Leita í fréttum mbl.is

Flettiskyltaáróður Nei-sinna

FlettiskiltiLjóst er að í komandi baráttu um ESB-málið verðu öllu tjaldað til. Flettiskilti með hinum einfalda áróðri ESB - Nei takk, hafa vakið athygli.

M.a. er fólk að velta fyrir sér hver fjármagni þessar auglýsingar og dettur þá mönnum í hug fjársterkir aðilar sem eru á móti aðild.

Hverjir skyldu það vera? Eiga samtök Nei-sinna svona mikinn pening?

Eitt er víst, að keyra svona skilti á jafn mörgum stöðum og nú er gert KOSTAR! Hleypur sennilega á hundruðum þúsunda á mánuði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það dugar nú ekkert minna en flettiskilti gegn athugasemdum mínum hér á Moggablogginu, segir Sjálfstæðisflokkurinn.

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 14:30

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta verður erfitt hjá andstæðingum ESB á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 12.8.2010 kl. 14:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er borin von, að þið getið verið hreyknir af framferði ykkar.

Þið viljið taka fullveldisréttindin af lýðveldinu – að hugsa sér!!!

Talið svo um felliskilti! – vitandi það, að ESB ætlar að ausa milljörðum í áróður og er þegar byrjað sína undirróðursstarfsemi með því að mýkja tugi, nei hundruð manna með boðsferðum til Brussel.

Jón Valur Jensson, 12.8.2010 kl. 14:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@JVJ

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 12.8.2010 kl. 17:45

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð greinilega klumsa, orðlausir og vanmegna um að svara hinum veigamiklu fullyrðingum mínum í innlegginu hér ofar.

Jón Valur Jensson, 13.8.2010 kl. 07:23

8 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@JVJ:

1) Ísland tapar ekki/missir hvorki fullveldið eða sjálfstæði við aðild. Þetta er hugaróri sem hrjáir ykkur Nei-sinna. Spurðu íbúa ESB-þjóða hvort þeir séu ekki frjálsir og fullvalda?

2)  ..."hundruð manna með boðsferðum til Brussel." Hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Þú verður að rökstyðja mál þitt miklu betur, en ekki koma með fullyrðingar út í loftið, sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum! Komm on! Þessvegna er þetta svona fyndið hjá þér!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.8.2010 kl. 10:21

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið ESB sinnar getið hlegið að rökum okkar eins mikið og þið viljið.

Það breytir því ekki að þjóðin treystir ykkur ekki og ykkar rökum.

Varðandi flettiskyltin þá fagna ég þeim. Þau virðast fara mjög í taugarnar á ykkur og þið hafið miklar áhyggjur af því hver kosti þetta.

Án þess að ég viti það nákvæmlega þá get ég þó fullvissað ykkur um það að það eru alíslenskir aðilar sem hafa greitt fyrir þetta.

Það verður annað þegar ESB apparatið fer að kaupa hér upp fólk og auglýsingapláss.

Ætli það ætti ekki að vekja meiri tortryggni og andúð þjóðarinnar, þegar erlent yfirráðabandalag fer með beinum hætti að skipta sér af innanríkismálum okkar þjóðar, sem er sjálfstæð og fullvalda.

Full ástæða til þess að banna aðkomu erlendra aðila að þessu átakamáli í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin á að fá að ráða þessu sjálf án afskipta og áróðurs erlendra aðila.

En ég veit að þið munið ekki hafa neinar áhyggjur af þeim fjáraustri enda verðið þið sjálfsagt líka drjúgir þyggjendur þeirra silfurpeninga, ef þið eruð það ekki nú þegar ?

Gunnlaugur I., 13.8.2010 kl. 10:45

10 Smámynd: Elle_

Evrópuríkissinnar geta neitað fullveldiismissi við inngöngu ríkja í þetta einangrunar-miðstýringar-bandalag, hinsvegar skilur og veit þorri manna að ríki getur ekki verið fullvalda undir lögum og miðstýringu miklu stærra veldis og með hverfandi lítið vægi.  Það sér það hver maður að 2 + 2 eru sko enn 4, ekki 7.    

Elle_, 13.8.2010 kl. 23:56

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópusamtök, þetta voru engar "fullyrðingar út í loftið, sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum," að hundruð manna hafa fengið boðsferðir til Brussel. Safnast þegar saman kemur, og vitað er, að bara úr verkalýðshreyfingunni hafa a.m.k. margir tugir manna (og kannski yfir 100) þegið slíkar boðsferðir, en áður var farið að bjóða fólki í ráðuneytunum og ríkisstofnunum öðrum í hallirnar þarna í Brussel og Strassborg, og þá eru allir hinir að auki, sem ég vék að hér ofar. Enginn einn er kannski með þetta samantekið í heild nema kannski einhver kontóristi i Brussel, en þetta fer ekki eins leynt og þið haldið; menn hafa kjaftað frá slíkum boðsferðum.

En ætlið þið að halda ykkur í þagnarbindindi? Hve margir í stjórn ykkar samtaka hafa farið til Brussel á vit þessa bandalags?

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 00:42

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

Ég sé bara akkúrat EKKERT að því að Íslendingar fari í kynnisferðir til Brussel.

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 02:15

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.6.2007:

"Síðastliðin tíu ár hefur Lilja [Mósesdóttir] tekið þátt í starfi sérfræðingahóps framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í atvinnu-, jafnréttis- og félagsmálum."


Lilja Mósesdóttir í sérfræðingahópi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 02:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandslöndin, sem öll eru sjálfstæð og fullvalda ríki, eiga að sjálfsögðu viðskipti við lönd utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að mynda Kína, en Evrópska efnahagssvæðið greiðir einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskar vörur og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.

Í fyrra, árið 2009, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á
Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

"Erasmus er flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs og á hverju ári gerir Erasmus um tvöhundruð þúsund evrópskum stúdentum kleift að nema eða vinna erlendis."


Erasmus - Flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs


The Erasmus Programme


Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 02:26

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svaraðu, ef þú ert í stjórn samtakanna, Steini, spurningu minni: "Hve margir í stjórn ykkar samtaka hafa farið til Brussel á vit þessa bandalags?"

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 02:29

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og að sjálfsögðu gerir Evrópusambandið fríverslunarsamninga við fjöldann allan af stórum og smáum ríkjum úti um allan heim.

Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins


"Kína í stað evru"


"
Kínverski utanríkisráðherrann tók sérstaklega upp viðskipti landanna og hafði frumkvæði að því að hvetja til þess að fundur sameiginlegrar nefndar ríkjanna tveggja um viðskiptamál færi fram hið fyrsta.

Ráðherrarnir ræddu jafnframt um viðræður landanna tveggja um fríverslun og má gera ráð fyrir því að næsti fundur sem tengist þeim fari fram í Peking síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs.

Mikill hugur kom fram hjá bæði utanríkisráðherranum, sem og á fundinum með varaforseta alþýðulýðveldisins, um að efla viðskipti landanna."

13.7.2010: Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Kína


"Formlegar samningaviðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslun hófust í Beijing hinn 11. apríl 2007
. [...]

Kínverska samninganefndin tók undir það sjónarmið að samningurinn skyldi vera rýmri að umfangi en til dæmis nýlegur samningur þeirra við Chile og skyldi því einnig ná til þjónustuviðskipta.

Hins vegar kom fram það sjónarmið af þeirra hálfu að tafarlaus niðurfelling tolla á sjávarafurðir gæti verið nokkrum erfiðleikum bundin.
"

Utanríkisráðuneytið - Fríverslunarviðræður við Kína í Beijing


"Gagnrýnendur hafa bent á að Evrópusambandið hafi ekki viðurkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi WTO [World Trade Organization], en því skyldu Íslendingar bíða eftir slíku?"

Samtök verslunar og þjónustu - Fríverslunarsamningur við Kína


"Með þessari viðurkenningu hafa Íslendingar jafnframt skuldbundið sig til að beita ekki undirboðstollum á vörur frá Kína nema að uppfylltum mjög ströngum kröfum um að sannað hafi verið að undirboð hafi átt sér stað, samkvæmt reglum WTO.

Evrópusambandið hefur hins vegar nýtt sér undanþáguákvæði í bókun WTO vegna aðildar Kína að stofnuninni sem slakar á þessum ströngu sönnunarkröfum og lagt undirboðstolla á vörur frá Kína, til dæmis stálvörur og skófatnað.
"

Samtök iðnaðarins - Hvað felst í fríverslunarsamningi við Kína?


"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."

Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins

Sumir af andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja hins vegar að landið segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES), til að mynda Jón Valur Jensson.

Útflutningur okkar Íslendinga á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Iðnaðarvörur, sem hér eru framleiddar, og íslenskar sjávarafurðir eru aðallega seldar í Evrópusambandslöndunum og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér, enda er Ísland í Evrópu.

Við Íslendingar lifum því aðallega á íbúum Evrópusambandsins og fáum þar hæsta verðið fyrir okkar vörur.

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 02:29

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

Ég er ekki í stjórn Evrópusamtakanna
en fæ ENGAN VEGINN séð að þér komi það við hverjir hafa farið til Brussel og hverjir hafa ekki farið þangað.

ÞÚSUNDIR Íslendinga hafa farið í kynnisferðir, námsferðir og vinnuferðir til Brussel undanfarna áratugi.


Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 02:37

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og nú er svo komið, að stórveldisbandalag, sem nær þar yfir flest lönd nema þau ríkustu (Sviss, Noreg) og ýmis austan gamla járntjaldsins, sækist eftir því að komast yfir norðvestur-hafsvæði Evrópu líka. Íslendingar yrðu minnsta þjóð bandalagsins, ef þeir létu gabba sig inn í gímaldið, og hefðu 0,06% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði í Brussel. Og ekki er skortur á þeim, sem vilja selja meginlandsveldinu landstjórn okkar á hendur rétt eins og á 13. öld. En við hefðum mest að missa af bandalagsþjóðunum, ef menn eins og Steini Briem sjá óskir sínar uppfyllast. Það er augljóst, að þessir menn stefna ekki að friði og eindrægni meðal þjóðar okkar, heldur sundrung og gremju. Verst af öllu væri þó, að ekki væri hægt að snúa til baka eftir allt fullveldisréttinda-afsalið. En þið "Evrópusinnar" eruð reiðubúnir að treysta VALDINU fyrir auðnu okkar. Æ, hvílík skammsýni, hvílíkt vanvit.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 02:43

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

Enda þótt þú sért hugsanlega kvæntur stórri og feitri konu er ekki þar með sagt að hún ráði öllu í þínu hjónabandi.

Enda þætti mér það harla ólíklegt, eins yfirmáta frekur og þú ert.


Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 02:50

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

TAKIÐ EFTIR ÞESSU: Einhver fyrir hönd Evrópusamtakanna skrifaði hér í svari til mín (ofar):

" ..."hundruð manna með boðsferðum til Brussel." Hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Þú verður að rökstyðja mál þitt miklu betur, en ekki koma með fullyrðingar út í loftið, sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum! [Og með unglings-orðfæri:] Komm on! Þessvegna er þetta svona fyndið hjá þér!" –

Og þar á undan reyndu þeir að hlæja 1. innlegg mitt í kaf.

En Steini Briem, sem þrátt fyrir að vera ekki í stjórn sömu samtaka (en kannski launaður á snærum þeirra???) telur sig vita allt um þessi mál, skrifar hér (þvert gegn ofangreindu frá samtökunum):

"ÞÚSUNDIR Íslendinga hafa farið í kynnisferðir, námsferðir og vinnuferðir til Brussel undanfarna áratugi." – GOTT AÐ FÁ ÞAÐ STAÐFEST!

Samt segist hann "ENGAN VEGINN [fá] séð að [m]ér [JVJ] komi það við hverjir hafa farið til Brussel og hverjir hafa ekki farið þangað."

Jú, svo sannarlega kemur öllum Íslendingum það við!

Skyldi Steini vera einn af þessum þúsundum, sem hann talar um? Látum hann svara því!

Og nú geta Evrópusamtökin aftur reynt að hlæja sig máttlaus, þegar ekki er lengur talað um hundruð Brusselfara, heldur ÞÚSUNDIR.

Hve einlægur eða hve vandræðalegur er hlátur ykkar?

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 02:55

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa: (en kannski á snærum þeirra???)

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 02:56

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

ENGUM
finnst skrýtið, nema ykkur ÞJÓÐERNISÖFGAMÖNNUNUM, að ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA hafi farið í kynnis-, náms- og vinnuferðir til Brussel undanfarna áratugi.

Fjöldinn allur af Íslendingum
hefur kynnt sér starfsemi Evrópusambandsins í Brussel, fjölmargir íslenskir háskólanemar hafa farið þangað í námsferðir og þar starfar fjöldi Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 03:10

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í FRÉTT MBL.IS SEGIR:

"BRUSSEL ER MIKIL VIÐSKIPTA- OG STJÓRNSÝSLUMIÐSTÖÐ og þangað á erindi gríðarlegur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair
, segir að Icelandair hafi oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel VEGNA MIKILVÆGIS BORGARINNAR Í EVRÓPSKUM STJÓRNMÁLUM OG VIÐSKIPTUM og nú hafi skrefið verið stigið."


Fyrsta beina flugið til Brussel í dag

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 03:18

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brussel er höfuðborg Belgíu og aðalaðsetur flestra helstu stofnana Evrópusambandsins, enda er borgin stundum kölluð höfuðborg Evrópu.

Og NATO flutti höfuðstöðvar sínar frá
París til Brussel árið 1967.

Atlantshafsbandalagið (NATO) - Wikipedia


Evrópusambandið -Wikipedia


Brussel - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 03:19

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir að halda áfram að staðfesta þetta, Steini!

Takk líka fyrir innleggið kl. 2.50, sem sýnir, að þú missir alveg stjórn á puttunum á þér og ferð að skrifa ofur-kjánalega, þegar þú verður sannleikanum hvað sárreiðastur.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 03:20

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var hér (í 1. setningu) að vísa til innleggs hans kl. 3.10, en eins og fyrri daginn, þegar hann á í vök að verjast, er hann búinn að starta sinni copy-paste-fabrikku og afurðirnar renna í stríðum straumum úr tölvu hans.

PS. Það er eins og hann haldi, að ESB sé ekki með ímyndarsmiði á sinum snærum, menn sem hafi t.d. áhrif inn í Wikipediu, – enda furtrúaður.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 03:23

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ofurtrúaður! – En hefur hann sömu trú á kosningastefnuskrám stjórnmálaflokka? Hvers vegna trúir hann þá 100.000-falt stærra hagsmunabandalagi?

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 03:26

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

Þið
ÞJÓÐERNISÖFGAMENNIRNIR hafið hér greinilega HVORKI ÞEKKINGU NÉ SKILNING á nokkrum sköpuðum hlut og þess vegna verður að tala við ykkur eins og hverja aðra ÓVITA.

Og það er nú HARLA LÍTIÐ VIT ÍKREFJAST SÍFELLT SVARA við hinu og þessu og segjast svo ekki trúa því sem svarað er.



Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 03:34

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert farinn að minna mig á Gylfa Magnússon, Steini: svarar ekki því, sem um er spurt, og hylur þig í moðreyk.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 03:38

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auðvitað geta þeir veitt styrki út um allt – meðan þeim kemur það vel. Styrkirnir hingað (t.d. til Hafró og í háskólasamfélagið) eru svo grunsamlega miklir og víða, að það bendir allt til þess, að tilgangurinn sé að mýkja menn og sleikja upp og fá þá til lags við sig. Sem betur fer er íslenzk alþýða ennþá laus við þetta, og hún er ekki tjóðruð við sjónarmið 101-menntaelítunnar og listaspíranna né býrókratanna og auðblekktu atvinnurekendanna og atvinnu-verkalýðsforkólfanna margsigldu!

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 03:48

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svaraðu svo spurningum mínum, ef þu ert maður til.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 03:51

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

"10.1.2005| J. Örvar Jónsson

Langar þig að auka við þekkingu þína og reynslu og vinna í löndum innan Evrópusambandsins? Núna er tækifærið.

Í gegnum Bandalag íslenskra námsmanna geta háskólastúdentar, sem og nýútskrifaðir, nú sótt um styrk til að vinna í takmarkaðan tíma á erlendri grundu.

Um er að ræða ferðastyrk allt að €650 og uppihaldsstyrk að upphæð €150 á viku en lágmarksdvöl fyrir háskólastúdenta eru 3 mánuðir og fyrir nýútskrifaða 2 mánuðir."

Leonardo-styrkir Evrópusambandsins - Stúdentaráð Landbúnaðarháskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 03:52

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Q.e.d. – það er reynt að freista íslenzka fræða- og embættismanna-kerfisins með styrkjum, sem trúlega eru fyrst og fremst merki þess, að Evrópubandalagið leggur allt kapp á það í þessu sambandi að lokka okkur inn í sig – enda eftir gríðarmiklu að slægjast.

Berið þetta saman við sókn Norðmanna eftir úthafseyjum (Svalbarða, Bjarnareyjum, Jan Mayen) og heimskautasvæðum á framanverðri 20. öld – ESB er ekkert síður að reyna það sama, og hér eru t.d. um 60% meiri fiskveiðar en hjá Spánverjum, sem þó kalla sig "heimsveldi" í sjávarútvegi! Sjá t.d. HÉR! (nóg að skoða til að staldra við og endurmeta tilveruna!).

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 04:13

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerirðu allt þetta ókeypis, Steini, dag sem nótt?

Hefurðu ekkert annað að gera? Ef ekki, hvað færðu fyrir þinn snúð?

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 04:22

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú þagnaði hann allt í einu í heilar 5 mínútur!

En ætli hann kunni þetta:

"Hefnist þeim, er svíkur sína huldumey,

honum verður erfiður dauðinn. ..."

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 04:28

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

Ég hef það fyrir minn snúð að HLÆJA MIG MÁTTLAUSAN á hverjum degi að takmarkalausri HEIMSKU YKKAR ÞJÓÐERNISÖFGAMANNANNA.

Einnig fjöldinn allur af fólki
UM ALLA EVRÓPU, sem fylgist með umræðunni á þessu bloggi.

Allt þetta fólk er mikið búið að HLÆJA AÐ HEIMSKU ÞINNI HÉR OG FREKJU Á ÖLLUM SVIÐUM.

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 04:41

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Velkomin á heimsíðuna Evrópusamvinna.is. Hún er ekki ætluð sem áfangastaður heldur skiptistöð: hér eru aðeins veittar grunnupplýsingar um hverja áætlun, en vefslóðir og netföng vísa veginn áfram á landskrifstofur og upplýsinga- og þjónustuskrifstofur sem veita allar nánari upplýsingar og aðstoð.

Evrópusamvinna.is er vettvangur til að kynnast tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi. Þar er að finna upplýsingar um allar áætlanir sem Ísland er þátttakandi í innan Evrópusambandisins.

Evrópusamvinna.is veitir upplýsingar um eftirfarandi samstarfsáætlanir:

  • 7. rannsóknaáætlun ESB
  • Almannavarnaáætlun
  • Daphne III - gegn ofbeldi á konum og börnum
  • Enterprise Europe Network
  • Evrópa unga fólksins
  • eTwinning - rafrænt skólasamstarf
  • Progress - jafnréttis- og vinnumálaáætlun
  • MEDIA Kvikmynda-, sjónvarps- og margmiðlunaráætlun ESB
  • Menningaráætlun
  • Menntaáætlun ESB
  • Norðurslóðaáætlun
  • Samkeppnis- og nýsköpunaráætlunin - CIP
  • Norrænt samstarf og styrkir

Evrópusamvinna.is er með Facebooksíðu: Facebook|Evrópusamvinna.is

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 04:56

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og svo lagðist hann sæll til hvíldar, eftir að hafa hróðugur lýst yfir TAKMARKALAUSRI HEIMSKU minni og annarra meintra og fordæmdra "ÞJÓÐERNISÖFGAMANNA"!!!

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 09:48

47 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Jón Valur er katólskari enn páfinn. Að ræða við hann er einsog að tefla við páfann. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að á eftir rómarríki varð katólska kirkjan evrópusamband þeirra tíma og það hélst nokkuð vel fram undir landafundi. Það verður hinsvegar ekki sagt að páfadómurinn hafi verið lýðræðislegur og þjóðleg einkenni voru á þeim tíma ekki hátt skrifuð. Jón Valur hefur neitað þvi að hann sé meðlimur í þessu gamla evrópusambandi sem man sinn fífil fegurri. Þjóðrembingstalið í honum er því ótrúverðugt og einsog "yfirbót" fyrir að svíkja hina þjóðlegu lútersku kirkju og þá þjóðlegu trú sem hér hefur verið ræktuð og á rætur aftur í heiðni og katólskunnar. Allt er þetta samevrópskur menningararfur. Jón Valur er því ótrúverðugur og á endanum laumu evrópusinni.

Gísli Ingvarsson, 14.8.2010 kl. 11:36

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gísli er enn í vanþekkingu. Vissulega varð til ekki aðeins kaþólskt trúarsamfélag í Evrópu á miðöldum, heldur kaþólsk menning og henni tilheyrandi samskipti þjóða, samgangur lærðra manna með latínu að sínu kennslumáli og tiltölulega auðveld ferðalög milli landa. En kaþólska kirkjan var andlegt ríki fyrst og fremst og fór ekki með veraldleg völd yfir þjóðunum og þeirra þjóðhöfðingjum, sem héldu áfram að togast á um völd og lönd og yfirráð. Ennfremur hélzt þjóðleg menning í löndunum, enda er kristin trú ekki í andstöðu við slíkt; hún fullkomnar, en brýtur ekki niður – ekki annað en það, sem syndsamlegt er, svo sem hólmgöngur, útburð barna, fjölkvæni, sifjaspell og þrælahald.

Það er engin þjóðremba að vilja halda í sjálfstæði og fullveldi lands okkar, Gísli. Ef þú heldur því fram, þá ertu að fordæma foreldra okkar, afa og ömmur fyrir þjóðrembu!

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 12:39

49 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Við skulum ekki kítast útí hvaða siðbót kristni og kirkja hefur haft á menningu evrópu. Þar er margt til góðs vissulega og þessi "andlegi" samruni sem katólska kirkjan var fulltrúi fyrir er að öllu leyti fyrirmynd þeirra samevrópsku ímyndar sem ESB reynir að höfða til svo þjóðríki geti frekar unnið saman en láti af rembingi og smásálarskap sem oftar en ekki endar með illindum frekar en málamiðunum og sátt sem hægt er að búa við til lengri tíma.

Ekkert er endanlegt í henni veröld og sífellt þarf að taka mál og samninga til endurskoðunar. Þjóðrembingur er ekki þjóðrækni og ekki heldur ást á uppruna sínum og virðing fyrir honum. Þjóðrembingurinn er einungis nothæfur pólitískt til að sameina þjóðir um lægsta hugsanlegan samnefnara til að verja völd og hagsmuni eða ráðast á aðra og beita þá yfirgangi.

Það síðarnefnda er varla mikil hætta á að Íslendingar geti en 2007 samfélagi var ansi nálægt því að réttlæta tilveru sína á meðfæddum og menningarlegum yfirburðum íslendinga fram yfir aðra einsog DANI. Já þetta hljómar núna einsog brandari. En þjóðrembusinnar fengu þarna grundvöllin sem þeir standa nú á gagnvart umheiminum. ( sbr Ögmund bessaðan).

Þjóðremban ver ekkert fullveldi þjóðarinnar enda er því í engu hætta búin í aðildarviðræðunum frekar en við fulla aðild. Fyrir mér stækkar áhrifasvæði íslendinga við slíka aðild enda einungis sjálfstæðar og fullvalda þjóðir sem fá aðild að ESB. Færeyingar fá það ekki. Skotar fá það ekki. Baskar og Catalónar fá það ekki, nema þessar þjóðir berjist fyrst fyrir og fái óskorað fullveldi til að ganga í ESB.

Þetta veit ég að Jón Valur skilur en kýs að misskilja til að bæta fyrir óþjóðlega trúrækni sína. ( Sem mér finnst meira en í góðu lagi og álasa hann ekki fyrir)

Gísli Ingvarsson, 14.8.2010 kl. 13:29

50 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað snerist kaþólska kirkjan eða áhrif hennar líka um veraldleg völd. 

Meina, Staðarmál hin fyrri og Staðarmál hin síðari?  Halló.  Það var þvargað um þetta á Íslandi áratugum saman og jafnvel öldum saman.

Deilunum lauk, má segja, með fullnaðarsigri Kaþólsku kirkjunnar undir forystu Árna biskups Þorlákssonar yfir íslensku höfðingjunum.  Fullnaðarsigri.  Þetta skipti bara alveg huge máli og grundvallarbreiting á veraldlegu skipulagi hér á landi á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2010 kl. 13:46

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Staðamálin snerust um frelsi kirkjunnar. Kirkjustaðir voru gefnir Guði, Kristi, Maríu mey og dýrlingum til helgiþjónustu kirkjunnar, en höfðingjarnir, sem það gerðu, ætluðu sér samt að halda af þeim tekjunum og sjálfu eignarhaldinu! Af hálfu kirkjunnar var þetta ekki barátta fyrir veraldlegum völdum, heldur frelsi hennar sjálfrar í sínu hlutverki, sem er andlegt, ekki veraldlegt og snýst ekki um að taka yfir ríkið.

Ég nenni nú ekki að eyða björtum degi í að rífast við vankunnandi menn um miðaldamál – neikvæða menn m.a.s. og illa haldna af afvegaleiddum neo-sócíaldemókratisma sem vinnur eins og vitlaus væri að því að styðja uppkomu stórveldis, sem vitaskuld verður ekki í því hlutverki til lengdar að þjóna neinni jafnaðarmennsku, heldur stórauðvaldinu. Vinstri menn hafa líka verið að missa meirihlutaáhrifin í ESB. En þið haldið áfram af gömlum vana að eltast við þetta, kannski í vitvana eftirfylgd af ykkar lélega leiðarljósi: Össuri Skarphéðinssyni.

Kaþólska kirkjan er universal, Gísli, communis, fyrir alla menn, það felst í sjálfu nafninu: ecclesia catholica. Þar er engin Evrópuremba, allir kynþættir eru jafnir fyrir Guði, og sérhyggja ESB, m.a. gagnvart Afríku, er sízt til þess fallin að kristnir menn eigi að koma þar nærri.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 14:17

52 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú bara þannig að um þetta þarf ekkert að deila því allir megin sagnfræðingar eru sammála um að þetta skipti sköpum í veraldlegum yfirráðum kþólsku kirkjunnar á þessum tíma.  Loftfimleikar með ,,frelsi" þessa eða hinns og hvor þau ,,María eða Jósep" hafi átt eitt og annað,  ná skammt gagnvart beinhörðum sagnfræðilegum staðreyndum þessu viðvíkjandi.

Enda segir það sig sjálft ef menn hafa kynnt sér eitthvað hvernig hlutirnir virkuðu fyrr á tímum.  Jarðeign eða yfirráð yfir jörðum skipti höfuðmáli í heimi hér.  Öllu máli.  Jarðeign eða yfirráð yfr jarðeign = veraldleg völd og gæði!  Það var bara þannig.

þess fyrir utan er umrætt, þ.e. Staðarmáladeilurnar, eitthvert lítt þektasta sögulega atriði á Ísland, þ.e. miðað við mikilvægi.  Flesir koma af fjöllum er þeir heyra minnst á Staðarmál hin fyrri og og hin síðari.

Það var einmitt í Málum hinum fyrri sem Jón Loftsson sem var sonarsonur síra Sæmundar hins fróða, ef eg man rétt, lét fræg orð falla við Þorlák biskup hinn helga (þó páfi samþykkti nú eigi heilagileikann fyrr en eftir langa mæðu sem kunnugt er) en þá sagði Þorlákur eitthvað á þá leið við Jón að sjálfur erkibiskupinn í Niðarósi skipaði svo fyrir að Jón léti yfirráð staðar  til  sín.  Þá mælti Jón: ,,Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi held ég að hann vilji betur né viti en mínir foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans."

Milli þeirra þorláks spilaði líka fjölskyldumisklíð þar sem ein frilla eða hjákona Jóns var systir Þorláks hins helga.  Hvort að biskup bannfærði ekki Jón einhvertíman, man það ekki alveg.  (Sonur þeirra Ragnheiðar var ma. Páll biskup sem var jarðsettur í steinkistu sem fannst svo fyrir nokkrum áratugum) 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2010 kl. 15:51

53 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Í raun má segja, að það að ílendingar gerðu einhvern sattmála við Nojara þarna á sínum tima sem endalaust er talað um - að það var bara smámál miðað við Staðarmálin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2010 kl. 16:04

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blaðraðu bara, Ómar, og reyndu að sýnast vera fróður með því að skrifa á alls óviðeigandi umræðuþræði um það sem allir vita hvort sem er. Það, sem þú heldur fram um Staðamál, að menn þekki ekki til þeirra, hlýtur að vera mestmegnis í kollinum á þér sjálfum. Túlkunin er hins vegar þín. Nenni ekki þrasa við þig.

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 17:06

55 Smámynd: Elle_

Fullveldi lands kemur ekki einangrun, þjóðrembu eða öfgum við eins og Evrópuríkissinnar endalaust halda fram í einhverri rakaleysu eins og þeir hafi lært það utanbókar.  Við værum fyrst einangruð inni í þessu einangrunar-miðstýringar-veldi sem ríkir með mikilli frekju yfir sambandsríkjunum með eigin lögum og yfirgangi.
EVRÓPSKU SOVÉTRÍKIN.

Elle_, 14.8.2010 kl. 18:54

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞVÍLÍKIR ÞJÓÐERNISOFSTÆKISRUGLUDALLAR!!!

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 20:22

57 Smámynd: Þorsteinn Briem

"ÞJÓÐERNISOFSTÆKI.

Ofstæki sem stafar af ríkri þjóðerniskennd og birtist í tillitslausri baráttu fyrir meira og minna ímynduðum hagsmunum þjóðar.
"

(Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)

Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 20:32

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er einbert ofstæki af þér að skrifa þannig um okkur Elle, Steini æsti Briem. Hún er t.d. með tvöfaldan ríkisborgararétt og hefur ekkert meira álit á mörgum Íslendingum en útlendingum (ég get sagt það sama). Hún vill hins vegar fullveldi lands og þjóðar – og á ekki að þurfa að gjalda þess frekar en þeir foreldrar okkar og forfeður, sem vildu það sama. – Ég er hissa, ef þú skrifar hér á vegum Evrópusamtakanna, að þér skuli leyft að vera með svona persónuníð. Á það að mæla með samtökunum og ykkar málstað?

Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 21:26

59 Smámynd: Elle_

Ég verð nú að endurtaka að þeir sem kalla alla sem vilja ekki inn í Evrópuríkið ÞJÓÐERNISOFSTÆKISRUGLUDALLA og saka þá um ÞJÓÐERNISOFSTÆKI, eins og Steini fær að gera endalaust í þessari síðu, eru sjálfir OFSTÆKISRUGLUDALLAR.   FULLVELDI LANDS HEFUR AKKÚRAT EKKERT MEÐ OFSTÆKI, ÞJÓÐERNI EÐA ÖFGAR AÐ GERA.  FARI EVRÓPUSAMTÖKIN EKKI AÐ STOPPA STEINA Í HANS ENDALAUSA NÍÐI GEGN OKKUR SEM VILJUM EKKI INN Í EU, GETUM VIÐ KLAGAÐ HANN OG KANNSKI KÆRT FYRIR NÍÐ. 

Elle_, 14.8.2010 kl. 22:38

60 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi síða er að verða að einu af skítaræsum bloggsins. Af hverju enda allar umræður hér svona?

Upphaflega spurningin á fullan rétt á sér. Hver fjármagnar þessa vitleysu? Er það LÍÚ (baráttusamtök fyrir sjálfstæði aðeins sinna skjólstæðinga, en fyrir því að halda launþegum þorra Íslendinga sem ósjálfstæðum þurfalingum í fjötrum láglaunastefnunnar), sem Bjarni Harðarson viðurkenndi á sínum að tíma að væri helsti styrktaraðili Heimssýnar?

Eins tel ég fulla ástæðu til að gerð verði grein fyrir þeim fjármunum sem ESB setur í svokallað kynningarstarf.

Hvað segið þið, eru ekki báðir aðilar sammála um að allt verði uppi á borðum eða á að taka steingrímskan Gylfa á þetta?

Theódór Norðkvist, 15.8.2010 kl. 03:33

61 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Flott skilti....sama hver borgar

Anna Grétarsdóttir, 15.8.2010 kl. 09:24

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott bloggmerki, Anna!

Jón Valur Jensson, 15.8.2010 kl. 10:40

63 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er verið að segja nei við Íslandi með þessu merki eða?  Mér finnst það ósmekklegt.  Eyða stórpening í skiltagerð sem segir nei við íslandi.  En samt ekki alveg  óvænt að andsinnar fagni - í eins miklum öfugsnúð og þeir eru greyin

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 11:53

64 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Ansi er þetta máttlaus útúrsnúningur Ómar...

Anna Grétarsdóttir, 15.8.2010 kl. 12:16

65 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Laglegt þetta skilti.... Ég á erfitt að trúa því að Nei - sinnar hafi fjármagnað skilti, heldur frekar fólk sem telur hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB.

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 15.8.2010 kl. 12:22

66 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Útúrsnúningur?  Með hvað þá.  Það er þarna mynd af EU&íslenska fánanum og undir - nei takk! Segja nei takk við hvoru tveggja þá. Og já við Andsinnaríkinu líklega!   Mér finnst bara ótrúlegt hvað andsinnar leggjast lágt í öfugsnúði sínum!  Skömm að þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 12:45

67 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

@Ómar, þetta bull og ÚTÚRSNÚNINGAR hjá þér er ekki svara vert....en þú veist kannski ekki hvað plús (+) merkið þýðir ??

Mig undrar það ekki

Anna Grétarsdóttir, 15.8.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband