12.8.2010 | 14:43
Baldur: Hugmyndafræði Hitlers - svar við grein Ögmundar Jónassonar
Dr. Baldur Þórhallsson skrifaði grein í Fréttablaðið í gær um grein Ögmundar Jónassonar, "Virkið í Norðri," sem vakti mikla athygli
Baldur segir m.a:"ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu.
Greininni lýkur svo á þessum orðum: "Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan." (Leturbreyting, ES-blogg)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Auðvitað fer Baldur, Monnet-prófessor Evrópubandalagsins, með rangt mál hér um Ögmund. Sá síðarnefndi líkti ekki ESB við Þriðja ríkið. Hitt er alvanalegt hjá stórveldum að leita Lebensraums, lífsrýmis – það gerði Rússland zarsins, það gerði Bretaveldi o.s.frv. Það er ekkert specifískt nazistískt við það; ef svo væri, hefði Þýzkalandskeisari líka verið nazisti, en hann hataði og fyrirleit nazisma, eins og allir ærlegir menn hljóta að gera.
Baldur, hættu að skrökva, og láttu svo háskólann skila sjö og hálfu milljóninni vegna Monnet-viðurkenningarinnar til baka til Brussel.
Jón Valur Jensson, 12.8.2010 kl. 15:00
Það er ekkert nýtt að ESB innlimunarsinnar líki okkur andstæðingum ESB aðildar við fasista og nasista.
Samanber hefur einn þeirra æðsti trúboði Jón Frímann Jónsson margsinnsis hér á Evrópusíðunni líkt mér og reyndar öllum þeim fjölmörgu sem fylla raðir Heimssýnar þessum ljótu nöfnum.
Nú reyna ESB innlimunarsinnar í gagnsókn að koma því lymskulega inn í áróðursskyni að við séum að líkja ESB "samruna hugsjón embættisaðals ESB elítunnar" við nasisma.
Ja margur heldur mig sig og þetta búmmerang er að hitta þá sjálfa fyrir.
Ég myndi nú segja að það er miklu nærtækara og eðlilegra að líkja ESB valdaapparatinu við kommúnisma Sovétríkjanna.
Valdapýramídinn með óskeikular sjálfskipaðar nefndirnar og ráðin og lýðræðisleysið með tilskipanakerfi og staðlaðri sýn á alla hluti minnir ótrúlega mikið hvort á annað.
Ég skora á sem flesta að hlusta á hvað vísindamaðurinn og friðarsinninn og fyrrverandi andófsmaður Sovétkerfisins sér ótrúlega margt líkt með hinu nýja og valdagíruga embættiskerfi ESB og með spilltu og oföldu kerfi Sovét kommúnismans.
Þessi merki maður og fyrrum fórnarlamb Sovétkerfisins beinlínis varar okkur við svona miðlægum og ólýðræðislegum valdakerfum eins og ESB sem hann þurfti sjálfur að líða fyrir í mörg ár.
Þó svo margt sé svo sem skárra hjá ESB ennþá hvað varðar mannréttindi Þar á bæ, ég viðurkenni það fúslega.
Þá segi ég það enn og aftur að ESB valdaapparatið og spillingin sem þar lekur af hverju strái og valdasamþjöppunin og ólýðræðisleg uppbygging þessa apparats er eitthvert mesta og versta tilræði sem gert hefur verið að einstaklingsfrelsinu og frjálsu og opnu lýðræði Vestur Evrópu síðan Sovétríkin gömlu með allar sínar nefndir og ráð liðuðust í sundur og féllu.
Gunnlaugur I., 12.8.2010 kl. 16:07
Þessi vísindamaður og andófsmaður Sovétkerfisins og ESB valdakefisins heitir Vladímír Bukovski (sjá www.brusselsjournal.com)
Gunnlaugur I., 12.8.2010 kl. 16:14
Er Ögmundur vinur minn ekki SJÁLFUR það litla sem eftir er af virkisturninum í norðri?
Virkisturninn í austri er hins vegar hruninn og nú er verið að laga til eftir varðmennina í turninum.
Ögmundur er hins vegar velvakandi eins og bróðir hans, Mófuglinn.
Gott að einverjir eru á varðbergi.
B.B. og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Þorsteinn Briem, 12.8.2010 kl. 16:19
Það er nú ekkert leyndarmál að einn af æðstu draumum Adolf Hitler var sameinuð Evrópa undir einum fána, þ.e.a.s. nasistafánanum.
Annars er þetta áhugaverð lesning Gunnlaugur :)
og þetta hér; http://www.brusselsjournal.com/node/4497
Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 19:09
það er eins og ísleskum andsinnum sé hreinlega ekki sjálfrátt stundum. Byrja oft á segja að þeir séu ekki svona og svona og ekki að líkja esb við þetta og þetta - og halda svo áfram og staðfesta einmitt að þeir séu svona og svona og að þeirra áliti sé esb þetta og þetta!
Alveg morknaðir gaukar. Ísl. sumir eru alveg útí móa sko. Svo úti á túni og óupplýstir og hafa vandræðilega illa saman settan hrófatildursgrunn undir lífsafstöðu sína.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2010 kl. 22:42
Ég er nú ekki á því að ESB sé þriðja ríki hitlers endurfætt, bara gaman að koma þessu á hreint..
Charles Geir Marinó Stout, 12.8.2010 kl. 23:16
Stórveldi rísa og hníga. Evrópubandalagið eða ESB á sér líka stórveldisdraum sem staðfestur er af tveimur æðstu valdamönnum þess: Barroso, forseti framkvæmdastjórnar bandalagsins frá árinu 2004, talar hér um “heimsveldi” sitt (empire); og tökum eftir: "Wir müßen Großmacht werden!" [Við verðum að gerast stórveldi] (orð Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar ESB 1985–1995, þess manns sem Jón Baldvin Hannibalsson dáist einna mest að).
Jón Valur Jensson, 13.8.2010 kl. 00:38
ÓRAR YKKAR OG ÖFGAR ERU beinlínis HLÆGILEGIR í alla staði.
ÞIÐ ERUÐ ÞJÓÐERNISÖFGAMENNIRNIR en EKKI þeir sem stjórna nú ÖLLUM RÍKJUM EVRÓPU og fólkið sem kaus þá, milljónir manna.
NASISTARNIR í Þýskalandi VORU ÞJÓÐERNISÖFGAMENN, sem vildu leggja undir sig heiminn.
Ég ólst upp hjá Eriku Ottósdóttur, sem bjó í Þýskalandi nasismans.
Það er HLEGIÐ AÐ YKKUR UM ALLA EVRÓPU!
Að Frakkland og Bretland séu nú SAMA RÍKIÐ!
Hér eru viðbrögð við HEIMSKULEGUM ummælum ykkar frá vinkonu minni í Litháen, sem nú er EITT AF 27 RÍKJUM í Evrópusambandinu:
"Sveikas Steini!
I AM A PATRIOT, so I love it's yellow fields full of sowthistles and colzas, green forests and rivers."
Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 03:44
Það eru ekki þjóðernisöfgar að vilja viðhalda fullveldisréttindum og æðsta löggjafarvaldi í landinu sjálfu. Það eru öfgar að vilja afsala slíku valdi til bandalags þar sem fjögur gömul nýlenduveldi eru með rúml. 52% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði. Við likjum ekki ESB við 3. ríki Hitlers, en viljum varðveita fullt sjálfstæði lands og þjóðar. Fyrir það erum við hæddir af Steina Briem og hans líkum.
Jón Valur Jensson, 13.8.2010 kl. 07:18
Jón Valur Jensson
Enda þú sért hugsanlega kvæntur stórri og feitri konu er ekki þar með sagt að hún ráði öllu í þínu hjónabandi.
Enda þætti mér það harla ólíklegt, eins yfirmáta frekur og þú ert.
Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 02:51
Ögmundur veit það kannski ekki, en evrópuþjóðir færðu okkur annað en glerperlur og eldvatn við hrunið.
Þær lánuðu okkur pening.
Alvörupeninga, gjaldeyrir sem hægt er að nota í viðskiptum við aðrar þjóðir.
Peninga sem viðn áttum ekki til.
Vegna þess að Íslandi hafði verið stjórnað af óhæfu fólki.
Fólki sem við kusum.
Guðjón Eiríksson, 14.8.2010 kl. 16:14
Steini Briem auglýsir hér vanhæfni sína í málefnalegri rökræðu.
En að cópera, það getur hann endalaust!
PS. Guðjón, lán er bara lán.
Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 17:10
Ofbýður manni að lesa rangfærslur og ýkjur Baldurs Þórhallssonar um hvað Ögmundur Jónasson meinti. Evrópusamtökin lyfta samt Baldri upp á stall sem öðrum rangfærslumönnum eins og Grími Atlasyni og hinum ýmsu afvegaleiðandi mönnum, sem skrifa ljót orð um menn sem ekki vilja fara inn í þetta einangrunar-miðstýringar-veldi. Ég las grein Ögmundar og hann líkti engum við Hitler eða Nazista. Ögmundur hefur líka sjálfur útskýrt það og þvertekur fyrir það sem Baldur skrifar. Mann setur nú bara sjálfan hljóðan af að lesa ýkjurnar í Baldri Þórhallssyni. Ögmundur svarar:
Í TILEFNI SKRIFA RITHÖFUNDAR OG PRÓFESSORS
Elle_, 14.8.2010 kl. 19:14
ÞVÍLÍKIR ÞJÓÐERNISOFSTÆKISRUGLUDALLAR!!!
Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 20:48
"ÞJÓÐERNISOFSTÆKI.
Ofstæki sem stafar af ríkri þjóðerniskennd og birtist í tillitslausri baráttu fyrir meira og minna ímynduðum hagsmunum þjóðar."
(Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)
Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 20:50
Jón Valur Jensson,
ENGINN hefur lagt meiri vinnu í að skrifa EIGIN TEXTA í athugasemdum á þessu bloggi og undirritaður.
Og ég mun afrita hér þann texta EINS OFT OG ÞURFA ÞYKIR, enda koma hingað NÝIR LESENDUR á hverjum degi.
Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 21:10
Steini Briem er alveg að fara af hjörunum.
Jón Valur Jensson, 14.8.2010 kl. 21:13
"Lán er bara lán"..?
Í þessu tilfelli aðstoð við þjóð i kröggum.
Sem hún kom sér í sjálf.
Þessi lán eru ekki á viðskiptalegum forsendum.
Engar glerperlur né eldvatn í augsýn
Guðjón Eiríksson, 14.8.2010 kl. 21:40
Ég verð nú að segja að þeir sem kalla alla sem vilja ekki inn í Evrópuríkið ÞJÓÐERNISOFSTÆKISRUGLUDALLA og saka þá um ÞJÓÐERNISOFSTÆKI, eins og Steini færi að gera endalaust í þessari síðu, eru sjálfir OFSTÆKISRUGLUDALLAR. FULLVELDI LANDS HEFUR EKKERT MEÐ OFSTÆKI, ÞJÓÐERNI EÐA ÖFGAR AÐ GERA.
Elle_, 14.8.2010 kl. 22:31
FARI EVRÓPUSAMTÖKIN EKKI AÐ STOPPA STEINA Í HANS ENDALAUSA NÍÐI GEGN OKKUR SEM VILJUM EKKI INN Í EU, GETUM VIÐ KLAGAÐ HANN OG KANNSKI KÆRT FYRIR NÍÐ.
Elle_, 14.8.2010 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.