisþjónustunnar er staðan þessi: Sendiráð: 3. Ræðisskrifstofa: 1. Starfsmenn í ráðuneytinu: 5. Launaðir starfsmenn erlendis: 15. Starfsmenn samtals: 20.

15. febrúar 1941

Lög sett um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis.

17. júní 1941

Sveinn Björnsson, sendiherra, kjörinn ríkisstjóri Íslands.

1. júlí 1941

Samningur er gerður við Bandaríkin, meðal annars um varnir landsins, viðurkenningu á frelsi og fullveldi þess, að sjá landinu fyrir nægum nauðsynjavörum á stríðstímanum og tryggja siglingar að og frá landinu.

16. ágúst 1941

Churchill, forsætisráðherra Breta, kemur til Íslands eftir að hafa undirritað Atlantshafssáttmálann með Roosevelt, Bandaríkjaforseta. Sáttmálinn markaði upphafið að stofnun Sameinuðu þjóðanna 1945.

17. janúar 1942

Ólafur Thors verður utanríkisráðherra í fyrra skiptið.

1942

Fyrsta kjörræðisskrifstofa Íslands er stofnuð í Winnipeg. Grettir Leó Jóhannsson verður fyrsti kjörræðismaður Íslands. Í utanríkisráðuneytinu er stofnuð upplýsingadeild undir stjórn Agnars Kl. Jónssonar og hann verður jafnframt fyrsti deildarstjóri ráðuneytisins.

16. desember 1942

Vilhjálmur Þór verður utanríkisráðherra."

Utanríkisþjónustan

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 07:08

67 Smámynd: Einar Solheim

Ég vil bara þakka Steina Briem fyrir að segja allt það sem maður vildi segja - og það mikið mun betur en maður gæti nokkurn tímann gert sjálfur.  Það er mikilvægt að menn eins og Steini haldi áfram að reyna að rétta alla vitleysuna sem er í gangi.  Það kostar samt sitt að þola skítkastið og ruglið frá andstæðingum og vona ég bara að hann láti ekki bugast fyrr en já-ið í atkvæðagreiðslunni er orðið að raunveruleika.

Af því að sumir virðast hafa meiri áhuga á fjárhagsmálum einstakra bloggara en að ræða ESB að viti, þá er það rétt sem Steini segir - laun geta menn þegið með ýmsum hætti. Gunnlaugur I. vill til dæmis að hanns fyrirtæki selji vörur sínar í Evrum, og þær ætlar hann væntanlega að nota þegar hann flytur á ný til Íslands.  Gunnlaugur hefur því talsverða fjárhagslega hagsmuni bundna í veikri krónu.  Að berja sér á brjóst og segast berjast gegn ESB í þága "föðurlands síns" er auðvitað í versta  falli lygi - í besta falli  ómeðvituð sjálfsblekking. 

Einar Solheim, 2.8.2010 kl. 11:25

68 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk kærlega fyrir það, Einar minn.

Ég læt ekki bugast.

Og mun halda áfram að segja hér sannleikann.

Lofa því.

Þorsteinn Briem, 2.8.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband