Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson: Vaxandi krafa um samninga í Evrum

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, Eyjubloggari og formaður Rafiðnaðarsambandsins skrifar í sínum nýjasta pistli um komandi launasamninga. Í pistli hans segir orðrétt:

"Íslensku stéttarfélögin hafa undanförnum áratugum samið um tæplega 4.000% launahækkanir, en stjórnmálamenn hafa jafnharðan alltaf eyðilagt þessa baráttu. Á sama tíma hafa t.d. danskir launamenn samið um liðlega 300% launahækkun. Þeirra kaupmáttur stendur og skuldastaða heimila þeirra stendur eðlilega. En hver er staðan á Íslandi?

Það kaupmáttarhrun sem hér varð er ekki stéttarfélögnum að kenna, þar er við slaka stjórnmálamenn að sakast.

Ljóst er að um þetta verður tekist í komandi kjarasamningum. Vaxandi kröfur eru um að samið verði um í Evrum til þess að losna undan ofurvaldi slakra stjórnmálamanna á launakjörum landsmanna.

Feitletrunin er ES-bloggins, en hún verður að teljast athyglisverð. Kannski er þessi krafa að koma fram m.a. vegna þess að mörg stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eru farin að gera upp í Evrum!

Undan hverju eru þau að sleppa??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Starfsmenn tölvuleikjafyrirtækisins CCP hér hafa fengið laun greidd í evrum.

TEKJUR sjávarútvegsfyrirtækjanna og ferðaþjónustunnar hér ERU AÐALLEGA Í EVRUM
og mörg þessara fyrirtækja GERA UPP Í EVRUM.

Í sjávarútvegsfyrirtækjunum og ferðaþjónustunni starfa um 20 þúsund manns
og þar af um 9 þúsund í ferðaþjónustunni.

Laun greidd í evrum hérlendis - ASÍ 2006


Útflutningur okkar
á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Árið 2009
fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 24.8.2010 kl. 03:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan er löngu orðin handónýt. Allt peningamálastjórnin er handónýt. Vextir á Íslandi eru út á kortinu. Það er enginn stöðuleiki.

Þetta er bara handónýtt ástand og við þurufm að ganga í ESB sem fyrst til þess að það lagist eitthvað hérna á þessu landi.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.8.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband