30.7.2010 | 10:53
Timo Summa: Ávinningur Íslands mikill
Fréttablaðið birti í gær viðtal við sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa. Tilefnið er opnun aðildarviðræðna Íslands og ESB.
Grípum aðeins niður í viðtalið:
" Ávinningur Íslands mikill
Til umræðu hefur verið að draga aðildarumsóknina að ESB til baka og hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda ályktað í þá veru. Summa vildi ekki svara því hvernig ESB myndi taka því ef umsóknin yrði dregin til baka. Hann segir að ríkisstjórnin hafi sótt um aðild og sambandið muni því setjast við samningaborðið af heilum hug. Það sé Íslendinga að ákveða hvernig haga skuli umsókninni. Hann hefur hins vegar litlar áhyggjur af því að samskipti Íslands og ESB kunni að súrna hafni Íslendingar að lokum aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Með aðild Íslands að EES og Schengen-samningunum er landið nú þegar í nánu samstarfi við ESB og það mun ekki breytast. Viðræðuferlið mun leiða til þess að aðilarnir öðlist meiri skilning hvor á hinum. Ég held því að það muni hafa jákvæð áhrif á samstarfið hvernig sem þjóðaratkvæðagreiðslan svo fer."
Summa segist hafa orðið var við að margir Íslendingar líti til fordæmis Noregs sem hefur kosið að standa utan við ESB. Hann segir samanburðinn ekki endilega heppilegan. "Ísland er ekki Noregur. Ef þú berð löndin saman þá sérðu fljótt að þau búa við mjög ólíkar aðstæður. Tækifæri þeirra og áskoranir eru ólíkar og til að mynda hentar evran ekki Norðmönnum en hún hentar Íslendingum vel. Ávinningur Íslands af því ganga í ESB yrði gríðarlega mikill til langs tíma séð. Noregur hefur efni á því að standa fyrir utan en Ísland hefur það trauðla."
Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan sambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið. Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það. "Lítil lönd í ESB, á borð við heimaland mitt Finnland, geta haft mjög mikil áhrif ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli. Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra. Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest ef ekki næst samstaða um þær en síður kosið um þær. Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur aldrei, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna. Ríkin setjast niður, rökræða og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Góð grein um ESB málið -ekki veitir af.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.7.2010 kl. 11:12
"Góð grein um ESB málið" segir vinkona mín Hólmfríður Bjarnadóttir.
Ég bjóst nú ekki við öðru frá henni nákvæmlega sama hvernig greinin hefði annars verið bara af því að hún var um eina af þessum silkihúfum ESB valdaelítunnar. Sjálfan sendiherra ESB á Íslandi og að auki að mestu ekkert nema lof og prís um ESB.
Eitt var þó mjög upplýsandi að fá fram hjá þessum Timo Suma og það er það að alveg sama þó svo að Íslendingar höfnuðu ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu (Sem reyndar má telja alveg öruggt "Innskot mitt)
Þá segir sendiherrrann það í sjálfu sér engu breyta um áframhaldandi góð samskipti.
Eins og hann segir beint: "Með aðild Íslands að EES samningnum og Schengen samningunum er landið nú þegar í nánu samstarfi við ESB og það mun ekki breytast. Viðræðuferlið mun leiða til þess að aðilarnir öðlast meiri skilning hvor á hinum. Ég held því að það muni hafa jákvæð áhrif á samstarfið hvernig sem þjóðaratkvæðagreiðslan svo fer.
Þarna slær hann algerlega á allan þann órökstudda hræðsluáróður sem margir ESB innlimunarsinnar hafa nú beitt að undanförnu, þegar flestar aðrar röksemdir þeirra hafa fallið, til að reyna nú að finna nýjar réttlætingar fyrir tafarlausri ESB innlimun.
En einmitt þeir ESB trúboðarnir Eiríkur Bergmann og Þórólfur Matthíasson hafa ítrekað beitt þeim áróðri að við ættum nú alls engan annan kost en að ganga ESB á hönd því að okkur yrði vísað úr EES samstarfinu og stæðum ein eftir úthrópuð sem þjóð. Það er greinilega einskis svifist í lymskunni og áróðursbrögðunum hjá þeim kumpánum.
Með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu ESB sendiherrans hefur hann nú slegið þennan hræðsluáróður þeirra kumpána algerlega útaf borðinu.
Gunnlaugur I., 30.7.2010 kl. 13:05
"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.
Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.
Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.
The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."
"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.
On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."
"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.
Today, Norway ranks as the third wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation. Norway is the world’s fifth largest oil exporter, and the petroleum industry accounts for around a quarter of its GDP.
Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."
Þorsteinn Briem, 30.7.2010 kl. 14:33
Gunnlaugur: Þú skalt nú ekki segja að annara innleg séu alltaf eins. Ekki eru þín svo frábrugðin hvort öðru.
Annars sögðu þessir herramenn að Ísland er ekki að uppfylla skilyrði EES samningsins í dag. Það er litið fram hjá því vegna aðildarviðræðna við ESB um inngöngu í bandalagið.
Ef Ísland gengur ekki í ESB eða dregur umsókn sína til baka, þá verður Ísland að uppfylla skilyrði EES samningsins annars eiga á hættu að samningnum verði sagt upp.
Ég held að þetta sé deginum ljósara fyrir okkur öll. Ef einhver stendur ekki við samninga, þá verður samningnum sagt upp, eða?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 14:36
Það er gaman að NEI-sinnar finnast Timo Suma trúverðuglegur. Vanalega trúa þeir ekki einu né neinu sem kemur frá ESB.
Þá má vekja athygli á því hvað Timo Suma segir: " Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra" Með þessari staðreynd þá er skotið í kaf allar hræsðlusögur NEI-sinna um að Ísland mun hafa 0,02% vægi á þinginu.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.7.2010 kl. 16:42
Margoft hef eg reynt að berja þetta inní höfuð andsinna með sleggju- án árangurs. Hef margoft útskýrt fyrir andsinnum hvernig samarbædisstrúktúr í ákvörðunarferlum ESB er uppbyggður.
Aðalatriðið er koma að málum í mótunarferlinu! Koma sínum sjónarmiðum að. Hafa áhrif á gang mála. En nei! Andsinnar vilja það eigi. Þeir vilja bara taka við í gegnum faxtækið og minnska og draga úr fullveldi Íslands. Vilja ekki að ísland sé fullvalda ríki og þjóð meðal þjóða.
Andsinnar fást ekki til að skilja eða kynna sér 0.1% varðandi efnið en bulla og þvaðra eins og - ja, eg veit ekki hvað! Veit ekki hverju það líkist. Líklega bara eins og andsinnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.7.2010 kl. 17:47
18.5.2010:
"Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, boðaði á Alþingi í dag tillögu um að bannað verði með lögum að erlendir aðilar fjárfesti í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum á borð við orkufyrirtæki.
Lilja sagði slíkt bann væri í gildi í Frakklandi og hún myndi sjá til þess að fram kæmi tillaga um að slíkt bann verði innleitt í íslenska löggjöf."
"Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að auðvitað hefði fyrir löngu átt að vera búið að banna útlendingum að eignast hlut í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum eins og HS Orku."
Vilja banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum
Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 04:12
Hvað er útlendingur og hvað er erlendur aðili? Má þá Íslendingur sem hefur aldrei búið á Íslandi eiga auðlind en ekki útlendingur sem hefur búið alla sína ævi á Íslandi?
Á þetta ekki svolítið að fara eftir lögheimili viðkomandi eins og er samkvæmt lögum og EES?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 04:31
Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991
Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 05:07
Þarna stendur einmitt að erlendur aðili getur verið Íslendingur sem er búsettur erlendis og er einnig þar með skráða búsetu.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 05:19
16.6.2007:
"Síðastliðin 10 ár hefur Lilja [Mósesdóttir] tekið þátt í starfi sérfræðingahóps framkvæmdastjórnar ESB í atvinnu-, jafnréttis- og félagsmálum."
Lilja Mósesdóttir í sérfræðingahópi framkvæmdastjórnar ESB
Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 05:20
Flott að Lilja geti nýtt sér ESB, en svo vill hún banna okkur það. Ég er að fara að missa allt álit mitt á henni sem var nú samt ekki mikið.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 05:36
4. gr. Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi er háð eftirfarandi takmörkunum:
1. Eftirtaldir aðilar mega einir stunda fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands samkvæmt lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands eða eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi:
a. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar.
b. Íslenskir lögaðilar sem að öllu leyti eru í eigu íslenskra aðila eða íslenskra lögaðila sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
i. Eru undir yfirráðum íslenskra aðila.
ii. Eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Fari eignarhlutur íslensks lögaðila í lögaðila, sem stundar veiðar í efnahagslögsögu Íslands eða vinnslu sjávarafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%.
iii. Eru að öðru leyti í eigu íslenskra ríkisborgara eða íslenskra lögaðila sem eru undir yfirráðum íslenskra aðila.
Með vinnslu sjávarafurða í 1. mgr. þessa töluliðar er átt við frystingu, söltun, herslu og hverja aðra þá verkun sem ver fisk og aðrar sjávarafurðir skemmdum, þar með taldar bræðsla og mjölvinnsla.
Til vinnslu í þessu sambandi telst hins vegar ekki reyking, súrsun, niðursuða, niðurlagning og umpökkun afurða í neytendaumbúðir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæfari til dreifingar, neyslu eða matreiðslu.
2. Íslenskir ríkisborgarar og aðrir íslenskir aðilar mega einir eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita önnur en til heimilisnota. Sama á við um fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu.
Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.
Heimilt skal að kveða svo á í fjárfestingarsamningum milli Íslands og ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að einstaklingar sem þar eru búsettir eða lögaðilar sem þar eru heimilisfastir hafi einnig sama rétt, enda verði slíkir samningar lagðir fyrir Alþingi til staðfestingar með þingsályktun.
Erlendum aðila, sem öðlast eignarrétt og afnotarétt yfir fasteign samkvæmt ákvæðum laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, er heimilt að nýta jarðhita til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni innan þeirra takmarkana sem fram koma í orkulögum.
3. Samanlagður eignarhluti erlendra aðila í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar flugrekstur hér á landi má á hverjum tíma ekki vera meiri en 49%.
Einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða Færeyjum eru þó undanþegnir ákvæðum þessa töluliðar."
Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991
Þorsteinn Briem, 31.7.2010 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.